Alþýðublaðið - 14.11.1952, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.11.1952, Blaðsíða 6
Framhaldsscigcin 52 UNDIRHEIMAR 0 Susan Morley: ÍÞRÓTTAÞÁTTUR i Heilir íslendingar! í síðasta þætti ssgði ég frá Jívennakeppni í starfsíþróttum. Og þax eð margir hafa orðið svo spsnntir að heyra meira, ætla ég að segja "rá keppni í Starfsvíðavangsihlaupi, eða víða vangsstarfshlaupi, sem var háð hérna til reynslu fyrir skömmu. Keppendurnir í hlaupinu voru sex; við getum kallað þá Stein- tgrím, Hermann, Bjarna, Ólaf, iEystein og Björn, svona til að- greiningar. Hlaupið skyldi frá Jþyrjunarhliði gegnum sex hlið, tekið á móti skilaboðum í hverju liliði og þau flu.tt að því næsta, og auk þess skyldi nökkur þraut unnin við annað- hvert hlið. í fyrsta hliði voru skilaboðin; ,,Það er ástand á vellinum", í 2. „Hvað er hóf- legt okur?“ í 3. „Er hægt aö spengja með. hlutabréfum?“ i ,)4. „íslandi allt, segir ÍSÍ“, í 5. hliði „Gott er heilum vagni heim að aka.“ Fæstum tókst að flytja skilaboðin rétt- Bjarní sagði t. d.: „Það er ekker.t á- ; stand á vellinum.“ Björn: „Allt er hóflegt okur“; Hermann: „Það má sprengja með hluta- bréfum“; Eysteinn; „Allt ís- land, segir SÍS“, og Stein- grímur: „Gott er heilum Bjú- kick heim að aka“. Um þraut- irnar gegndi sama máli, eo þær voru þrjár: Fyrsta þrautm var að gizka á hvað kaka hefði minnkað mikið, ef aðeins væri eftir af henni enn bti; svöruðu allr því, að hún hefði stækkað, en ekki minnkað, — - bg heidur áfram að stækka, bæt.ti Björri við. Önnur þrautin: Hvað mega ' skattar verða þyngstir? og réðu allir hana á þá leið, að þeir yrðu aldrei of þungir, og þriðju ;t|írautina; á hverju mætti erzt þekkja innræti kommú rista, . svaraði Ólafur einn, o - á þá lund, ,,að þeir frúr Forestal betur en mér, og hafa bó ■'ldrei setið í síjórn með honum'! ‘ Hermann kom íýrsjtur í mark, Björn næstur, Eystéinrt ’ Þriðji, en Bjarni langsíðastur, og blés ekki úr nös; og hækk- aði það hann um .hundrað stig; plús vísitölu. Mo.tmælti Hor- mann því harðlega, og kvað enga kúnst að mæðast ekki. ef maður færi nógu hægt; — verða því úrslitin lögð í dóm. Með íþróttakveðjum! Vöðvan Ó. Sigurs. FELAGSLIF Frá Guðspekiíélaginu. Enginn fundur í kvöld. 40 ára afmæli Reykj avíkurstúkunnar verö - ur haldið í húsi félagsins mánudaginn 17. nóv. n.k. Ræður, söngur o. fl. Fundur- inn hefst kl. 8,30 síðd. stund- víslega. Guðspekifélagar vel- komnir. Hann hugsaði sig um. Svo rak hann upp hlátur. Hlátur- inn sauð niðri í honum lengi vel. Hann virtist skemmta sér ágætlega. „Kapteinn Glory! .... Trú- verðugi kapteinn Glory! Þú kemur náttúrlega til þess að forða mér frá Spraager Cre- ed.“" ,,Farðu.“ Hún öskraði upp yfir sig af heift og bræði og stappaði fætinum í gólfið. — „Farðu, farðu.“ Hann krosslagði heVdurnar á brjóstinu og brosti grtnislega. , /.kki strax. Eg ætla að bíða eftir vinum mínum.“ Hún varð skelfingu lostin. Allt hafði snúizt við \ hendi hennar og * hún var öldungis ráðþrota og hjálparvana. Hún þurfti ekki að bíða lengi. Það heyrðist umgangur frammi við dyrnar og síðan mannamál. Fætur margra manna glumdu á steingólfinu frammi á gang- ar, snérist á hæli og þjóst til inum. Job greip til byssu sinn- varnar. Hann var fölur á svip- inn en einbeittur og ákveðinn. „Niður með byssu\a, maður! öskraði rödd Paradine, sem fékk ,Job til þess að hlýða enda þótt honum væri það þvert um geð. Hann lét hend- ina falla niður með hliðinni. Glory mændi til dyranna. Hún þurfti heldur ekki að bíða lengi. f dyrunum birtust tveir menn, og það, sem kom henni þó mest á óvart. Hún kannaðist við þá báða tvo. Annar þeirra var sláninn, sem hafði verið að glenna sig framan í hana í réttarsalnum, hinn var gamli maðurinn, sem þar hafði setið og lesið í dag- blaði. Unga slánanum var mikið niðri fyrir. Hann stamaði út úr sér: „Fangaverðirnir frammi hafa verið teknir úr umferð, íierra, .... úr umferð. Þeir eru bundnir — og keflaðir. .... Dyrnar voru ólæstar. Þær hrukku upp um leið og við ýttum við þeim.“ „Það urðu aðrir á undan ykkur, Aragon,“ sagði Parad- ine. Röddin var nú með sínum vanalega blæ, lág, þurr og kuldaleg. Þessi tvö hérna höfðu meira kapp en þið, en báru jafnframt minni virðingu fyrir áætlunum okkar hvað tirnann snertir. Kapteinn Glory og .... hinn óþekkti aðstoðar- aðstoðarmaður þinn. Leyfið mér að kynna ykkur fyrir tveim vina minna. Þeir eru félagar mínir. Það báru þeir að vísu ekki utan á sér þar sem þeir hlustuðu á yfirheyrsl- urnar í réttarsalnum í gær. Þeir heita Aragon og Myrtle. Þeir eru nákvæmlega á þeim tíma, sem ákveðið var.“ Unga manninum létti. Hann hneigði sig af mikilli hæ- versku, veifaði hehnd>nni til hennar á nákvæmlega sama hátt og þar sem hann sat og teygði skankana fram á gólfið í réttarsalnum. Hinn maður- inn hneigði sig líka, en lét það nægja. Paradine tók til máls á ný háðslegri röddu. Hún heyrði varla orðaskil. ,,Eg mælist til að þið fyrir- gefið Myrtle, hvernig hann lítur út. Það á sína sérstöku sögu, hvers vegna hann hallar svona undir flatt. Það er alls ekki neinn kækur hjá honum. Hann getur ekkert að þessu gert. Það glappaskot henti Myrtle eitt sinn, þegar hann var á yr)jri árum, að hann lét nappa sig með hníf í hendinni rétt við hliðina á dauðum manni og það, sem verra var: Hann var með . veski hins látna í vasa sínum. Hans há- tign konungurinn skipaði svo fyrir að Myrtle skyldi hengj- ast á hæsta gálga, og frómt frá sagt hefur margur maður- inn hlotið svipuð örlög fyrir minni sakir. Það kom svo í minn hlut, að kollvarpa fyrir- ætlunum konungsins, en ég varð dálítið seint fyrir af óvið- ráðanlegum ástæðum og Myr- tle var kominn í gálgann. En ég kom þó til allrar lukku nógu snemma til þess að fá hann skorinn niður áður en öndin skrapp úr líkamanum. Reyndar sögðu sumir, að hann hafi verið búinn að geispa golunni, en hvað svo sem því líður, þá fengum við hann til þess að anda að nýju. Myrtle getur því með nokkrum sanni kallast lifandi dauður maður, kapteinn Glory! Og þann er fús til þess að gera fyrir mig hvaðeina, sem ég segi honum fyrir um, er það ekki, Myrtle? .. Hann kinkar kolli eins og þú sérð. Hann talar sjaldan, af góðum og gildum ástæðum. . . Hann er ekki vel hraustur í hálsin- um.“ Litli maðurinn með hall- fleytta höfuðið hneigði sig og beygði og brosti breytt. Örin á bólugröfnu andlitinu voru áberandi stór og djúp. Glory glápti á hann án þess að gera sér grein fyrir hvers vegna. Hún var í vondu skapi. „Þú segir ekki satt“ æpti hún í máttlausri reiði. „Hvern ig gaztu vitað, að þeir væru að koma? Hvernig gátuð þið lagt á nokkur ráð? Það var far ið með þig út úr réttarsalnum á sömu mínútunni og ákveðið var að senda þig hingað til Dorchester, og enginn fékk að komast að þér eða ná sam- bandi við þig. Það hefur alltaf verið hafður um þig strang- ur vörður. Þú getur alls ekki hafa vitað, að þeir voru að koma til þess að frelsa þig. Alls ekki.“ Ijlann steig nokkur skrgf í átt' til hennar. Hann gnæfði yfir hana. Henni óaði við hversu geysihár hann var, Hann var alvarlegur á svipinn, enda þótt um það virtist leika kalt bros eins vant var.. „Þú skalt ekki halda, aö ég geri ekki ráð fyrir hverju sinni, þegar þannig stendur á fyrir mér. Jafnskjótt og þetta fífl hann Joss Craddock kvað upp úr um það, að við yrðum fluttir til Dorchester, vissi ég nákvæmlega, hvenær þeir myndu koma Myrtle og Ara- gon. Að örfáum sekúndum liðnum, frá því Dorchester var nefnt á nafn, vissi ég hvað klukkan yrði, þegar ég mætti eiga von á þeim hingað, og þeir eru ávallt stundvísir, mín- ir menn. Þú sást. hvernig mér var sagt það, en þú skyldir það ekki, sem ekki var heidur von til. Það skyldi þá enginn. Hvert einasta smáatriði í und- irbúningnum var ljóst fyrir mér, eins og ég hefði fengið um það skrifaða og vottfesí.a skýrslu. Þar var allt ofið saman af mikilli vandvirkni. Þú sást þá segja mér: Klukk- an tólf, annað kvöld.“ Þú sást það, eins og ég segi, í stóru og smáu. Hún hörfaði undan honum í ofboði. Hann hló og hóf máls að nýju í lágum hljóðum. — Honum virtlst mikið í mun að sannfæra hana um að hann hefði alls ekkert þurft á henni að halda. „Þú skilur ennþá ekki, hvernig þeir fóru að þessu. Máske öllu heldur: Þú vilt ekki skilja það. Eg sagði áðan, að fyrirætlanirnar hefðu ver- ið ofnar saman í órjúfanlegan þráð. Eg orðaði það þannig af ásettu ráði. Það er nefnilega þannig mál með vexti, að þær voru ofnar, — í bókstaflegri merkingu. .... Glory, ó, litla litla Glory. Ef þú hressir ve! upp á minnið, þá manstu kann ske eftir konunum tveim, sem voru að hekla á bekknum frammi í salnum og létust með því sýna, að þær ættu svo sem LangholfsskóliniL Börn, sem eiga að stunda nám í skólanum, komi í skólann laugardaginn 15. nóv.; næstk., sem hér segir: 12 ára börn (fædd 1940) kl. 9 11 ára börn (fædd 1941) kl. 10 10 ára hörn (fædd 1942) kl. 11 9 ára börn (fædd 1943) kl. 13 8 ára börn (fædd 1944) kl. 14 7 ára börn (fædd 1945) ld. 15 Kennarafundur klukkan 17. SKÓLASTJÓRINN. .RJLB ■ ■ ■ ■ M * • BRBJUJUI ■* «• kft UUOOB snyrfivörur hafa á féum árum urmið sér lýðhylll um láud allt. með útskornum örmum. Gott verð. iéfsfrarinn Kjartansgötu 1. Sími 5102. Húsmœður: s s s s Þegar þér kaupið lyftiáuftS frá oss, þá eruð þér ekki^ einungis að efla felenzkan ? iðnað, heldur einnig a'ð í tryggl’a yður öruggan ár-- angur af fyrirhöfn yðar. * Notið því ávallt „Chemiu ? lyftiduft", það ódýrasta og^ bezta. Fæst í hverri búð. ^ S S s s ^ Chemia h f. Svefnsófar nýtt, patent. Séíasefi Borðsfofuseff Húsgagnaverzl. Axels Eyjólfssonar Grettisgötu 6. Sími 80117. AB 6

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.