Alþýðublaðið - 24.09.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.09.1952, Blaðsíða 4
'A B-Alþýðublaðið. W ;J? 24. sept. 1952. vi :í Eishenhower og Síevenson r' ÞEGAR Dwight D. Eisen- liower, hinn frægi og vinsæli hershöfðingi, var kjörinn for- 1 setaefni repúblikana í Banda ríkjunum í sumar, þótti mörg um vænkast hagur þess flokks og líkur vaxa til að það yrði nú einu sinni aftur forseta- ’ efni hans, sem héldi innreið ! sína í „hvíta húsið“ í Wash- 1 ington á komandi vetri, eftir 1 tuttugu ára, óslitpa dvöl demó ikratískra forseta þar. Sjálfur |lagði Eisenhower frá upphafi áherzlu á það, að repúblikana ! flokkurinn þyrfti „nýtt blóð“ 1 til þess að geta gert sér vonir | um sigur yfir demókrötum; i og átti hann þá vissulega ekki ! I hvað sízt við nauðsyn þess, að ’ flokkurinn hyrfi frá úreltri einangrunarstefnu út á við og þröngsýnum íhaldssjónarmið j um inn á við. '! En það leið ekki á löngu, ! eftir að kosningabaráttan hófst, þar til Það sannaðist '■ enn einu sinni, að byr hlýtur að ráða, þótt kóngur vilji sigla. Þó að Eisenhower vildi í upphafi beina flokk sínum í mörgu inn á nýjar brautir, : hefur hann í hita baráttunnar • orðið að ganga lengra og lengra til opinbers bandalags < við hin gömlu einangrunar- og íhaldsöfl flokksins, undir forustu manna eins og Ro- berts A. Tafts, sem verið hef- ur og er enn höfuðsmaður íhaldsstefnunnar í Bandaríkj unum, og Josephs McCarthy, sem kallar hvaða umbóta- stefnu innanlands, sem er, eða samvinnu við erlend lýðræðis 1 öfl, kommúnisma! Það er ekki erfitt fyrir Adlai E. Steven- son, forsetaefni demókrata, og stuðningsmenn hans, að benda á þær ógöngur, sem Eisenhower sé kominn í, í fé- lagsskap við slíka menn; enda hefur Stevenson, sem er bæði hnyttinn og hittinn í kosn- ingaræðum sínum, varpað bæði í gamni og alvöru fram þeirri athugasemd, að hann viti ekki lengur, við hvem hann sé að berjast í kospinga baráttunni, Eisenhower eða Taft! Það fer ekki á milli mála, að þetta bandalag Eisenhow- ers við íhaldsöfl repúblikana- flokksins hefiur þegar dregið verulega úr sigurvonum hans. Einkum þykir það augljóst, að hann hafi með því að ger- ast verjandi hinna óvinsælu Taft-Hartley-laga frá 1947, sem takmarka verkfallsrétt- inn stórkostlega, brotið af sér allt hugsanlegt fylgi verka- lýðsins í Bandaríkjunur|i, sem vega mun þungt við forseta- kjörið í haust, ekki síðu j en fyrir f jórum árum, þegar full- víst þótti, að það hefðu verið verkamannatkvæðin, sem tryggðu Harry S. Truman sigurinn. Gagnstætt Eisen- hower hefur Stevenson tekið' ákveðna afstöðu gegn Taft- Hartley-lögunum og heitið því, að beita sér fyrir afnámi þeirra, ef hann yrði kovrm forseti. Þarf varla um það að efast, að verkalýðurinn fylki sér svo til einhuga um hann við forsetakjörið, eftir svo gagnstæðar yfirlýsingar for- setaefnanna um þetta hitamál fyrir samtök hans. Það spáir heldur ekki góðu fyrir Eisenhower, sem í kosn- ingaræðum sínum hefur lagt mikla áherzlu áíyrirhugaða baráttu sína gegn „spilling- unni í Washington“, eins og hann hefur orðað það, að Ric- hard M. Nixon, . varaforseta- efni repúblikanaflokksins, er nú talinn uppvís að því að hafa þegið mútur af nokkrum stuðningsmönnum sínum og svikið skatt af því fé, sem hai|i hefur þannig fengið. Það bendir að minnsta kosti ekki til þess, að Eisenhower myndi hafa mikinn stuðning af hon- um í baráttunni gegn þeirri „spillingu“, sem hann telur nú hlutverk sitt að útrýma! En þó að segja megi, að Eisenhower sé nú, af tilgreind um ástæðum, í nokkrum mót vindi í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum, skyldi enginn vera of fljótur, að draga fulln aðarályktanir af því um úr- slit forsetakjörsins. Enginn efast um góðan viija og grand varleik Eisenhowers siálfs; og enn hefur hann það, um- fram Stevenson, að vera miklu þekktari maður og vinsælli meðal þjóðar sinnar en hann. Það skiptir miklu máli, þegar tugmilljónir manna eiga að ganga að kjörborðinu, eins og við forsetakjör í Bandaríkj- unum. Vera má, að Stevenson vinni það upp áður en Ivkur, með mai\cvissri og virðulegri kosningabaráttu sinni, sem viðurkennd er af öllum og studd af stórhuga og fram- sýnni stefnu demókrataflokks ins bæði út á við og inn á við. En enginn skyldi enn treysta neinum spádómum um það, hvernig forsetakjörið fér. Viðtal við Roif Gerhardsen, fréffa- rifsfjóra við Arbeiderbiadet í Osío „AEÞÝÐUFLOKKSSTJÓRNTN í NOREGI hefur lagt allt kapp á það eftir styrjöldina að byggja upp atvinnuvegina á ný, og þo fyrst og fremst þá arðbærustu, er stuðla að auknum gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Hefur þessi stefna m. a. leití til þess, að í fyrra og það sem af er þessu ári, hefur verzl- unarunarjöfnuðurinn orðið hagstæður. í fyrsta sinn eftir strí,. Afkoma almennings hefur og stórunt batnað síðustu árin, enda hefur algjörlega- verið komizt hjá atyinnuleysi frarn að þessu, og má ekki hvað sízt þakka það stefnu stjórnarinnar í atvinnu- málunum og skipulagðri uppbyggingu atvinriuyeganna“. Þetta sagði Rolf Gerhardsen, fréttaritstjóri Arbeiderblaðsins í Osló, í viðtali við AB; en hann dvelst nú hér á landi, ásamt konu sinniv og kymúr sér ís- Ienzk málefni, bæði stjórnmál, félagsmál, atvinnumál og fleira, og hyggst skrifa fyrir blað sitt um ýmislegt, ér hann kynnist í för sinni hingað,- og hefur hann hlotið opinberan styrk til þess- arar farar. Tíðindamaður AB spurði Ger- hardsen nokkurra spurninga um norsk stjórnmál, atvirinuhætti og önnur mál varðandi afkomu Norðxnanna um þessar mundir. og varð hann góðfúslega við því að svara þeim; enda nákunnug- ur norskum stjórnmálum og at- vinnumálum. Þess skal getið til nánari kynningar á manninum, að hann er bróðir Einars Ger- hardsen, fyrrverandi forsætis- ráðherra Norðmanna. VIÐ STJÓRN SÍÐAN 1935. Gerhardsen sagði, að Alþýðu- flokkurinn hefði nú setið við völd í Noregi óslitið frá þvu 1935, enda þótt hann hefði ekki haft hreinan meirihluta í stór- þinginu fyrr en 1945; en þar hefur hann verið í meirihluta síðan. Það er því Alþýðuflokk- urinn, sem mótað hefur stjórn- arstefnuna í Noregi öll þessi ár og orðið að leysa fram úr hinum ýmsu vandamálum eftirstríðs- áranna. Síðustu kosningar til stórþingsins voru vissulega ó- tvíræður dómur um það, að Al- þýðuflokknum hefði tekizt það farsællega; en þá jókst fylgi flokksins mjög, og þingmanna- tala hans er nú 85 af 150. sem sæti eiga í stórþinginu. Nýjar kosningar eiga að fara íram í Noregi næsta haust. Þingmannatala flokkanna stórþinginu síðan eftir kosning- arnar 1949, er nú sern hér segir (í svigum þingrnannatalan eftir koSningarnar 1945). Þjóðleikhúsið Lisfdans Kennsla í listdansi hefst næstkomandi föstudag. •— Kennari verður Erik Bidsted ballettmeistari. Þrjár kennslustundir verða á viku. Væntanlegir nemendur komi til viðtals í Þjóðleik- húsið — inngangur frá Lindargötu — kl. 17 föstudag- inn 26. september og hafi með sér æfingaföt. Lágmarksaldur 8 ára. Þ J OÐLEIKHUSST J ORI. Alþýðuflokkurinn 85 (76) Hægrimenn. 23 (25) Vinstri 21 (20) Bændaflokkurinn 12 (10) Kristilegir 9 ( 8) Kommúnistar 0 (11) AB — AlþýSublaCiB. Ctgeíandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Steíán Pjetuxsson. Auglýsingastjóri: Emœa Mölíer. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýstnga- ■imi: 4906. — AfgreiCsiusimi: 4900. — AlþýðuprentsmiCjan, Hverfisgötu 8—10. AskriftarverC blaðsins er 15 krónur 6 mfinuði; i lausasölu 1 króna hvert tölublatl. borgaraflokkunum er þyrnir i augum. og hafa ýmsir stuðnings menn þeirra mvnd&ð samtök gin já miili til þess að berjast gegn. I henni og öðrum stefnumálum, sem Aliþýðuflokkurinn beitir sér nú fyrir. I sjálfu sér eru þessi samtök þó ekki ný: þau hafa starfað leynilega utn uokkur ár og myndu sjálfsagt gera það enn, ef Arbeideibiiðið heifði ekki komið upp um starfsemi þeirra. Samtök þessi, sem nsfn- ast „Libertas'1, standá utau við sjálfa flokkana, e:i eru skipbð ýmsum stóreignamónnum )úr borgarafiokkunum. Hrevfingiii er mjög fjársterk. enda næstum • 'allt auðriienn, . 'sern' að iiérini j standa, og liggur það orð á, að Tiún. styrki t. d. sum áf börgara- legu blöðunum',. ;sém ekk; ehu sjálfum sér nóg fjárhagslega. Auk þess, gefur fireyfingin sjálf út mikið af áróðursritum gegn stefnumálúm Alþýðufiokksins; og margvíslega aðra starísemi hefur hún með höndum, sern öll ' miðar i afturhaldsátt. RÓTTÆK LÖGGJGF Um löggjöfina um verðlags- málin segir Rolf Gerhardsen, að.. (,hún sé róttæk og mjö.g víðtafek. : T. d. er samkvæmt henni ekki (leyfilegt fyrir einstaklinga að j leggja niður atvinnufyrirtæki, I nema með sérstakr; heimild 1 stjórnarvaldanna; en slíkt leyfi af þingmönnunum skulu kjörnicer ahs ekki veitt, ef álitið er,, sveitakjördæmum, e'n Vs í að Þörf sé fyrir framleiðslu við-. kaupstöðunum, eða með öðrum komandi fyrirtækis, eða ef við orðum 100 í sveitunum og 50 í lokun þess skapast hætta á at kaupstöðunum? Þetta leiðir það vinnuleysi hjá þeim, sem þar af sér, að miklu fleiri atkvæði ‘ hafa unnið. Á hinn bóginn er eru að baki hvers þingmanns,1 heldur ekki leyfilegt að stofna sem kjörinn er í kaupstöðunum, ’. fR nýs atvinnureksturs, nema og því virðist mörgum þetta . msð sérstöku leyfi, og er það því kjördæmafyrirkomulag vera aðeins veitt, að þjóð'féiagið orðið úrelt. Upphaflega var þarfnist slíks fyrirtækis, sem þessi kjördæmaskipun gerð af sótt er um; en sé það ekki talið er Rolf Gerhardsen. kvæmt stjórnarskvánni, að borgaraflokkunum, og hún hef- ur verið Alþýðuflokknum mjög óhagstæð, enda telur Gerhard- n trúlegt, að hinir flokkarnir vilji viðhalda þessu íyrirkomu- Iagi. LEYMHREYFINGIN „LIBERTAS“ Stærstu málin, sem uppi eru á báugi um þessar mundir í Noregi, segir Gerhardsen, eru hin nýja löggjöf um verðlag og verðlagseftirlit, svo og fyrirhug- .uð fimm ára áætlun um norskan þjóðarbúskap. Fyrir bóðum þess- uni málum hefur Alþýðuflokk- urinn barizt, í harðri andstöðú við borgaraflokkana. Sérstak- lega er það löggjöfia um verzl- unar- og verðlagsmálin, sem hafa þjóðhagslega þýðingu, leyfið ekki veitt. TRYGGING ATVINNU GENG- UR FYRIR INNFLUTNINGI LÚXUSVARA En það er margt fleira en, þessi löggjof, sem borgara- flokkarnir deila á Alþýðuflokk’- inn fyrír, segir Gerhardsem T. d. heimta þeir meíri ínnflutri- ing á iuxusvörum og þess háttar; en stjórnin hefur fyrst og íremst rniðað innflutninginn við það, að afla hráefnis til iðnaðar og annars þess, er skapar atvinnu í landinu sjálfu. Hins.vegar hef- ur þó allri skömmtun verið 'afT létt, — nú síðast á kaffi ög sykri, fyrir um það bil hálfum Framhald á 7. síðu. NÝ KJÖRDÆMASKIPUN? Þegar Gerhardsen var um það spurður, hvort í vændum væri breyting á kjördæmaskipuninni í Noregi, en um það hefur verjð töluvert rætt, svaraði hann því, að Alþýðuflokkurinn vildi beita sér fyrir nokkrum breytingum 4 .henni, og myndi e. t. v. leggja það til fyrir næstu kosning- ar. En til þess að kjördæma- breytingin gæti átt sér stað, yrði að breyta stjórnarskránni, og til þess að stjórnarskrárbreyting geti átt sér stað þurfa % af stórþingsmönnunum að greiða því atkvæði, — svo að ekki er öruggt, þótt Alþýðuflokkurinn sé í meirihluta, að hann komi þessu máli fram. Nú er kosninga fyrirkomulagið þannig, sam- Sameiginlegur fundur allra deilda Sambands matreiðslu- og framreiðslumanna verður haldinn að Grófin 1, 2. hæð (gengið inn um Tryggvagötu) fimmtudaginn 25. sept- ember 1952, og hefst hann klukkan 12 á miðnætti. DAGSKRÁ: 1. Kosningin til Alþýðusambandsþings. 2. Saif.ningarnir. Áríðandi að allir sambandsmeðlimir fiölmenni. Stjórn Sambands matreiðslu- og framreiðslumanna. AB 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.