Tíminn - 10.07.1964, Side 2

Tíminn - 10.07.1964, Side 2
FIMMTUDAGUR, 9. júlí. NTB-Vientiane. — Gefin var í dag út tilskipun þess efnis, að kosningar sk'uli fara fram í Laos næsta vor og verður þá þing kosið til næstu fimm ára. NTB-Pe'king. — í ritstjórnar grein málgagns kínverska kom múnistaflokksins í dag er fast- lega gefið í skyn, að það sé skylda Kínverja að kotma N.- Vietnam til hjálpar, ef bardag- arnir í S.-Vietnam tækju að færast norður á bóginn. Vitnar blaðið i ræðu Chen Yi, utanrík isráðherra, þar sem hann sagði, að met’.n gætu ekki búizt við, að Kínverjar sætu aðgerðarlaus ir hjá, ef ráðizt yrði á Norður- Vietnam NTB-Leopoldville. — Þar sem ekki tókst að ná í fyrrverandi forsætisráðherra Kongó, Cyr- ille Adoula, í allan dag, gat Kasavubu, forseti ekki útnefnt Moise Tshombe, fyrrverandi fylkisstjóra í Katanga, forsæt- isráðherra hinnar nýju stjórn- ar í Kongó, því að undirskrift Adoula undir ráðherralistann er skiiyrði fyrir útnefningunni. Kasavubu hefur liins vegar að öllu leyti fallizt á ráðherralist- ann. Samkvæmt stjórnarskrá Iíongó, verður a?S bera allar á- kvarðanir forsetáns undir ríkis ráð, og þar sem Adoula var ekki mættur, var ekki hægt að gahga frá skipun Tsliombe í for sætisráðherraembættið. NTB-Stokkhólmi. — Georges Pcmpidou, forsætisráðherra Frakka og Couve de Murville, utanríkisráðherra luku í dag viðræðum sínum við pólitíska ráðamenn í Stokkhólmi en þar voru þeir í opinberri heimsókn. NTB-Washington. — John- son, Bandaríkjaforseti, hefur skipað Margaret Joy Tibbetts, sendiherra Bandaríkjanna í Noregi, að því er segir í til- kynningu frá Hvíta húsinu í kvöld. NTB-Vínarborg. — Á ráð- stefnu Alþjóðapóstsambandsins í Vín, var í dag felld tillaga um að útiloka Suður-Afríku frá aðild að sambandinu. Til- lagan var felld við leynilega atkvæðagreiðslu með 58 at- kvæðum gegn 56. NTB-London. — Brezka stjórnin og Sovétstjórnin hafa náð samkomulagi um skilyrði fyrir lánastarfsemi, sem gerir Sovétríkjunum fært að kaupa mikið aí iðnaðarvarningi í Bretlandi, að því að haft er eft- ir áreiðanlegum lieimildum í Lundúnum í dag. NTB-Washington. - U Thant framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lagt til, að hið fyrsta verði haldin ný Gefnar- ráðstefna til að ræða deiluna í S.-Vietnam. NTB-Róm. — Aldo Moro, fyrrverandi forsætisráðherra ftalíu hélt í dag tvo fundi með leiðtogum þeirra flokka, sem sátu í síðustu samsteypustjórn og ræddi við þá um möguleik- ann á myndun nýrrar stjórnar í landinu. MIKILVÆG RÁDSTEFNA Umræður héldu áfram á samveldaráðstefnunni í Lund- únum í gær, en liún var sett í fyrradag og stendur yfir í fimm daga. Meðal þeirra, sem töluðu í dag, Var Ajub Kahn, forseti Pakistan og ræddi hann m.a. aðstoð Bandarilíj- ana við lönd í Miðaustur-Asíu. Ráðstefnu þessa sitja flestir for- sætisráðherrar brezka samveldis- ins og verða á ráðstefnunni tekin fyrir mörg mikilvæg mál, þar á meðal vandamál S-Rhódesíu, sem búizt er við miklum deilum um. Eins og kunnugt er af fyrri frétt um, komst forsætisráðherra Ind- lands, Shastri, ekki til ráðstefnunn ar sökum lasleika en hann fékk fyrir skömmu aðkenningu að slagi og verður að halda kyrru fyrir fyrst um sinn a.m.k. í sinn stað sendi hann á ráð- stefnuna T.T. Krishnamachari, fjármálaráðherra og hina 46 ára gömlu dóttur Nehrus, fyrrverandi forsætisráðherra, Indira Gandhi. Indira Gandhi var gerð að upp- lýsingamálaráðherra í stjórn Lala Bahadur Shastri fyrir skömmu og hefur sending hennar á ráðstefn- una vakið mikla athygli og talin bera þess vott, að Indira sé ætlað- ur mikill frami innan Congress- flokksins og hafa jafnvel sumir pólitískir fréttamenn bent á, að ef veikindi Shastri, forsætisráð- herra reynast langvinn, þá verði Indira skipuð staðgengill hans í embættinu, en slíku starfi gegndi einmitt Shastri síðustu vikurnar fyrir dauða Nehrus. Enn standa björgunaraðgerðir yfir á jarðskjálftasvæðinu í há- lendinu skamnit suðvestur af Mexíkóborg, þar sem fjöldi þorpa hrundi í rúst í jarðskjálftum á dög unum. Enn er ekki fullvíst, hve margir Iiafi' farizt ,en talið er, að þeir séu yfir 50. Mörg þorp einangruðust, og vinna björgunarmenn nú að því að koma samgöngum í lag auk þess sem þcir hreinsa nú til í rúst- unum. Einna harðast úti urðu þorpin í Couyuca-dalnum ,og er myndin hér til hliSar frá björg- unarstarfi þar. Sjást björgunar- menn hefja vinnu við að hreinsa til í rústum hruninna húsa. Óttast er, að drepsóttir kunni að koma upp ,og hafa ýmsar öryggisráðstaf- anir verið gerðar í því sambandi. SLATTUR FramhalO af I siSu hirða hey í sveitum sunnanlands í dag. Heyskapur stendur nú sem hæst í flestum sveitum norðanlands, og hófst sláttur þar með fyrra móti. Þó háðu kuldar sprettu í uppsveit um, þótt snemma voraði. Síðan ræktunarlönd hafa aukizt nota flest ir bændur nokkuð af þeim til vor beitar, og að þessú sinni ætla beittu túnin að spretta seint. — Friðuðu túnin eru orðin mjög vel sprottin. Margir bændur hafa nú fengið ágætlega verkuð hey í hlöður, en aðrir lítið, og t. d. í Mývatnssveit eru margir ekki farn ir að slá. Fréttaritari blaðsins á Akureyri sagðist álíta, að útlitið væri nú betra en oft áður. Bænd ur hafa margir orð á því, að þar sem þeir hafa borið á húsdýraá- burð á haustin og aftur tilbúinn áburð á vorin sé spretta góð, en mun minn, þar sem tilbúnn á- burður hefur eingöngu verið not- aður. f dag var sólskin og gott véður víða norðan lands. Vestanlands er heyskapur frem- ui skammt á veg kominn. T. d. sagði fréttaritari blaðsins í Stranda sýslu, að í hans sveit væri aðeins búið að hirða í vothey. Spretta er þar sæmileg, en sláttur hófst yf- irleitt ekki, fyrr en fyrir viku. •— Undanfarið hefur verið norðan- stormur og kuldi á þessum slóð- um, en í dag var hlýrra og betra veður. Á Austurlandi eru tún víðast ágætlega sprottin, og nokkrir bændur eru búnir að hirða meiri hlutann af túnum slnum. Margir kvarta þó um, að túnin nái sér seint eftir kalið, sem var ofboðs- legt veturna ‘62 og ‘63. Sumir hafa orðið að rífa túnin sín algjörlega upp og sá í þau á nýjan leik. — Fréttaritari blaðsins á Egilsstöð- um kvartaði yfir því, að nú væri síldin komin, og þá kæmu kall- arr.ir neðan af fjörðutn og smöl- uðu stúllcunum í síldina. MYNDIN er tekin við komu Indira Gandhi til Lundúna á þriðjudag- inn og er hún að faðma vinkonu sína, sem færði henni blóm. Indira er til hægri á myndinni. Philip / Malawi Eins og kunnugt er af fyrri frétt um, féll það í hlut Philíps, her- toga af Edinborg, sem hér var í heimsókn á dögunum, að verða viðstaddur fyrir hönd brezku krún- unnar, hátíðahöldin í Nyassalandi í tilefni af sjálfstæði landsins. Nyassaland var lýst sjálfstætt ríkí þann fimmta þessa mánaðar, og lieitir ríkið nú Malawi. Er þetta þrítugasta og sjöunda Afríkuríkið, sem hlýtur sjálfstæði. Að vonum var mikið um dýrðir í samband við sjálfstæðisdaginn og tók Philip, hertogi, fullan þátt í gleði fólksins. Hér á myndínni sést hann dansa við innfædda konu, frú C. Kadzamira. Fimmtudagurinn 9. júlí 1964: SÍLDARLEITINNI var ekki kunnugt um neitt skip, sem feng- ið hafði afla s. 1. sólarhring. — f morgun var veður farið að batna ! á miðunum og skipin, sem legið I höfðu á Raufarhöfn, voru farin á miðin. Hins vegar voru skip þau, sem lágu á Austfjarðahöfnum, eigi farin út. 2 T í M I N N, fðstudagur 10. júlí 19ÍA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.