Alþýðublaðið - 19.11.1952, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 19.11.1952, Qupperneq 4
^.B-Alþýðublaðið 19. nóv. 1952. Dýrtíðin og kaupgjaldið f ÞRJÚ ÁR hetur Morgun- fclaðið ýmist þagið við eða fagnað þeim ráðstöfunum nú- yerandi ríkisstjórnar — geng isliækkun krónunnar, þáta- gjaldeyrisbraskinu, afnámi /verðlagseftirlitsins og húsa-1 leigulaganna, hinu frjálsa okri yfirleitt — sem fært hef iur allt á bólakaf í verðbólgú íog dýrtíð hér. Allt hefur 'mátt hækka upp úr öllu valdi :— álagning heildsala og ann- arra kaupsýslumanna, af- jurðaverð bænda, húsaleiga, Ihvers konar opinber þjón- íusta, útsvör og skattar — J allt, nema kaupgjaldið! En þegar það hefur komið á eft- Jír hefur ábyrgðartilfinning Morgunblaðsins, — og raun- ar einnig Tímans — fyrst vaknað. Og þá hefur allt í einu verið rekið upp rama- vein og kvartað og kveinað um hættuna á verðbólgu og ■ dýrtíð! Eins og að hvort . itveggja hafi ekki þegar verið í algleymingi fyrir ábyrgðar- lausa stefnu rikisstjórnarinn ar! Það var eitt slíkt rama- vein, sem Morgunblaðið rak upp í gær, — út af nýfram- bornum kjarabótakröfurn verkalýðssamtakanna, enda þótt þær séu auðvitað ekkert annað en óhjákvæmileg af- leiðing þeirrar ægilegu dýr- .tíðar, sem stefna núverandi ríkisstjórnar hefur laitt yfir þetta land. Þykist Morgun- 'blaðið sjá það fyrir, að þess- ar kröfur muni, ef fram nái að ganga, hafa í för með sér „óða verðhólgu“, — senni- lega tvöföldun verðlags á þriggja mánaða fresti, segir það, svo ,,að vísitalan yrði að ári orðin 1000 stig!“ Þannig er fjandinn málað- ur á vegginn í hvert sínn sem verkalýðssamtökin neyðast til þess að krefjast nokkurr- ar kauphækkunar til sam- -æmis við áður hækkað verð lag á öllum nauðsynjum. En á hitt er ekki minnzt, hvem- ig verkalýðurinn og Jauna- fólkið yfirleitt á að geta lifað við óbreytt laun, þegar allt annað hækkar. Menn líti aðeins á greinar gerð þá, sem samninganefnd verkalýðssamtakanna hefur birt fyrir kjarabótakröfum þeirra, og segi síðan, hvort það er nokkur furða, að þær eru fram komnar! í þessum stórathyglisverða rökstuðn- ingi fyrir kröfum verkalýðs- samtakanna er upplýst, að kaup verkamanns í Reykja- vík hafi síðast liðin .fimm ár ekki hækkað nema um 5R,6%, þó að verðið á kjöti og mjólk hafi hækkað um 82%, á þorski 62%, ýsu um 78,3%, rúgbrauði 91,9c fransk- brauði 93%, normalbraaði 96 70, kartöflum 96% strá- sykri 110%, molasykri 119,8%, karlmannsfötum 126,6%, karlmannssokkum 296% og kaffi 400% En ekki nóg með þá stórkostlegu skerðingu, sem þannig hefur orðið á kaupmæíti Iaunanna- þar við bætist svo gífurleg hækkun á útsvörum og skött um, að verkamaður með konu og þrju börn í Reykjavík sem fyrir fimm árum. þurft5 ekki nema 82 vinnustundir til þess að greiða utsvar sitt og ekki nema 8,7 vinnustund ir til þess að greiða tekju- skatt, þarf nú að vinna 143.3 stundir fyrir útsvari og 22,P fyrir tekjuskatti! Og ofan p allt kemur svo okurhúsaleiga sem flest verkafólk verður nú að sæta síðan húsaleigulögin voru afnumin. Hvernig ætlar Morgunblað ið nú þessu fólki að fara að lifa án þess að fá kaup sitt hækkað og kjör sín bætt til nokkurs samræmis við slíka verðbólgu og dýrtíð? Það er auðvitað gott og blessað, að viðurbenna, eins og það gerði á sunnudaginn, „að margt af þessu fólki þarfn ist aukinna tekna til þess að afla sér lífsnauðsynja sinna“. En sú viðurkenning hefur lítið gildi fyrir verkamann- inn, þegar því er við bætt, eins og Morgunblaðið gerði, að ,,því miður séu engar iík- ur til þess, að unnt sé að bæta kjör þess með hækkuðu tímakaupi“! Því að hvaða leið aðra er yfirleiít að fara, þegar ríkisstjórnin virðir að vettugi allar áskoranir verka lýðssamtakanna um að stöðva dýrtíðarflóðið og draga síðan svo úr því, að kaupmáttur launanna mættí aftur aukast á þann hátt? Það vantar ekki, að verka- lýðssamtökin hafi verið til viðtals um slíka leið. En góð- ur vilji þeirra hefur verið að engu hafður. Þau eiga því ekki lengur um neitt að velja. Þau verða að gera nauðvarnarrétt sinn og sam- takamátt gildandi til þess að rétta hlut meðlima sinna. ' Véfurlíði hélt sýninp | á Akranesi. AKRANESI í gær. VETURLIÐI GUNNARSSON listmálari hélt sýningu á verk- um sínum að Hótel Akranes um helgina við ágæta aðsókn, og seldust allmargar myndir. . H. Sv. Uínhar Það eru tvær, frariskar telpur. sem hér á mynd- * ' inni eru að gæða sér á vínberjauppskeru hausts- ins. Önnur þeirra virðist þó ekkert áfjáð i vínberin, og jafn* vel undrast lyst hinnar. Aldarf jórðungs starf: Heílsuhælið í Krislnes LAUGARDAGINN 1. nóv- ember voru 25 ár liðin frá því er Kristnsshælið tók til starfa. Stofnun þess og rekstur hef- ur verið gagnmerkur þáttur í Sögu íslenzkra heilbrigðis- og ífélagsmála, og vafasamt er, hvort nokkru sinni befur verið lyft meirá Grettistaki með al- mennum samtökum en stofnun þess var á sínuni tíæa. HAFNFIRÐINGAR! REYKVIKINGAR! Eftirtaldar vörur fyrir hálfvirði: Dömuveski frá kr. 15.00, Plastickápur, ýmsar stærðir frá kr. 60,00, Borðlampar, vegglampar frá kr. 20,00. Alls konar myndarammar og barnaleikföng í stóru úrvali. Daglega nýjar vörur með sama lága verð- inu. Allar vörur verzlunarinnar verða seldar með mjög sanngjörnu verði. Sendi í Silfurtún og um allan bæinn. Sá sem gerir beztu viðskipíín til jóla, fær ó- keypis 12 martna kaffistell. Samkeppnin byrjar í dag. Verzlunin Framfíðin Kirkjuvegi 16, Hafnarfirði. Símar 9091 og 9199. GUÐMUNDHR MAGNÚSSON. Fyrir 25 árum var ástandið í berklamálum og berklavörn,- Jum landsins í einu orði sagt ægilegt. Heilar fjölskyldur hrundu niður úr berklum, að ótöldum öllum þeim fjölda, sem sjúkur var árum saman, óvinnufær og öðrum. til byrði og áhættu. Vífilsstaðahælið jhafði að vísu starfað um all- langt skeið, en var þegar í upp hafi allt of lítlð, svo að stöð- ugt voru tuglr sjúklinga þar á 'biðlista. Kom það einkum hart ! niður á hinum fjarlægari lands hlutum, þar sem samgönguerf- iðleikar bættust ofan á allt annað. Hér um slóðir virtist íberklaveiki mjög skæð og úfr breidd, og var að jafnaði fjöldi 'berklasjúklinga á sjúkrahúsinu á Akureyri, sem kallast mátti viðunandi, bæði fyrir þá og aðra sjúklinga, er þar dvöld- ust. Engum mun því hafa verið Ijósara en Akursyringum og Evfirðingum, hversu brýn nauð syn var, að úr yrði bætt. Samband norðlenzkra kvenna tók málið upp 1913 og hóf þá fiársöfnun. Söfnuðust í þeirri atrennu um 100 þúsund krón- ur og gáfu ýmsir stórgjafir. En eftir fyrsta átakið dró úr áhug anum, enda þótt málinu væri haldið vakandi. Var og þáver- andi landlæknir, Guðmundur iBiörnsson, lítt hvetjandij, því að hann trúði því ekki ,að unnt yrði að afla nokkurs verulegs fjár með samskotum, en fé 'til hælisbyggingar þá ðfáanlegt úr ríkissjóði. Ráðlagði land- læknir að reisa eiris konar /þnáðabirgðaskýli íytj'ir 20—30 berklasjúklinga í grennd víð Akureyri, og lét hann þau orð falla, að um 30 ár myndu líða áður en hægt yrði að reisa hæli fyrir 50 sjúklinga. Mátti svo kalla, að málið væri að sofna. Um þessar mund ir var Jónas Þorbergsson rit- stjóri Ðags. Hafði hann fró því fyrsta verið hinn ötulasti stuðn dngsmaður þsssa máls. Mun hann hafa átt frumkvæðið að því, að efnt var til iélagsstofn- unar um mál þetta. Var Heilsu hælisfélag Norðurlands stofnað Framhald á 7. síðu. Frumvarp að nýjum skég- ræklarlögum. Skógarlöndum verði ráð- stafað á erfðafestu. FRAM er komið á alþingi frumvarp til laga um skóg- rækt. og er það flutt af land- búnaðarnefnd, en greinargerð in rneð því er samin af skóg- ræktarstjóra. Nokkur nýmæli eru í þe-ssu frumvarpi um varnir og vörzlu friðaðra skógarsvæða og fleira, en merkasta nýmæl- ið er það, að gert er ráð fyrir að ráðstafa megi löridum skóg- ræktar ríkisins á erfðafestu til þeirra einstaklinga, félaga eða stofnana, sem vilja taka að sér I að rækta barrskóg á landimí. í greinárgerðinni segir, að sá skógur, sem upp vaxi, éigi að verða eign þeirra, sem gróðúr- 'setjá í landið, eða erfingja þeirra. Tilgangurinn með þessu ókvæði er sá, að hvetja þá, sem hafa efni og ástæður til að leggja eitthvað af mörkum til skógræktar, til Þess að korna upp nytjaskógum. Skógrækt ríkisins á víða afgirt skóglendi sem ekki mun vinnast tíma t'! að gróðursetja barrvið í á næstu áratugum, en aðalatriðr ið er að hér rísi upp barrskóg- ur sem allra fyrst, segir enn fremur í greinargerðinni. Fundur í Aiþýðuflolclcs- félagi Kópavogsfirepm ALMENNAN félagsfund held ur Alþýðuflokksfélags Kópa- vogshrepps í húsi félagsins, Karsnesbraut 21 á íöstudaginn kl. 9 síðd. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga og kosning fuil- trúa á flokksþing. Áríðandí er að félagsmenn fjölsæki fund- inn. Píanótónleíkar Rögnvalds RÖGNVALDUR SIGUR- JÓNSSON hélt píanótónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói s.l. mánudags- kvöld. Á efnisskránni voru Noc- tume op. 9 nr. 1 og Ballade op. 38 rir. 2 í F-dúr eftir Frederic Ohopin, svo og Sonafa op. 83 nr. 7 eftir Serge Prokofieff, síðan Fanfasie op. 49, fjórar Preludiur og Variations brilli- ant op. 12 eftir Ohopin, og að jlokum þrjár „Visions fugitiv. es“ nr. 1, 9 og 10 sem og Tocc- ata op. 11 eftir Prokofieff. Mér, sem aðeins einu sinni áður hefur gefizt kostur á að hlýða á píanóleik RögrwaJds á ppinberum tónleikum, er sann- arlega Ijúft að geta fullyrf, að auk hinnar frábæru tækni hans, sem er jafn hrígandi og sannfærandi í hárfínasta „aeol- ian“-tónaflúri sem i harðasía „martellato", gætti að þessu sinni stórkostlegrar stílbreyt- íngar í leikmáta hans, hvað inn /sæi og innileika í meðferð verk efnanna snertir. Hinir hugð- næmu kaflar Chopinverkanna voru þrungriir anda og sár í meðferð . listamannsins, og river tónn og samhljómur þeirra mót aður af sannri listfengi, sem beinir þeim örugga leið að hjarta áheyrendanna. Slíkt jafnvægi hjártans og hinnar frábæru tækni Rögn- valds, sem lýsti sér á tónleik- um þessum, ætti að nægja til að vekja sérstaka eftirtekt á þessum snillingi, hvar sem væri í heiminum. í stað sónötu Prokofieffs, sem var svo að segja þunga- miðja þessara tónleika, hefði ég persónulega kosið að heyra eitthivað annað, þó alltaf sé fengur í að kynnast „nýjum“ verkum hins snjalla Rússa. En skyndisýnir hans, seni og hin tæknilega tröllaukna Toccata 'hans mynduðu glæsilegan loka þátt þessara hrífandi tónleika. , Hinum unga, vasklega snill- ingi var óspart og innilega fagnað af áheyrendum áð hljóm leikunum loknum, sem og milii hverra einstakra þátta þeirra. Varð hann að sjálfsögðu að leika nokkur aukalög. v ......... Þórai>inn' Jónsson. 1 AB4

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.