Alþýðublaðið - 14.11.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.11.1952, Blaðsíða 4
*» — iAB—Alþýðublaðið 14. nóv. 1952 Kosningafrumvörp STJÓRNARFLOKKARN- IR, eða einstakir þingmenn þeirra, hafa nú allt í einu fengið áhuga á umbótum, enda eru nú víst ekki nema nokkrir mánuðir til kosn- inga, svo að segja má, að ekki sé seinna vænna. F.n hvað um það: Sumir þing- menn stjórnarflokkanna eru 'farnir að flytja umbótafrum- vörp á alþingi, og verður það ;að teljast til nokkurra tíð- Inda; því að lítið hefur farið fyrir umbótaáhugamum hjá jþeirn á undanförnum þing- um, enda var þá miklu lengra til kosninga. Þannig Iflytjai íex| þingmenn Sjálf- stæðisflokksins nú frumvarp til laga um svokallaðan at- vinnúbótasjóð, sem á ekki að verða neitt smáræði, því að auk beinna ríkisframlaga á hann, er tímar líða, að fá um fjórða hluta alis mótvirðis- sjóðsins; en sá sjóður nemur nú nokkrum hundruðum milljóna! Þá flytja álíka margir þingmenn Sjálfstæðis flokksins frumvarp tii laga nm heimild fyrir ríkisstjórn- ina til þess að tak.i 30 millj- ón króna lán, sem varið verði til íbúðabygginga í kaupstöð um og kauptúnum. Og loks flytja þrír þingmen)i Fram- sóknarflokksins frumvarp til laga um svokaílaðan bygg- ingarsjóð kauptúna, sem rík .issjóður á að lána í 5 milijón ,ir til 20 ára. Þannig rignir umbótafrum vörpunum nú yfir alþingi, og er í þeim ekkert verið að skera fjárframlögin við nögl, þó að ekkert hafi verið talið hægt að gera fyrir íjár- skorti á undanförnum þing- um! Er auðvítað ekkert nema gott um það að segja, að umbótaviljinn skuli nú allt í einu vera orðinn svo mikill, og einnig möguleik- arnir til þess að fullnægja honum; og mun áreiðanlega c'rki standa á stjórnarand- sUðunni, að minnsta kosti '>kki á Alþýðuflokknum, að st.yðja þessi nýju umbóta- f-rumvörp; enda hefur hann þegar lýst yfir fullu fylgi sínu við þau. Eftir er nú hins vegar að sjá, hve mikil alvara býr á bak við þeSsi frurnvörp hjá ílutningsmönnunum sjálfum og flokkum þeirra. Ekki væri það óhugsandi, að sum þeirra að minnsta kosti yrðu það lengi í nefnd, að fullnaðaraf- greiðsla þeirra færist fyrir á þessu þingi. Það væri þá heldur ekkert nýtt um með- ferð umbótamála á alþingi í tíð núverandi ríkisstjórnar Þannig verður Alþýðuflokk- urinn nú að flytia frumvörp sín um lögfestingu tólf stunda hvíldar á togurunum, um fjáröflun til nýrra verka mannabústaða og um hækk- un persónufrádráttar við á- lagningu tekjuskatts •— í þriðja sinn á þessu tímabili, og frumvörpin um nýtt há- marksverð og verðlagseftirtit, um atvinnustofnun ríkisins, um sérsköttun hjóna, svo og þingsályktunartillögu sína um atvinnuleysistryggingar í — annað sinn. Slíkur hefur umbótaáhuginn verið hjá stjórnarflokkunum á alþingi undanfarin ár; og sannast að segja verður þess ekki enn vart, að hann sé neinu meiri á þessu þingi en áður, þegar um þessi gagnmerku umbóta frumvörp er að ræða, sem Alþýðuflokkurinn hefur bar- izt fyrir árum saman án þess að þurfa neinar kosningar sér til hvatningar. Það er jafnvel dregið í efa, að hægt verði að þoka stjórnarflokk- unum, eða nægilega miklum hluta þeirra, til þess að sam- þykkja hina nýju þingsálykt unartillögu Alþýðuflokksins um breytta stefnu gagnvart iðnaðinum •— frjálsan inn- flutning hráefna og takmörk un á innflutningi erlends iðnaðarvarmngs, sem hægt er að framleiða hér — svo brýna þjóðarnauðsyn, sem þó ber til þess, að hún verði sam þykkt, og það hið bráðasta. Þannig er umbótaáhugi istjórnarflokkanna, þegar á hann er reynt. En auðvitað eru slík umbótamál, borin fram í fullri alvöru, og þar að auki af Alþýðuflokknum, engin feosningamál fyrir í- haldskurfa stjórnarflokk- anna. Þess vegna sitja þeir nú með sveittan skallann við að semja og flytja kosninga- frumvörp sín, sem áður hef- ur verið frá skýrt. Hverju skiptir það, þó að þau séu ekki flutt til neins annars en að sýnast og nái ‘sennilega fæst, ef yfirleitt nokkur, sam þykki stjórnarflokkanna? Tilgangur kosningafrum- varpa er ekki að koma á nein um umbótum, helöur aðeins að sýnast og blekkja. UNESCO genjsf fyrír 'i samsfarfi skófa og safna. Úr öðrum þætti; ráðskonan og bræðyrnir: Sigurður Kristinn- son, sem Gísli, Hulda Runólfsdóttir, sem ráðskonar, Vaige'v- Óli Gíslason, sem Helgi og Eiríkur Jóhannessson sem Eiríku.'. Leikfélag Hafnarfjardar: Ráóskona Tvær nýjar bækur 1. Bragi Bersögli: Ógróin spor. Saga frá Austurlandi. Þar er lýst á ógleymanlegan hátt lífi og örlögum um- komulausrar fjölskyldu, en maðurinn er sakaður um sauðaþjófnað. Kostar kr. 48.00. 2. Alan Boucher. LÍTIL SÝNISHORN ENSKRA RÓK- MENNTA. í bókinni eru sýnishorn úr verkum 50 enskra rithöfunda frá miðri 15. öld og fram til 1890, ásamt mynd höfundar og stuttu æviágripi. Kostar kr. 30.00. Bókaverzfun ísafofdar. AU — AlþýðublaSiS. Útgefandi: Aiþyðuf]okkurmn. Ritstjórl: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Auglýsingastjóri: Emma MöUer. — Ritstjóm- arsímar: 4901 og 4902. — Auglýsingasími: 4906. — Afgseiðslusími: 4900. — Alþýðu- prentsmiSjan, Hverfisgötu 8—10. ÁskriftarverB 15 kr. á mánuSi; 1 kr. f lausasfflu. AB 4 RÁÐSKONA Bakkabræðra ,<er nú gengin í endurnýjun lífdaganna á leiksviðinu í Hafn arfirði, og sópar iiú meir að henni en nokkru sinni fyrr, enda er sjálf ráðskonan — Hulda Runólfsdóttir — hvort- tveggja í senn ráðskonan í 'leiknum og leikstjérinn; ber . með öðrum orðum hita og þunga sýningarinnar ásamt hin u.m óviðjafnanlegu og spaugi- legu Bakkabræðrum. ‘Frumsýningin á leikrifiiiu fór fram í Bæjarbiói á þriðju- dagskvöldið og er þetta fyrsta verkefni Leikfélags Hafnar- fjarðar á þessum vetri, og vafa- laust á það eftir að koma hafn- firzkum leikhúsgestum í goti skap næstu vikurnar og öðrum þeim, er leikinn sækja. Annars er Ráðskona Bakka- bræðra gamall og góður kunn- ingi á leiksviðinu í Hafnarfirð:, því að á árunum 1943—1945 sýndj Leikfélag Hafnarfjarðar þennan skopleik hvorki meira né minna en 86 sinnum, og mun félagið elckert Ieikrif hafa sýnt jafnoft. Ráðskona Bakkabræðra er sænskur gamanleikur, sem fyrst kom fram á sjónarsviðið j 1921, en síðan hefur það verið sýnf víða um Norðurlönd og alls staðar hlotið vinsældir með * j al almennings. ! Skúli Skúlason ritstjóri hef- ur þýtt leikinn og sfaðfært, og fyrst mun hann hafa verið Ieik- inn hér á landi veturinn 1939 —40, en þá var hann leikinn í Bolungarvík. Aðalhlutverkin — bað er ráðskonuna og Bakkabræður — skipa nú sömu leikendur og síðast er leikurinn var sýndur í Hafnarfirði, enda er auðsýni- legt að þeir kunna orðið tökin á persónunum. Hulda Runólfsdóttir leikur ráðskonuna, eins cg áður er sagt, af miklum skörungsskap, eins og vera ber, og hefur hún jafnframt leikstjórnina á hendi. Bræðurna, Gísla, Eirík og Helga leika þeir Sigurður Krist insson, Eiríkur Jóhannsson og Valgeir Óli Gíslason, og er vandséð hverjum ber mesta lofið, því að það er eins og allir séu þræddir upp á einn þráð — hreyfingar þsirra og jaktar, at- hafnir og orð •— öllu virðist því stjórnaS af einum heila, vilji eins er vilji allra og sam- - Jeikur þeirra þremenningamia virðist svo góður sem á verður kosið. Hreppstjórann leikur Sígurð nr Gíslason skemmtflega, en nokkuð ýkt, en önnur hlut- verk fara þessi með: Jón bóndi er leikinn af Kristni Ó. Karls- syni, Elín kona hans af Sól- veigu Guðmundsdóttur, Hildi dóttur þeirra leikur Guðrún Reynisdóttir, móðurina leikur Borghildur Þorláksdóttir, Axel TUTTUGU OG FIMM RIKI tóku nýlega þátt í fundi á veg- um UNESCO, sem haldinn var í New York; en árangurinn af þeim fundi er álþjóðleg tilraun, sem gerð verður til að fá söfnin tengd skóla og alþýðufræðsl- unni nánarj tengslum en áður. Forgöngu um tilraun þessa hefur alþjóðlega safnráðið, i er hvetur til samstarfs undir' kjör orðinu: „Krossferð safnanna“ t'l að stuðla að stöðugri og nán- ari tengslum við þann menn- , ingararf, sem ekki er til þess I eins ætlaður að vera geymdur, j heldur engu síður til að vera 1 nýttur, skilinn og ávaxtaður. Til að þetta megi takast verð ur fyrst að koma á nánara samstarfi milli starfsfólks safn- anna og skólafólksins. Því var rætt á New York-fundinum um bann möguleika að taka upp námskeið í safnvörzlu í kenn- araskólanum, og jafnfram: að fá til uppeldisfræðilega ráðu- nauta við söfnin. Með því móti einu væri hægt að nýta aúð- lindir safnanna til hlítar. Sökum þeirrar staðreyndar að fátt er um söfn og flest beirra eru í stórborgunum var bess æskt að UNESO geri ■ út menn til þeirra landsvæða, sem dregizt hafa aftur úr, í því skyni að koma þar upp nýjúm söfnum, og þá einkum tækni- söfnum. Þá var eianig lagt til að komið yrði upp fleiri um- ferðasöfnum og umferðasýuíng um. Ráösiconan og Thorlacius út- gerðarmaður, en hann er leik- inn af Friðleifi Guðmundssyni, son benna.r Snorri Jónsson og Thorlacius útgerðarmann leik- ur Friðleifur E. Guðmundsson. Að sýningunni lokinni voru leikendurnir ákaf't hylltir, og leikstjóranum barst fagur blómavöndur. Leiktjöld hefur Lothar Grund málað af smekk yísi og hugkvæmni. I. K. SÍF gefur 125 þúsund Fcrénur fii Dvaíar- heimilis sjómanna Á NÝAESTÖÐNUM aðal- fundi Sölusambands íslenzkra fiskframlefðenda var sam- þykkt að gefa kr. 125,000,00 til Dvalarheimilis aldraðra sjó_ manna, en það svarar til and verðis fimm herbergja í heim- ilinu. : :riesamir niðjar uppreisnar- Bouniy' tf iV Em nú 140 talsins og myncla fyrirmyndar samfélag á eynni Pitcairn í Suðurhöfum. ENN fínnast þeir staðir á hnettinum, sem stríðsskuggar hins alþjóðlega pólitíska ósam- komulags ná ekki tih Sam- kvæmt ársskýrslu Breta til SÞ um ástandið á Pitcairneyja virðist sá staður nálgast að vera það, sem kalla mætti para dís á jörðu. Eina vandamálið, sem kalla mætti alvarlegt, virðíst standa í samlbandi við hirðingu tann- anna. Pitcairnmenn íella tenn- ur. Hið litla þjóðfélag, sem í dag er myndað af 140 rnanns, var stofnað af 9 uppreisnarmönn- um af brezka skipmu „Boun- ty“, er gengu þar á land árið 1790. Afkomendur þeirra eru Pitcairnmenn þeir, er nú byggja landið. Eyjarskeggjar eiga land sitt allt sjálfir að undanteknum smáskika þar sem ríkisstjórrun hefur reist skóla. Skógarnír á Pitcairn nægja bæði til húsa- gerðar og skipasmíða. Grunn- j mið eru kvik af fiski og eyjar- , skeggjar eiga 260 geitur og 617 alifugla, en engar kýr. Það er skorturinn á nautakjöti, mjólk og smjöri, sem orsakar tann- skemmdirnar; en nú i’.efur ver- ið sett á stofn tannlækninga- stofa undir stjórn tveggja hjúkrunarkvenna, stm numið hafa í Ástralíu; og í brezku skýrslúnni er tekið fram, að í- foúarnir séu óðfúsir ao fylgja þeim ráðum, sem beim eru lát- in í té á tannlækningastöfunni. FRBBSAMT SAMFÉLAG Ekki er líklegt að félagsmála ástandið á eynni þurfi nokkru sinni að koma fil uraræðu í fé- lagsmálanefnd SÞ. Að vísu vottaði fyrir afbrotum á eynni í fyrra. þrír menn voru kærðir fyrir óspektir á almannafæri og hlutu dóm fyrir. Þá var einum refsað fyrir stuld og annar var dæmdur fyrir að sýna dómstól- (Frh. á 1. síSu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.