Alþýðublaðið - 19.12.1952, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.12.1952, Blaðsíða 5
' ÞEGAR BREZKiR HER- MENN gengu á land í Reykja- Vík 10. maí 1940, urðu þátta- Bkipti í sögu íslendinga. Þá varð það ljóst, að samgöngu- tæknin hafði gert herguðnum Ídeift að hazla sér völl langt norður fyrir ísland — og raun- ar til yztu marka hins byggða Sieims — og hann ætlaði ekki að láta slíkt tækifæri ónotað. Þessari staðreynd hafa hvorki einlægur friðarvilji smáþjóðar sné afneitun hennar sjálfrar á Vopnaburði breytt. íslendingar viðurkenndu Jþessa staðreynd, er þeir gerðu samninga við Bandaríkjamenn um varnir landsins sumarið 1941. Þeir urðu að viðurkenna þessa sömú staðreynd aftur, er jþeir gerðust aðilar að Atlants- liafsband.alaginu og gerðu á ný samning um varnir landsins, eft ir aðeins þriggja ára hlé á her setu. Það er því full ástæða til þess fyrir íslendinga að kynnast ör lítið vörnum landsins, eðii jþeirra og mikilvægi, hvort sem jþeim líkar betur eða verr það, sem gerzt hefur undanfarin 12 ár. í þessum efnum fá þeir ekki sköpum ráðið. IÍERNAÐARLEG ÞÝÐING LANDSINS. Ástæðan til þess, að svona Jiefúr fario, er einfaldlega sú, að ísland er nú hernaðarlega mikilvægt fyrir öll ríki um- hverfis nórðanvert Atlantshaf. Nokkru fyrir heimsstyrjöldina síSustu sagði þýzkur herfæð- ingur, að landið væri eins og skammbyssa, sem miðað er á rík in við AtlantShafið. Þessi full- yrðing hefur orðið sannari sneð hverju ári, sem liðið hef- ur síðan, og Winston Churchill hefur vafalaust vitað, að Þjóð- verjar voru 'þess albúnir að taka sér skammbyssuna í hönd, er hann á einu svartasta augna foliki í sögu Breta lýsti yfir, að enginn óvinahermaður þeirra mundi stíga óhindrað á land á íslandi. Þaðan hefðu Þjóðverj- ar sennilega getað unnið kaf- bátaorrustuna um Atlantshaf, Jþar er hægt að rjúfa ómetan- lega flugleið yfir hafið og það an er nú hægt jöfnum höndum að gera sprengjuárásir á New York í vestri, Moskvu í austri eða borgir þar á milli — og þar er einnig hægt að verjast slík- rnn árásum. Allt þetta gerir ísland hern- aðarlega eftirsóknarvert, og skapar því árásarhætíu, ekki sízt ef hægt er að vinna það án mótstöðu. Varnir landsins eru því miðaðar við margvís- 3ega hugsanlega möguleika og hlutverk þeirra manna, sem nú annast varnir landsins, er að sjá fyrir allt slíkt, sem fyrir getur komið, og vera viðbúnir að mæta því. VARNIR LANDSINS. Á styrjaldarárunum var mikill her á íslandi, sennilega 60—80 000 manns og margvís legum virkjum komið fyrir um allt landið. Þá var landinu skipt í tvö aðal varnarsvæði, Suður- og Vesturland með að- alstöðvum í Reykjavík, og Norður- og Austurland með sérstakar strandvarnir við helztu hafnir landsins, Reykja- vík, Hafnarfjörð, Hvalfjörð, Eyjafjörð, Seyðisfjörð og Reyð arfjörð, sérstakar loftvarnir á flestum sömu stöðum, sérstak- ar varnir gegn kafbátum við skipalægin, gerðir miklir flug- vellir í Keflavík, Reykjavik og Kaldaðarnesi og aðrir áformað TÍMAREFIÐ SAMVINNAN fjytur í nýútkomnu desemberhefti sínu fróðiega grein um hervarnir hér á landi á ófriðarárunum o% um viðbúnað varnarliðsins hér sí'Jan bað kom hingað í fyrravor. Birtir BA þessa fróðlegu grein með góðfúslegu leyfi ritstjórans, Benedikts Gröndals. ir á Egilsstöðum og við Húsa- i v*k, enda þótt ekki iyrðá af þeim framkvæmdum fyrir stríðslok. Þá voru einnig þjálf- aðar sérstakar hersveitir með það fyrir augum að fara hvert á land, sem þörf gerðist fyrir- j varalaust. | Á friðartímum er talið, að hægt sé að komast hjá svo um tfangsmiklum landvörnum, og er það nú samningsbundiö, hversu fjölmennt varnarlið Bandaríkjamanna má vera. Er það á almanna vitorði, að það er aðeins brot af þeim her, sem 'hér var á styrjaldarárunum, og (því ékki óeðlijegt, að menn velti fyrir sér þeirri spurningu, hvort vairriir (landsins séu tryggðar með svo litlum liðs- styrk. Það hefur að sjálfsögðu ekki verið gert heyrum kunnugt, með hverju móti vamarliðið hyggst gegna hlutverki sínu, þrátt fyrir takmarkaða stærð þess. Þó er hægt að fá margvís- lega vitneskju um þetta með því að ræða við stjórnendur liðs- iiis og íhuga það, ;?em hver mað ur getur séð af viðbúnaði þess. Varnarliðið, sem bækistöðvar hefur á Keflavíkurflugvelli og í Hvalfirði, er undir stjórn flugforingja, Ralph O. Brown- field. En í því eru sveitir úr . landher, flugher og flota. Er Iþar fyrst frá að ísegja, að í I venjulegum her er mikil og margvísleg verkaskipting, en aðeins hluti hans annast sjálí varnarstörfin. í varnarliðinu hér er hver einasti maður, hvort sem hann er matsveinn, ekill eða skrifstofumaður að aðalstarfi, þjálfaður sérstaklega sem fótgöngúliði svo að mannaflinn mundi, ef á reyndi, nýtast til hins ýtrasta. Auk þess eru hinir ýmsu deildir liðs ! ins búnar mjög fullkomnum j vopnum og þao er þeim sam- I eiginlegt, ‘að þær virðast undir það búnar að fara hratt hver á larid sem tilefni gefst til. Er þar notuð skipan sú, sem höfð var á stríðsárunum, að hafa slíkt lið ávallt viðbúið. LANDHERINN. Landhersveitir þær, sem eru hér á landi, eru búnar stór- um fullkomnari vopnum en tíðkuðust í síðustu heims- styrjöld og er hver einstakling ur nú töluvert mikilvirkari en þá var. Sveitirnar hafa skrið- dreka til umráða, léttar fall- byssur, sem flytja má hratt hvert sem er, „bazooka“ og önnur spánný vopn, er fyrst voru reynd að marki í Kóreu. Meðal hermannanna eru fjöl margir, sem verið hafa á víg- stöðvunum í Kóreu, og flestir fyrirliðar eru menn, sem tóku þátt í síðustu heimsstyrjöld. Er liðið annars blandað atvinnu- hermönnum og herkvöddum, og flestir liðsmenn munu ekki hafa fengið minna en árs þjálf un, áður en þeir voru hingað sendir. Liðsmennirnir eru við 'hvers kyns æfingar frá kl. 8— 5 alla daga, vopnaþjálfun, kortalestur, líkamsæfingar, hép þjálfun og hvaðeina. Meðal æf- inganna hafa veríð landgöngu æfingar í Hvalfirði, en það er hluti af þjálfun hersins í skjót um íerðum hvert sem er á land inu. FLUGHERINN.. Flugherinn hefur margvís- legu 'hlutverki að gegna innan varnarliðsins, en þar á meðal er stjórn bækistöðvarinnar, birgðaumsjón öll, stjórn gisti- hússins á flugvellinum og mót- taka allra herflugvéla. Sá hluti flughersins, sem 4pkur beinastan þátt í vörnum landsins, er sveit orrustuflug- véla af svonefndri „Mustang“ gerð. Reyndust þetta beztu orr- ustuflugvélar Bandaríkja- manna í síðústu styrjöld, og eru enn notaðar um allan heim. Eru þær að því leyti hentugri en þrýstifloftsflugvélar, að þær liafa gefizt vel við aðstoð landhers og árásir á landgöngu sveitir. Á styrjaldarárunum var gerð ur sérstakur flugvöllur fyrir orrustuflugvélar, sem verja áttu Jótagjafabæku Beztu bækur ensk-íhalska sagnfræðingsins Rafavl Sahatini eru einhverjar skemmtilegustu skóldsögur sem hægt er að lesa og hafa komið út í milljónum eintaka um allan hinn menntaða heim. Bækurhar eru auk þess stórfróðlegar og menntandi vegna þess, að þær lýsa trútt umhverfi og aldarhætti og í rnörgum þeirra eru sannir viðburði fyrri alda uppi- staðan. Prentsmiðja Austurlands hefur gefið út eftirtaldar 12 bækur: Ástin sigrar Ðrabbari Hefnd Hetjan hennar I hylli konungs Kvennagullið Launsonurinn Leiksoppur örlaganna Ssendiboði drotíningarinnar Sæg.ammurinn Víkingurinn, — og Ævintýraprinsínn. Bækur þessar kosta innbundnar í rexinband kr. 35.00 hver'nema Hetjan hennar kr. 38.00, Launsonurinn kr. 50,00 og Ævintýraprinsinn kr. 28.00. Síðustu 250 eintökin, sem prentsmíðjan átti hafa ver- ið bundin í sérstaklega fallt\t rexinband og eru öll 12 bindin seld saman í því bandi og kosta þá kr. 425.00. Betri jólagjöf er ekki hægt 'að gefa stálpuðum syr.i eða dóttur. Hægt er að fá öll bindín keynt gegn aíborgunarsamti- ingi í skrifstofu prentsmiðjunnar. Prentsmiðja Áusiurlmuls h.í\ Hverfisgötu 18. Simi 3677 ©g 7410. Þar sem verzlun mín er að hætta verða eítirialdar vorur •seldar með mjög lágu verði:. Alískonar dömu,- lierra- og banuu'atnáður, út- varþstæki, harmónikur, gítarar, skíSi, sk-autar, alls 'konar rafmagnsáhöld o. m. fl. unm Vitastíg 10 — Símí 80059. suðvesturhorn landsins, og er sá flugvöllur rétt víð Uiðina á Keflavíkurflugvelli, og nefnd- íst Patterson flugvöllur. Hann er nú ónotaður, en orustu- sveitin hefur bækistöð sína á sjálfum Keflavíkurvelli (sem áður hét Meeks flugvöllur, eft ír fyrsta ameríska flugmannin um, sem fórst hér á landi). Auk orrustuflugvélanria hef ur flugherinn 'hér björgunar- sveit með nokkrum flugvélum, þar á meðal ílugbáíurn, sem einnig geta lent á landi eða sjó og hafa margvíslegan út- búnað til björgunar. Er þessi sveit vel kunn af störfúm sín- um. FLQTINN. Randaríski > flotinn hefur ekki fastar bækistöðvar fyrir skip hér á landi, nema eitt lítið olíuskip af sömu gerð og Þyr- ill. Hins vegar hafa Atlants- hafsríkin haldið sameiginlegar flotaæfingar og samæft varnir sínar á sjó, og munu geta sent flotadeildir hvert sem er með stuttum fyrirvara. Ameríski flotinn hefur sinn eigin flu^hdr, o^ |það er ,sú deild hans sem kemúr við sögu um meiri kafbátaflota en Þjóð Iiér á landi. Hér hefur bæki- verjar áttu í byrjun síðustu stöð deild könnunarflugvéla afstyrjaldar. svonefndri „Ventura“ gerð, Sú var reyndin í síðuStu styrj tveggja hreyfla flugvélar, svartöld, að flugvélar reyndust bezta ar og Ijótar, sem hafa það hlut-vopnið gegn kafbátum, og mun verk að svífa yfir öldum hafs- (Frh. á 7. síðu.) ABS íns og íylgjasi með því, sem gerist á sjónum og í honum. Virðist það augljóst, að kafbáta hæíta sé aðalviðfangsefni þess- arar sveitar, enda var kafbáta- hernaður geysimikill við strendur íslands í síðusiu heimsstyrjöld, og yrði vafa- laust á nýjan leik, ef til styrj- aldar kæmi. Má nefna það sem dæmi, að dagana 2. og 3. nóv- ember 1942 var 11 skipurn sökkt við ísland og 568 skip- brotsmenn fluttir hér á land, en mörg hundruð fórust. Það má tela tvímælalaust, að mikill kafbátahernaður mundi aftur verða á Atlantshafi, ef svo ógæfulega færi, að styrjölcl brytist út, og mundi því hlut- skipti íslands verða svipað og í síðusu styrjöld, Miklar fram farir urðu í kafbátasmíðum í lok áíðustu styrjaldar, þannig að kaíbátarnir geta siglt lang- ar vegðlengdir með miklum. hraða, án þess að koma upp á yfirborðið. Hafa flotaforingjar Atlantshafsríkjanna 'lagt geysi mikla áherzlu á að fullkomna baráttuaðferðir gegn kafbát- um, enda eiga Rússar riú stór

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.