Alþýðublaðið - 19.12.1952, Blaðsíða 1
ALÞYSUBLASIS
---------------------------------------------\
Vínveitingaleyfið fekið af Hótel
Borg núna um áramófin
(Sjá 8. siðu).
V ________________________J
XXXIII. ÍTfun*ur. .e Föstudagur 19. des 1952. 286. tbl.
Frumvarp um bráðabirgðagreiðslur ríkissjóðs árið
1953 afgreitt frá neðri deild í gærdag.
| Felur í sér miklar kjarabætur umíram pær, sem
! upphaflegt tilboð ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir
ká verðjækkunar á Rauðsynjum og aukinna þjngséivklisnartiilaga
fjdlskyldubóta nú iækkuó úfivör verkanianna,s SeíyrborS riivéla
ÞAÐ EE nú fyrir séð, að afgreiðs'u fjárlaga lýkur ekki
fyrir nýár, en síðasíi dagur þingsins fyrir jól mun verða í dag.
og ver'ður því þá frestað fram í janúár. í gær var Jagt fram
frumvarp íi! laga um bráðabirgðarfjárgreiðslur úr ríkissjóði til
1. febrúar 1953, og fór fumvauið gegnum þrjár umrseður í neðri
deild, og var afgreiít til efri deildar, er taka mun það fyrir til
afgreiðslu á fundi sínum í dag.
I. frumvarpinu sr farið fram*-------------------------------
á heimild fyrir ríkisstjórnina , ,, „,4. .
að greið'a úr ríkissjóði til bráða j HðSGti lÓfsfötnði’ í
fenging orfofs, fuil vísifala á hærra kaisp m áöur
---------------------------------------
SAMKOMULAG tókst um lausn vinnudeilunnar
í morgun eftir að sáttanefnd ríkisstjórnarinnar hafði
þegar borið fram miðlunartillögu, sem fól í sér veru-
legar kjarabætur umfram þær, sem gert var ráð fyrir
í upphaflegu tilboði ríkisstjórnarinnar, eða auk verð-
lækkunar á ýmsum nauðsynjum og aukinna fjöl-
skyldubóta, nú einnig lækkun útsvara af lágtekjum,
lengingu orlofs og hækkun launahámarks, sem vísi-
töluuppbót er greidd á, upp í 2100 kr. á mánuði. Með
samkomulagi því, sem náðist í morgun, var ákveðið til
viðbótar, að það, sem á vantar, að þessar kjarabætur
brúi núverandi bil milli framíærsluvísitölu og kaup-
gjaldsvísitölu, skuli greitt með hækkaðri dýrtíðarupp-
bót á kaupið, og hámark þeirra launa, sem full dýr-
tíðaruppbót er greidd á, hækkað upp í 2200 krónur á
mánuði.
Hið eina, sem eftir var að koma sér saman um, er blaðið
fór í prentun, var það, til hve langs tíma væntanlegir samr.ingar
skyldu gilda; en samkomulagið mun sennilega verða borið
undir atkvæði í verkalýðsfélögunum í dag og verkfallinu því
næst verða aflýst.
birgða árið 1953 í samræmi við
ákvæði fjárlaga fyrir árið
1952. öll venjuleg rekstrar-
gjöld ríkisins og önnur gjöld,
er talizt geta til venjulegra
fastra greiðslna þess.
í greinargerð segir, að þar
sera augljóst sé að ekki verði
hægt að afgreiða fjárlög fyrir
1953 fyrir næstu áramót, beri
nauðsyn til að veita ríkis-
stjórninni heimild þá, sem
frumvarpið geri ráð fyrir.
Frumvarpið er flutt af fjár-
hagsnefnd að beiðni ríki?-
stjórnarinnar, en einstakir
nefndarmenn hafa fyrirvara
um afstöðu sína til málsins.
Eins og allir vita, er það
verkfallið. sem veldur því að
fjárlögin verða ekki afgreidd
fyrir jól, þótt það komi ekki
fram í greinargerð frumvarps-
ins/ Ríkisstjórnin var begjanda
leg við afgreiðslu málsins í
neðri deild í gær og tók ekki
einu sinni fjármálaráðherra til
máls, og lét hann Einar Olgeirs
son einan um það að tala við
allai’ umræður málsins. Fleiri
kvöddu sér ekki hljóðs, og var
málið afgreitt til efri deildar.
V-oru fjórir fundir haldnir í
neðri deild í gærdag hvær á
eftir öðrum. þrír til þess að
Ijúka umræðu um þetta frum-
varp, og sá fiórði ti.l bess að
taka til fyrstu umræðu frum-
varp um breytingar og við-
auka við almannatrvggingalög
in, sem afgreitt hafði verið frá
efri deild, og var málinu vísað
til annarrar umræðu os félags
málanefndar að umræðunni í
neðri deild lokinni.
Verkfallsverðir
í Kleppsholti mæti á Lang-
holtsveg 35 kl. 7.30 að morgni
og 12.30 á hádegi. Þar verður
þeim séð fyrir fari í bæinn. —
Vog-abúar mseti á sama tíma að
Kökkvavogi 17.
HÁSETI á togaranum Þor-
steini Ingólfssyni slasaðist á
þriðjudagsmorgun, en skipið
var þá að veiðum vestur á
Halamiðum. Varð hann á miUi
gálgans og hlerans og fótbrotn-
aði.
Siglt var þá þegar inn á Flat-
eyri og þaðan var maðurinn
fluttur flugleiðis til Reykjavík-
ur. Kom hann hingað á þriðju
dagskvöld og var lagður á
Landakotsspítalann. Hann heit
ir Kristján Árnason, Óðins-
götu 29 B, maður um tvTtugt.
íillögu um jólaglaöning
vísað fii framíærslu-
nefndar.
í GÆR kom fram á bæjar-
stjórnarfundi tillaga um a'S
veita 150 krónur í jólaglaðn-
ing hverjum þeim, sem væri á
framfærslu bæjarins, og sömu-
leiðis að veita sömu fjárhæð
til þeirra, sem í verkfalli eru
og verst eru stæðir.
Tillögu þessari var vísað til
framfærslunefndar með 8 at-
kvæðum gegn 6.
Léfu fé siff fyrs) út í
fyrrad. effir firíðardag-
ana ao undanförnu.
SÍFELLD hríðarveður hafa
gengið í Þingeyjarsýslu undan
farna daga, og fé verið haft á
húsi og gjöf. Var það fyrst í
fyrrad., að bændur í Reykjadal
létu fé sitt út, síðan ótíðin byrj
aði. Beit mun vera góð, enda
fé undanfarið gefið inni aðeins
vegna óveðra.
Miðlunartillaga sáttanefndar
innar fer hér á eftir, orðrétt;
„Ríkisstjórnin hefur í sam-
ræmi við tillögur sínar varðandi
lausn núverandi kjaradeilu
verkamanna og vinnuveitenda,
er birtar voru 16. þ. m., ákveð-
ið, að eftirfaþandi ráðstafan-
ir skuli koma til framkvæmda,
ef síðargreind miðlunartillaga
verður samþykkt og aflétt verð
ur vdrkföllum þeim, sem nú
ei’lLháð:
I. a) Verð á lítra nýmjólkur lækki úr kr. 3,25 í kr. 2,71.
b) Verð á kartöflum lækki úr kr, 2,45 í kr. 1,75 á kg.
c) Verð á kaffi lækki íir kr. 45,20 í kr. 40,80 á kg.
d) Vei'ð á sykri lækki úr kr. 4,14 í kr. 3,70 á kg.
e) Verð á saltfiski lækki úr kr. 5,60 í kr. 5,20 á kg.
f) Verð á brennsluolíu lækki um 4 aura á lítra.
Þessar verðlækkanir ásamt lækkun kolaverðs o. £1. valda
lækkun vísitölu um 5,18 stig, miðað við vísitölu nóvember •
mánaðar s.I.
II. Verð á benzíni lækkar um 4 aura á lítra.
III. Flutningsgjöld til landsins lækka um 5%.
IV. Álagning á ýmsar nau'ðsynjavörur almennings, sem taldar
eru í tillögum ríkisstjórnarinnar lækkar fyrir atbeina rík-
isstjórnarinnar, eins og þar greinir, og mun ríkisstjórnin
hafa eftirlit með því, að þær álagningarreglur verði haldnar.
V. Fjölskyldubætur verða auknar þannig, að á 1. verðlags-
svæði verða greiddar fyrir 2. barn að me'ðtalinni vísitölu
kr. 612,00 og fyrir 3. barn kr. 912,00, miðað við vísitölu 153.
Á 2. verðlagssvæði verða bætur greiddar hlutfallslega í sam
ræmi vi'ð þetta. Nú eru fjölskyldubætur ekki greiddar fyrr
en við 4. barn. Ekkjur og ógiftar mæður skulu njóta sömu
fjölskyldubóta og hjón vegna barna sinna, en þeim eru nú
ekki greiddar slíkar bætur.
Lækkun vísitölunnar um þau 5,18 stig, sem tryggð eru sam-
kvsémt lið I, svo og frekari lækkun hennar vegna ofangreindra
ráðstafana eða af öðrum ástæðum liefur ekki áhrif á kaupgjald
Framhald á 2. síðu.
samþykki________
ALÞINGI samþykkti í gær-
dag að viðhöfðú nafnakalli
með 25 atkvæðum gegn 3
þingsályktunartillögu Jónasar
Árnasonar um áskorun til
menntamálaráðherra að hlut-
ast til um, að samræmi komizt
á um skipan leturborða á rit-
vélum þeim. sem til landsins
eru fluttar.
Mál þetta hefur áður verið
flutt á tveimur þingum.
Guiifaxi varð aö skiija
efiir vöruflufning í
Presfvík
GULLFAXI kom í íyrradag
með 42 farþega og mikinn
póst frá Presíjpík og varð hann
sakir þess, hve miklar benzín-
birgðir hann varð að taka, að
skilja eftir mikið magn af vör-
um í Prestvík. Er ráðgert að
hann sæki flutning þennan í
aukaferð nú fyrir helgina, en
fari síðan í áætlunarferð til
Prestvikur og Kaupmanna-
hafnar á sunnudag. ,
Tiliögu m sáffanefnd
bæjarins vísað frá,
BÆJARSTJÓRN vísaði f
gær frá tillögu þess efnis, að
kosin yrði af hálfu bæjarins
páttanefnd í vinnudeilum. Tal-
ið var, að slík sáttanefnd myndi
ekki hafa aðstöðu til þess að
flýta fyrir lausn deilunnar,
enda hefur sáttasemjari og
sáttanefndin jafnan haft sam-
band við fulltrúa frá bænum,
varðandi samningaviðræðumar.
Var tillögunni vísað frá með
9 atkvæðum gegn 6.
k 14. þús. safnazf fil
verkfallsmanna
SAFNAZT hafa til styrktar
verkfallsmönnum í Hafnar-
firði 13,445 krónur, að því er
Hermann Guðmundsson, for-
maður fjársöfnunarnefndarinn;
ar tjáði blaðinu í gær.