Tíminn - 31.07.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.07.1964, Blaðsíða 8
RITSTJ'ÓRI OLGA aGÚSTSDÓTTIR Duttlungar tízkunnar Topplaus baðfatatízka Er topplausa baöfatatízkan sið-j ■ferðisleg hugarfarsbreyting eða j einungis duttlungar tízkunnar? j Þessu velta menn fyrir sér, og bíða eins og milli vonar og ótta hver úrslitin muni verða. — Upphafsmaður þessarar rót- tæku breytingar á baðfötum | kvenna er þekktur tízkuteiknari í Kaliforníu, Rudi Gernreich að nafni, hann hefur ekki einungis teiknað þessi umdeildu baðföt heldur hefur hann reynt að koma barmlausum kvöldkjólum á mark- aðinn. Sú hugmynd er reyndar ekki ný, því að fornleifafræðing ar hafa sannað að konurnar á eynni Krít hafi gengið í þvílíkum kjólum fyrir nokkrum öldum og þar að auki voru þeir algengir á Renaisance tímabilinu og á 18. öldinni í Frakklandi, Það hafa verið jafnmargar sveiflur á því hvort konan eigi að hylja brjóst sín eða eigi áður fyrr, eins og faldurinn á kjólum hennar hefur ýmist síkkað eða stytzt á þessari öld. — Tízkubreytingar eru svo ör ar nú á tímum, að við verðum að spá fram í tímann, segir Rudi. Ef við hefðum ekki komið fram með þessi baðföt núna, þá hefðu kon urnar hvort sem er hent burtu efri hluta bikini-baðfatanna sinna fyrir fullt og allt áður en fimm ár væru liðin. — Og hví má Ameríka ekki vera fyrst? heldur hann hróðug- ur áfram, við verðum bókstaflega að verja heiður okkar fyrir Frökk um, það er engin meining að láta Pucci, franska tízkukónginn eiga hugmyndina. — Og Rudi Gernreich og sýn- ingarstúlkan hans Peggy Moffit, mega sannarlega vera ánægð, áætlað er að þau þéni sem svarar 20 þúsund dollara á þessu ári á baðfötunum. — Peggy Moffit segir að þeim hafi aldrei komið til hugar að hægt væri að selja þessi baðföt, þau hafijíginuhgi? ihWáð „ þess að „vekja athygli". Hún haf'i í ÞaS er ekki gott að sýnda i topplausum baðfötum alls ekki ætlað ser a8 tver.ða^fy^ý' ;u„j2 '' til þess að sýna þau al- Þegar á hólminn var komið, lá 1 að framleiða menningi, en hugsað sem svo, ef; rið að hún guggnaði og hefði þá Þrátt axlaböndin niður. ég geri það ekki, þá gerir það einhver annar. — Peggy lagði því frá sér brúnu pípuna, sem hún er vön að svæla, setti á sig rauðan augna farða og ljósleitan andlitsfarða og hleypti í sig kjarki. sennilega ekkert orðið úr þess- ari baðfatatízku, en að iokum gekkst hún inn á það. að láta mann sinn Bill Claxton, taka af sér myndirnar. Tizkuheimurinn komst í uppnám. Þetta vakti því- líka athygli; að áður en farið var Einn viðskiptavinurinn i verzlun í New York gerir sér í hugarlund Hvernig hún mun líta út í topplaus-! um sundbol. Skelfinguna má lesa úr svip hennar. [■ Lax, steiktur í heilu lagi. Heill lax, 2V2 til 3 kg. 3 msk. salt 4 msk smjör ^ 3/4 1. soðið vatn. Ný eða þurrkuð epli. Rauðrófur. Laxinn er slægður og fireins- aður með grófum bursta (haus inn ekki tekinn af). Nuddaður með salti og látinn bíða þann- ig um stund, síðan þerraður. Smjörið brúnað í steikar- skúffu. Laxinn er lagður þar i og brúnaður við mikinn hita. Soðna vatninu er hellt yfir hann og soðinu ausið frá bein inu. Lagður í heilu lagi á fat. Sýrðar rauðrófur eru sax aðar í smátt. Þar saman við er blandað söxuðum, hráum eplurn. Þetta er sett í 6 smá hrúgur utan með laxinum. Þar á milli eru settar sítrónusneið ar, sem heilli steinseljugrein er stungið í Sósan úr skúff unni er söltuð eftir smekk og hún síuð heit í sósukönnu. Epi unum og rauðrófunum má sJeppa. í Sjtað epla má nota soðna seljurót, rifið, hrátt hvít kál eða blómkál. Steiktar kart öflur í smjöri eru borðaðar með Steiktur lax með grænmeti. 1V2 kg lax, 2 msk. hveiti 'ialt og pipar 00 gr. smjör 1 stórt blómkálshöfuð Vz kg. gulrætur 2 salathöfuð Vi kg tómatar 1 sítróna Laxinn er hreinsaður og skorinn í 2 cm. þykkar sneiðar (það rná ekki fletja laxinn). Smjörlíkið er brúnað á pönnu, laxasneiðar þerraðar, velt upp úr hveiti með salti og pipar. steiktar móbrúnar á báðum hliðum. Þá er smjörið sett á. og laxinn steiktur. Laxinum er raðað öðrum megin á fatið, sal atblöðum hinum megin. Þar á er látið heilt, soðið blómkáls höfuð og gulræturnar. Kartöfl ur settar þarna með. Tómatarn ir eru skornir í sundur, raðað ofan á laxinn Þar á eru látn ar sítrónu eða gúrkusneiðar. Borðað með brúnuðu smjöri. steinseljusósu, sítrónusósu eða hollenzkri eggjasósu. Gúrkusal at er sérstaklega gott með þessum rétti og grænt sala! með rjóma. í staðinn fyrir hveit.i má velta laxinum upp úr eggjahvítu og brauðmylsnu. baðfötin var búið að gera pantanir á yfir þúsund baðfötum og er verðið 24 dollarar stykkið. — Hver er svo kostur þessara baðfata?, spyrja menn. — Ekki eru þau góð til þess að synda í, þó að þau séu með axlaböndum er ósköp auðvelt að missa þau niður um sig. Ekki er gott að vera í þeim í sólbaði, þá koma hvítar rákir eftir axlaböndin. Það er ekki gott að mæla þeim bót, og má segja að þau séu eitt helzta aðhláturs efni tízkunnar á þessu ári. Fyrst þegar myndir birtust af þessum nýju sundbolum varð fólk eins og þrumu lostið, en það tók suma ekki nema 10 mínútur að komast yfir það versta, en aðrir eru ekki búnir að ná sér ennþá. Gina Lollobrigida hefur mót- mælt þeim opinberlega, og segir að þau skerði kvenlegan yndis- þokka. Verzlanir í Texas og Pennsylvania sem höfðu baðfötin á hoðstólum urðu fyrir aðkasti. Háttsettur ráðherra í Dallas lagð: til að þau væru bönnuð og ekki leyfð önnur en heilir bolir sem næðu niður á hné, en borgarstjór inn í Acapulco í Mexico, sagði að ef einhverjir færu að ganga í topplausum baðfötum á Mexi- könsku ströndinni, þá myndi hann svo sannarlega fara að horfa á. Kventízka - karltízka Það eru ýmsar blikur á lofti lízkuheiminum um þessar mundir, ekki síður hjá körlum en konum. Teikningin hér til hliðar skýrir sig sjálf — og seg ir um leið mikla sögu. Alsköll- óttar konur — eins nauðrakað- ar og filmstjarnan Yul Brynn- er — er mótbragð gegn bítlum og hári niður á herðar, og kannski fellur sú tízka vel sam an við hina topplausu baðfata- tízku — sem einnig er nú að breytast yfir i kjóla samkvæm issalanna. Já. allt er breytina um háð. Uppbrot á buxnaskálm um karlmanna er aftur að kom ast í tízku og þar safnast saman skítur af götum og gras af völlum. En þessi texti er raun ar alveg óþarfur — þið sjáið þetta allt á teikningunni. T I M I N N, föstudaginn 31. júlí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.