Tíminn - 31.07.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.07.1964, Blaðsíða 15
VEGAÞJÖNUSTAN (Framhald af 2. síðu). menn í FÍB verða látnir ganga fyrir þjónustu þessari, en einnig mun hún veitt öllum öðrum, eftir því, sem við verður komið og greiða þeir fullt gjald fyrir þjón- ustuna. Félag ísl. bifreiðaeigenda hefur beitt sér fyrir því að við- gerðarverkstæði verða opin með írsm helztu umferðarleiðum á Suð urlandi, Vestur- og Norðurlandi og geta bifreiðastjórar, sem þurfa á aðstoð að halda snúið sér til þeirra, en sérstakir samningar eru ekki gerðir við verkstæði þessi og verða allir að greiða þá þjónustu, sem þar er af hendi leyst. Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að þjónusta þessi miðast við að hjálpa þeim bifreiðum, sem verða algjör- lega óökufærar, eða því sem næst og framkvæma aðeins nauðsynleg- ustu skyndiviðgerðir, en ekki meiri háttar viðgerðir. Það skal einnig tekið fram að ekki er unnt að annast viðgerðir á hjólbörðum á vegum úti nema bifreiðin sé ó- ökufær vegna skorts á varahjól- barða. ÓÁNÆGÐUR MEÐ SKATTINN Frambain af 16. siðu. starfsmenn skattstofunnar voru honum ósammála í mörgum veiga miklum atriðum, og loks fór svo að hann missti taumhald á skapi sínu. Þreif hann símann af borð inu og fleygði honum í höfuð eins starfsmannsins, og kastaði síðan stól í eina vélritunarstúlkuna. Því næst gekk hann berserksgang og stráði lömpum og reikníngsvél- um umhverfis sig. Að lokum kom lögreglan og handtók hann, en tveir starfsmenn skattstofunnar voru sendir á sjúkrahús. Annar þeirra mun þurfa að liggja á sjúkrahúsi nokkurn tíma vegna meiðsla í baki. NÝTT KAUPFÉLAGSHÚS RÍS Á BLÖNDU03B FB-Reykjavík, 29. júlí Þessi glæsilega bygging er nýtt kaupfélag á Blönduósi, en á því var byrjað seinni partinn í fyrra- sumar, samkvæmt upplýsingum Ólafs Sverrissonar kaupfélags- stjóra. Á neðri hæðinni verða verzlanir, matvöruverzlun, vefn- aðarvöru- og búsáhaldaverzlun, en uppi verða skrifstofur, kaffistofa HARÐUR BARDAGI Framhald af 1. síSu. hafa fengið að gjöf frá Guði sér- staka biblíu, sem ekki hafi verið skrifuð af hvítum mönnum, og hafi slík biblia einungis einu sinni áður hafa verið gefin manni hér á jörðu, en þá á Sir Winston Churchill að hafa verið heiðraður með slíkri gjöf. Fylgjendur henn ar trúa því, að vegabréf það, sem nornin- Alice Lenshina hefur gef ið þeim, veitti þeim aðgang að himnaríki, ef þeir verða drepnir, enda berjast þeir af miklum ákafa án þess að hugsa um hvort þeir setji sig í lífshættu eða ekki. Ekki er vitað með vissu, hvar nornin heldur sig, en orðrómur er á kreiki um, að hún hafi farið til Ndola rétt við landamæri Norð ur-Rhodesíu og Katanga. ELÐFLAUGARNAR Framhald af 16. síðu. ir drægju tilraunina þangað til, ða ef seinni eldflauginni verður skotið þá. Veðurskilyrði voru óhagstæð í dag og kvöld og virtust verða það í nótt. Veðurstofan spáði vest- ankalda, skýjuðu og skúrum. Er veðrið eiginlega alveg á mörkum þess, að hægt sé að skjóta, en Frakkarnir munu ætla að nota hverja glufu, sem gefst, og þegar síðast var haft samband við þá í kvöld, voru þeir bara bjartsýnir á, að þeir mundu láta til skarar skríða í nótt. í dag hafa þeir ver- ið að senda upp loftbelgi til að mæla röntgengeislun og fylgjast með sveimi raflagna. Eins getur svo farið, að skotið verði af Mýrdalssandi aðra nótt, hvort sem það verður þá fyrri eða seinni eldflaugin en siðan er einskis að vænta um helgina, því að þá verður umferð of mikil, og lögreglan mun þá hafa öðrum hnöppum að hneppa en að gæta manna gegn geimvísindum Frakka. íþróttir hvöttu óapart sín lið — og Fram átti möguleika á að minnka for- skot FH niður í eitt mark. En Hjalti varði langskot og fyrr en varði var knötturimn kominn áleíð is að Fram-markimi og Örn skor- air 18. markið. Og rétt á eftir skor ar Örn svo 19;15 — og þar með var gert út um leikinn. Sigurður Ejinarsson skoraði síðasta mark Fram úr víti. FH vann þarna verðskuldað slguir en sem var eftir atVikum of lítill.. Bezti maður FH var Ragnar Jóns son ásamt Kristjáni o>g Birgi. — Hjá Fram voru Gylfi og Sigurður Einarsson. góðir en Ingólfur fékk lítið áðhafst. Dómari var Firímami Gunnlaugs son. alf. YFIR 20 ÞÚS MÁL Framhald af 1. siðu. Sigurður Bjarnason kom með fyrstu síldina. Nýtingin hefur ver ið mjög góð, allt upp í 80%. Engin veiði hefr verið á síld armiðunum í dag, enda nokkuð hvasst á norðnorðvestan út af Langanesi. VARNAÐARORÐ (Framhald af 2 síðu) og akstur, er ólöglegt og hættu legt að sameina. Þreyttur öku- maður getur einnig verið hættu legur umferðinni. Með örugg um og ábyrgum akstri komið þið í veg fyrir mikið tjón og afstýrið alvarlegum slysum. Á- byrgur og öruggur akstur bjarg ar mannslífum og eitt af þeim getur verið yðar eigið. Gætið þess ætíð áð öll örygg istæki bifreiðarinnar séu í full komnu lagi áður en lagt er í langferð er einnig nauðsyn-j legt að athuga vel að vél bif- reiðarinnar sé í góðu standi. j Forðizt að aka á þjóðvegum á; slitnum eða sóluðum hjólbörð-j um. Gætið þess að varadekkið, sé í góðu lagi og hafið með-j ferðis felgulykil, tjakk, skrúf-j jám og skiptilykil, einnig er; ráðlegt að hafa með í bifreið-', inni platínur, kveikjuhamar, j kveikjulok, háspennukefli og viftureim ef farið er í löng ferðalög. Að lokum slysalaus verzlun- armannahelgi á að vera mark- mið vegfarenda. (frá Félagi ísl. bifreiða- eigenda). MÓTEL ramnalit at 16 síðu. inn taður fyrir neðan Kambana vinstra megin við veginn, þegar ekið er austur. Þeir, sem staðiðj hafa að undirbúningi stofnunar hlutafélagsins eru Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, Konráð Guðmunds- son, Halldór Gröndal, Bragi Einars son, Hörður Einarsson og Styrmir Gunnarsson. Churchill er nú hættur þing- mennsku eftir nær óslitna 64 ára setu. Hann mætti á þingi í síð- asta sinn á mánudaginn. Á mynd- inni sést Iiann á leið út úr þing húsinu við þetta tækifæri. Hann er studíhir niður tröppurnar, enda er gamla kempan nú um nírætt. Forsætisráðherra vestur um haf Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, og frú hans fara hinn 31. júlí með flugvél Loftleiða „Leifi Eiríkssyni" vestur um haf. Forsætisráðherra mun hinn 3. ágúst flytja ræðu á íslendinga- deginum, sem að þessu siani verð ur haldinn í 75 sinn og nú að Gimli eins og oftast áður. Forsæt- isráðherra og frú hans dvelja f/rst í Winnipeg á vegum íslendinga- dagsnefndarinnar en munu síðan halda vestur að Kyrrahafsströnd í boði Þjóðræknisfélagsins og heim- sækja byggðir Vestur-íslendinga í Kanada eftir því sem við verður komið. Heimsókninni í Kanada lýk u- hinn 14. ágúst. Þá hefur forsætisráðherra þegið boð Johnsons forseta Bandaríkj- anna um að koma í óformlega heimsókn til Washington hinn 18. ágúst til viðræðna. Ráðgert er, að þau hjón haldi heimleiðis frá New York hinn 19. ágúst með m.s. Brúarfossi. Forsætisráðuneytið, 30. júli 1964. og því um líkt. Húsið er teiknað hjá Teiknistofu SÍS, en Trésmiðj an Fróði á Blönduósi tók að sér að gera það fokhelt. Yfirsmiður er Einar Evensen. Nú er verið að fínpússa húsið að innanoggler í glugga er væntanlegt frá Noregi síðar í haust, og þegar það er komið verður líægt að byrja á inn réttingum. Áætlað kostnaðarverð" hússins eru 10 milljónir. (Tímamynd FB) FYRSTI LAXINN KJ-Reykjavík 30. júlí. Undanfarna daga hafa starfs menn í Laxeldisstöðinni í Kollafirði veitt athygli fiski innst í Kollafirðinum, og í dag sást fyrsti láxinn í löngu fisk- tjömunum á sjávarbakkanum þar efra. Þór Guðjónsson veiðimála- stjóri skýrði blaðinu svo frá í kvöld að þetta væri fyrsti lax- inn sem gengi upp í tjarnirnar í stöðinni. Hér var um að ræða á að gizka fjögurra punda lax sem verið hafði tvö ár í fersku vatni og eitt ár í sjó. Það eru margir sem hafa látið í ljósi áhuga á starfsemi LaxeMásstöðvarinnar í Kolla- firði, og nú er sem sagt fyrsti laxinn genginn upp f tjarnirn ar. J 132 SKÁTAR TIL IM0REGS Dagana 27. og 28. ágúst halda 132 íslenzkir skátar til Noregs. Hópurinn fer með flugvél til Osló og dvelur þar í nokkra daga og skoðar borgina. Móttaka verð ur fyrir þá í ráðhúsi Oslóarborg- ar og einnig munu þeir halda fs- landskvöld fyrir norska skáta. Að lokinni dvöl í Osló skiljast leiðir. Piltarnir, sem eru 91 og undij;. forystp,, þ.eiirra Guðmundar Ástráðssonar og Birgis JÞórðarson ar munu halda rakleitt norður til Bodö og taka þar þátt í lands- móti norskra drengjaskáta, ásamt 7—8000 öðrum piltum. Þetta mót er hið fyrsta, sem haldið er norð an heimsskautsbaugs og er dag- skrá þess hin fjölbreyttasta. Stúlkurnar, sem eru 37 og und ir stjórn frú Hrefnu Tynes og Sigr únar Sigurgestsdóttur munu hins vegar ferðast þvert yfir Noreg og síðan viða um vesturströndina. Tilgangur ferðar þessarar er tvíþættur, annars vegar að kynn- ast landi forfeðranna og hins veg ar að endurgjalda heimsókn norskra skáta hingað til lands ár- ið 1962, en þá héldu íslenzkir skát ar 50 ára afmæli sitt hátíðlegt með landsmóti á Þingvöllum. j Þátttakendur eru frá 13 ára j upp undir 60 ára aldur og mjög víða af landinu. Þetta er stærsti íslenzki skátahópurinn, sem haldið hefur út fyrir landsteinana. Hópurinn mun fljúga heim frá Þrándheimi hinn 17. ágúst. Auk Noregsfaranna eru fleiri íslenzkir skátar á útleið eða þeg ar farnir. 10 manna hópur undir stjórn Grétars Marinóssonar er á förum til Englands til að taka þátt í skátamóti í Devqn, 7 manna hóp ur er í Bandaríkjunum í boði þar- lendra drengjaskáta. Forystumað ur þeirra er Arnfinnur Jónsson. Og í alþjóðaskála kvennskáta í Sviss eru staddar tvær íslenzkar skátastúlkur i boði erlendra kven skáta. Eiginmaður minn, Sveinn Guðmundsson rafvirkjameistari, Akranesi, lézt á sjúkrahúsi Akraness 29. júlí. Málfriður Stefánsdóttir. Innilegar þakkir færum vél cllum þeim, sem sýndu okkur vinar- hug við andlát og jarðarför Jóns Aðalsteins Sigfússonar, Halldórsstöðum, Reykjadal. Sérstakar þakkir færum vér Karlakór Reykdæla og Hestamanna- félaginu Þjálfa, fyrir þá virðingu, sem þau félög sýndu hinum látna. Vandamenn. Eiginmaður mlnn, og fósturfaðir, Þorsteinn Þorsteinsson frá Ásmundarstöðum, lézt í sjúkrahúsi Hvltabandsins 27. þ. m. — Jarðarförln ákveðin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 5. ágúst, kl. 1,30. Sigríður Ólafsdóttir. Baldur Óskarsson. Mínar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður mlnnar, Guðbjargar Bergsteinsdóttur Selvogsgötu 3, Hafnarfirði. Bergsteinn Sigurður Björnsson. T í M i N N, föstudaginn 31. júií 1964 — 15 V t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.