Alþýðublaðið - 08.10.1952, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.10.1952, Blaðsíða 5
ODYR frá WESTINGHOUSE verksmiðjunum í Bandaríkjunum Kr. 483,50 Kr. 485,50 Brauðrist Kr. 436,40 Kitaplötur Kr. 442.00 Straujárn Kr. 172,20 Vöfflujárn Kr. 471,40 Steikarofn Kr. 1005,50 Öfl jbessi tæki iétta íuásmæðrum síörfin ótrúfega mikið. Komíð og sfeoðið þau Kafmagnsdeild SÍS, Hringbraut 121, í Verzluninni Kaforka, Vesturgötu 3 eða i Búsáhalda deiid KRON Samband ísh s amvinnufélaga Frumvarp Alþý ðuflokksins um mt GuIIbrúðbjónin: Guðrún Sigurðardóttir og Sig. Guðmundsson. i einni og sömu ffölskyldu ÞRÍR ÞINGMENN Alþýðuflokksins, 'þeir Gylfi Þ. Gíslason, Emil Jónsson og Hannibal Valdimarsson, flytja í neðri deild alþingis frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um verðlag, verðlagseftirlit og verðlags- dóm; í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að fjárhagsráð ákveði hámarksverð á hvers konar vörum og verð- mæti, þar á meðal hámark álagningar, umboðslaun og annarrar þóknunar, er máli skiptir um verðlag í iandinu. Eins og getið hefur verið um fluttu þrír af þingmönnum Al- þýðuflokksins á síðasta þingi frumvarp samhljóða því, sem hér um ræðir, það er að verð- lagseftirlit skuli aftur tekið upp með allri innfluttri vöru, innlendri iðnaðarvöru og þjón iustu. Minni hluti neðri deildar lagði þá til að frumvarpið yrði samþykkt, en það náði ekki fram að ganga, og þess vegna er frumvarpið nú flutt öðru sinni. BKÝN ÞÖRF í greindrgerð með frumvarp- inu segja flutningsmenn m. a.: „Þörfin á verðlagseftirliti er nú orðin enn brýnni og aug- Ijósari en hún var á síðasta hausti. Höfuðrök ríkisstjórnar- innar fyrir afnámi verðlagseft- irlits jafnhliða því, að innflutn ingur íjölmargra vörutegunda var gefinn frjáls, voru þau, að framboð yrði svo mik-ið, að sámkeppni mundi halda álagn- ingu innan hóflegra takmarka. Um það leyti, sem gengið var lækkað, var svo komið, að á- lagningu þeirri, sem verðlags- yfirvöld heimiluðu, var full- þröngur stakkur skorinn, a. m. k. miðað við þann innflutning, sem leyfður hafði verið. Hækkun sú, sem sigldi í k jölfar „álagningarf reisisins", var hins vegar óhófleg og í mörgum greinum beint okur, svo sem skýrslur verðgæzlu- stjóra báru glöggt vítni um. Þeir spádómar, að samkeppni mundi verða svo mikil, að á- lagningin lækkaði aftur, hafa ekki rætzt. í fyrsta lagi hefur vöruframboð í mörgum grein- um alls ekki verið svo mikið og stöðugt, að nokkur ástæða hafi verið til þess að búast við harðri samkeppni, og í öðru Iagi hefur alls ekki orðið um harða samkeppni að ræða, þótt vörumframhoð hafi verið all- mikið og stöðugt. Hefur hið fyrra einkum átt við um ýmsar bátagjaldeyrisvörurnar svo- nefndu, en hið síðara um vör- ur, sem frjáls innflutningur var á. Að minnsta kosti hefur ekki orðið nein stórkostleg lækkun á hinni frjálsu álagn- ingu frá því, sem hún reyndist fyrst í stað, og bera skýrslur þær, sem verðgæzlustjóri hefur safnað, vitni um þetta. Við t þetta hefur nú nýlega bætzt, ; að reglurnar um hinn „frjálsa innflutning'1 hafa að verulegu leyti verið afnumdar. Margar Framhald á 7. síðu. í DAG eiga hjónin Guðrúni Sigurðardóttir og Sigurður Guð j mundsson pípulagningámeistari j Barónsstíg 13, 50 ára hjúskap- j arafmæli. og dóttir þeirr$ Kat- j rín og Loftur Ólafsson vélstjóri,! Eskihlíð 23, 25 ára hjúskaparafl mæli. Guðrun og Sigurður hafa bú-; ið allan sinn búskap hér í hæ . og eiga því fjöldan allan af vin um og kunningjum nér. Heim- ili þeirra var jafan mannmargt, hörnin sex, og oft þar að auki fleira til heimilis, því þó húsa- kynnin væru ekki alltaf stór né ríkmannleg, var hjartað á rétt.um stað, enda hoðin og bú- in til að hjálpa þeim, sem hjájp ar var þurfi og mætU margt þar til nefna, sem þau hafa gjört til góðs, samhent í því sem öðru. Guðrún hefur orðið að vara án þess að heyra hið talaða orð um mai’gra ára bil, en tekið bví hlutskipii með rósemi og skyn- semi, en þrátt fyrir það fvlgist hun vel með því, sem gerist á sviði þjóðmála vorra, svo og hinu daglega lífi, viðburðum þess í blíðu og stríðu. Gaman- semi og hnittni hennar er við- brugðið. Guðrún les mikið, að- allega góðar bækur um menn og málefni, enaa greind vel og fróð. Sigurður er einn með íyrstu pÍDúlagningarmönnum 1 Reykja vík og því góðkunnur af mörg um viðskiptamönnum og stétt ! ai’bræðrum sínum. Hann er mað I ur félagslyndur og kom því mikið \úð sögu félagsmála í iðn ■ sinni, var einn aðalhvatamaður að stofnun Félags pípulagninga • meistara í Reykjavík og lagði mikið starf o<? «o:t til þeirra mála, sat í stiórn þess í mörg j ár, var formaður félagsins um | iengri tíma og þess utan gegnt ýmsum trúnaðarstöríum þess. Sigurður -hefur alla tíð verið stárfssamur og allt það, sem hann hefur tekið að sér að fram kvæma, hefur hann gert af ó- brjótandi áhuga og dugnaði. Fyrir. nokkrum árum varð hann að hættá iðn sihni vegna hcilsu sinnar, en þó hefur starfsþráin ekki yfirgefið hann, því síðan hefur hann dvalið að mestu i Reykholtsdal í Borgarfirði og unnið þar fyrir bændur, bæði að iðn sinni, svo og almennri húsasmíði efíir því sem starfs- þrekið hefur leyft á hverjum tíma. Þegar þau hjónin dvelja í Borgarfirði, búa þau að Kópa reykjum hjá góðvinum sínum Helgu Jónsdóttur og Sigurjóni Jónssyni. í Borgarfirði hafa þau eignazt stóran hóp vina. Þau eiga fimm börn, dóttur misstu þau unga. Ég, sem einn af kunningjum þeirra. veit að ég mæli fyrir munn f jölmargra vina og frænd fólks jþessara ágætu hjóna, þeg ar ég sendi þeim mínar hjart- anlegustu hamingjuóskir á þess um merkisdegi og vona, að við megum enn njóía margra sám- verustunda með beim. Um leið sendi ég silfurbrúð- kaupshjónunum Katrínu og Lofti beztuTiamingjuóskir.I til efni dagsins. Um þau mætti einnig ýmis- legt segja og það allt með ágæt um, en mér finnst þau enn svo ung og eiga yonandi margt eftir að afreka í lífinu, og læt það því bíða að sinni. Guðrún og Sigurður dvelja þennan rnerkisdag að heimili þeirra Katrínar og Lofts, Esld- hlíð 23. Munu eflaust margir , h'ta þar inn í dag. Kunningi. \ Hannyrðakenmla \ Kenni hannyrðir í veturS eins og undanfarið. Get ^ C enn tekið við nokkrum^ nemendum. ^ S S Sigríður Erlcmlsdóttir. ^ Valíartröð 5, Kópavogi. $ S j Á B - inn á ■ * i hvert heimili! AB 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.