Tíminn - 31.07.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.07.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdast.ióri Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson <ábi Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrú! ritstjórnar Tómas Karlsson Frétta stjóri' Jónas Krisíjánsson Auglýsingastj. Sigurjón Davfðsson Ritstjórnarskrifstofur l Eddu-húsinu. simar 18300—18305 Skrii stofur Bankastr 7 Afgr.simi 12323 Augl. sími 19523 Aðrar skrifstofur. sími 18300 Áskriftargjald kr 90,00 á mán Innan lands — í lausasölu kr 5,00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.i Dómur skattskrárinnar Þegar stjórnarfrumvörpin um breytingar á tekju- skatts og útsvarslögunum lágu fyrir Alþingi í vetur, héldu Framsóknarmenn því fram, að þau fælu raunverulega í sér skattahækkun. Að vísu væri persónufrádrátturinn nokuð aukinn, og það væri til bóta, en þó þyrfti aukn- ing hans að verða meiri. Hins vegar væri svo gerð breyt- ing á skatt- og útsvarsstiganum, er hlyti að leiða til skatta- hækkunar einkum á skattgreiðendum í millistéttum. Skattar og útsvör myndu hækka stórlega á þeim, miðað við gjaldgetu- Sama gilti einnig um verkamenn, sem ynnu mikla eftirvinnu, en það er þeim nauðsynlegt. ef launin eiga að hrökkva fyrir nauðþurftum. Stjórnarsinnar skeyttu framangreindum ábendingum Framsóknarmanna engu, heldur töldu þær fjarstæður einar. Jafnframt hertu svo stjórnarblöðin þann áróður með Gunnar Thoroddsen sem forsöngvara, að hér væri raunverulega um að ræða mikla skatta- og útsvars- lækkun, ekki aðeins hjá hátekjumönnum, heldur öllum skattgreiðendum. Helzt mátti skilja á þeim, að stjórnar- flokkarnir hefðu eignazt nýjan Erhard, þar sem Gunnar var! I Skattskráin hefur nú fellt dóm sinn um það, hvonr höfðu réttara fyrir sér Framsóknarmenn eða stjórnar- sinnar á Alþingi í vetur. Skattar og útsvör hafa hækkað stórkostlega á flestum skattgreiðendum, miðað við síðastl. ár, jafnvel allt að því tvö- og þrefaldazt, þótt gjaldgetan hafi ekki aukizt raunverulega. Meiri skattahækkun hefur aldrei átt sér stað í sögu þjóðarinnar, og þetta á sér stað. þrátt fyrir margföldun tolla og söluskatta á undanförnum árum. Skrif Morgunblaðsins, Alþýðublaðsins og Vísis um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hafa þannig reynzt hinar örgustu blekkingar, sem um getur í íslenzkri stjórnmálasögu. Gunnar Thoroddsen er ekki hinn snjalli og góðgjarni fjármálasnillingur, sem létt hefur skatt- byrðum af almenningi, heldur hinn óbilgjarni og ráð- litli skattheimtumaður, sem hefur aukið skattaklyfjarnar jafnt og þétt. Þeir flokkar, sem hafa svikið og blekkt kiósendur eins stórkostlega og stjórnarflokkarnir hafa gert í skattamálunum, eiga að hljóta maklega fordæm- ingu þjóðarinnar. Árás á míllistéttirnar Hin mikla útsvars- og skattahækkun, sem skattskráin ber svo ljóst merki, bitnar tiltölulega þyngst á fólki, sem hefur meðaltekjur. Síðan núv. stjórnarflokkar hafa kom- ið til valda, hafa þeir unnið markvíst að því að lækka beina skatta á fyrirtækjum og hátekjumönnum, en hækka þá á millistéttinni. Með breytingum skatt- og útsvarsstig- anna í vetur, var alveg sérstaklega unnið að því að færa skattana yfir á millistéttirnar. Framsóknarmenn bentu á þetta og vöruðu við þessu, en stjórnarflokkarnir skeyttu þessu engu. Afleiðingarnar sjást nú vel. Millistéttirnar búa nú við hærri skattaálögur en dæmi eru til um annars staðar. Þeir verkamenn. sem mest leggja á sig, komast nú yfirleitt orðið í sama skattstig- ann og millistéttirnar. Þannig bitna skattaálögur ríkis- stjórnarinnar einnig hart á þeim. Millistéttirnar munu búa við þessi ólög áfram. nema þær geri það vel ljóst, að þau verði ekki þoluð. Og það verður ekki gert með öðru en að millistéttarfólkið svipti stjórnarfiokkana hinum óeðlilega mikla stuðningi, sem það hefur veitt þeim. Verður Strauss nýr Goldwater? Erhard veitír enn betur í átökunum innan kristiiega fiokksins í VIÐTALI því, sem de Gaulle átti nýlega við blaða- menn, vakti það ekki mesta athygli, að hann taldi lokið forustu Bandaríkjamanna í Evrópumálum eða að kalla H bæri saman ráðstefnu til þess að vinna að hlutleysi landanna í Suðaustur-Asíu. De Gaulle hefur nefnilega sagt þetta oft áður, að vísu ekki alveg með sömu orðum, en efnislega. Þess vegna kom þetta ekki neitt á óvart. Það, sem kom á óvart. var óbein gagnrýai á stjórn Vestur-Þýzkalands De Gaulle revndi bersýnilega að kenna henni um. hve lítið hefði gengið í þá átt að láta þýzk- franska vináttusamninginn, sem þeir Adenauer gerðu, koma til framkvæmda og skapa þannig grundvöli fyrir nánari samvinnu meginlands ríkjanna í Vestur-Evrópu. Það var ljóst af því. sem de Gaulle sagði, að hann var mjög óánægður með árangurinn af fu.ndi þeirra Erhards, sem ný- lega var haldinn í Bonn Það er nú upplýst, að á þessum fundi hefur Erhard færzt und an því að láta fransk-þýzka vináttusamningurinn koma til 1 fullrar framkvæmdar og eins neitað de Gaulle um fjárhags lega aðstoð við kjarnorkuvíg Íbú.nað Frakka Stefna Erhards er að vinna að aukinni sam- vinnu Vestur-Evrópvi- . allrar, þ.e að Bretlandi meðtöldu, og varðveita jafnframt 00111' tengsli við Bandaríkin Fyrir honum er samvinna Atlants- hafsríkjanna sízt minna atriði en samvinna Evrópuríkjanna AF HÁLFU vestur-þýzku stjórnarinnar var strax mót mælt. að vísu óbeint. þeirri gagnrýni. sem hafði komið fram í ummælum de Gaulle Þau munu eigi að síður hafa tilætluð áhrif. Með þeim hefur de Gaulle ætlað sér að styrkja áhrif þeirra manna í flokki kristilegra demokrata í Vestur Þýzkalandi, sem fylgja sömu stefnu og hann, en þar ber mest á þeim Adenauer og Strauss, fyrrum landvarnaráð- herra. Þessir menn hafa und- anfarið reynt að beygja Er- hard til fylgis við sig, en hann ekki látið sér segjast. Eins og er má Erhard sín miklu meira í kristilega flokknum Það styð- ur jafnframt aðstöðu hans, að bæði jafnaðarmenn og frjáls- lyndir demokratar hafa lýst fylgi við stefnu hans. Eins og málin horfa nú. bendir allt til þess, að stefnu Erhards verði fylgt meðan hans nýtur við, en hann nálgast brátt sjötugsaldurinn. Hins veg ar hafa þeir Adenauer og Strauss sterka aðstöðu og geta haft áhrif á, að Erhard verði að fara hægara í sakirnar en ella, t.d í samningum við Rússa. Þá mun það hafa mikil áhrif, hvernig stjórnmálrn þróast í Bandaríkjunum. Uppgangur Goldwaters styrkir aðstöðu þeirra Strauss og Adenauers. Úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum geta haft meg- Adenauer og Erhard. ináhrif á vestur-þýzk stjórn- mál. Því er nú fylgt með mikilli athygli, jafnt innan og utan Vestur-Þýzkalands, að stjarna Strauss virðist vera ört hækk andi á ný. Hann varð að láta af embætti landvarnaráðherra fyrir nokkrum misserum vegna Spiegels-málsins svonefnda, því að hann hafði beitt þar^yfir- gangi og rangindum. Ýmsir héldu að ferli hans væri þá lokið, svo hefur ekki orðið Strauss hefur verið foringi sér staks flokks í Bæjaralandi, sem er raunar deild í ki istilega flokknum, og er hann valda meiri þar nú en nokkro siffni fyrr. Strauss hefur sým það. að hann getur ekki síður verið diplomat en harðjaxl, ef hann telur það betur henta. Honum hefur tekizt að vinna til fylg is við sig þá menn, sem áður voru helzt á móti honum i flokknum, og nýtur því orðið einróma stuðnings. Mjög er nú talað um, að Erhard muni ekki komast hjá því að fela Strauss veigamikið ráðherraembætti eftir kosningarnar 1965 Þetta myndi jafnframt þýða það, að Strauss fengi aðstöðu til að keppa um kanslaraemb ættið, þegar Erhard léti af því Eins og sakir standa í dag, er ekki talað um neinn sjálfsagð an arftaka Erhards. Þar koma margir sæmilegir menn tii greina, en enginn þeirra verð ur þó talinn jafnoki Strauss. hvað snertir skörungsskap og ræðumennsku. ÝMISLEGT bendir til þess, að Strauss geti haft sterka tafl- stöðu, þegar að því kemur að velja Erhard eftirmann Það yrði t.d. vatn á myllu hans, ef ekki batnaði neitt sambúðin milli Vestur-Þýzkalands og Austur-Þýzkalands, eða ef Gold- water styrkti aðstöðu sína í Bandaríkjunum, án þess þó að sigra í forsetakosningunum. Því er nú meira og meira farið að tala um Strauss sem eins konar vestur-þýzkan Goldwater Jafnvíst og það er. að ekki er hægt að fullyrða, hvaða forseti kemur til valda i Bandaríkjun um, þá er ekki fremur hægt að fullyrða, hvaða kanslari verðúr i Vestur-Þýzkalandi Undir venjulegum kringumstæðuni hefur þó ríkt meiri stöðugleiki í bandarískum stjórnmálum ep þýzkum. Þar hafa sveiflur orðið meiri, enda verið betri jarðveg- vegur fyrir þær. Eins og er- virðist lýðræðið vera að stýrkji- ast í Vestur-Þýzkalandi, en ekki er hægt að segja. að það sé orð ið fast í sessi. Ómögulegt er t.d. að sjá fyrir, hvaða áhi;if tvískipting Þýzkalands. getur haft á þýzk stjórnmál ef hún helzt lengi. Ef Johnson sigrar í Banda ríkjunum. Erhard verður áfrarh við völd í Vestur-Þýzkalandj og Krustjoff í Sovétríkjunum getur skapazt möguleiki til að vinna að lausn Þýzkalandsmá) anna. er bætt gæti sambúðiha milli austurs og vesturs Skaþ ist slíkur möguleiki ekkt. eða misnotist hann af einhverjurn ástæðum, getur tími mann^ eins og Goldwaters og Straus' f verið framundan. Þ.Þ / T ( M 1 N N, föstudaglnn 31. júlí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.