Alþýðublaðið - 29.01.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.01.1953, Blaðsíða 4
Á 11 r æ ð u r : \ Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðannaður: S ^ Hannibal Yaldimarsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. ^ ^Blaðamenn: Loftur Guðmundsson og Pall Beck. AuglýsingaÁ S stjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Aug-s • lýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, • S Hveríisgötu 8. Áskriftarverð 15 kr. á mán. í lausasölu 1 kr. S 5_______________________________________________ Þrír flokkar vilja þá feiga!! frá Svalvoguni. ÞAÐ hefur áreiðanlega ekki farið fram hjá blaðles- endum, að deitur miklar geisa nú meðal kaupsýslu- manna. Hefur oft logað í kolunum milli heildsala og smásala, enda eiga hagsmun ir þeirra sjaldan fulla sam- leið. En nú hefur þó fyrst fyrir alvöru logað upp úr milli 'heildsala smásala og iðnrekenda í sambandi við stofnun hins svouefnda Vöru skiptaíélags, sem ætlað er að hefja stórfelld verzlunarvið- skipti við Austur-Þýzkaland. Stofnendur þessa félags eru: Félag ísl. stórkaup- manna, Sölumiðst. hraðfrysti húsanna og Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, en hins vegar mun Sambandi smásöluverzlana og Félagi ís lenzkra iðnrekenda hafa ver- ið meinað að verða meðal Stofnenda vöruskiptafélags- ins. Þykir þessi útiiokun iðnað arins og smásalanna vera heldur óbróðurlegt tiltæki, einkum þegar þess er gætt, að þessir aðilar voru með í undirbúningi að stofnun vöruskiptafélagsins, en var síðan bolað útúr, eða fram bjá þeim gengið, er til stofn- fundar kom. ’N’ýlega ræddi Vísir í for- ustugrein um þessi deilumál kaúpsýslumanna. Segir þar, að deilur þessar eigi sér nokkuð Iangan aðdraganda, því að sérgreinafélög smá- sölukaupmanna hafi fyrir nokkru sagt sig ur lögum við Verzlunarráð íslands. En upp úr þeim skilnaði hafi Sam- band smásöluverzlana verið stofnað. En r.ú segir heildsalablað- ið, að deilurnar séu komnar á annað og hættiileara stig, því að föstudaginn 23. janúar hafi smásalar haldið fund og gert sambvkkt um, að vand- lega skyldu athugaðir allir möguleikar á bví, ..að smá- . salar hafi ennbá meiri og 'al- mennari afskiuti af vöruinn- flutningi til landsins en ver- ið hefur“. Auk þess hafi smá salarnir haft við orð að stofna s.iálfir ti! sameigin- legra innkaupa og innflutn- inp-s. Vi°sulega mun almenning- ur ekki h.sfa neíft við hað að athuga, þótt smásalar hiargi sér á eigin rammleík og revni að komact fram hiá ó- börfum mi]li]iðmn. Fn b«rnai finnast Vísi vera Ijótar blik- ur á Iofti. Segir Vfsir í frsmhaldi af þessu. að kaunsvslurnönnum sé ekki síðnr nanðwnlegt en öðrum stéttu.m þióðfélagsins að standa ssman. (Hér er pó Vísir líkleva ekki að viður- kenna na;? ■■'’erkalvðssam fak?‘M — Fn hnað nm bað. Blsðið bætir hví við. að saims'aða og stéttareln- ing sé kaupsvslumönnum 4 — Alþýðublaðið miklu meiri nauðsyn. en nokkurri annarri stétt, „ÞVÍ ÆÐ ÞRffl STJÓRN- MÁLAFLOKKAR LANDS- INS VILJI ÞÁ FEIGA“. Það sé aðeins einn flokkur, sem vilji, að hér sé starfandi ötul og vei menntuð stétt kaupsýslumanna og verzlun- arrnanna. Hér er komið meira af fár- vrðum og fáránlegum stað- hæfingum í nokkrum línum en venjulegt er að finna jafn vel í íslenzku íhaldsblaði, þótt í miklu lengra máli væri. Hvaða stjórnmálaflokkar skyldu vilja kaijpsýslumenn landsins feiga? Og hverjir skyldu vera andvígir ötul- léik og góðri menntun ís- lenzkrar verzlunarstéttar? Ætli það geti verið, að hér sé penna stýrt af viðskipta- málaráðhera, sem einnig er m.enntamálaráðherra íslands? -— Nei, það er óhugsandi, að svo sé. Svo mikið er víst, að Al- þýðuflokkurinn viðurkennir nauðsyn ötullar og vel mennt aðrar kaupsýslustétfar í land inu. Innkaup vara, sala afurð anna og dreifing nauðsynj- anna er vissulega jafn þjóð- nýt starfsemi og livað annað. Og það skiptir miklu fyrir hag hvers einasta manns, að þessi störf séu vel og vitur- lega af hendi leyst — af dugn aði og ötulleik — af þekk- ingu og þjóðhollustu sann- menntaðra manna. Alþýðu- flokkurinn er vissulega ekki einn hinna þriggja stjórn- málaflokka, sem hafðir eru fyrir sökum um Það að vilja kaupsýslumenn landsins feiga, og að fjandskapast við dugnað og menntun verzlun- arstéttarinnar. — Aðrir geta svo svarað fyrir s;g. Albýðufjokkurinn er sann- færður ura. að vel mennt.uð verzlunarsJ.étt leggur ekki öt ulleik sirfi í okur, heldur í sem. hagkvæmasta þjónustu. Ifún mundi leggja sig fram um útvemtn hinna bezíu vara fyrir hið lægsta verð, og finna til ábvrgðar sinnar við sölu vandaðra íramleiðslu- vara bióðarinnar á erlendum mörkuðum fyrir sem hæst verð. Þetta rekst á engan hátt á það. að Albvðuflokkurinn gæti vel hugsað sér útflutn- ings- og innflut.rnrio'sverzlun íslendinga f ríkisrekstri. og smásöluna innanhonds í hönd um samvinnufélaga og kaun- manna í hollu samstarfi oo hpilh''ipðri samkeppni hlið við hlið. Og það á heldur ekkert skvlt við það að kiósa íeígð á kaimsvslume.nn, bó að AI- bvffuflokkurínn leggi enn fremur áherzlu á, n.ð fiöMi yerzlana og verzhmarfólks megi ekki vera óhóflega mik Frh. á 7. síðu. ‘ ÞORVALDUR JÓN KRIST- JÁNSSON, fyrrverandi bóndi og vitavörður að Salvogum í Dýrafirði er áttatíu ára í dag, 29. janúar. Þorvaldur er freddur að Hvammi í Dýrafirði 29. jan. 1873. Foreldrar hans voru hjónin Guðmunda Guðmunds- dótt-ir og Kiistián Jónsson, bóndi í Hvammi. Þorvaldur ólst upp hjá forel.drum sínum, en hér, eins og s'.'o víða ann- ars staðar — á heimilum al- þýðunnar — þurftu allir í fjöl- skyldunni að fara að vinna eins fljótt og unnt var, svo lif- að yrði vammlitlu lífi. Móðir- in með barnahó^þrn og heirn- ilisstörfin, gekk einnig til ajn arra verka, og þegar Þorvald- ur var á áttunda ári, tók hún hann með sér Þegar hún réri á smábáti til fiskjar. Síðan hef ur Þorvaldi alltaf þótt vænt um sjóinn. Árið 1895 kvæntist hann Sól borgu Matthíasdótíur, ættaðri frá Haukabergi, Barðaströnd, hinni ágætustu konu, sem reynzt hefur manni sínum jafn olci á 58 ára fjölþættri göngu gegn um lífið, í msð- og. mót- vindi, og njóta enn. samvista við sæmilega heilsu. ■Þorvaldur kvæntist í Meðal dal, á heimili hins ágætasta manns, Kristjáns Andréssonar skipstjóra; var hann þar að hálfu leyti hjá sjálfum sér. Á þeim árum fékkst hann mjög mikið við vefnað, og ferðaðist milli bæja í ‘slíkum erindum. Hann var mjög laginn að eðlis fari og kappsamur við öll störf, sem hann tók sér fyrir. Frá Meðaldal fluttist Þor- valdur að Hvammi, dvaldi hann þar í 10 ár, fyrstu árin í húsmennsku, en svo bóndi. Frá Hvammi flutti hann svo á af- skekktustu jörð sveitarinnar, Svalvoga, þar sem raki dvelur í lofti meginbluta ársins, þar sem alúðarfull lognaldan strýk ur ástsjúkan vanga ‘vornætur- innar, og þar sem brimið kveð- ur sín ömurlegu I jóo við Meik an fjörusand, urðir og hrika- lega kletta. Þetta umhverfi mót aði manninn, það gjörði hann bljíða^, ieinbíeittan: ',og fastan, það meitlaði kjarkinn, það stældi þorið, það lagði þann grundvöll, sem gott var að byggja á, sem gott var að treysta. Þorvaldur bjó í Svalvog- um og gegndi þar vitavarðar- starfi alla tíð, þar til hann brá búi og fflutti til Þingeyrar árið 1924. Um 11 ára aldur fór Þor- valdur að stunda sjóinn að stað aldi, og stundar hann enn, þótt. hann sé orðinn áttræður. Síð- ari búskaparár sín eignaðist hann vélbát og stundaði á honum veiðar, enda á hann, eins og svo margir aðrir sjón- um að þakka líf sitt og sinna. Til Þingeyrar flutti Þorvaldur vélbátinn með sér, og nýtur nú ánægiustunda í ellinni, að geta orðið öðrum að liði: hann hefur alla t.íð verið hiálpsam- ur og greiðugur, cg ef óýmn- ugan, sem kunnugan, vantar bátsferð, endurtekur sig allt- af sama sagan, revndu að biðja hann Valda frá Svalvogum (þannig er Þorvaldur nefndur af kunnugum), og fáir munu hafa farið frá honum bónleið- ir, þófct oft blésu veður válynd. Þau hjónin eignuðust 9 börn, . sem öll kornust til fullorðins- ára, og ólu upp einn fósturson. j Börnin eru: Kristján, dáinn ' 1934, Guðmundur, fórst með togaranum „Max P.amperton", j Mattihías, dáinn 1946; þessir j þrír voru aliir kvæntir og létu i eítir sig mörg börn: Ottó, vita vörður Salvogsvíta, þvæntur, Guðný, gift í Reykjavík, Vikt- or, starfsmaðúr á Vífilsstöðum, kvæntur, Guðmunda. gift í Hafnaríir^j, Huld, gift á Þing eyri. Ásdís, gift í Stapadal, Arnarfirði, og (óstursor.ur þeirra, Steinberg Þórarinssön bakari, kvæntur í Reykjavík. Þorvaldur Jón Kristjánsson. Þorvaldur hefur alla tíð ver ið heilsteyptur máður. og traustur, hann heiur verið fá- skiptimr um annarra hagi, en (Frn. á 7. síðu.) HÉRNA UM dáginn var, flugvélin D. C.-3, sem er eign | Filipseyjaí-filugfélagllúnis, að | fara í áætlunarferð frá Laóag til Aparre, en hvort tveggja eru staðir á norðanverðir Luz- on-ey. En sú ey er á stærð við ísland, og stærst af Filipseyj- um. Farþegarnir fóru inn í vél- ina og settust; þeir voru sjö, og allt menn af Asíuþjóðum. Einn þeirra stakk mjög í stúf við ’hina. af því að hann var í jakka úr dílóttu hlébarða- barðaökinni, og veittu hinir farþegarnir aðallega jakkanum, en ekki manilinum eftirtekt. Þó mundu þeir seinna, að þetta var ungur maður, og að það var Kínverji. Skömmu eftir að flugvélin var komin á loft, tóku flug- mennirnir, sem voru tveir, eftir því, að maður var að koma inn í klefann til þeirra. En þeir gáfu því engan gaum, það var svo algengt, að ein- hver farþeganna langaði til þess að sjá hvernig umhorfs væri þar, sem flugmennirnir sátu, og þa|ir fóji’u venjuiega fljótt út aftur. En rétt á eftir var maðurinn kominn á hlið við þá. Hélt hann á skamm- byssu í annarri hendinni og miðaði á þá. En með hinni néttii hann jþeim miðaj, og á honum stóð: „Óttist ekkert og látið ekki koma fát á ykkur. Eg er mað- ur sem gripið hef til örprifa- ráða. Talið ekki saman.“ Maðurinn á dílóíía hlébarða jakkanum — því það var hann, sem þarna var lcominn — sagði þeim nú að breyta stefnu út yf ir hafið til Amoy-eyju, sem er skammt undan landi í Kína. En þarna er yfir þvert Suður- Kínahafið að fara, og er bilið þarna milli Filipseyja og Kína stranda um 700 km„ eða eins og milli íslands og írlands. En fyrirskipuninni um að breyta stefnu svaraði aðalflug maðurinn, Perlas höfuðsmað- ur, að hann hefði ekki nóg benzín til þess að fara svo langt. En komumaður kvaðst ekki anza slfkri vitleysu. Perlas rykkti nú snögglega í hæðarstýrið, og setti þar með flugvélina í 450 m. dýfu; hann ætlaði með-því að fella árás- armanninn. En þó vé'Iin léti þegar í stað að stjórn, og hent- ist í dýfuna, misstí skamra- byssumaðurinn ekki fótanna, og skaut hann Perlas tveim skotum er bæði komu í brjóst- ið. Farmiðasalinn sat í farþega- salnum þegar véllin tók dýf- una. Reyndi hann að róa far- Iþegana og fór svo að klifra niður ganginn milli sætanna, því hann gerði ráð fyrir að eittbvað hlyti að vera að. Þeg ar hann kom ao dyrum stýris- klefans, reyndi hann að opna. En er hann fann, að aflæst var að innan, knúði hann ákaít dyra. En það var rétt í þessu að árásarmaðurinn skaut Perl- as tveim skotum, og er hann heyrði hvernig lamið var á hurðina, snéri hann sér snögg- [ega þanga, og skaut aftur tveim skotum. Farþegarnir sáu miðasalan hníga svo snögg- lega, að líkt var og kippt hefði verið undan honum fótunum. Þeir sáu líka að blóð rann úr öðru auga hans, þar sem hann lá og Éallaðist upp að Iiurð- inn.i Þeir tóku nú eftir tveim skotgötum á klefahurðinni, og nú fyrst athuguðu þeir, að mað urinn á dílótta hlébarðaskinns- jakkanum var ekki hjá þeim. Perlas reyndi nú, af rnjög veikum mætíi, að los mittgjerð sína, er hélt honum í sætinu, En árásarmaðurinn skaut hann þá þriðja skotinu, og var það banaskot. Aðstoðarflugmaðurinn, Felix Gaston, hafði nú tekið stjórn- ina og var búinn að ná flugvél inni úr dýfunni. En eftir því sem hann hefur skýrt frá, sagðist hann þá, og alla leiðina yfir Suður-Kínáhafið, hafa skoðað sig sem dauðan mann. Fyrsta hug’sun hans hefði ver- ið hve gremjuleg tþað væri að (Frh. á 7. síðu.) II* heldur aSalfund Sunnudaginn 1. febr. kl. 3 e. h. í Skátaheimilinu. Stjórnin. liillillilllillilll

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.