Tíminn - 30.07.1964, Síða 16
/
Fhnmtudagur 30. júlí 1964
170. tbl.
48. árg.
Ekki hrædd við Kötlu
KH-Reykjavík, 29. júlí.
Fréttin um sprunguna í Mýr-
dalsjökli hefur vakið ugg meðal
margra, og hafa ferðamenn jafn-
vel viljað hætta við fyrirhugað
ferðalag um þessar slóðir, því að
skiljanlega fýsir engan að lenda
í jökulhlaupi og ósköpum. Jarð-
fræðingar telja þó enga ástæðu
til ótta, og hcimafólk í nágrenni
Kötlu er hvergi hrætt, eins og
sést af eftirfarandi samtali, sem
Tíminn átti við Guðrúnu Þórðar-
dóttur, húsfreyju á Þykkvahæjar-
klaustri í dag:
— Hafið þið útsýni til jökulsins
í dag, Guðrún?
— Nei, í dag er þoka og leið-
indaveður. En í gær var fínasta
sumarveður, þurrkur og gott
skyggni til jökulsins. Við horfðum
náttúrlega mikið í þá áttina, með
berum augum og kíki, en við sá-
um ekkert óvenjulegt.
— Þið hafið ekki séð sprung-
una, sem þau sjá úr Skaftártung-
unni?
— Nei, við gátum enga breyt-
ingu séð héðan. Jökullinn er allt
Framh. á bls 16
Átti 2
kálfa
KJ-Reyykjavík 29. júlí.
Þeir voru heldur blautir og
aumingjalegir þessir tveir
nýfæddu kálfar í fjósinu að
Korpúlfsstöðum í kvöld, enda
ekki nema tveggja tíma gaml-
ir þá. En það sem var nú for-
vitnilegt við þá, og okkur
fannst fréttnæmt, var að þeir
eru „tvíburar" annar rauð-
stjömóttur og hinn baugótt-
ur.
Þeir komu í heiminn í dag
á túninu á Korpúlfsstöðum rétt
upp víð brúna hjá Korpu. Þá
var hann að byrja að hellirigna
hér í nágrenni Reykjavíkur, svo
það var ekki að furða þótt þeir
væru illa til reika greyin. Það
mun ekki vera daglegur við-
burður að kýr beri tveim kálf-
um, en kemur þó af og til fyr-
ir.
I fjósinu þar sem kálfarnir
voru öskruðu þrír bolar svo
varla var viðlit að tala saman,
hefur þeim þótt við vera
of nærgöngulir við afkvæmi
einhvers þeirra. Þama í fjós-
inu eru venjulega um hundrað
hausar, og það þykir ekki ný
næmi þótt „belja beri“, en
svolítið er það þó til að lífga
upp á hversdagsleikann þegar
tveir kálfar koma í heiminn
samtímis, og þar að auki stórir
og stæltir bolakálfar.
Stór hafnaprammi týndist úr togi
J—Reykjavík 29. júlí
víkur mótorbáturinn Reykjaröst, komið var undir Jökul slitnaði
—, ■*—* ------*—.........
morgun lagði af stað til Olafs- með fallhamarspramma í togi. Er
pramminn aftan úr bátaum, og
gátu bátsverjar ekki náð honum
aftur.
Reykjaröst lagði af stað með
pramma þennan í morgun, en
nota átti hann við hafnargerðina
í Ólafsvík. Mánafoss kom til Ólafs
víkur í morgun með stál í enda-
kerið, en fallhamarinn átti að nota
við endakerið á hafnargarðinum,
þar fyrir vestan.
Eins og áður segir þá slitnaði
pramminn úr togi undir Jökli, nán
ar tiltekið 10 mílur SA af Malar
rifi. Bátsverjar reyndu að ná
prammanum aftur, en það tókst
ekki. Bæði var báturinn fullhlað-1
inn, og þvtþungur, og svo var vont
í sjóinn þarna um miðjan dag
þegar pramminn slitnaði frá
^ Halldór sýnir nýja bæjarhlutann
á skipulagsuppdræftinum..
(Timamynd-PB).
MIKLAR BYGGINGAR I
BORGARNESI I SUMAR
KJ-Reykjavík, 29. júlí.
FRAMKVÆMDIR í bæjum og
kauptúnuin standa nú sem hæst,
þar sem á annað borð er hægt að
fá einhvern mannskap í vinnu. —
Blaðið hafði samband við sveitar-
stjórann í Borgarnesi, Halldór E.
Sigurðsson alþingisinann og spurði
hann frétta áf framkvæmdum í
Borgarnesi og fleiru, sem á döf-
inni cr þar.
— Hér í Borgarjiesi er unnið á-
fram að varaniegri gatnagerð við
Egilsgötu og Borgarbraut, en ekki
er enn ákveðið, hve mikið verður
steypt í sumar. Mikið er hér um
nýbyggingar, bæði íbúðarhús og
svo húsnæði undir atvinnurekstur.
Þannig eru t. d. 25 íbúðarhús í
smíðum eins og er, og verða þar
yfir 30 íbúðir. Gert er ráð fyrir
að byrjað verði á fleiri húsum í
sumar.
Borgarnes byggist nú aðallega á
Brennuholti kringum vatnsgeym-
inn, sem er sunnarlega í bænum.
Ný gata hefur verið lögð að þessu
hverfi og öðru nýbyggingahverfi
og liggur hún frá Borgarbraut og
suður að firðinum.
Á fjárhagsáætlun hreppsins er
allt að 2 milljónum varið til gatna
vega og holræsagerðar.
Unnið er að viðbótarbyggingu
við Barnaskólann, og er ætlunin
að miðskólinn flytji þangað þegar
þar að kemur. Tvær kennslustof-
ur verða væntanlega teknar í not'k
un í nýbyggingunni í haust. Uti
í Brákarey er Kaupfélag Borgfirð
inga með sláturhús í byggingu,
sem verður mikið mannvirki. Áætl
að er að steypa eina hæð í sumar
sem hægt verður að nota í slátur
tíðinni í haust. Þá er Vírnet h.f.
að byggja hér 1100 fermetra iðn-
aðarhúsnæði efst í þorpinu.
íbúar þorpsins nálgast nú óðum
þúsundið, og er ýmislegt sem gera
þarf í þúsund manna bæ. Þannig
opnar hér á komandi hausti lyfja
verzlun, og hefur Kjartan Gunn-
arsson lyfjafræðingur fengið iyf
söluleyfi. — Olíufélagið h.f. og
Skeljungur starfrækja hér nýjar
Framhald a 15 sfðu
Reykjaröst.
Ætlunin var að Björn Pálsson
flygi í kvöld vestur og svipaðist
um eftir prammanum, en vegna
slæmra veðurslilyrða varð ekki af
því í kvöld. Bátar og skip sem
voru á þessum slóðum voru beðta
að svipast um á þessum slóðum, en
ekki var neitt skip búið að til-
kynna fund prammans er síðast
fréttist. Strax í fyrramálið mun
verða farið að stað, til að leita
prammans ef hægt er úr lofti.
Prammi þessi er 15x5 metrar
að stærð og eign Vita- og hafnar-
málaskrifstofunnar.
Héraðsmót í V.-
Skaftafellssýslu
Framsóknarmenn í Vestur-
Skaftafellssýslu Iiatda hið árlega
héraðsmót sitt að Kirkjubæjar-
klaustri laugardaginn 8. ágúst og
hefst það kl. 9. Ræður og ávörp
flytja Eysteinn Jónsson, formað-
ur Framsóknarflokksins, og Óskar
Jónsson fulltrúi. Skemmtiatriði
annast Emilía Jónasdóttir leik-
kona og Árni Jónsson óperusöngv
ari. Að lokum leika Tóna-bræður
fyrir dansi.
fffi
ÓSKAR
EYSTEINN
LOfTLEIÐIR FLVTJA I UAG
FB-Reykjavík, 29. júlí.
í FYRRAMÁLIÐ verða tvær síð
ustu flugvélar Loftleiða afgreidd-
Verum okkur sjálfum tilsáma
Nú fer verzlunarmannahelgin að nálgast og umferðin verður mikil um byggðir og
óbyggðir. Við viljum öll koma að ósnortinni náttúrufegurð, þar sem hreinlega hefur
verið gengið um. Skiljum því sjálf hvergi eftir matarleifar, bréf, flöskur né annað
rusl Ánægjan af útivistinni verður lítil, ef umhorfs er eins og á öskuhaugum. Landið
okkar er einstætt að ósnortinni náttúrufegurð og henni má ekki spilla. Verum okkur
sjálfum til sóma.
ar á Reykiavíkurflugvelli, og þeg-
ar þær eru farnar verður allt sem
við kemur tlugafgreiðslunni og
móttöku gesta flutt suður á Kefla
víkurflugvöll, en þar verður byrj
að að taka á móti vélunum á föstu-
dagsmorgun.
Síðustu vélar Loltleiða, sem
lenda á Reykjavíkurflugvelli að
sinni kotna frá Bandaríkjunum um
og eftir kl. 7 í fyrramálið, að sögn
Sigurðar Magnússonar blaðafull-
trúa, og á föstudaginn verður byrj
að að afgreiða Loftleiðavélarnar í
Keflavík. eingöngu
Ýmsar breytingar hafa verið
gerðar á Flugvallarhótelinu í
Keflavík og er þeim ekki að fullu
lokið enn. Um 130 manna starfs-
lið hefur verið ráðið suður eftir
að undanförnu til þess að annast
móttöku og fyrirgreiðslu fyrir vél-
ar og farþega Loftleiða þar í fram-
tíðinni.
SVEITARSTJORI
HELLISSANDI
AJ-Sandi, 28. júlí.
ílér hefur verið skipaður nýr
sveitarstjóri, Jónas Gestsson frá
Stykkisliólmi. Tveir inenn auk
Jónasar sóttu um sveitarstjórastöð
una, þeir Pétur Guðmundsson frá
Laxnesi og Páll B. Valdimarsson
frá Reykjavík.