Alþýðublaðið - 19.12.1952, Blaðsíða 3
ÍITVARP REYKJAVÍK
20.30 Kvöldvaka: a) Frá bók-
menntakynningu Helgafells á
skáldverkum Davíðs Stefáns-
sonar frá Fagraskólgi (tekið
á segulband í Austurbæjar-
bíó 7. þ. m.): Tómas Guð-
mundsson skiáld flytur erindi.
Lárus Pálsson leikari les úr
..Gullna hliðinu“. Frú Helga
Valtýsdóttir les kvæði. b)
Tónlistarfélagskórinn syng-
ur; dr. Victor Urbancic stjórn
ar (plötur). c) Séra. Sigurður
Einarsson flytur frásöguþátt
um Skúla Guðmundsson
bónda á Keldum.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 „Désirée", saga eftir
Annemarie Selinko (Ragn-
heiður Hafstein) — XXXIII.
Sögulok.
22.50 Dans- og dægurlög: —
Svend Asmussen og hljóm-
sveit hans leika (plötur).
23.10 Dagskrárlok.
AB-krossgátan Nr. 303
------ HANNES Á HOBNINU ----f
i í
Vettvan*rur dagsins
Hörmulegt ástand á fjölda heimila. — Átakanleg
saga — Hjálparstarf — okur á skólaíólki.
Lárétt: 1- sjúkdóm, 6 hljóð,
,7 tómt, 9 fangamark prófess-
ors, 10 vesæl, 12 tónn, 14 not,
J5 fugl, 17 ætíð.
Lóðrétt: 1 hindrmi, 2 fugl, 3
málifræðáskammstöfmi, á iÁ-
iínn, 5 útlimurinn, 8 tölu, 11
,fala, 13 himintungl, 16 verk-
færi, þf.
Lárétt: 1 þvegill, 6 nói, 7 ön-
•Tjg, 9 ðð, 10 rás, 12 ge. 14 skrá,
il5 vin, 17 Arnvið.
Lóðrétt: 1 þröngva, 2 elur, 3
ín, 4 lóð, 5 liðfiár, 8 gás, 11
iskái, 13 eir, 16 nn.
HÉR í BORGINNI eiga marg
ir við óyfirstíganlega örðug-
leika að stríða. Atvinnuleysið
og dýrtíðin höfðu sorfið aff
mörgu heimilinu áður en verk-
fallið skall á, en ekki hefur
það létt stríðið á verkamanna-
heimilunum — og það vissu
Verkamennirnir fyrir áffur en
þeir lög'ðu út í þá haráttu, sem
þeir heyja nú fyrir alla þjóð-
ina gegn dýrtíðinni.
EINN DAGINN var hringt
dvrabjöllu í húsi í Austurtaæn-
um. þegar komið var til dyra,
stóð úti fyrir kona með rnatar-
fötu í hsndi. Hún sagði: „Ég
bið yður að fyrirgefa. Erindi
mitt er óvenjulegt. Mig langaði
að spyrja, hvort þér ættuð ekki
mat afgangs“. Þetta er sönn
saga. Hvernig hefur hugarstríð
þessarar konu verið áður en
hún lagði upp í þessa för?
Myndi hún haía gengið út með
matarfötuna sína ef hún hefði
verið ein? Hafði hún ekki horft
á taörn sín svöng?
ÉG RÝST við, að. ýmsir trúi
ékki svona sögu. Xona, sem ég
sagði haria, svaraði: „Getur
þetta átt sér stað í Reykjavík
nú á tímum?“ — Já, þetta á
sér stað í Reykjavíli nú á tfm-
uiri' Og því miður, þetta er
aðeins dæmi, ástandið er hörmu
legt á fjölda heimila. Það er
hungur á mörgum heimilum og
klæðleysi. Þetta á sér. stað í
Reykjavík..
ÝMSIR STUNDA líknarstörf
hér í Rsykjavík. Líknarstörf
eru góð svo langt, sem þau ná,
en þau eru langt frá því að
bæta meinin. Til bess þarf aðr
ar aðferðir, og að þeim stefnir
jafnaðarstefnan. Mæðrastyrks.
nefndin starfar að hjálp við
einstæðar mæður og það starf
er mikils virði. Mairgir hafa
stutt það af miklum höfðings-
skap. Vetrarhjálpin starfar fyr
ir almenning, heimilin, sem
eru bjargarþrota. Framkvæmd
arstjóri þeirrar starfsemi sagði
við mig í gær, að aldrei hefði
ástandið verið eins hörmulegt
og það er nú.
GETUR NOKKUR setið hjá,
þegar meðbróðir l’ður nauð?
Gott var framlag Vesturbæinga
á þriðjudagskvöld. Skátarnir
raunu þó hafa „ sleppt mörgum
húsum. Að minnsta kosti
hringdu npkkrir til mdn og
sögðu, að enginn hefði komið
til þeirra. Betur má, ef duga
skal. Ég skora á fólk, sem vilja
og getur hefur, að leggja fram
sitt lið.
ENGINN þarf að skammast
sín fyrir.skerf sinn, þó að hann
kunnj að vera smár. En allir,
sem vinnu hafa, geta lagt eitt-
hvað af mörkum. Það er víst,
að skortur sverfur nú að
hundruðum heimila. Reynum
að bæta úr sárasta skortinum
með framlögum okkar. hver
eftir sinni getu, sínum vilja —
og þroska.
MÓÐIR SKRIFAR: „Okur á
skólafólki, sem þarf að sækja
allar nauðsynjar sínar í vasa
foreldra sinna eða annarra
vandamanna, finnst. mér. eitt af
því Ijótas.ta af því tagi. Ég á
þrjá krakka, sitt í hverjum
skóla. Dansæfingar fyrir nem
endurna eru öðru hvoru í skól
unum, einu sinni og tvisvar í
mánuði, og vilja flestir ungling
(Frh. á 7. síðu.)
í DAG er föstudagurinn 19.
ílesember.
Næturlæknir er í læknavarð
Stofunni, sími 5030.
Næturvöröur er í Ingólfs-
ápóteki, sími 1330.
SKIPAFRÉTTIR
Eimskip:
Brtarfoss fór- frá Antwerpen
í gær til Reykjavíkur. Déttifoss
er í Reykjavík. Goöafoss fór frá
. New York í fyrradag til Reykja
víkur. Gullfoss, Lagarfoss og
Reykjafoss eru í Reykjavík.
Selfoss fór frá Leith 15. þ. m.
til Reykjavíkur. Tröllafoss er í
Reykjavík. Vatnajökull fór frá
-Hu-11 16. þ. m. til Reykjavíkur.
Skipadeild SÍS:
Hvassafell lestar timbur í
Kótka í Finnlandi. Arnarfell og'
Jökulfell er í Reykjavík.
MES.SUE f D A G
Keflavíkurkirkja: Barnaguðs
þjónusfa kl. 2 e. h. Séra Björn
Jónsson.
B L Ö Ð O G TÍMARIT
Alþýðutalaðinu hefur borizt
Jólablað skáta, fjölbreytt að
efni, svo sem Jólastjarnan, eft-
ir T. K., Skátastarf á íslandi
40 ára, eftir dr. Helga Tómas-
son skátahöfðingja. Þá er verð
launamyndagáta. Bræðurnir,
eftir Odd Paulsen. Úr heimi
skáta, o. m. fl.
Víðförli, blað um guðfræði
og' kirkjumál, er komið út, efni:
Væri það- satt, eftir ritstjórann.
Fornleifafræði og biblíurann-
sóknir, eftir Þóri Kr. Þórðar-
son. Heilög skírn, eftir ritstjór-
ann. Örlög ísraels frá kristnu
siónarrniði, eftir Olaf Olafsson.
Köllun Skálakots, eftir Árna
Sig'urðsson. Lögmál og laungeli
um, eftir Regin Prenter. Al-
bert Schweitzer, og' María guðs
móðir, báðar eftir ritstjórann.
Ritstjóri er Sigurbjörn Einars-
son.
Skinfaxi, tímarit UMFÍ, hef-
urblaðinu borizt, efni: Norræna
æskulýðsvikan 1952, eftir Stef-
án Ól. Jónsson. Starfsemi Nor-
egs Bygdeungdomslag, effir
Sfefán Ól. Jónsson. Daníel
Ágústínusson ritar um Eiðrnót-
ið, 15. sambandsþing UMFÍ,
íibróttaiþá.ttur, Héraðsmótin
1952, Félagsmál og fl.
AB hefur íborizt Skákritið,
nóvemfcer-'desemíberhefti; af
efni má nefna: Haustmót Tafl-
félags Reykjavíkur. Skákbók,
sem allir þurfa. að eignast. Af
erlendum vettvangi. Minnis-
verðar skákir. Glefsur um
Capablanca. síðari grein. Skák
dæmi o. fl. Forsíðumynd er af
Guðjóni M. Sigurðssyni.
Altarisgang-a.
Altarisganga verður í kvöld
kl. 8 í Hailgrímskirkju fyrir
börn þau, sem fermdus.t í haust,
aðstandendur þeirra og aðra,
sem þess óska. Séra Jakob
Jónsson.
Peningagjafir
til vetrarhjálparinnar: Skáta
söfnun í Miðbænum, V estur-
bænum, Skjólunum, Grhnsstaða
holtinu og Skíerjafirði 19.500
kr. H. Ólafsson & Bernhöft h.f.
kr. 500, V. S. kr. 100, Þorsteinn
Kjarval kr. 500, Gömul lijón í
Vesturbænum kr. 50, E. A. kr.
100, H. Benediktsson & Co. h.f.
kr. 500, ónefndur kr. 50, N. N.
kr. 100. Málarinn h.f„ kr. 500.
Kærar þakkir. — F. h. vetrar-
hjáiparinnar, Stefán A. Pálsson.
SKRIFSTOFA VETRAR.
HJÁLPARINNAR
er í Thorvaldsenstræíi 6 í
húsakynnum rauða krossins;
opin kl. 10—12 árdegis og 2—6
síffdegis. Söini 80785,
M U N I Ð VETRARHJÁLP-
INA í HAFNARFIRÐI.
Brim og boðar II.
Frásagnir af sjóhrakningum og sva-ðilförum við strend-
ur íslands. — Bók að skapi allra þeirra, ’er unna sjósókn
og sæförum, hugdirfð og’ lietjuskap, ævintýrum: og mann.
raunum. — Örfá eintök fást enn af I. bindi.
Úr fylgsnum fyrri aldar II.
Þetta er síðari hlutinn af hinu stórmerka ævisagnariti
sr. Friðriks Eggerz. — Stórvel ritað verk, sem mun halda
nafni höfundar síns á loft, meðan íslenzk tunga og bók-
menntir eru í heiðri hafðar.
Á torgi lífsins,
Endurminningar Þórðar í Sæbóli, skráðar af Guð-
mundi G. Hagalín. — Það mun vera einróma álit, að
þetta sé skemmtilegasta ævisaga Hagalíns.
Islenzkar gátur.
Gátusafn Jóns Árnasonar. er eina heildarsafnið af ís- \ ,
lenzkum gátum, sem til.er. Gáturnar eiga að skipa heið-
urssæti í bókahillunni við hliðina á Þjóðsögum Jóns,
Ævintýralegur fiótti.
Frásögn af flótta tveggja brezkra liðsforingja úr þýzk-
um fangabúðum, ævintýralegasta og frægasta flótta, setn
sögur fara af. — Fyrstu vikurnar eftir að bók þessi kom
út á frúmmálinu, var það haft að. orðtaki, að Ævintýra-
legur flótti væri bókin, sem ekki fengist í Lodon. Komn
þó út á fáum vikum 10—20 útgáfur, en salan svar svp
ör, að bókin stóð aldrei við.í bókabúðum degi lengur. •—■
Ævintýralegur flótti er kjörbók ungra nianna.
Desirée.
Útvarpssagan góðkunna er komin út. Þessi bók hefur
farið sigurför úr einu landinu í annað og hvar.vetna selzt
bóka mest. Mörg kvikmyndafélög keppa. nú um réttinn til
að mega kvikmynda bókina. Desirée„ er glæsileg jólagjöf.
Fluglæknirinn.
Ný skáldsaga eftir Slaugther, höfund bókarinnar Líf
í læknis hendi o. fl. mjög vinsælla skáldsagna. Flug-
læjcnirinn er ein hans bezta og skemmtilegasta saga.
Ungfrú Ástrós.
Bráðskemmtileg saga um unga og ráðsnjalla stúlku eftir
sama höfund og Ráðskonan á Grund. Þetta er ein af
hinum vinsælu Gulu skáldsögum og þar af leiðandi
uppáhaldsbók allra ungra stúlkna.
Barna- og unglingabækur:
Ævintýradalurinn seg.ir frá sögu söguhetjum og Ævín-
týraeyjan og Ævintýrahöllin. — Öll börn og ungling-
■ ar eru sólgin í þessar afburða skemmtilegu bækur.
Sjö ævintýri. Skemmtileg ævintýri handa litlu börnun-
um, prýdd fjölda mynda, þar á meðal litmyndum.
Öskubuska. Gullfalleg . bók, enda eru myndirnar eftir
Disney. — ÖII bókin er prentu’ð í litum.
Sendum burðargjaldsfrítt gegn próstkröfu um land al’t.
DRAUPNISÚTGÁFA.N - IÐUNNARÚTGÁFAN
Skólavörðustíg 17 — Reykjavík.
Jarðarför móour minnar,
SIGRÍÐAR TÓMASDÓTTUR
sem andaðist 15. þ.m. er ákveðin laugard. 20, þ, m,. kl. 10 árd.
frá Kaþólsku kirkjunni í Hafnarfirði.
F. h. vandamanna
Sigurður. T. Sigurðsson.
. mnr ’i ri inimn——
Móðir okkar,
ÞRÚÐUR GÍSLAÐÓTTIR
andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 18. þ. m.
Jarðarförin auglýst síðar.
F. h. okkar systkinanna
Janus Halldórsson.
Mó'ðir okkar,
SÓLVEIG GUNNLAUGSDÓTTIR
andaðist að heimili sínu, Suðurgötu 25, HafnarfirSi 17. þ. m.
Ingibjörg Stefánsdóttir. Ingólfur Stefánsson.
AB 3