Alþýðublaðið - 27.07.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.07.1952, Blaðsíða 4
; 'ÁB-Aíþýðtiblaðið 27. júlí r9f 2. Vinstri samvinna við hvern? RTJMAR þrjár vikur eru nú liðnar frá forsetakjörinu; og sennilega er það þess vegna, að Tíminn telur sér nú óhætt að fara aftur að minna á það, að Framsóknarflokkurinn sé „vinstri flokkur“. Að vísu sií- ur hann enn sem f astast í sam stjórn íhaldsins og er þar sízt eftirbátur . Sjálfstæðisflokks- ins í árásum á efnahagsleg kjör og félagsleg réttindi al- þýðu í landinu; én „vinstri flokkur“ skal hann heita engu að síður, — og öðru.m kennt um, að ekki sé hér vinstri samvinna og vinstri stjórn við völd! Og auðvitað er það Alþýðu flokkurinn, sem á alla sök á því, að dómi Tímans. „Hægri sinnaðir bítlingamenn hafa náð þar undirtökunum“, seg- ir málgagn Hermanns, svo að „Alþýðuflokkurinn er eins fjarri því að vera vinstri flokkur og nokkur flokkur getur verið það“! Svo mörg voru þau orð Tímans í einni ritstjórnar- grein hans í vikunni, sem leið. En af hverjui á al- þýða landsins að ráða það, að Framsóknarflokkurinn sé vinstri flokkur? Á hún kann ski að ráða það af því, að hann hafði forustu um gengis laekkunina fyrir tveimur og hálfu ári — ófyrírleitnustu á- rásina, sem gerð hefur verið á líf»kjör almennings hér á landi um áratuga skeið — og hefur síðan setið í samstjórn íhaldsins og haft þar forustu um flest önnur óhappaverk, svo sem hina dulbúnu gengis- lækkun bátagjaldeyrisins, af- nám verðlagseftiriitsins, með eftirfarandi verzlunarokri, og kyrkingu iðnaðarins, með eft- irfarandi atvinnuleysi? Eða á hún að ráða það af því, að for maður Framsóknarflokksins og sú fámenna klíka, sem á- samt honum ræður öllu í flokknum, vildi heldur styðja gamlan og rótgróinn íhalds- mann til forsetakjörs, en frjálslyndan og víðsýnan al- þýðuflokksmann? Alþýðu manna þykir það einkennilegt, að heyra slíkan flokk kallaðan vinstri ílokjf. Það eru nefnilega verkin, sem hún lítur á, en ekki áróð- urinn og orðin! Það verður enginn flokkur vinstri flokk- ur af því, að Þórarinn Tíma- ritstjóri „tituleri“ hann þann ig; það er hin raunverulega stefna flokksins, stefna hans ' í framkvæmd, sem sker úr um það, hvort hann er vinstri flokkur eða ekki. Það var einu sinni sú tíð, að „verkin töl-, uðu,“ um vinstri stefnu Fram sóknarflokksins, þegar hann stóð að margvíslegu,m efna- j hagslegum og félagslegum um; bótum með Alþýðuflokknum; en sú stefna, sem Framsókn- arflokkurinn hefur tekið und ir forustu Hermanns Jónarl- sonar í seinni tíð og fyrir tveimur og hálfu ári leiddi hann til sætis í örgustu íhalds stjórn, sem hér hefur verið við völd í meira en aldar- fjórðung, á ekkert skvlt við hina gömlu, góðu stefnu Framsóknarflokksins. Um vinstri samvinnu við hann getur því ekki verið að ræða, nema ný stefnubreyting komi tu. Því er að vísu ekki að leyna, að þúsundir manna i Framsóknarflokknum, bæði á- hrifamanna ®g óbreyttra kjós enda, eru sáróánægðar með núverandi íhaldsstefnu flokks ins og þrá ekkert frekar en róttæka stefnubreytingu hans og nýja samvinnu við Alþýðu flokkinn. Og sama máli gegn- ir vafalaust um þúsundir Ím,ar4na í Sjáflfstfeeðiaflokkn- um, sem búnar eru að fá meira en nóg af núverandi í- haldsstjórn. En þeir Hemiann og Ólafur eru ekki þar á með- al. Þeir halda dauðahaldi í hægri samvinnuna, sem í- haldsstjórnin byggist á, og reyna að handjárna ílokks- menn sína til áframhaldandi fylgis við hana. Við þá er engin vinstri samvinna mögu- leg. Frjálslyndir menn, hvort heldur í Framsóknarflokkn- um eða Sjálfstæðisflokknum, verða því að taka til sinna ráða, ef hér á að verða virjci- leg stefnubreyting. Og hvaða ráð gætu það verið önnur en náin samvinna í einni eða annarri mynd við Alþýðuflokk inn, •— eina raunverulega vinstri flokkinn í landinu? „Frá höfninni" — málverk eftir Jón Stefánsson. Rætt við Jón SíSasta sending sumarsins af SOLID - sportfötum kemur í húðina í dag. — Lítið inn meðan úr nógu er að velja. — ÞETTA MERKI TRYGGIR GÆÐIN. R lí Y K J AV í K AB — AlþýðublaSiS. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Hitstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- Eími: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Áskriftarverð blaðsins er 15 krónur á mánuði; í lausasölu 1 króna hvert tölublað. NYISLENZK málaralist er aðeins nokkurra áratuga gömul. Hins vegar tók þjóðin skáldlist orðsins að arfi, dýran fjársjóð fegurstu og stórbrotnustu iistá- verka; hefur sú iist æ síðan verið öndvegisíþrótt með íslend ingum, og þar hafa þeir eí til vill mest afrek unnið. Þegar þessa er gætt, gegnir furðu, að við skulum þegar hafa eigrazt þau góðskáld í línum og litum, að þjóðin hefur skipað þeim í öndvegi með sínum beztu þjóð- skáldum í bundnu máli og ó-1 bundnu, og mun þó enginn geta ; sagt með sanni, að öndvegið j hafj sett ofan fyrir það. Enn furðulegra er það, að þessi hóí- uðskáld nýislenzkrar málara- listar skuli um léið vera braut- ryðjendur hennar og sýnir það , bezt á hve skömmum tíma þessi i listgrein hefur fest rætur og náð þroska með þjóðinni, að enn eru þrír þessara góðskálda í íullu fjöri og líklegir til stórra ■ f- reka. Jón Stefánsson listmálari er. einn þessara góðskálda. Ég frétti það á skotspónum ekki alls fyrir löngu, að menntamála ráð hyggðist efna ;il yfirlitssýn ingar á verkum pessa gagn- merka listamanns í byrjun ág- ústmánaðar og í tilefni þess fór ég þess á leit við hann, að ég fengi að rabba við hann stund- arkorn. Það var auðsótt mál, „en um sýninguna ; et ég ekkert sagt,“ mælti hann, „það er menntamálaráð, sem hefur all- an veg og vanda af henni, og það boðar ykkur sennilega á sinn fund, þegar þar að kemur.“ Þau Jón Stefánsson og frú hans eruýfyrir skömmu •• omin heim ur meira en þriggja miss-i ira dvöl í Danmörku og seizt að í.húsi sínu við Bergstaðastrætið. „Upphaflega ætluðum við að dveljast aðeins vetrarlangt þar ytra,“ segir Jón. ,,en vorum svo óheppin, að veikjast af íllkyiíj- aðri inflúenzu. Læknarnir ráð- lögðu mér að hafa hægt um rnjo j fyrst í stað, og því varð það úr,1 að við frestuðum heimförinni. ‘ Það er hlýlegt í dagstofunni á heimilj þeirra lijóna og bæði eru þau einkar ástúðleg í við- móti og góð heim að sækja. Við höbbúm um dagihn og veginn, málaralist og jaínvel um stjórn- mál. ,,Ég hef alla ævi verið frá- bitinn stjórnmálum,“ segir Jó.i „Á fyrstu Hafnarárum mínum var til dæmis Valtýzkan mik’ii rædd meðal landa þar. Ég vissi eiginlega aldrei í‘ hverju hun var fólgin! Hugur minn var meira við listina og viðfangsefrii mín öll á því sviði, og þannig hefur það alltaf verið. En eiii- ræði og harðstjórn hef ég jafn- an haft mestu andúð á, í hvaða formi sem það birtist.“ Og nú hyggst menntamálaiáð efna til sýningar á verkum ýð- ar? ,,Já, það stendur til. Það hef- ur reynzt mér bvsna örðvgt verk og umsvifamikið, að smala saman myndum mínum til pess- arar sýningar. Þær eru dreifðar víðs vegar eins og gefur að skilja, menn hafa keypt þær á sýningum, ekki aðeins hér og á Norðurlöndum, heldur og víð- ar, því að þetta hafa veríð menn alls staðar að, og í fæstum til- íelium hef ég hirt um að skrá- setja nöfn kaup-endi na, énda ekki nærri alitaf haft aðstöðu til þess. Þess vegna hef ég ekkí hugmynd um hvar sumar þeirri eru niðúr komnar. Það á séi- einnig stað, að fólk er tregf til að lána myndir á sýningar^ óg má ef til ydll segja, að þyi sé það vorkunn. Hins vegar er þetta allt auðsótt, yarðandi myndir. sem eru í eign ppin- berra aðila, en allmargar mynd ir efíir mig hafa verið key.ptar til listasafna hér og þar Gátuð þér urmið að nýjurn myndum í Danmerk'.'.rdvöiinni, þrátt fyrir krankleikahn? ,,Já, ég gat það. Ég hef vmnu stofu úti í Höfn, sem ég le'-'i öðrúm, þegar ég dvelst hérna, en hef svo aðgang að, þegar þangað kemur. Mér er bað nauð Framh. á 7. síðm. - AB 4 Listamaðurinn við starf sitt. Myndin er tekin í vinnustofu hans í húsinu við Bergstað; strætið. (Ljósm. Pétur Thomsen).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.