Alþýðublaðið - 15.07.1952, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.07.1952, Blaðsíða 1
JLLÞÝÐUBLAÐIÐ ------------------------------------------—------. Loffleiðir hafa seH flesfar sfærsfu flugvélar sínar úr landi! (Sjá 8. síðu.) V________________________________________________J XXXHI. árgangur. Þriðjudagur 15 júlí 1952. -• 156. tbl. Hörmuleg útkoma síldarvertíðarinnar hingað til: sama fíma; fyrra Svefnvagninn að innan. — Ljósm. Stefán Nikulásson. Svefnvagn Norðurleiða byrjar áæflunarferððr norður í nóff -------*------ SVEFNVAGN Norðurleiða fer fyrstu naeturferð sína milli Reykjavíkur og Akureyrar í nótt, og á að leggja af stað úr Keykjavík kl. 10 í.kvöld og vera kominn til Akureyrar milli kl. 7 og 8 í fyrramálið. Er þetta fyrsti svefnvagninn, sem tekinn cr í notkun hér á landi, og hefur hann sæti fyrir 30 farþega. Lík- legt er að vagn þessi marki tímamót í langferðalögum með bif- reiðum, enda er innrétting hans við það miðuð, að sem bezt geti farið um farþegana. -----------:------« Arangursiaus leið- angur á Eyjafjalla jökul um belgina LEIÐANGUR var gerður út fyrir helgina austur á Eyjafjalla ,jÖkul til að kanna flugvélar- flakið, sem liggur á hájöklinum síðan í fyrra. Var förin farin, ef svo skyldi vera, að snjó hefði tekið af flakinu, svo að unnt væri að rannsaka það nákvæm- lega og leita umihverfis það. En er að því kom urðu leiðangurs- menn þéss vísari, að álíka mik- ill snjór var enn á þessum slóð- um og í vor, þegar síðast var farið, og bar förin því ekki ár- angur, Leiðangursstjóri var Árni Stefánsson bifvélavirki, en í för inni voru með honum 15 menn, 5 íslendingar og 10 Bandaríkja- menn. Lagt var af stað á föstu- dagskvöld, öllum laugardegin- um eytt á jöklinum, en komið heim til Reykjavíkur á sunnu- dagsmorgun. Stjórn Norðurleiða sýndi j blaðamönnu.m þessa nýju bif- | reið í gær og óku með þá upp í skíðaskála. Sætin í svefnvagn inum eru frábrugðin sætum i venju'egum langferðabílum, og svipar mjög til flugvéla- sæta. Bökin eru hærri en á venjulegum bílsætum, og er með einu handtaki hægt að halla þeim aftu.r, þannig að vel fari um farþegann, þegar hann vill leggja sig til svefns. Þá er og það langt milli sæt- anna, að menn þurfa ekki að vera með kreppta fætur, eins og tíðkast í áætlunarbílum. Yfirbygging vagnsins og sæt in eru gerð í BOasmiðjunm, en fyrirmyndin að sætunura er dönsk. Tveir ungir piltar úr Bílasmiðjunni, þeir Eysteinn Guðmu.ndsson og Eyjólfur Jónsson, dvöldu fyrir nokkru fióra mánuði í Danmötku og kynntu sér nýjnngar í yfirbygg ingu bifreiða, þar á meðai gerð sæta í slíkum svefnvögn um, og hafa þeir annast gerð sætanna, en Gunnar Björnsson að öðru leyti stjórnað yfir- bygging bílsins. *> Framhald á 7. síðu. ‘Aðeins 11 skip hafa j veitt 500 mál eða j þar yfir,- 60 í fyrra ! ---------------- LAUGARDAG 12. júlí á miðnætti voru síldveiði- skipin, sem stunda veiðar við Norðurland, búin að leggja upp í bræðslu 17874 mál, en á sama tíma í fyrra 61146 mál, auk tæpl. •16 þús. tunna í salt. Til beitufrystingar og í niður- suðu hafa nú farið tæpar j 3000 tunnur. Aðeins 11 skip hafa veitt nú 500 mál og tunnur og þar yfir, en 60 á sama tíma í fyrra. Þá var aflaliæsJa skipið með 2305 mál, það var Illugi frá Hafnar- firði, en nú er aflahæst „Akra- borg“ frá Akureyri með 1442 mál og tunnur. Þau ellefu skip, sem nú hafa aflað 500 mál og tunnur og þar yfir, eru þessi (mál og tunnur): „Akraborg“, Akureyri, 1442, „Björgvin“, Keflavík, 591, „Grundfirðingur“, Grundar- firði, 532, „Guðmundur Þor- lákur“, Reykjavík, 908, Hauk- ur I“, Ólafsfirði, 623, „Ingvar Guðjónsson“, Akureyri, 511, „Jón Guðmundssoa", Keflavík, 670, „Páll Pálsson“, Hnífsdal, 560, ,,Rifsnes“, Reykjavik, 625, „Súlan“, Akureyri, 538, „Vörð ur“, Grenivík, 546. mm Olvaður maður brýí- ur rúðu í verzlun Skarst á hendi og blóðferillinn rak- inn heim til hans. ÖLVAÐUR MAÐUR braut í gærmorgun stóra rúðu í glugga verzlunarinnar, Bald- urs, Framnesveg 29. Þetta mun hafa gerzt um áttaleytið, samkvæmt upplýs- ingum frá rannsóknarlögregl- unni. Maðurinn var ofuvölvi, og er enginn til frásagnar um atvikið, en er lögreglan kom á vettvang, gat hún rakið blöð feril frá verzluninni í hús þar skammt frá og kom í ljós, að maðurinn, sem var valdur að skemmdinni, átti þar heirna. Hafði hann skorizt á hendi, er hann braut rúðuna. Athöfnin í kirkjugarðinum að Bessastöðum í gær. Aska Sveins Björnssonar for- seta jarðsett að Bessastöðum ASKA Sveins Björnssonar forseta var jarffsett í kirkju- garffinum á Bessastöffum ár- degis í gær aff viffstöddum nánustu vandamöimum, ráff- herrum og frúm þeirra og nokkrum öffrum. Athöfnin hófst meff því, aff kór Bessastaffasóknar söng sálminn: Ég lifj og ég veit. Sóknai-presturinn, séra Garff ar Þorsteinsson, flutti baen, en séra Bjarni Jónsson vígslu biskup lokaði hinni steyptu gröf, er gerff hafffi veriff fyr- ir ösku forsetans, mælti nokk ur orff og flutti drottinlega blessun. Síffan söng kórinn versiff: Ég lifi í Jesú nafui. Legstaður forsetans er í kirkjugarffinum aff Bessastöff um viff norffurvegg kirkjunn ar. Á gröfinni er hella úr is- lenzkum steini og á hana letr aff: Sveiun Björnsson. AS athöfninni lokinni vaj’ gengiff í Bessastaffastofu og ávarpaffi forsætisráffherra frú Georgíu Björnsson og þakkaði henni i nafni þjóff- arinnar hin mikilvægu störf hennar sem fyrstn forsetafrú ar landsins. Henrik Sv. Bjömsson sendiráffunautur flutti aff skilnaði þakkarorff fyrir móffur sína og fjölskylö una. (Tilkynning forsætis- ráffuneytisins. Sjö keppa í Chicago um að verða forsetaefni demókrata --------•------ Fulítrúar á flokksþing þeirra byrjaðir að streyma til borgarinnar; hinir farnir. ------------------+------- FKEGNIR frá Washhington herma, að fulltrúar á flokks- þing demókrfata, sem á að hefjast 21. júlí, séu nú að byrja að streyma til Chicago; en á því þingi verður forsetaefni þeirra valið. Talað er um sjö menn, sem líklegir séu til þess að koma til greina við það kjör: öldungadeildarmennina Russel, Kerr, Kefauver og MacMahon, Barclay núverandi varaforseta, Ray- burn forseta fulltrúadeildar þingsins, Stevenson fylkisstjóra í Illinois og Harriman, ráðunaut Trumans og forstjóra hinnar gagnkvæmu öryggisstofnunar. Einn þessara keppenda, Russel, er þegar kominn til Chicago og hefur leigt þá hæð í einu hóteli borgarinnar, sem Taft hafði meðan flokksþing repúblikana stóð. Fór Taft það an fyrir helgina til Kanada, sér til hvíldar, og lét svo um mælt, að hann myndi ekki framar gefa kost á sér sem forsetaefni fyrir flokk sinn. NÝ KROSSFERÐ EISEN- HOWERS. „krossferð — fyrir freisi Ame- ríku og frelsi alls heimsins“. Líkir hann þar með kosninga- baráttu sinni við herferð sína í Evrópu í annarri heimsstyrj öldinni, en bók sína um hana, sem út kom nokkrum árnm eft ir stríðið, kallaði hann „Cru- sada in Europe‘‘ — þ. e. Kross ferð í Evrópu. Veðrið í dag: Eisenhower er nú að hefja bosningabaráttu sína gegn demókrötum og kallar hana Vestan og síðar suðvcst- an gola, sliýjað og dálitii rigning.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.