Tíminn - 08.08.1964, Síða 7

Tíminn - 08.08.1964, Síða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri' Kristián Benediktsson Ritst.iórar Þórannn Þórarinsson (áb). Andrés Krist.iánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Frétta stjóri: Jónas Krisijánsson Auglýsingastj Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur l Eddu-húsinu simar 18300— 18305 Skrii stofur Bankastr 7 Afgr.simi 12323 Augl simi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 90.00 a mán innan lands. — f lausasölu kr 5,00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.l Umreikningurmn Þegar núv. stjórn breytti tekjuskattslögunum 1960, felldi hún niður þá reglu, sem hafði gilt árum saman, að skattskyldar tekjur skyldu umreiknaðar samkvæmt sér- stakri vísitölu, þ e. að persónufrádrátturinn yrði aukinn í samræmi við aukna dýrtíð Það hefur nú sýnt sig, að þessi breyting hefur orðið mjög óhagstæð launþegum, þar sem þeir hafa ekki fengið tekið tillit til þess, að frádrátt- ur ykist í samræmi við launahækkanir, sem leiddu beint af aukinni dýrtíð og væru því ekki raunverulegar Kjara- 1 bætur. Að vísu var frádrátturinn nokkuð aukinn á sein- asta þingi, en hvergi nærri nógu mikið til þess að mæta dýrtíðaraukningunni, er hafði orðið síðan 1960. Jafnframt var svo skattstiganum breytt til hækkunar og eyddist þannig að mestu sú úrbót, sem hækkun persónu- frádráttarins hefði annars orðið skattgreiðendum. Á seinasta þingi lögðu Framsóknarmenn til, að hinn svonefndi umreikningur yrði tekinn upp aftur í því formi, „að breytist vísitala framfærslukostnaðar til hækkun- ar eða lækkunar frá því sem hún var að meðaltali árið 1959, skuli framangreindum frádráttarupphæðum breytt í réttu hlutfalli við vísitölubreytinguna. Tekjutölum skatt stigans skal breytt á sama hátt.“ Þetta hvort tveggia hefði haft þau áhrif, að skattarnir hefðu ekki hækkað. þótt menn fengju launahækkanir vegna aukinnar dýrtíðar Jafnhliða þessu lögðu Framsóknarmenn til. að ekki yrðu gerðar breytigar á skattstiganum .frá 1960 Hefðu þessar tillögur Framsóknarmanna vérið sanv þykktar, myndi skattabyrðin hafa orðið stórum minni nú en raun ber vitni um. Jafnframt hefði það veriS tryggt tíl frambúðar, að skattar hækkuðu ekki vegna launahækk- ana, er væru afleiðing aukinnar dýrtíðar. Illu heilli höfnuðu stjórnarflokkarnir þessum tillögum Framsóknarmanna og því er nú komið sem komið er. Óhjákvæmilegt er, að þessi mál verði tekin hið fyrsta til gagngerðrar endurskoðunar og endurbóta eins og Framsóknarflokkurinn hefur lagt til við ríkisstjórnina Verkamenn blekktir Það er auðráðið af ummælum fjölmargra verrkamanna, að ekki hefðu náðst samningar um óbreytt kaupgjald á síðastl. vori, ef menn hefðu þá vitað um þær gífurlegu skattahækkanir, sem kæmu til sögu síðar á árinu. Meginþorri verkamanna stóð þá í þeirri trú, að skatt- arnir myndu ekki hækka að ráði. Þótt menn tryðu ekki alveg þeirn áróðri stjórnarblaðanna, að skattarnir myndu lækka, trúðu menn samt svo mikið á hann, að þeir bjuggust ekki við stórfelldum skattahækkunum. Ríkisstjórninni og málgögnum hennar tókst þannig að blekkja verkamenn og leyna fyrir þeim hinum miklu skattahækkunum, er framundan voru. Samningarnir við atvinnurekendur og ríkisstjórnina voru gerðir í þeirri góðu trú, að skattarnir yrðu svipaðir því og þeir hefðu verið. Verkamenn voru þannig blekktir og sviknir. Aflsiðing- arnar eru þær, að nú fær fjöldi fastlaunafólks svo 'ítið úr umslögunum sínum, að það nægir ekki fyrir fæði, hvað þá öðru Sumir fá ekki neitt. Sennilega er erfitt að finna dæmi um, að menn hafi verið eins herfilega blekktir og verkamenn, þegar þe’r voru að semja við ríkisstjórnina í sumar En það ‘'erður ekki ’ síðasta sinn, sem stjórnarflokkarnir reynr ð blekk.ja menn, ef menn draga ekki réttar ályktanir af þessari bitru reynslu. Landsbyggðin er landvörn okkar í dag höldum við íslendingar þjóðhátíð, til þess að minnast 20 ára afmælis hins íslenzka lýð veldis — og til þess að minnast foringjans í frelsismálum þjóð arinnar, sem fæddur var á Rafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811. En það var að yfir- lögðu ráði, að lýst var yfir stofnun lýðveldisins á afmælis- degi Jóns Sigurðssonar — 17 iúní 1944, á Þingvöllum. í heiminum eru nú rúmlega 100 sjálfstæðar þjóðir — eða ríki — stórar og smáar. Nokkr- ar þessara þjóða telja hundrað eða hundruð milljóna, Nokkrar aðrar 50—100 milljónir. í nokkr- um ríkjum er íbúafjöldinn einn eða nokkrir tugir milljóna. Hin ar sjálfstæðu frændþjóðir okk- ar á Norðurlöndum eru ca. 4 til 8 milljónir hver, að mig minnir. og kallast smáþjóðir á heims- mælikvarða. — Víðs vegar um heim eru álíka fjölmennar þjóð- ir taldar til smáþjóða og eru þó þetta margar milljónir hver. Við íslendingar erum tæplega einn fimmli úr einni milljón. Á imóti hverjum 20—40 Norður- landamönnum og á móti hverj- um 1000 Bandaríkjamönnum eða 3000 Kínverjum á ísland einn mann til starfa og til að minna á, að það sé til. Ef við. þessir 185 þúsund ís- lendingar, sem nú byggjum land ið, ættum heima í einhverju álíka fjölmennu stórborgar- hverfi, t-d. í London eða : Mo-skva, fséru af okkur litlar sögur. sem slíkum. Móðurmálið okkar væri þá ekki tií, ög við yrðum í öllu að semja okkur að þeirra siðum, sem við þá sjálf réðum litlu um, sakir fá- mennis. En okkur, sem ekki er- um nema fimmtungur úr millj- ón, eru allt önnur og meiri ör- lög sköpuð „óvenjuleg örlög.“ Við erum sjálfstæð og fullvalda þjóð. Við ráðum málum okkar sjálf. Við eigum sérstaka tungu cg þjóðmenningu forna, samtím- is því, sem okkur hefur í seinni tíð lánazt að fylgjast með á framfarabraut þjóðanna. Full- trúar okkar í höfuðborgum heimsins njóta þar þeirrar virð- ingar, sem fylgir því að koma fram fyrir hönd sjálfstæðs ríkis Fáni íslands blaktir á höfum, þar sem íslenzk skip fara, og á leiðum loftsins. Við höfum mál frelsi og atkvæðisrétt eins og aðrir á þingi hinna sameinuðu þjóða. íslenzka kænan með einn mann um borð siglir sama sjó og þúsund manna hafskip stór veldanna. En hver er ástæðan til þess að okkur, þessum fimmtungi úr einni milljón, eru þessi sérstæðu örlög sköpuð? Hvernig stendur á því að við skulum vera sjálf stætt ríki með feérstaka þjóð- menningu og þurfum ekki að lúta neinum fyrirmælum öðrum en þeim, sem við sjálfir teljum að íslenzkum lögum? Ástæðan er sú. að við eigum land, eigum það einir og að eignarréttur okkar á þessu landi er viðurkenndur af öðrum ríkj- 'um. Engir aðrir gera kröfu til þessa lands. Eignarréttur íslend inga á íslandi er óvefengjanleg ur. Og landið okkar er ekki lít ið, þó að þjóðin sé það ennþá ísland er eins stórt og helming Ræða Gísla Guðmundssonar alþm. á þióðhatíðar* lamkomu á Þórshöfn 17. júni s. I. ur Bretlands, þar sem fimmtíu milljóna þjóð býr. Það er stærra en Holland og Belgía samtals, þar sem 20 milljónir búa. Það er 150% stærra en Danmörk og írland, sem hvort tveggja eru lönd nokkurra milljóna Við hinir smæstu allra smáþjóða. eigum stórt land, fagurt land og heilnæmt, þó svalt sé ‘hér stund um. Og framtíðarmöguleikarn- ir í þessu landi eru miklir á komandi tímum. á öld hinnar undursamlegu tækni. sem gerir náttúruna manninum undir gefna í ríkari mæli en hægt var að láta sig dreyjna um fyrr á , tímúm. . Jn -er þá ekki hættá á, að rþVssi dýrmæta eign, ísland, gangi okkur úr greipum? Þurf- um við ekki að gera eitthvað til þess, að tryggja okkur áfram eignarréttinn? Leggur þessi dýr mæta eign, landið, undirstafí1 sjálfstæðisins, okkur ekki ein hverjar skyldur á herðar? Vissulega er það svo. Tíl þess að geta haldið áfram að eiga landið, án þess að umráða- og eignarrétturinn sé vefengdur. verðum við og afkomendur okk- ar að gera hið sama og lands- menn gerðu í öndverðu til að eignast það og síðan afkomend- ur þeirra og forfeður okkar og formæður, öld fram af öld: Við verðum að byggja landið — byggja það allt — og við verð um að sýna það öllum heimi á hverjum tíma, að við getum komizt sómasamlega af í þessu landi, stöndum ekki öðrum að baki í þroska og framförum, að við sitjum þetta land með þeirri prýði, sem við á og getum kom- ið fram heiman og heima eins og þeirri þjóð hæfir, sem ræður vfir slíku landi. Hvernig haldið þið að örlöe íslands hefðu orðið, ef hinir norrænu landnámsmenn hefðu aðeins byggt landnám Ingólfs og Skallagríms, eða sem því svar ar og látið hina landshlutana óbyggðá? Þá hefðu þeir lands- hlutar síðar á tímum án efa byggzt fólki af öðrum þjóðlönd- um. Kannski Englendingum. Frökkum. Þióðverjum eða Rúss- um, þegar bessa þjóðir fóru að leita nýrra landa. stofria sér ný- 'endur. Þá væru hér hvorki ís» 'endingar né íslenzk tunga, né eldur íslenzkt ríki, og engin Jenzk þjóðhátíð í dag. En það sem ekki gerðist á landnámsöld og það, sem aldrei síðar gerðist á þessu landi, þrátt fyrin mannfækkun af hallærum og drepsóttum, getur átt eftir að gerast á vorum dögum eða síðar. ef íslands óhamingja verð ur slík Það gerist ef íslendingar gerast svo léttúðugir að láta undir höfuð leggjast að gegna þeirri frumskyldu sinni að byggja landið. Ef aðrar þjóðir sjá, að við getum ekki eða vilj- um ekki byggja svona stórt land, ef við leggjum byggðir og heila landshluta í eyðj eða svo til og látum sem þessi dýrmæti arfur, þessi guðsgjöf forlaganna, sé okkur óviðkomandi, þá mun ekki skorta fólk af öðrum þjóð- um og jafnvel fjarskyldum, til að taka sér bólfestu í þessum landshiutum Og þá piyndi þess skammt aw bíða, að íslendingar, íslenzkt ríki og íslenzk menning hætti að vera til, nema sem dauður hlutur í bjóðminjasafni veraldar innar Landsbyggðin er landvörn okkar íslendinga Þeir, sem nú halda við landsbyggðinni. sem verst í vök og efla hana gegna varðstöðu. sem getur verið framtíð þessarar þjóðar Slíkir útverðir kunna að fara einhvers á mis, en þeir munu m.a taka laun sín í almennari hreysti af komenda sinna. líkamlegri og ekki sízt andlegri. en borgarlíf- ið getur veitt, þrátt fyrir kosti þá, sem því fyigja. Þetta kennir aldagömul reynsla í mörgum löndum. Og þess vegna þrá börn in á malbikinu og iafnvel hinir fullorðnu líka að komast út fyrir borgarmúrana á vorin. Vitur maður sagði einu sinni: Landið hefur stækkað þjóðina. Minnumst þess jafnframt að styrkur þjóða. lífsafl og máttur til framsóknar. fer ekki að öllu leyti eftir íbúafjölda, og er held ur ekki í réttu hlutfalli við veð urblíðu eða frjósemi landanna. Tæið smáþjóðar til . að verða sterk og hraðfara á vegi fram- faranna, er að reyna að tryggja það sem bezt. að sérhver ein- staklingur geti notið líkamlegra og andlegra hasfileika sinna til fulls og haft skilyrði til þess þroska, sem honum tr eðlilegt að ná Og óhollar lífsvenjur verði honum eða samfélaginu ekki fjötur um fót Kynstofninn, sem byggir þetta land. er sterkur að uppruna og eftir vægðarla.ust úrval óblíðra lífskjara á liðnum tímum. Við biðjum af hjarta. að þau lífskjör sem um mörg hundruð ára hindruðu vöxt þjóðiarinnar og meinuðu meirihluta íslenzkra barna að vaxa upp og njóta lífs- ins í landi sínu.komi aldrei aftur Þjóðinni fjölgar nú örar en í flestun öðrum löndum hvítra manna — og landið þarf þess með, að öll börn þess fái að lifa og komast til svo mikils þroska sem þeim er auðið að ná Ef það tekst, og ef friður helzt milli þjóða, og ef okkur íslendingum lánast að byggja landið. verður hér vonandi um aldir — eins og segir í þjóðsöngnum „gróandi þjóðlíf með þverrandi tár.“ T í M I N N, laugardaginn 8. ágúst 1964 — 7

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.