Tíminn - 31.07.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.07.1964, Blaðsíða 3
I HIN NÝJU topplausu baðföt hafa fenglð misjafnar undlrtektlr, bæði meðal almennings og tízkusérfræð- inga. Á ítallu eru þessi nýju baðföt bönnuð með lögum. En ítalskir tizkuteiknarar eru þó að reyna að fikta vlð nýjar og djarfar baðfatategundir, og hér á MYNDINNI sjáum vlð sundbol frá Prlncess Calltz- ine í Flórenz. í stað hinna topplausu kemur sund- bolur með V-hálsmáli, og er vonandi, að ítölsku lög- In telji hann ekkl „ósæmilegan". — Þess má geta, að sýningarstúlkan heltir Melisse Menzines, en hún komst á forsíður blaðanna fyrir nokkru, þegar Al- bert prlns af Llege smellti nokkrum myndum af hennl í Feneyjum. ELISABET Englandsdrottning bauð hjátrúnni byrgln nýlega og fór í langa heimsókn í London Tower. Samkvæmt hjátrúnni þýð Ir heimsókn brezks þjóðhöfðingja Inn fyrlr hlið London Tower mikla ógæfu. Englnn brezkur þjóðhöfðingi hefur farlð í helm- sókn þangað síðan árlð 1854. ★ ÍTALIR hafa þegar fundið upp nafn fyrir topplausu baðfötin. — Þeir hafa haft til hliðsjónar orð- ið bikini, sem þýðir baðföt í tvennu lagi. Hinir topplausu eru aftur á móti f einu lagi, svo að þeir kalla þá bara „monoklnl"! — Aftur á móti er það dálítill skuggi á tilveru ítalanna að monokini-baðfötin eru bönnuð þar með lögum, nema þá fyrir konur undir fjögurra ára aldril ★ ATRIÐI í brezkri sjónvarpskvik- mynd, þar sem þeldökkur kven- læknir kyssir hvítan starfsbróður sinn, hefur verið klippt úr mynd mni vegna þess, að það var tal- ið ósæmandi. Joán H. Ley frá Jamaica lék kvenlækninn, en John White lék starfsbróður hennar. Talsmaður sjónvarpsins kom með þá skýringu að slíkt atriði væri ósæmandi. „LOKSINS, loksins . . Þetta segja þeir, sem vita þykjast meira en aðrir um lífið í Holly- wood þessa stundina. Þeir fullyrða að nú hafi sá frægi Elvis Presiey loksins fundið sína út- völdu og sé þegar leynilega kvæntur henni. — Stúlkan heltir Priscilla Beaulieu og er frá fæð- i ingarbæ hans, Menphis. Þau hafa því þekkt hvort annað í mörg ár. Hún heimsótti hann nýlega í Hollywood, þar sem hann var að lelka í kvik- myndinni „Girl Happy", og nú er fullyrt, að þau séu gengin í það heilaga. Hr ÞÁ ER FRANSKI kvikmyndaleikstjórinn Roger Vadim fallinn | net konunnar í þriðja slnn. Þann 17. september ætlar hann að kvænast bandarísku kvikmyndastjörnunni Jane Fonda. — Vadim hefur haft það fyrlr venju að „framleiða" stjörnur og kvænast þeim. Fyrst í röðinni var Brigitte Bardot og síðan kom hin danska Anette Ströyberg. Næst gerði Vadim tilraun með Cathrine Deneuve, sem var á góðrl leið með að verða heimsfræg, þegar hann sagði bless og fór að taka sig af Jane Fonda. Aftur á móti hefur Vadim ekki átt neinn þátt í því að gera Jane að stjörnu, hún hefur gefáð séð um sig sjálf á þelm vettvangi. ★ KONUNGUR bandarískra vasaþjófa, sem þekktur var undir nafninu „King Louis", iézt nýlega i mikilli fátækt. Hn einu sinnl var hann bezti vasa- þjófur, sem um getur og lifði eins og fursti f hllðargötu Broadway, þótt hann væri að vísu handtekinn 120 sinnum. — Frægasti þjófnaður hans mun vera, þegar hann mætti eitt sinn í réttinum sem vitni. Þegar hann yfirgaf réttar- salinn hafði hann í vasanum seðlaveski lögreglu- stjórans og elns fréttamannsins, sem skrifaði um málið. En með aldrinum dró úr hæfileikum hans, sem vasaþjófs, því að hann varð gigtveikur og mlssti vlð það hina næmu tilfinningu í fingrun- um, sem nauðsynleg er góðum vasaþjóf. tk BANDARlSKA bílaverksmiðjan „Cord Roadster" hefur nú framleitt bíla, sem örugglega munu vekja mikla athygli, einkum hjá þeim, sem verða oft fyrir því að lenda í smáárekstrum og beygla yfirbygginguna aðelns. Efnið í yfirbyggingunni er nefnilega þelm eiginleika gætt, að það er mjög auðvelt að slétta úr smábeyglum. — Yifrbygg- ingin er úr vissri tegund af plasti, sem veitir mikla mótstöðu gegn höggum. En ef beygla kem ur á yfirbygglnguna, þá er hægt að slétta úr henni með því að hita beyglaða blettinn. í hverj- um bíl er sérstakt hitunartæki, sem mjög líkist hárþurrku og er það auðvelt í notkun. OG ÞÁ ERU þeir topplausu komn ir í stjórnmálin líka! Stúlkan hér á MYNDINNI heitir Nancy Jones og hún hefur íklæðst nýrri tegund af topplausum baðfötum. í stað efri hlutans hefur hún feng ið sér tvö áróðursspjöld fyrir frambjóðendur republikana í for setakosningunum í Bandaríkjun- um í haust, öfgamanninum Barry Goldwater og meðframbjóðanda hans Miller. Hver velt nema Óetta uppátæki geti gefið þeim nokkur atkvæði f haust. í það minnsta hafa þeir kumpánar tek- ið upp á ýmsu enn vitlausara í atkvæðaleit sinni. ★ KVIKMYNDATÖKUMENNIRNIR ijá Columbia kalla Kim Novak „stjörnuna með tecknicolour- augun". Augu hennar eru nefni- lega ýmist græn eða blá eftlr dví hvernig skápi hún er í hverju iinnll BYGGINGAVERKAMENNIRNIR hættu vinnu sinni og störðu fullir aðdáunar og undrunar á ungu fimleikakonuna á MYNDINNI sýna listir sínar í Portsmouth, Englandi. Stúlkan er hollenzk, Ria Ro- eber að nafni, og hún var í sýningarferð með Billy Smart's Circus. Hún er vön að sýna listlr sínar utan dyra, en fann hvergi í Portsmouth hæfilegan stað til loftfimleika sinna. Hún fékk þess vegna leyfi til þess að nota þennan krana. Rólan, sem hún er að letka sér í, er 180 fet frá jörðu. Og það má bæta því við, að hún hefur ekkert öryggisnet fyrir neðan, ef illa skyldi fara. Á VÍÐAVANGI Aukninq frádráttarins of lítil Þegar frumvarp ríkisstjómar- innar um breytingu á tekju- og eignarskattsiögunum, var til meðferSar á seinasta Alþingi, skiluðu fulltrúar Framsóknar- flokks'ins í fjárhagsnefnd efvrl deildar, Helgi Bergs og Karl Kristjánsson, ítarlegu nefndar- áliti um það. í áliti þe'inra sagSi m.a.: „Tilgangur þessa frv. er sagS ur vera fyrst og fremst sá aS leiSrétta persónufrádráttinn í samræmi við breytt verðgildi peninga. Væri það ætlunin, er ljóst af því, sem að fíraman er sagt, að hatnn hefði átt að hækka um a.m.k. 55%, ef ekki 74%, eftir því hvora vísitöluna menn vilja miða við. (þ. e. vísl- tölu framfærslukosnaðar eða vísitölu vöru og þjónustu). En frv. gerir ráð fyrir að hækka hann- um 30%, og yrði hann því nú allmiklu lægTi í hlutfalli við tekjur og verðlag en seinast þegar hann var ákveðinn. í þessu er því raiwiverulega fólg in veruleg aukning beinu skatt ana umfram það, sem Alþingi gerði ráð fyrir se'inast, þegar það setti reglur um þetta efni.‘‘ Skattar þyngdir á miðlungstekjunum í nefndaráliíi þeirra Helga og Karls sagði ennfremur: „En það er meira í þessu frv. en þetta. Samkvæmt 5. gr. þeSs er skattabyrðin þyngd enm meir einkum á hinum betri miðlungs tekjum. f þeirri grein er gert ráð fyrir að lögleiða nýjan skattstiga. Þessi nýi skattstigi er þannig, að öll stighækkun skattaiprósentunnar er tekin út á fyrstu 50000 krómum skatt- skyldra tekna í stað 90000 króna áður, þannig að samkv, þessu hafa menn náð hámarks tekjuskattsprósentu með skatt skyldar tekjur yfir 50 þús. kr í stað 90.000 áður. Þetta kem ur harðast niður. á þeim, sem hafa meðaltekjur, þ.e. fremur lágar skattskyldar tekjuir, en er framhald þeirrar stefnu, sem komið hefur fram við fyrri skattabreytingar núverandi ríkisstjórnar, að hlífa þeim tekjuhæstu." Hækkun skattstigans f nefndaráliti þeirra Helga og Karls er það sfðan rakið, hvennig hinn nýi skattstigi muni hækka tekjuskattinn. Á 10 þús. kr. skattskyldum tekj- um hækkar stigin skattinn um 100%, á 30 þús. kr. um 20%, á 50 þús. kr. um 27%, á 70 þús. kr. um 37%, á 90 þús. kir. um 31%, á 110 þús. kr. um 22%, á 130 þús. kr. um 17%, á 150 þús. kr. um 14%, á 200 þús. kr. um 9%, og á 250 þús kr. um 7%. Þanivig var sýnt fram á, að breytingin á skattstiganum stefndi í mjög rangláta átt. Þessvegma lögðu þeir Helgi og Karl til, að gamli skattstiginn gilti óbreyttur. en frádrátturinn aukinn. Stjórn-arflokkarnir felldu þessa tillögu og gerðu jafnhltða breytingu á útsvarslögunum, er gekk í sömu átt, þ.e. að hækka útsvörin á miðlungstekjutnum. Afleiðingarnar af þessum verk um þeirra er að sjá í nýju skatt skránni. TlMINN, föstudaginn 31. júlí 1964 — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.