Tíminn - 12.08.1964, Síða 2
Félagsheimili á Húsavík
FB-Reykjavík, 11. ágúst.
Félagsheimili er nú í smíðum á
Húsavík, Fyrirhugað er, að það
verði þrjár álmur, og er sú fyrsta
orðin fokheld. I þeirri álmu verð-
ur aðalinngangurinn í hús'ið, fata-
geymsiur og slíkt, en á efri hæð-
inni er ætlunin að átta félög á
Húsavík fái aðstöðu fyrir starf-
semi sína. Félögin eru Verkalýðs-
félag Húsavíkur, fþróttafélagið
Völsungur, Karlakórinrr Þrymur,
Kvenfélag Húsavíkur, Slysavarna-
deild Kvenna á Húsavík, Iðnaðar-
mannafélag Húsavíkur, Leikfélag
Húsavíkur og Samvinnufélag sjó-
manna á Húsavík.
í annarri álmu félagsheimilis-
ins, sem nú er verið að byrja á.
Verða samkomusalur og aðstaða til
Hagstætt veður var á síldarmið-
unum s.l. sólarhring, en nokkur
þoka. Aðalveiðisvæðið var í Norð-
fjarðardýpi og Gerpisflaki. Sömu-
leiðis voru nokkur skip ANA af
Langanesi, og var síldin á þeim
slóðum mun betri.
Síldarleitinni var kunnugt um
afla 62 skipa samtals 32.530 mál
og tunnur.
Ögri GK 2300, Akraborg EA
500, Garðar GK 1400, Baldur EA
350, Björgvin EA 750, Arnar RE
400, Fagriklettur GK 800, Seley
SU 1100, Björg SU 250, Sig. Jóns-
son SU 850, Einar Hálfdáns IS
600, Helga Björg IS 300, Gísli
lóðs GK 1000, Haraldur AK 600,
Guðrún Jónsdóttir IS 1000,
Mummi GK 500, Kambaröst SU
150, Jökull SH 750, Gjafar VE 350,
Kristján Valgeir GK 200, Víkingur
II IS 200, Hafþór RE 300, Hamra-
vík KE 600, Snæfell EA 350, Sig-
urpáll GK 1000, Rán IS 300, Lóm-
ur KE 900, Viðey RE 250, Húni
II HU 250, Rán SU 80, Þorl. Rögn-
valdsson OF 400, Hrafn Sveinbj.
II GK 400, Hrafn Sveinbj. III GK
600, Ársæll Sig. II GK 700, Sigur-
von AK 400, Helga Guðmundsd.
BA 1000, Gullfaxi NK 1300, Hof-
fell SU 500, Hvanney SF 150, Sæ-
faxi NK 250, Rifsnes RE 400,
Stjarnan RE 650, Þorbjörn II GK
1000, Gunnar SU 200, Skipaskagi
AK 500, Baldvin Þorv. EA 200,
Höfrungur II AK 600, Gunnvör IS
200, Arnkell SH 300, Gunnhildur
IS 300, Akurey SF 150, Sæfell SF
150, Faxaborg GK 300, Gnýfari SH
250, Fjarðaklettur GK 200, Jör-
undur II RE 500, Sæúlfur BA 100,
Grundfirðingur SH 200, Gylfi II
EA 200, Vattarnes SU 350, Sig-
Bjarnason EA 800, Hafþór NK
900.
gistihúsareksturs með gistiher-
bergjum á annarri hæð. í þriðju
álmunni verður -síðan kvikmynda-
salur með leiksviði fyrir leiksýn-
ingar, og þarna á einnig að vera
hægt að halda hljómleika.
Bygging félagsheimilisins hófst
í fyrrasumar, og yfirsmiður er
Einar Friðrik Jóhannesson, en
Héraðsmót í Króks-
a
Ræðu flytur Hermann Jónasson,
fyrrv. forsætisráðherra. Árni Jóns
son, óperusöngvari syngur.
Hljómsveitin Kátir félagar leik-
ur fyrir dansi.
HÁLFU FÆRRI
Framhald af 1. síðu.
Reykjanesi. Þar af höfum við
alltaf einn mann í prófum dag
lega. Hann getur aftur á móti
engan veginn annað öllum próf
unum, og því fær hann aðstoðar
menn á kvöldin.
— Og hvernig er tryggt, að
þeir fylgi allir sömu reglum
og séu jafn strangir?
— Við höfum hér ákveðnar
reglur, sem þeír eiga að fylgja.
Þar er sagt m. a. til um í
hverju og hvernig þeir eiga
að prófa og hvernig þeir eiga
að koma fram við próftakann.
Þessum reglum eiga prófdóm
ararnir að fylgja og reyna eft
ir mætti að meðhöndla alla
próftaka eins.
— Hvað eru bifreiðakennar
ar í Reykjavík margir?
— Þeir eru um 160.
— Og hvernig finnst þér, að
þeir leysi starf sitt af hendi?
— Það er auðvitað mismun-
andí. Þó finnst mér bera nokk
uð á því, að þeir reyni bein-
línis að ýta fólkinu í gegnum
bílprófið, þ. e. a. s. að sumir
kenna nemendum sínum það,
sem líklegt er að spurt verði
um á prófinu, en fara ekki
nægilega vel í gegnum ýmis
önriur þýðingarmikil atriði.
Einnig ber mikið á því, að
fólkið líti á ökuprófið sem
smávægilegan hlut, sem ekki
þurfi að búa sig vel og vand-
lega undir.
— Og þetta er að sjálfsögðu
hættuleg þróun?
— Já, ég verð að segja það.
Bráðnauðsynlegt er, að öku-
kennarar vandi verk sitt og
kenni nemendum vandlega
allt, sem þeir eiga að víta, og
eins verður að brýna það fyrir
fólki, að það er enginn leikur
að hafa vald yfir kraftmikilli
vél í umferðinní — sagði GeA
ur að lokum.
verktakinn er Trésmiðjan Fjalar
á Húsavík.
MINKA MÓT
FB-Reykjavík, 11. ágúst.
Á fimmtudaginn hefst skátamót
í Borgarvík við Úlfljótsvatn, og
stendur Minkasveit Skátafélags
Reykjavíkur fyrir mótinu í tilefni,
af fimm ára afmæli svéitarinnar. |
Til mótsins er boðið ehnum starf-
an-di skátaflokki frá hverju félagi
drengjaskáta á landinu.
Á mótinu verður lögð áherzla á
frumbyggjastörf, og verða skát-
arnir látnir reisa turna, brýr og
fleiri mannvirki úr trönum og
snæri án tilkomu hamars og nagla.
Auk þess munu drengirnir reisa
mannvirki, sem þeir telja nyt-
samleg eða æskileg til að auka á
þægindi þau, er náttúran hefur
upp á að bjóða á tjaldbúðasvæð-
inu.
Dagskrá mótsins miðast öll við
það að auka samheldni og sam-
starf flokkanna, og eftir hvern lið
dagskrárinnar verða flokkunum
gefin stig, og að lokum verður
ákveðið hvaða flokkur hlýtur tit-
ilinn: „Bezti skátaflokkur Minka-
móts 1964“ Mótið verður opið gest-
um á laugardaginn eftir hádegi og
fram til kl. 23, en þá fer fram
firmakeppni í skátaíþróttum, sú
fyrsta sinnar tegundar hér á landi,
og varðeldur hefst kl. 20:30.
800 MANNS
Framhald af 16. siSu.
Hvanneyri á sunnudaginn, um eða
yfir 800 manns, og var öllum boðið
til kaffidrykkju.
Forseti íslands sæmdi Guðmund
Jónsson skólastjóra riddarakrossi
hinnar íslenzku fálkaorðu á sunnu
daginn, fyrir störf hans að ís-
lenzkucn skóla- og landbúnaðar
málum.
ÁRANGURSRlK
Framhald af 1. síðu.
vísindalegra athugana, og þar
af störfuðu 3 eins og til var ætl
azt. Einn þessara þriggja var
sendur upp aðeins þremur klukku
stundum áður en síðari eldflaug
inni var skotið upp, og voru því
bæði eldflaugin og belgurinn
uppi á sama tíma. Þetta sagði dr.
Mozer að væri þýðingarmikið, því
að þá gætu þeir athugað þær
mælingar, sem eldflaugin gerði
á eindunum og loftbelgurínn á
röntgengeislunum á sama tíma.
Dr. Mozer kvað hugsanlegt, að
þeir kæmu hingað til lands aftur
til enn frekari rannsókna. Það
færi eftir árangri þessara tilrauna,1
en það mun taka marga mánuði
að vinna úr því rannsóknarefni,
sem þeir hafa nú fengið í hend-
ur.
Dr. Mozer þakkaði síðan íslend
ingum fyrir mjög góðar móttökur
hér á landi. Einkum þakkaði hann
þó dagblöðunum og þeim Þor-
birni Sigurgeírssyni, prófessor, dr.
Þorsteini Sæmundssyni og Ágúst
Valfells, sem allir aðstoðuðu við
tilraunirnar á einn eða annan
hátt.
Kjúklingmálið til
saksóknara
KJ—Reykjavík 11. ágúst
Lokið er nú lögreglurannsókn
í „kiúklingamálinu", og hafa nið
urstöður rannsóknarinnar verið
sendar til saksóknara ríkisins, sem
tekur ákvörðun um frekari að-
gerðir í málinu.
Sveinn Sæmundsson yfirmaður
rannsóknarlögreglunnar hafði
rannsókn málsins með höndum,
og tjáði hann blaðinu í dag að
rannsókninni væri lokið. Blaðið
gat ekki fengið upplýsingar um
hverjir væru málsaðilar, en sem
kunnugt er þá voru þessir 46 kass
ar af kjúklingum gerðir upptækir
í Síld og fisk við Bergstaðastræti.
40 ÍBÚÐARHÚS
Framhald af 16. síðu.
mánaðar, og verður malbikun
arútlagningarvél Reykjavíkur-
borgar notuð við verkið. Mal-
bi'kið mun sömuleiðis koma
frá Reykjavík.
Hér á Selfossi eru í byggingu
nálægt 40 íbúðarhús og var
byrjað á flestum þeirra í fyrra.
Póst og símamálastjórnin er hér
að byggja nýtt póst og símahús
sem er við Austurveg. Nú er unn
ið að teikningum við nýja gagn-
fræðaskólann, sem samkeppni var
háð um, og verður væntanlega byrj
að á aðalbyggingunni nú í haust
svo framarlega sem vinnuafl og
efni til byggingarinnar fæst. Gagn
fræðaskólinn verður byggður í
fjórum áföngucn, og er það aðal-
byggingin sem byrjað verður á í
haust. Sá áfangi er 2634 fenmetr
ar að flatarmáli og 9219 rúmmetr
ar. Þar verða 9 almennar kennslu
stofur og 9 sérstofur. Gagnfræða
skólinn mun rísa skammt frá
barnaskólanum, en um400 nem-
endur voru við nám á s.l. vetri
í barna og miðskólanum. í vor
var tekið í notkun nýtt húsnæði
fyrir lögregluna á staðnum, og
þar hefur bifreiðaeftirlitið einnig
aðsetur. Hreppurinn greiðir helm
ing þess kostnaðar setn kemur í
hlut héraðsins a greiða en sýslan
hitt.
f byggingu er hér á Selfossi nýtt
iðnaðar og skrifstofuhúsnæði, og
einnig er hér verið að byggja
750 rúmmetra kartöflugeymslu
sem þrír kartöfluframleiðendur
eiga.
vegum hreppsins síðan árið 1958
og vinna 11— 13 ára börn við
garðyrkju og skógrækt, en piltar
á aldrinum 14 — 15 ára hafa að
ýmsum framkvæmdum á vegum
hreppsins. Um fjörutíu börn hafa
verið við garðyrkjuna og skóg-
ræktina í suimar.
Mest byggist Selfoss austan
Ölfusár, en þar fá öll hús heitt
vatn frá hitaveitunni á Selfossi.
Kaupfélag Árnesinga á og rekur
hitaveituna, og hefur nú nýverið
fengið svokallaða djúpvatnsdælur
til að dæla vatninu upp úr hol
unum. Holur sem ekki var hægt
að hafa neitt gagn af áður, hafa
nú gefið góða raun e’ftir tilkomu
dælunnar.
Stöðugt er unnið að endurbygg
ingu íþróttasvæðisins og er þar
nú risið hús með búningsherbergj
um, sem senn verður tekið í notk
un.
ÍÞRÓTTIR
og teikna félagsheimili t.d. Hvol á
Hvolsvelli, Skrúð í Búðakaupstað,
héraðsheimilið á Blöndósi, Hlé-
garð í Mosfellsveit og Aratungu
í Biskupstungu.
Samtímis því, að G.H. vinnur,
sem starfsmaður að byggingu í-
þróttamannvirkja víða um land, þá
hefur hann sem áhugamaður unn
ið stórvirki fyrir félag sitt K.R,
Hann kemur inn í stjórn þess
félags 1941 og tekur þá upp for-
yztu innan félagsins fyrir bygg-
ingu íþróttahúss og -valla. Árið
1951 er í fyrsta sinni leikin knatt-
spyrna á til þess gerðum grasvelli,
og er það störfum G.H. og K.R.
að þakka.
K.R.-húsið er tekið í notkun
1953 Félagsheimili með íþróttasal
að gólffleti 16x32 m.
Með báðum þessum íþrótta-
mannvirkjum er brotið blað í sögu
ísl. íþrótta.
Enn starfar G.H. í stjórn K.R.
og undir hans formennsku í bygg-
ingarnefnd, eru ný stórvirki á veg-
um K.R. á stokkunum.
K.R. fékk ekki lengi að sitja
eitt að starfskröftum Gísla Með
stofnun Íþróttabandalags Reykja-
víkur (ÍBR) 1944, er hann kosinn
í stjórn þeirra samtaka og for-
maður er hann 1949—1962. Hon-
um má framar öðrum þakka efl-
ingu og starfshæfni þessara sam-
taka.
Fyrir heildarsamtök íþrótta-
manna í landinu hefur G.H. unn-
ið í ýmsum nefndum, t.d. var hann
skipaður formaður nefndar þeirr-
ar, sem undirbjó 50 ára afmæli
Í.S.f. 1962. Afmælishátíðahöldin
tókust með ágætum.
Þegar íþróttamenn þurftu að
finna nýjan forseta á ársþingi
1962, féll val þeirra einróma á
Gísla Halldórsson.
Þau nær 2 ár, sem G.H. hefur
annazt þetta trúnaðarstarf fyrir
iþróttafólkið, hefur ýmsum málum
þokað vel áfram, t.d. er íþrótta-
sambandið ásamt íþróttabanda-
lagi Reykjavíkur, að eignast skrif-
stofuhúsnæði í Laugardal fjármál
f.S.Í. orðin, öruggari; fræðslustarf
eflzt og útgáfa íþróttablaðs hafizt
á ný.
Meðal starfsbræðra sinna, arki-
tektanna, hefur Gísli tekizt á
herðar ýms störf, t.d. verið for-
maður samtaka þeirra um skeið.
Fyrst og fremst vegna starfs
G.H. að .íþróttamálum og þekk-
ingu hans á byggingarmálum hef-
ur leið hans legið inn í raðir
stjórnmálamanna. Árið 1954 er
hann kjörinn varabæjarfulltrúi. f
bæjarstjórn er hann kjörinn 1958
og 1962, og á nú sæti í borgar-
ráði.
Stjórn íþróttavallanna í Reykja-
vík hefur haft í mörg horn að
líta. Árið 1958 verður G.H. for-
maður vallastjórnar, og þegar
íþróttamálefni borgarinnar eru
endurskipulögð 1962 með stofnun
íþróttaráðs borgarinnar, sem ann-
ast skal íþróttamannvirki hennar
og þau íþróttamál, sem hún lætur
sérstaklega til sín taka, er G.H.
skipaður formaður ráðsins.
Samkvæmt kennsluskýrslum
ungmenna- og íþróttafélaga lands-
ins fyrir árið 1963, verða á því
ári íþróttaiðkendur í fyrsta skipti
fleiri en 20 þúsund, og iðkaðar
eru 16 íþróttagreinar.
Vandinn er ávallt mikill innan
raða æskulýðsfélaga, og að íþrótta
félagsskapnum steðja nú marg-
slungnari vandamál en nokkru
sinni fyrr. Kröfur til handa for-
ystumanna verða æði margar, og
sá, sem vill snúast jákvætt til úr-
lausnar þeim, þarf að vera gædd-
ur samvinnuhug, atorku og fórn-
arlund. Afmælisbarnið Gísli Hall-
dórsson hefur í vöggugjöf hlotið
þessar eigindir, og þær hafa þrosk-
azt með honum í íþróttaleik góðra
félaga, við nám og víðtæk störf.
Við íþróttamenn þökkum honum
í dag hin miklu áhugastörf, sem
hann hefur unnið ísl. íþróttamál-
um, og gleymum ekki við þetta
tækifæri ágætri konu hans, Mar-
gréti, sem hefUr á dásamlegan
hátt náð valdi á ísl. tungu og
samið sig að ísl. venjum, og stutt
mann sinn í hinum erilsömu störf-
um.
Þorst. Einarsson.
s
TÍMINN, mlðvlkudaslnn 12. áoúst 1964