Tíminn - 31.07.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.07.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS 144 tár brutust út í augnakrókana. Þeta var í fyrsta sinn, sem hann kom á þingið eftir að hann hafði sagt af sér. En Clementine missti af þessu. Hún hafði dottið niður stigann á« heimili þeirra í Hyde Park Gate og handleggsbrotnað. . 28. KAFLI RÓSIR, RÓStó "HVARVETNA „Hvernig er upphaf fjöjskyldu- lífisins? Það hefst með því, að ung- ur maður verður ástfanginn af stúlku — ekki hefur enn verið fundið neitt betra í þess stað“, sagði^Winston, er hann ræddi um -- hamingjuríkt fjölskyldulíf. Síðan bætt hann vð: „Með^sam- komulagi tveggja manna er ekki hægt að hindra mann í að segja: „Viltu giftast mér elskan?“, bara af því að hann hefur ekki hjú- skaparsáttmála ritaðan af lögfræð- ingi úpp á vasann. . . . Það er erf- * itt, ef ekki ókleift að setja ofan í við fallega konu — hpn heláur á- fram að vera falleg, en snuprurnar láta hana ósnortna og verða svo að engu . . .“ Um framtíðarhlutverk konunnar segir hann: „Ég treysti því að það verði það sama í framtíð og það hefur verið alla daga síðan þau Adam og Eva voru uppi.“ Um Clementine sagði hann: „Hún hefur bæði verið félagi minn og aflvaki alla ævi í gegnum þykkt og þunnt.“ 12. september 1958 skein sólin glatt á frönsku Rivierunni og dag- urinn var eins og hann verður feg- urstur. Winston sat í skugganum af húsi Beaverbrooks lávarðar í rauðri fellshlíðinni í Cap D’Ail. Hann sat þar og vann við að mála. Þannig eyddi hann hluta af gull- brúðkaupsdegi þeirra hjóna til að stunda þá tómstundaiðju, sem hann hafði mestar mætur á. Inni í húsinu stóð Clementine við að opna mörg hundruð heilla- skeyti, sem þeim höfðu borizt. Hún vildi sjá]f opna hvern pakka, skeyti og bréf. Aldrei hafði annar eins póstur borizt til litla pósthússins í þorp- inu. Þeir höfðu þurft að bæta við starfsliðið monnum úr pósthúsun- |um úr næstu þorpum. Allur heim- urinn virtist vilja óska þeim til hamingju. Skeyti og gjafir héldu áfram að berast í stríðum straum- um og um nónbil var ekki einu sinni búið að telja allt, sem barst þeim þennan dag, hvað þá opna það. íbúar Cap D’Ail sendu þeim rauðar rósir, og þegar Winstonj kom niður, 1;ók átta ára gömul sonardóttir hans á móti honum með því að flytja honum fornt , grískt kvæði um rósagarð í tilefni dagsins. Winston og Clementine hlýddu á með athygli, á meðan hin hár-i prúða Arabella fór viðstöðu-1 laust með þrjátíu af fimmtíu vísu- jorðum úr kvæðinu „Garðurinn Malagea i Gadera.“ Aðdáendur^ þeirra vissu, að Clementine hafði mestar mætur á rósum, og þess vegna bárust þeim þennan dag ókjör af rósum. Allan daginn bár- ust þeim sífellt fleiri og fleiri rósavendir. Fyrsta skeytið, sem Clementine tók úr skeytastaflanum var frá drottningunni og Filipusi prinsi og hið fyrsta, sem Winston og Cle- mentine gerðu þennan dag, var að senda þeim þakkarskeyti. Þeim barst einnig skeyti frá Harold Macmillan forsætisráð- herra og ráðuneyti hans, sömu- leiðis frá Coty forseta Frakklands, frá de Gaulle hershöfðingja, Nor- egskonungi, og bandaríski konsúll inn í Nizza færði þeim sjálfur heillaskeyti frá Eisenhower og frú. Randolf og Arabella dóttir hans voru þau einu úr fjölskyidunni, sem hjá þeim voru þennan dag. Þau feðgin gáfu þeim gullna gjöf. Hann sagði þeim að gjöf þeirra væri gullrósastígur, og mundi rós- unum verða plantað á Chartwell næsta morgun. Rósarunnarnir skyldu verða 146 að tölu og skipast á gullnar rósir og gular. Og þar sem rósarunnarn- ir mundu ekki blómgast fyrr en í júní, höfðu þau látið gera bók með myndum af stígnum í smáatriðum. Randolf rétti þeim þessa fallegu bók. Winston og Clementine settust niður og blöðuðu í þessari stór- kostlegu bók, sem hafði verið full- gerð á aðeins fimm vikum. Allar rósirnar í bókinni höfðu verið mál- aðar af ágætum 'brezkum Iistmál- urum, þar á meðal Augustus John, Cecil Beaton, Sir Matthew Smith, Paul Maise, Duncan Grant, og R.A. Butler innanríkisráðherra — en hann var „nemandi" Winstons í listinni. Bókin var árituð gylltu letri á kápu: „Sir Winston og lafði Chur- chill, 1908 til 1958“ og sömuleiðis heiti' bókarinnar: „Gullni rósastíg- urinn á Chartwell." Randolf; Díana, Sara og Mary, spöruðu ekkert til að gera bókina sem bezt úr garði. Denzil Reeves í listaskólanum í Colchester sá um stafagerð og skreytingu, og í bók- inni var ennfremur litið ljóð eftir skáldið Paul Jennings tileinkað þeim. Það var skráð upphleyptu gylltu letri á síðu, sem skreytt var af frænda Winstons listamannin- um John Spencer Churchill. Brátt hafði borizt svo mikið af gjöfum, að starfsliðið þurfti að stafla þeim í gangana í húsinu. Meðal, gjafanna var súkkulaði- vindill, sem vó 25 lb. og var frá sænskri greifaynju, 5 lítra flaska af 119 ára gömlu koníaki frá veit- ingahúsinu á Rivierunni, þar sein Winston og Clementine borðuðu oft, mörg málverk frá áhugalist- málurum, margar kampavínsflösk- ur frá kampavínsframleiðendum og vindlakassi frá frönskum laus- gangara og landshornaflækingi, sem gengið hafði 1500 kílómetra til að færa Winston þessa guP- brúðkaupsgjöf. Flækingurinn, sem hét Henri, Marchand, hafði verið einn af mörg þúsund hermönnum, sem urðu vitni að því, er Winston kom til Frakklands eftir stríð. „Þarna var Churchill skyndilega kominn og hann þrýsti einum þess- ara stóru vindla í hendi mína ‘. sagði Henri Marchand, er hann minntist þess atburðar. „Nú hef ég gengið alla þessa leið tíí að gefa honum vindla á gullbrúðkaups- daginn. Ég betlaði fyrir verðinu." Á meðan heillaskeytin og gjaf- irnar streymdu inn hvaðanæva að úr heiminum, gerðu allir það, sem þeir gátu til að sem bezt færf um hinn áttatíu og þriggja ára gamla Winston og sjötíu og þriggja ára gömlu Clementine, svo að spenningurinn og allt farganið í kringum þau ofreyndi þau ekki. Hádegisverður var snæddur á svölunum á annarri hæð hússins. ston dreypti á kampavíni. Cle- mentine sat gagnvart honum. Einu gestir þeirra voru Randolf, Arabella, hr. Montague-Brown, einkaritari Winstons og tvær stúlkur, sem gegndu störfum rit- ara hjá honum. Clementine hafði dreift blómunum um allt húsið og hafði sjálf ákveðið matseðil í tilefni dagsins, en á honum voru ýmsir uppáhaldsréttir Winstons. Eftir að hádegisverði var lokið, var þeim sagt að um fimmtíu ljós- myndarar stæðu fyrir utan í þeirri von að ná mynd af þeim. Win- ston og Clementine luku upp hlið- unum fyrir þeim. „Komið inn!, komið inn!“! hróp- uðu þau. Ljósmyndararnir þyrpt- ust í kringum þau, þar sem þau sátu hvort í sínum hægindastóln- um á sólbjörtum svölunum. Hann neitaði, kurteislega þegar fréttakvikmyndatökumenn báðu hann að ganga fram og aftur um svalirnar: „Ég er orðinn of gam- all til slíks,“ svaraði hann og bætti við: „Farið og fáið ykkur frekar kampavínsglas.“ Winston, Clementine og Ara- bella litla skenktu þeim kampa- vínsglas. Arabella virtist jafnhús- móðurleg og amma hennar. 51 sama Tracy og áður, hvað gagn- aði það? Hún yrði bara hálfu um- komulausari en fyrr. Það var nógu slæmt að missa minnið, en ef hún átti einnig að missa per- sónuleika sinn þá var engin von. Hún dirfðist ekki að vera ham- ingjusöm yfir því, sem Brett hafði sagt. Brett tók garðklippur og réðst á limgerðið af öllum kröftum. Meðan hann starfaði var eins og tvær raddir kölluðust á í höfði hans og honum fannst það vera að springa. Hún laug að mér allan tím- ■ ann . . en hvaða aðra skýringu var að finna að hún hafði ek- ið til Nevilles? Hún hafði haft sama svip á andliti eins og þegar hún rakst á hann í fyrsta skipti og hataði hann . . . en hún er snjöll leikkona. Það þurfti ekki annað en hendur Neville þá fylltist hún viðbjóði . . . en í sama andartaki og Mark er far- inn ekur hún beint til Upper Halley. Það er sama, hvað hver segir, ég trúi aldrei að hún hafi verið þar af þeirri ástæðu, sem þar hún vildi vera láta . . . en hefur hún ekki alltaf þótzt vera sak- laus og barnsleg — hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Hún lét Nan eyðileggja hönd sína vegna þess að hún hafði ekki kjark til að segja að hjólið væri bilað, og hún lét Mark taka á sig sökina og sitja í fangelsi vegna þess glæps, sem hún hafði drýgt. Hún hafði alltaf gert það, sem hún vildi án þess að skeyta hæt- is IjÁt um annað fólk . . . En ef þettS^. er allt saman satt hvers vegna ber ég þessar tilfinningar í brjósti til hennar? Hvernig gat ég fariðt að elska hana aftur. — ■Og á annan og dýpri hátt? Þetta er ekki ást . . . flónið'þitt, bara bessi gamla hrifning. — Skollinn hirði þetta allt! hrópaði hann ofsalega, og kastaði garðklippunum frá sér. Um eftirmiðdaginn fór himinn inn að taka á sig ógnandi rauð- gulan lit og stormurinn gnauðaði í fjarska. Laufþung trén sveifluð ust og beygðust undan vindinum. — Nú skellur áreiðanlega á óveður, sagði frú Sheldon óró- leg. — Ég vildi óska að gömlu álmtrén sveigðust ekki svona óhugnanlega, ég er hrædd um, að þau fari um koll og lendi inn um gluggana. — O, þau standa þetta af sér, svaraði Mark sefandi. — Hvað hef ur þú haft fyrir stafni í dag, Tracy? Mark hafði ekki komið heim, fyrr en þau voru setzt til borðs og þau Tracy höfðu ekki talazt við í einrúmi. — 0, ég tók bílinn og fór í ökuferð, sagði hún óljóst. — Það var svo gaman að skoða alla þessa gömlu og kunnuglegu staði, þegar ég man allt aftur. Hún hikaði andartak, síðan bætti hún við: _ — Ég kom líka við hjá Neville. Ég var búin að gleyma, hvað veg- urinn var slæmur, en ég held samt að fjaðrirnar hafi ekki bilað. Það varð grafarþögn í stofunni í nokkrar sekúndur. Svo hélt Mark áfram að matast og sagði, án þess að líta upp: — Var Neville heima? — Já. Hann bar fram vont sérrí og ég er viss um að þar hefur ekki verið viðrað í stof- unni í minnsta kosti ár. Veslings Neville, hann er nú in- dæll, þegar hann gleymir fáein andartök að vera svona hávær og sjálfánægður. Hún brosti með sjálfri sér, eins og hún skemmti sér yfir ein- hverju. Nan lagði gaffalinn svo snöggt frá sér, að hann glamraði við diskröndina. — Indæll! Þú kannt orðið yfir þetta sleipa höggormskvikidni og svo er hann rauðeygður í þokka- bót. Þú ætlar þó varla að byrja að . . . — Brett, mig langað að heyra álit þitt á ýmsum verkefnum, sem Chitterley sendi mér í dag, greip Mark svo einbeittur fram í, að Nan þagnaði. Máltíðinni lauk fljótlega. Mark og Brett gengu inn í vinnuher- bergi sitt, meðan konurnar tóku af borðinu. Tvisvar ætlaði Nan að segja eitthvað, en í bæði skiptin herpti hún saman munninn. Him inninn virtist hafa fengið á sig kyn legan blágráan lit og við hvern stormsveip gnast í húsinu. Það var leiðinlegt, að stormurinn skyldi gera síðasta kvöld hennar á Pilgrims Barn svona nöturlegt, hugsaði hún. Á morgun ætlaði hún að segja Mark allt af létta og hún vissi, að honum myndi ekki koma það sérlega á óvart, eftir viðbrögðum hans við mat- borðið. Það var ekki nauðsynlegt að fara í aðra heimsókn til Neville. Það mundi nægja að segja honum frá helginni í New Forest. Ilún þurfti ekki annað en að taka saman föggur sínar og | yfirgefa húsið og senda síðan Mark sönnunina . . hún þoldi ekki að hugsa lengra. En á morg- un varð það að gerast, annars mundi hið sársaukafulla andrúms loft í húsinu verða þeim öllum ofviða; — Ég er að hugsa um að fara snemma að sofa, sagði hún, þegar hún_ hafði þurrkað upp diskana. — Ég er með óskaplegan höfuð- verk. Góða nótt. — Góða nótt, vina mín tautaði frú Sheldon, en Nan anzaði engu Tracy hafði búizt við að verða andvaka alla nóttina, en þrátt fyr ir storminn, sem ýlfraði úti fyrir féll hún fljótlega í djúpan svefn. Þegar hún vaknaði skyndilega síð ar um nóttina var engu líkara en þungum járnhring væri þrýst að höfðinu, svo að hún gat varla lyft því frá koddanum. Eitthvað hafði vakið hana og það var raun- ar ekki undarlegt. Storminn hafði enn aukið svo að nú Áiátti heita fárviðri úti. Hún skreiddist með erfiðismunum upp úr rúm- inu og að vaskinum. Hún fékk sér vatnssopa og leit út um glugg ann. Skýin sem þutu yfir himin- inn voru ekki eins þungbúin og hún sá þau greinilega í daufu mánaskini. Hvernig mundi gömlu kastalarústirnar vera á að líta í slíku veðri? Hana langaði mjög að sjá þær únu sinni áður en hún færi frá Avebury. Á morgun . . . hvar yrði hún niðurkomin þá? Hún þoldi ekki að hugsa þá hugs un til enda. Hún klæddi sig í síðbuxur og þykka peysu, batt slæðu um höf- uðið og læddist niður stigann. Ekki svo að skilja að hún þyrfti að ganga hljóðlega því að það brakaði og brast í húsinu eins og heil herdeild væri að marséra gegnum það. Hún opnaði dyrnar og gekk út og.varð að styðja sig við húsvegginn. Þrátt fyrir ofsa- storm eimdi enn eftir af hitanum um daginn. Já, húsið var vinur hennar, og það voru gömul rúst- irnar einnig. Frá fyrsta degi höfðu þær boðið hana velkomna eins og þær þekktu hana og vissu allt um hana. Það hafði — eins og flest annað hér — hafði neytt hana inn í tómu skurnina af Tracy Sheldon. En eftir morgun daginn mundi hún' ekki vera nein um hérna til ama. Á morgun ætl- aði hún að fara héðan fyrir fullt og allt og þótt hún neyddist til að taka Tracy Sheldon með sér ætlaði hún samt að reyna að byggja upp nýtt líf. En hún þurfti fyrst að kveðja kastalarústirnar . nú vildi hún ekki hugsa meira um framtíðina í bili. Hún hallaði sér fram og brauzt áfram L storminum. Brett sat og reykti sígarettu þegar hann sá Tracy bregða fyrir um leið og hún fór fram hjá glugg anum. Hann þekkti hana strax og stirðnaði upp. Tracy hafði greini- lega hyggju að fara upp sð gömlu rústunum — og það í þessu veðri! Eftir fáeinar sekúndur var hann kominn í gamla peysu og skó, svo skundaði hann eftir gang i inum og opnaði dyrnar að her- bergi Marks Mark svaf ekki, en 14 T í M I N N, föstudaginn 31. júlí 1964 — t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.