Alþýðublaðið - 07.02.1953, Page 4

Alþýðublaðið - 07.02.1953, Page 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 7. febrúar 1953 Útgefand;: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hannibal Valdimarsson. Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. Rrétta=tjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð- mundsson og Páll Beek. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Af- greiðslusimi; 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8. Áskriftarverð kr. 15,00 á mán. í lausasölu kr. 1,00 Ivær ókindur á einu máli NÚ er það eins og það á að *vera. Bæði Morgunblaðið og Þjóðviljinn ráðast á Alþýðu- flokkinn af samstiiltri heipt dag eftir dag. Það eru einmitt þessar ókindur í íslenzkri póli tík — öfgarnar til hægri og vinstri — afturhaldið og komm únisminn, sem lýðræðisjafnað armenn hvar í heiminum sem er, berjast á móti. Það er hlut- verk Alþýðuflokksins að berj- ast til beggja handa: Móti auð söfnunar- og ágengnisstefnu ihaldsins — og móti heimsyfir ráðstefnu einræðissó síalisman- jans, kommúnismans. i Að þessu sinni er það risinn Golíat — Sigurður frá Vigur — sem geysist fram fyrir fylking ar síns geysistóra flokks, og er ætlun hans sú, að hreinsa flokksforingja sinn, Bjarna Benediktsson, af öllum áburði um fylgi við áformin um inn- lendan her. Og hver er svo vörn Golíats í þessu máli? Him er sú, að .1 áramótahugleiðingu dóms- málaráðherrans hafi alls ekki komið fram hans eigin skoðun í herimálinu, heldur hafi hann ■aðeins skýrt frá skoðunum ann- arra á innlendum her. Nei, þessu loftar jafnvel ekki Golíat Morgunbiaðsins. Vissu- lega 9tendur það svart á hvítu í áramótagrein Bjarna Bene- diktssonar, ekki á einum stað, heldur á mörgum stöðum og með margvíslegu orðalagi. að svo framarlega sem við viljum vera siálfstæð bjóð, megum við ekki láta undir höfuð leggjast að koma okkur upp eigin varn arliði ásamt því erlenda. Þó mun fyrst ganga fram af íslenzkum blaðalesendum, þeg ar Golíat Morgunblaðsins viU snúa málinu við og staðhæfa, að : ritari Ajliþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gísla'son, sé sá mað- urinn, sem tekið hafi ákveðn- ast til orða um fylgi sitt við innlent herlið. Til að leiða líkur að þessari staðhæfingu, hefur Golíat tvi eða þrívegis prentað nokkrar setningar úr þingræðu eftir Gylfa Þ. Gíslason. En þessar setningar eru svo gersamlega slitnar úr samhengi, að þær gefa alranga hugmynd um meginefni ræðunnar. Þess vegna mun Albýðublaðið birta ræðu Gylfa í heild í dag eða á morgun. Verður þá fölsun Morgunblaðsins augljós öllum sem hvort tveggja Iesa, hana og Golíatsleiðarann í gærdag. Gylfi lagði nefnilega á það megináherzlu, að svo illa væri hægt að halda á framkvæmd varnarsamninsrsms. að mikill meirihluti hjóðarinnar snerist geen því að nokkurri annarri þjóð væru faldar varnir lands- ins. Ræða Gylfa var sem sé hörð ádeila á framkvæmd nú- verandi dómsmáJaráðherra á varnarsamningnum. Og er að Auglýsið í Alþýðublaðina . f- því Ieyti von, að Morgunblað- inu sé illa við þessa ræðu. En það er of mikið í fang færst jafnvel fyrir risann Goláat, að segja fólki að Bjarni Benediktsson hafi aldrei látið í ljós fylgi sitt við hugmynd- ina um innlendan her. Segðu okkur þá heldur, Golíat minn, að hvíti liturinn sé svartur og sá svarti hvítur. Hér með verður staðar num- ið með Golíat og Morgunblað- ið. Hann hefur farið svo geist og gálauslega í málinu, að hann varð lostinn steini í enn- ið, og mun sá áverki nægja honum í bili. Þá er það sálufélaginn og samherji Moggans í árásunum á Alþýðuflokkinn, Þjóðviljinn. Hann ræðst einnig á Alþýðu- flokkinn í samhandi við inn- lenda herinn. Hans boðskapur er í stuttu máli sá, að engum sé treystandi í varnannálum landsins, nema kommúnistum einum'! En sízt af öllu sé þeim Gylfa Þ. Gíslasyni og Hanni- bal Valdimarssyni treystandi um það að vera og verða and- vígir innlendum her. Þetta mundi þykja dágóð skrítla hvar í heiminum sem væri: Kommúnistum einum treystandi fyrir varnarmálum fósturjarðarinnar’’ i— ÍMönn!- unum, sem í öllu og um allan heim líta á Sovét-Rússland sem sitt eina og sanna föður- land, á að vera bezt treystandi í landvarnarmálum Islendinga. — Við gætum t. d. spurt frænd ’ ur akkar Norðmenn eða kannske Svía um reynslu |þeirra í þeim efnum. Og fleiri órækra vitnisburða mætti leita. — Eða man nokkur enn þá hversu lengi kommúnistar voru að skipta um afstöðu í hernaðarmálum, þegar upp úr slitnaði fástbræðralagi þeirra Hitlers og Stalins? — Þá varð landráðavinna að landvarna- vinnu á einni nóttu, og í morg- unsárið lá hausinn á hverjum kommúnista, þar sem sporður- inn hafði áður verið. Á öllu hötfðu /orðið fullkomin enda- skipti. — Þessum einum er að treysta!! Eftir verkfallið í haust var boðskapurinn þessi: Hannibal Valdimarsson sveik verkalýð' inn á úrslitastundinni. Komm- únistar voru þeir einu, sem trúmennsku sýndu og sigruðu í deilunni. Verkalýður Iands- ins veit, hvort það muni rétt vera. — Nú er sagt, aS Hanni- bal Valdimarsson og Gylfi Gíslason hafi svikið í hervarna málinu. Þjóðin mun fyrr eða síðar gera sér grein fyrir því. hvort þau svikabrigzl muni hafa við rök að styðjast. Látum dóm reynslunnar ganga um þau mál. Og sá dóm ur mun ekki ganga kommún- istum í vil. En ánægjulegt er til þess að vita, að forynjurnar frá hægri og vinstri hamast nú á Al- þýðuflokknum. Það gerir ís- lenzkri a.Ifoýðu augljóst |nál. undir hvaða merki hún á að ganga. . i' j : lr| v Hver er maðurinn? ¥iIh!áImur Þ, Gislaso SEGJA MÁ. að það sé sjald-, gæf undantekning, ef embætt-j isveitingar á íslandi sæta ekki i meiri eða minni deilum. Val; nýja útvarpsstjórans er ein, slík undanlekning. Ástæðan er sú, að Vilhjálmur Þ. Gfelason; nýtur trausts og vinsælda' fólks í öllum flokkum og þjóð-, félagsstéttum. Hann hefur ver- i ið nátengdur útvarpinu frá stofnun þess og er manna lík- legastur til að verða þar frið- sæll húsbqndi. ÆTT OG ÆVIFERILL Vilhjálrhur fæddist í Reykja vík 16. september 1897, sonur Þorsteins Gíslasonar skálds og ritstjóra og konu hans, Þór- unnar Pálsdóttur. Vilhjálmur varð stúdent árið 1917, en nam síðan íslenzk fræði og lauk meistaraprófi 1922. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn, Osló, Lund- únum og Oxford, en hvarf því næst heim og starfaði sem blaðamaður við Morgunblaðið, Óðin og Lögréttu og var um skeið ritstjóri Lögréttu ásamt föður sínum. Enn fremur var hann stuttan tíma hókavörður við landsbókasafnið, en hóf fljótlega feril sinn sem skóla- maður. Skólastjóri Verzlunar- skólans varð Vilhjálmur 1931 og hefur haft það stirf á hendi til þessa, getið sér miklar vin- sældir nemenda sinna og sam- kennara og átt ærinn þátt í vexti og viðgangi skólans. Af- skipti Vilhjálms af ríkisútvarp inu hófust þegar í árdögum þess, og vann hann þar lengi sem fréttamaður, en flutti jafnframt erindi um margvís- leg efni og varð brátt lands- kunnur og vinsæll úivarpsmað ur. Ráðunautur útvarpsráðs varð hann 1935 og hefur verið það síðan. Vilhjálmur hefur átt sæti í menntamálaráði frá 1943 og komið mjög við sögu þjóðleikhússins eftir að það tók til starfa. Kona Vilhjálms er Ingileif Oddný Árnadóttir frá Skútustöðum, systir séra Gunnars Árijasonar og þeirra systkina. ÁHUGASAMUR FÉLAGSMAÐUR Vilhjálmur Þ. Gíslason hef- ur látið hvers konar félags- störf mjög til sín íaka allt frá því á skólaárum. Stúdentaráð háskólans var stofnað að frum kvæði hans, og varð Vilhjálm- ur fyrsti formaður bess. Síðar var hann um skeið formaður Stúdentafélags Reykjavíkur. sem löngum hefur starfað af miklu fjöri og oft ráðizt í stór- ræði. Þá hefur Vilhjálmur lengi átt sæti í stjórn norræna félagsins, enda er honum mik- ið áhugamál, að samskipti ís- lendinga og frændþjóðanna á Norðurlöndum séu sem mest og bezt. Hefur norræna félagið áorkað miklu í því efni fyrir atbeina Vilhjálms og félaga hans í stjórn þess. AFKASTAMIKILL RITHÖFUNDUR Vilhjálmur hefur lagt mikla stund á ritstörf, samið, þýtt og gefið út margar bækur sam- tímis því, sem hann hefur rækt önnur umfangsmikil störf. Kunnustu bækur hans munu ..íslenzk endurreisn“, „Eggert Óla£sson“ og „Snorri Sturlu- son og goðafræðin“, og er þó aðeins fátt eitt talið. Margar þýðingar hans voru víðlesnar á sínum tíma, en flestar þeirra birtust upphaflega í blöðum og! tímaritum Þorsteins heitins' Gíslasonar og komu síðan út, sérprentaðar. Enn fremur hef-1 ur Vilhjálmur séð um útgáfu ýmissa merkisbóka, þar á með ( al rita Eiriks á Brúnum og, greinasafnsins „Jón Sigurðs- j son í ræðu og riti“. Loks hefur! hann valið efni í nokkur af úr- valsritum menningarsjóðs og j skrifað formála að þeim um; ævi og skáldskap hlutaðeig- andi höfunda. VINSÆLL ÚTVARPSMAÐUR Vafalaust er þó Vilhjálmur. Þ. Gfelason kunnastur sem út- varpsmaður. Rödd hans hefur heyrzt oftar í útvarpinu en( flesíra annarra, og vinsældir Vilhjálms sem útvarpsfyrirles- ara verða af engum dregnar í efa. Þúsundir íslendinga telja sig hafa af honuni persónuleg kynni í útvarpinu. Munu út- varpshlustendur hyggja gott til þess, að Vilhjálmur skuli hafa valizt í embætti útvarps- stjóra og tekizt á hendur að stjórna þeirri stofnun, sem öU- um öðrum fremur er sameign , þjóðarinnar í daglegu lífi fólks ins við sjó og í sveit. Mestar vinsældir hefur Vil- hjálmur tvímælalaust hlotið fyrir erindi þau, sem hann flyt ur í útvarpið á gamlaárskvöld, þegar hann kveður iiðið ár og rekur sögu þess í meginatrið- um. en heilsar nýju ári og býð- ur það velkomið. Þjóðin hefur löngu tekið slíku ástfóstri við þessi erinai Vilhjálms, að hún getur ekki hugsað scr annan rnann í þetta hlutverk. — Síð- astliðið haust dvaldist Vil- hjálmur erlendis, og þegar Ieið að jólum, var almennt um það rætt, hvort hann myndi koma heim í tæka tíð og hver hlaupa í skarðíð, ef svo yrði ekki. Þessi kvíði útvarpshlustenda reyndist að vísu ástæðuuaús, en hann bar eigi að síður glöggt vitni um hug þeirra og afstöðu. IIEILLADRJÍJGIR EIGINLEIKAR Persónuleg kynni af Yil- hjálmi Þ. Gíslasyni munu flestum ánægjuleg. Hann er maður skemmtilegur, friðsam- ur og virðulegur í allri frám- göngu. Leikur naiunast á tveim tungum, að þeir eigin- leikar reynist honum heilla- drjúgir í samvinnu við þá að- ila, sem koma við sögu ríkisút- varpsins. Enn fremur mun honum Iáta vel að koma fram sem fulltrúi stofnunarinnar út á við heima og erlendis. Reynsla hans sem útvarps- manns, kynni af starfsfólki stofnunarinnar og almennar vinsældir meðal útvarpshlust- enda -— allt auðveldar þetta honum að miklum mun þann vanda, sem embætti útvarps- stjóra leggur honum á herðar. Alþýðublaðið veit, að það talar fyrir munn þúsunda, þeg ar það óskar Vilhjálmi Þ. Gísla syni heilla og bamingju í starfi hans. Ársháfíð Húnvetningar og Skagfirðingar halda árshátíð sína í Sjálf- stæðishúsinu föstudaginn 13. febrúar kl. 8.30 síðd. Húsið verður opnað kl. 8. Ekki sam- kvæmisklæðnaður. Fjölbreytt dagskrá. Nánar auglýst síðar. amleiðsla Bæjarútgerðar Revkjavíkur 15 þúsund tonn sl, ár --------------------------*----------- HEILDARFRAMLEIÐSLA Bæjarútgerðar Rejkjavílciir var á árinu sem leið um 25 þúsund lestir af fiski og fiskafurðmn. Það er athj^glisvert að magn saltfisks og þá sérstaklega fisks til herzlu fer vaxandi. Eftirfarandi tafla sýnir hvernig verkun og nýting aflans skiptist: Saltfiskur lagður hér á land til Bæjarútg Rv.. 5072 tonn Fiskur til herzlu lagður hér á land til B. Rv. 2324 tonn Hraðfrystur fiskur lagður hér á land til B. Rv. 4711 kassa Lagt í frystihús í landi.................... 6223 tonn Lagt í herzlu.............................. 338 tonn Lagt í bræðslu.............................. 125 tonn Lagt í niðursuðu ........................... 109 tonn Lagt til fisksala .......................... 303 tonn Fiskmjöl ................................... 302 tonn Lýsi ....................................... 1350 tonn Farmar seldir erlendis: 15 ferðir til Esbjerg með saltfisk ..... 4417 tonn 2 ferðir til Englands með saltfisk. 495 tonn 11 ferðir til Englands með ísfisk....... 2282 tonn 8 ferðir til Þýzkalands með ísfisk. 1721 tonn 'i‘i Samtals saltfiskur ......... 10084 tonn. Samtals ísfiskur • ............... 13425 tonn Hráefni til hraðfrystingar umboð .. 277 tonn Fiskimjöl ........................ 302 tonn Lýsi .......................... .T7 1350 tonn ' .7!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.