Alþýðublaðið - 29.01.1953, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.01.1953, Blaðsíða 5
1 z' a r SLYSAVAKNAFÉLAG ÍSLANDS er tuttúgu og fimm ára í dag. Það er einhvert vinsælasta og f jölmenn asta félag landsins, telur um 28 þúsund félagsmenn í 196 félagsdeildum, og hefur á aldarfjórðungs starfs- ferli sínum unnið ómetanlegt starf ekki einvörðungu fyrir íslendinga heldur og fyrir aðrar þjóðir, sem senda skip sín til íslands eða á íslandsmið. Það annast slvsa- varnir á sjó og landi með fjöiþættu öryggis- og björg- unarkerfi, og nýtur álits og trausts allrar þjóðarinnar. Slysavarnafélag Isiands var formlega stöfnað 29. janúar 1928. Löngu fyrr höfðu menn þó fundið nauðsyn þes's að gert væri eitthvað, sem um munaði til að draga úr hinum ægilegu slysfö-rum á sjónum, sem skýrslur sýndu að verið höfðu margfalt rneiri hlutfalls lega hér á lándi en meðal fllestra eða a'llra annarra þjóða. Má í því samhandi minna á stórmerkt brautryðjendastarf séra Odds V. Gíslasonar prests á stað í Grindavik, sem á ár- unum 1883—1892 ferðaðist um allt land, flutti fyrirlestra, gaf út blað og bæklinga og stofn- aði félög til að vinna að slysa- varnamálum. Þó að sú starf- semi félli að mestu niður við brottför séra Odds til Vestur- heims, hafði barátta hans vak ið marga til umhugsunar um þessi mál og suvn bjargráð hans komu sjómönnum á ára- skipum að miklu liði. Alllöngu síðar hélt Guðmundur land- læknir Björnsson fyrirlestur og ritaði gagnmerkar greinar um slysavarnir á sjó og eggj- aði þióðina til að taka upp bar áttu gegn þessum geigvænlega voða. Árið 1918 riðu Vostmanna- eyíngar á vaðið og stofnuðu' . .Björgunarfélag Vestmanna- í eyja“, er lét mikið að sér, kveða og keypti til landsins björgunarskipið ,,Þór“. Eftir að Fiisk.ifélag íslands var stofnað lét það slysavarna' málin til sín taka og skipaði. árið 1926 sérstakan erindreka í björgunarmálum. Var það Jón E. Bergsveinsson. Beitti hann sér 3Íðar*, ásamt fleiri góðum mönnum, fyrir stofnun sérstaks félags, er ná skyldi yfir allt landið pg hafa björg- •unarstarfsemi og öryggismál sjófarenda á stefnu=krá si'nni. Hinn 8. desemtoer 1927 boð- uðu Fiskifélaa ísilands og Skip stjórafélagið Aldan til opinbers fundar um skipsströnd og drukknanir við strendur lands íns og varnir gegn heim. Á fundinum var samþvkkt til- laga frá Guðmundi landlækni Björnssyni um kosninau 5 manna nefndar til að undirbúa stofnun björgunarfélags. í nefndina voru kosnir: Geir Sig urðsson skipstjóri. Guðmund- ur Biörn?=on landlæknir. Jón E. Bergsveimson erindreki, Sigurjón Á. Ólafsson, formað- ur Sjómáhnafélags Reykjavík ur, og Þorrteinn Þor=tein'"on skipstjóri, þ. v. formaður Öld- STOFNFUNDUR. Þá er nefndin hafði iokið undirbúningi og samið uppkast að lögurn fvrir hið væníanlega félag, boðaði hún til stofnfund- p'~, er haldinn var í Bárubúðj 29. janúar 1928. Þar var fé- lagið stofnað með 128 félögum. í fyrstu stiórn félagsins voru! kosnír: Guðmundur Björnsson | landlæknir, forseti, Magnús' Sig'urðsson bankastjóri. gjald-- keri. Geir Sigurðsson skip- stjóri, ritari. Meðstiórnendur: Þorsteinn Þorsteinsson. skip- sfióri og Sigurjón Á. Ólafsson alþm. Hefur hinn síðarnefndi i átt sæti í stiórninni ósiit.ið frá' stofndegi og verið varaforseti félagsins síðustu 12 árin. ÞRÓUN FÉLAGSINS. Fyrsta félagsdeildin, sem stofnuð var úti á landi, var ] slysavarnadeildin ,.Sigurvon“; í Sandgerði. Deildum félagsins hefur farið sífjölgar.di ár frá' ári og er nú svo komið, að. varla er sú byggð á landinu,) sem ekki hefur slysavarnadeild 1 innan sinna vébanda. Eru deildir félagsins nú 195 (fjórar deildir hafa verið stofnaðar eftir áramót, allar í Húnavatns sýslu) og félagar S.V.F.Í. eru nú rétt um 28 þúsund. Árið 1929 eignaðist Slysa- varnafélagið fyrsta björgunar- bátinn, brimróðrabátinp Þor- stein. Síðar lét það smiða inn- an lands litla brimróðrabáta, sem hafðir eru í ýmsum brima sömum verstöðvum. Þá lét fé- lagið srníða þjörgunarskipið Sæbjögu og átti hlut að smíði björgunarskipsins Mariu Júlíu. Þegar félagio var 10 ára hafði það komið upp 32 björgunar- stöðvum víðs vegar um landið. Á 15 ára afmælinu voru þær orðnar 45 og á 20 ára'afmæl- inu 60. Nú þegar félagið er 25 ára, á það og annast 92 björgunarstöðvar. Þar af er 51 Stjórn Slysavarnafé'ags -íslands 1952: Fremri rö'J: Frú Rannveig Vigfúsdóttir, Guðbjartur Ólafsson, forseti félagsins, Frú Guðrún .Tónasson, Sigurjón Á. Ólafsson, varafprseti félags- ins. — Aftari röð: Friðrik V. Ólafsson, ritari, Árni Árnason, gjaldkerí:. Ólaftrr Þórðarsori, íúlíus Havsteen. 1. fl. fluglínubjörgunarstöð, með línubyssu, líflínu, tildrátt- artaug, bjögunarstól og öðrum tilheyrandi útbúnaði. 15 stöðv- ar eru 2. og 3. flokks stöðvar, en 26 eru skipbrotsmannaskýli með vistum, fatnaði og hvílu- útbúnaði. Björgunarsveitir íélagsins víða um land eru alkunnar fyrir björgunarafrek sín. Má þá sérstaklega nefna Grind- víkinga. Siglfirðinga, sveitirn ar austan við sandana, Snæfell inga, og síðast en ekki sízt Barðstrendinga. KVENNADEILDIR. í flestum dei'ldum féiagsins starfa bæði konur og karlar, en þó eru starfandi 23 kvenr.a- deildir, og eru þær í öllurn kaupstöðum og mörgum stærri kauptúnum landsins. Fyrsta kvennadeildin var stofnuð í Reykjavík 1930. Hafa konurn- ar reynzt frábærlega fórnfús- ar og áhugasamar um vöxt og viðgang félagsins, og sérstak- lega afkastamiklar í sarnbandi við fjáröflun til starfseminn- ar. ÁRANGUR STARFSINS. Skýrslur sýna, að á þeim 25 árum, sem Slysavarnaféiag Is- lands hefur starfað, hefur ver- ið forðað ur lífsháska 5251 manni. í þessum hóp eru 796 menn, sem björgunarsveitir hafa bjargað úr bráðri1 hættu beinlínis með tækjum S.V.F.Í. Dauðs föll af SKipströndum, sem áður voru hér mjög tíð, eru nú orðin sjaldgæf (sjá um betta efni í afmælisriti fé- lagsins, einkum bls. 180—192). ! Þót't þeir séu því orðnir margir, sem fé- lagið hefur bjargað beinlínis, eru hinir vafalaust miklu fleiri, sem það hefur orðið að liði m,eð aldarfjórð- ungsstarfi að auknu öryggi skipa, svo og með því að kalla á hjálp og liðsinna á, annan hátt. ugt verið að færa út verksvið sitt, og telur sér engar slysa- varnir óviðkomandi, hvort heldur sem er á sjó eða landi. STJÓRN OG STAEFSLIÐ. Fyrstu stjórnar félagsins cr áður getið. Forsetar þess hafa veriði fjórir: Guðniundur Björnssön (1928—1931), Þor- steinn Þorsteinsson (1932— 1937), Friðrik V. Öiafssoa (1938—1939) og Guðbjartur Ólafsson (frá 1940). Núverandi stjórn er skipuð eftirtöldum mönnurn: Forseti Guðbjartur Ólafsson hafnsögu maður, varaíorseti Sigurjón Á. Ólafsson fyrrv. alþm.: gjald- keri Árni Árnason kaupmað- ur. ritari Friðrik V. Ólafsson skólastjóri. Meðstjórnendur: frú Guðrún Jónasson, f :á Ka’/t veig Vigfúsdóttir og Óiafur Þórðarson skipstjóri. Enn frem ur sitja í stjórn Éfjagsins fyrir I hönd landsfjórðunganna: Fyr- j ir Veistfirðingafjó.-ðung Þórð- ! ur Jónsson bóndi, fyrir Sunn- lendingafjórðung Gísli Bryn- I jólfsson prestur,' l’yrir Norð- lendingafjórðung Júlíus Iiaf- steen sýslumaður og íyrir Aust firðingafjórðung Arn: Steíáns son útgerðarmaður. Fyrsti starfsmaður féiagsins og hinn eini um langt skeið var Jón E. Bergsveinsson er- indreki. Árið 1936 var ráðinn fulltrúi til að hafa með hönd- i um slysavarnir á iandi. Hefur j Jón Oddgeir Jónsson gegnt ' ! því starfi alla stund síðan. Ár- j ið 1944 var IJenry A. Hálfdán- : arson ráðinn skrifstofustjóri. ! félagsins og gegnir hann því j starfi. Árið 1949 !ét Jón Fi ! Bergsveinsson af erindareka- ■ störfum fyrir aldurs sakir. Hef ; ur Guðmundur G. Pétursson | verið erindreki félagsins síð- : an. AFMÆLISRIT OG UTVARPS KVÖLD. Félagið hefur í tilefni af 2,5 ára afmæli. sinu gefið út al’l- stórt afmælisrit, 232 bls. að stærð. þar sem saga félagsinS'. er rakin og í alllöhgum inn-. ! gangs kafia greint fa slysförum I og tilraunum til slysavarna fyrir daga félagsins. Hefur Gils Guðmundsson ritstjóri tekið bókina saman. í kvöld. hinn 29. janúar verður aímælis íélag.sins. minnzt með sérs'takri dagskrá í ríki'SÚtvarpinu. Méðal ræðu- • manna þar verðá forseti Js- lands, bi-skupinn yfir Islandi,- sjávarútvegsmál'ará ðhevra ogs forseti féla^-ins. Síðan verður j flutt ssmfell'd dag ikrá úr sögu I sly.sfc D v "firðingaf élagið heldur aðalfund sinn sunnú- daginn 1. flebrúar kl. 3 e. h. í skáta'heiimilinu. , Björn Pálsson og sjúkraflugvélin. Félagið hefur stöð- María Jvilía, nýjasta björgunarskipið’. Alþýðublaðið — §1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.