Tíminn - 30.07.1964, Qupperneq 3

Tíminn - 30.07.1964, Qupperneq 3
Áhorfendur streyma að. * Flugdagurinn nyrðra HS-Akureyri. KLUKKAN 2 e. h. s. 1. laug- ardag flaug lítil flugvéL frá Flugskóla Tryggva Helgasonar yfir bæinn og dreifði hapdrætt- ismiðum, sem börnin tíndu jafn óðum upp og þeir komu til jarðar. Klukkan 6 síðdegis sama dag lenti svifflugvél á íþróttavell- inum, flugmaður var Arngrím- ur Jóhannesson, en flugvél Flug skóla T.H. kom með hana í eft- irdragi inn yfir bæinn. Sunnudaginn kl. 2 e. h. hófst svo hinn rétti flugdagur tneð ávarpi Magnúsar E. Guð- jónssonar bæjarstjóra. Bauð hann gesti velkomna til móts- ins. Þá rakti Magnús í fáum orðum nauðsyn flugsins í nú- tíð og framtíð, að lokum ósk- aði hann öllum þeim, sem að flugdeginum stæðu velfarnaðar og lýsti mótið sett. Þá tók við Karl Magnússon, þulur dagsins, en hann er einn af stofnendum Svifflugfélags Akureyrar. Nú hófst mikil flug sýning bæði á svifflugum og þótti mörgum alldjarflega leik- ið, því farið var á öllum endum er í loftið var komið. Á meðan flugmennirnir léku listir sínar lýsti þulurinn grund vallaratburðum svifflugsins, — rakti sögu félagsins frá 1937, sagði m. a. að margir þekktustu flugmenn landsins hefðu hafið sinn flugmannsferil hjá S.F.A. Þá lýsti Karl prófum svifflugs- ins, kappmótum og metum, — bæði innl. og erlendum. Björgunarsveit Akureyrar hafði sett upp sínar bækistöðv ar með öllum búnaði, bílum, sleðum og öðru því er tilheyrir. Karl lýsti hlutverki sveitar- innar, og þýðingu, og sagði m. a., að fleiri gætu unnið sveit- inni gagn en þeir, sem hæfir væru taldir til erfiðra fjall- gangna, því sveitin aðstoðaði við fleira en flugslys, sveitin væri reiðubúin til hvers konar aðstoðar á landi, sem til greina kæmi og um væri beðið. Þá til- kynnti þulurinn að lítil flugvél væri týnd, með tveggja manna áhöfn, og væri nú undirbúin leit að henni. Lítil flugvél hóf sig á loft og tveir vel búnir leitarflokkar 'ögðu upp, frá tjaldbúðum Björgunarsveitar Akureyrar. Nú sáust þrjú rauð Ijósmerki frá hinni týndu flugvél. Leitar flugvél flýgur þangað og síðan yfir annan leitarflokkinn og veifar til merkis um að hin týnda sé fundin og flýgur svo aftur á slysstaðinn og vísar leiðina. Þegar flokkurinn kom að hinni týndu vél, skaut hann á loft upp gulu ljósmerki, til að kalla á hinn leitarflokkinn,. í Pramhalo a >3 síðu r ■■ A FC m\ Nl m 1 VEGI ÞAÐ er orðið nokkuð langt síðan ég heyrði talað um að fisktöku- ; skip vaeru að ferma „á ströndlnnl". | Það voru auðvitað Reykvíkingar, sem höfðu þetta orðatiltækl um hönd. Nú er farlð í útvarplnu að i segja frá því þegar skipln eru að | koma til Reykiavíkur, séu þau að i koma „af ströndinni" í stað þess j að geta þeirrar hafnar sem skipin : lögðu siðast frá eða að segja frá því á hvaða ferð þau séu. Auk þess sem þetta er ófullkominn fréttaflutningur lýsir þetta oflæti höfuðborgarbúa. Það er eins og af ásettu ráði sé verlð að láta þióð ina eða það af henni sem býr við sjávarsíðuna vita af því að strönd- j In sé eitthvað annað en ströndin, : sem Reykjavík stendur á. Stað- reyndin er sú að Reykjavík stend- ur á ströndinni eins og aðrir staö- ir sem standa á strandlengju þessa j lands og að skip, sem sigla frá Reykjavík koma af ströndinni engu síður en þau sem koma frá i öðrurri sjávarplássum. Þess vegna er ' þetta orðatiltæki, sem getur hér að framan ósmekklegt og ó- viðeigandi. Auðvitað veit ég að þessl orðanotkun er orðin töm en sýnlr hvernlg menn í hugsun- arleysi tjá oft það sem þeir vlldu segja. Það er margt að varast fyr ir þá, sem í miklu þéttbýli búa. Vilji þeir vera greln á sama Stofni og aðrir landar þeirra, þ. e. íslend ingar, þurfa þeir að gæta þess , að slíta sig ekki úr tengslum við ' þá. í daglegrl önn þéttbýlisins og : hraða, er nú á dögum mikil hætta I á því að sitt hvað gleymist af því sem þarf að muna En þó megum við aldrei gleyma því að á íslandi býr ein þjóð, sem hefur marghátt- aðar skyldur við land sitt. Og eins og skyldurnar við landið eru þýð- ingarmiklar er ekki síður skyld- urnar við móðurmálið og tungu- takið áríðandi að rækja. Það er sérstök ástæða til að vara fólkið í þéttbýlinu, sem er í nánastrl , snertingu við alla strauma mann- legs lífs, sem nú leika um þetta land, — að vara það við þelrri hættu sem því er samfara. Þess verður æðlmiklð vart í dag- legum umræðum á opinberum vettvangi að ýmslr taka illa þeim viðvörunum, sem koma fram út af samsklptum við aðrar þjóðir. Ég held þetta sé á ákaflega miklum misskilningi byggt. Þegar þjóðin er vöruð við samsktptum, er gætu haft alvarlegar afleiðingar, þjóta sumir upp til handa og fóta og brigzla þelm sem orðln mæla um alls konar hvatir aðrar en þær sem eru þær raunverulegu. Ég nefni tvö dæmf. 1. í umræðunum um Efnahags- bandalags Evrópu voru þeir, sem vöruðu við hættum af of nánum tengslum sakaðir um árásir á aðra. ; 2. Út af umræðum út af sjón- I varpsstöðinnl á Keflavíkurflugvell-1 inum, eru þeir sem varnaðarorð- í ln flytja sakaðlr um kommúnisma og aðrar vammir og skammir. Ég læt þessi tvö dæml nægja tii þess að benda á að það er full þörf á varnaðarorðum til ^þelrra, sem i þéttbýlinu búa. Vissulega hafa margir þéttbýlismanna opin augu fyrlr öllum aðsteðjandi hætt um, eins og sést á opinberum umræðum, en hinir eru of margir, sem láta vaða á súðum og skeyta engu þó af einlægni og j alvöru sé bent á að afstaða þeirra sé hættuleg. Höfuðborgin á ströndinni verð- ur nú að láta sér skiljast að hún hefur viðtækari skyldur vlð þjóð- ina en að lifa sínu yfirborðs- kennda veizluiífi. Ingólfur Arnarson vísaði sann- arlega veginn. Hann byggði sinn bæ og hann bjó þar, en hann vísaði lítTa öðrum til landa og mat þá og virti, sem jafningja sína. Þeg- ar allt fólk á ströndinni við Faxa- flóa hefur öðlazt hans hugarfar er engln hætta á ferðum um framtíð lands eða þjóðar. Hann byggði sinn bæ og skapaði íslenzka þjóð. Hánefsstöðum 21. júní 1964. Sig. Vilhjálmsson. Á VfÐAVANGI „Upplitið á henni ekki frýnilegt" Hamnes á horninu ræðir í gær um nýju skattskrána í þátt um sínum í Alþýðublaðinu. Hann segir m.a.: „Ein af beztu smásögum Guð mundar Hagalíns heitir Vomur- in« kemur. Hún fjallar um ótt- ann eða kvíðan-n, sem fylgdi hin um „forna fjanda". Hafísin vair kvíðvænlegur. Nú er þetta breytt á öld rafmagns og hita- veitu, flugvéla og fjarsýnitækja vélskipa á sjó og bifvéla í landi En annar vomur kemur árlega og veldur fyrst kvíða og ótta, en síðan, þegar haniv er skoll- inn á, reiði. Og vomurinn kem- ur á morgun og fólk er þegar fairið að hringja til mín og það er eins og ég heyri i símanum Ióminn af ótta þess. Skattskráin kemur í dag. Og öll tíðkidi af henni áður en hún birtist, hníga að því, að nú verði upplitið á henni ekki frýnilegt. Sagt er að útsvör og skattar hækki gífurlega, jafn- vel svo að ekkert viðlit sé fyrir marga menn að ætla sér að reyna að borga. Aldraður mað- ur maður hringdi til mín í gær. Hann hefur alla tíð verið mik- ill dugnaðarmaður, bæði á sjó og landi, hann nýtur ellilauna. Hann hafði 160 þúsund króna laun síðastliðið ásr. Hanm sagð- ist vera búinn að fá að vita að hann ætti að borga yfir 40 þús- und krónur í opinber gjöld. Annar maður hafði fengið bréf frá Skattstofunni upp á það, að hún hefði bætt við tekjur hams 10 þúsund krónum, af því að það væri alls ekki hægt að lifa á þeim Iaunum, sem hann hefði gefið upp til skatts og atvinnurekandi hans raun-ar einnig. nú eir atvinnu- rekandi hans eitt af stærstu fyrirtækjum landsims og veltir milljóna tugum. Hvorugum myndi detta i hug að svikja undan skatti, enda ekki hægt.“ „Flestum finnst þeir greiða helzt til mikið" Bersýnilegt er, að jafnvel Mbl. er nokkuð órótt vegna nýju skattanna. því að það birt ir um þá sérstaka forustu- grein, sem hefst á þessa leið: „Um þesar mundir eru menn að fá upplýsingar um skatta þá, er þeir greiða til ríkis og sveitarfélaga, af tekj- um sínum sl. ár. Sjaldnast eru menn ánægðir með skatta þá, sem þeim er gert að grciða, og sjálfsagt mun svo enn verða nú, að flestum finnist þeir greiða helzt til mikið“. Vísir hróðugur Vísir er hins vegar hinm boru brattasti, enda málgagn sjálfs fjármálaráðherrans. Hahn birt- ir í gær forsíðufrétt, þar sem sagt er frá, að fréttamaður blaðsins hafi farið um morgun- Iinn niður i gamla Iðnskóla, þar sem skattskráin lá frammi. Vís N ir birtir þessa frétt undir fyrir- Í sögninni; „Flestir voru ánægðir | með skattana sína“. Fréttamað- Þ urinn hefur það svo eft'ir einum i'i skattgreiðandanum, að hann |: hafi sagt um skatta sína „þetta | var ekkert“, enn annar hafi h sagt: „þetta er smálús, sem ég Ihefi fengið.“ Þannig ríkir al- menn ánægja með útsvörin og tekjuskattinn samkvæmt frétta- mennsku Vísis! T f M I N N, fimmtudaginn 30. júlí 1964 — 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.