Tíminn - 12.08.1964, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G. Þnrsteinsson Fuiltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta
stjóri: Jónas Krisijánsson Auglýsingastj.. Sigurjón Davíðsson
Ritstjórnarskrifstofur t Eddu-húsinu. simar 18300—18305 Skrit
stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl.. simi 19523 Aðrar
skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 90,00 á mán innan
tends — í lausasölu kr 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.i
Blekkingamenn
afhjúpaðír
Skrif Sigurðar A. Magnússonar um skattamálin í Mbl.
á sunnudag hafa vakið mikla athygli og ekki að ófvrir-
synju. Mánuð eftir mánuð hefur Mbl. hamrað
á því að lögfestar hefðu verið „stórkostlegar skattalækk-
anir“. — Margir voru þeir, sem töldu sig mega trúa og
treysta orðum aðalmálgagns ríkisstjórnarinnar og biugg-
ust við léttum byrðum þetta árið og því yrði auðvelt að
greiða skatta og skyldur af daglaunum fram að áramót-
um. Þessir menn hafa verið sviknir og blekktir herfilega
því margir þeirra fá aðeins kvittanir frá skattheimtunni
til að framfleyta fjölskyldu sinni á fram að áramótum
og ekki annað sýnna en fjöldi manna verði að segja sig
til sveitar verði ekki skjótlega gripið til nauðsynlegra
ráðstafana af opinberri hálfu. Um skrif leiðarahöfunda
Mbl., segir Sigurður A. Magnússon m. a.:
„Okkur hefur verið sagt það mjög ótvíræðum orðum í
nefndu blaði, að skattar og útsvör hafi lækkað, að al-
menningur standi betur að vígi f járhagslega en áður og
sé hæstánægður með útreikninga skattheimtunnar- —
Þetta og annað svipað lesa menn í blaðinu meðan þeir
handfjalla gjaldseðilinn hálfringlaðir. því að hann seeir
aflt aðra sögu og miklu ískyggilegri um stórauknar opin-
berar álögur, skattpíningu, sem ekki á sér liliðstæðu um
mörg undanfarin ára . . . Hvernig, sem þessi margum-
töluðu lög kunna að hafa litið lit á pappírnum, þá líkjast
þau mest óðra manna æði í framkvæmd. Það er og verð-
ur gráthlægilegt, að óbreyttir daglaunamenn skuli vera
hálfdrættingar í öpinberum gjöldum við jöfra viðskinta-
og framkvæmdalífsins, sem raka saman fé . . “
Fjármálaráðherrann á að sjálfsogðu mestu sökina
og ábvrgð hans er mikil og skylda hans rík að draga nú
inn nokkuð hinar alræmdu skattheimtuklær sínar Stjórn-
arandstæðingar margbentu á, að hin nýju skattalög
myndu hafa raunverulega skattahækkun í för með sér og
þeir fluttu margar breytingatillögur.
Hverju svaraði Gunnar Thoroddsen ábendingum og til-
lögum stjórnarandstöðunnar? í grein, sem hann ritað: i
málgagn sitt Vísi 30. apríl sl. segir hann: „Viðbrögð
stjórnarandstæðinga eru i senn furðuleg og brosleg og
eru menn þó orðnir ýmsu vanir um það, hvernig þeir
bregðast við góðum málum . . . Þótt þessi málflutningur
(st.jórnarandstæðinga) sé næsta broslegur og geti orðið
mönnum aðhlátursefni, er hann að því leyti sorglegur.
að hætt er við að það rýri traust og tiltrú manna til hins
frjálsa þjóðskipulags og stjórnmálamanna, þegar forystu-
menn og málgögn stórra stjórnmálaflokka umturna þann-
ig staðreyndum og gera hvítt svart..“ — Þetta vopn sem
fjármálaráðherrann hélt að hann væri að smíða gegn
stjórnarandstöðunni er nú fleinn i hans eigin holdi!
Fjármálaráðherrann þegir nú bunnu hljóði Hann er
hættur að skrifa í Vísi um hinar „stórkostlegu skatta-
lækkanir“, sem hann'hafi framkvæmt. Engu svarar hann
heldur enn tilmælum flokksstjórnar FramsóknarHokks-
ins um samvinnu allra þingflokka um endurskoður opin-
berra g.ialda og að ríkisstjórnin geri tafarlaust ráðstafan-
ir til að fresta innheimtu á verulegum hlntp af álögunum
á meðan endurskoðun þessi fer fram Þióðin bíður pvars
— en sæmst væri þeim fjármálaráðhprra. sem hnfur >'ið
haft ofangreind ummæli í þessu máb og blekkt bjóðina
svo herfilega að segja þeggr af sér'
Ho Chi Minh í Norður-Vietnam
Þjóðernisstefna hans verður aS víkja fyrir kínverskri heimsveldisstefnu
Ho Chi Minh
AF ÞEIM mönnum, sem nú
koma við sögu, eiga fáir ævin
týralegri feril að baki en ein
ræðisherrann í Norður-Viet-
nam, Ho Chi Minh. Hann hefur
komið meira og minna v\ð sögu
síðan 1920, er hann var einn af
stofnmeðlimum franska komm-
únistaflokksins, en þá mun
hann hafa verið 28 ára gamall
eða 30 ára, en tveimur sögum
fer um fæðingarár hans.
Þá þegar eða fyrir 44 árum,
átti Ho Chi Minh orðið sögu-
legan feril að baki. Hann var
kominn af heldri man.na ætt-
um í Norður-Vietnam og voru
ættmenn hans þekktir sem
miklir þjóðernissinnar. Þeir
voru ekki aðeins andvígir yfir-
ráðum Frakka í Indö-Kína,
heldur beittu sér einnig gegn
kínverskum áhrifum þar, en
veldi Kínverja hafði áður náð
til Indo-Kína. Markmið þeirra
var að gera Indo-Kína (Viet-
nam, Cambodia og Laos) að
einu öflugu sjálfstæðu ríki.
Þótt Ho Chi Minh gerðist
kommúnisti og aiþjóðasinni um
skeið, hefur hann haldið tryggð
við þessa þjóðernisstefnu feðra
sinna og stefnt að einu indo-
kínversku ríki, óháðu Indo-
Kína. Örlögin hafa hins vegar
orðið þau, að hann virðist ætla
að enda feril sinn sem kín-
verskur leppur.
Ho lagði leið sína ungur ti)
Parísar, þar sem hann vann
fyrst sem aðstoðarmaður hjá
ljósmyndara. SíðaE' fór hann í
siglingar og vann fyrir sér með
ýmiss konar vinnu, bæði í
Bandaríkjunum og Bretlandi,
um skeið. M.a. er sagt, að hann
hafi verið í nokkra mánuði
uppþvottamaður á veitingahúsi
í London. Leið hans lá svo til
Parísar aftur og þar gerðist
hann einn af stofnmeðlimum
franska kommúnistaflokksins.
1. marz 1920. Fulltrúar rúss-
neskra kommúnista kynntust
honum þar og þótti hann álit-
legur til erindrekastarfa, þar
sem hann hafði víða farið og
lét sér auðsjáanlega ekki allt
fyrir brjósti brenna.. Fyrir á-
eggjan þeirra fór hann til
Moskvu til frekari þjálfunar,
en síðan varð hrjnn erindreki
Alþjóðasambands kommúnista.
og kom víða við sögu.
ÁRIÐ 1930 hófst nýr áfangi
í sögu Ho Chi Minhs. Það ár
stofnaði hann kommúnistaflokk
Indo-Kína og gerðist jafnframt
leiðtogi hans. Hann reyndist
ötull og snjall skipuleggjari,
enda gæddur mörgum kostum
forustumanns, einbeittur og
óragur, þægilegur og skemmti-
legur í umgengni. úrræðagóð-
ur og slyngur áróðursmaður.
Erlendir blaðamenn, sem hafa
rætt við hann, lýsa honum yfir
leitt sem sérstökum persónu
leika.
Árið 1941 breytti Ho nokkuð
um baráttuaðferðir. Hann fékk
þá ýmis samtök þjóðernissinna
til að sameinast kommúnistum
í sjálfstæðishreyfingu, er hlaut
nafnið Vietminh. Eftir það
varð þjóðernisstefnan öllu
meira áberandi i baráttu hans
en kommúnismínn og reyndist
það stórum vænlegra til fylg
is Þessi hrevfing hóf strax
baráttu gegn Japönum, er þeir
hernámu Indo-Kína, og þeirri
baráttu var haldið áfragi gegn
Frökkum, er þeir komu til
valda í Indo-Kína að nýju
Þeirri baráttu lauk með samn-
ingnum í Genf 1954 eftir hinn
eftirminnilega ósigur Frakka
við Dien Bien Phu. Samkvæmt
þeim samningnum var Indo-
Kína skipt í fjögur ríki: Laos,
Cambodia, Suður-Vietnam og
Norður-Vietnam. Ho Chi Minh
fékk aðeins Norður-Vietnam til
umráða. Hann fékk því ekki
það fram, sem hann stefndi
að, þ.e. sameiningu Indo-Kína
í eitt ríki. Hins vegar fékk
hann bætta aðstöðu til að berj-
ast fyrir því takmarki sínu.
Völd sín í Norður-Vietnam
hefur hann ekki hvað sízt not-
að til að styðja uppreisnar-
hreyfingu kommúnista í Laos
og Suður-Vietnam. Án hinnar
miklu aðstoðar Norður-Vietnam
væri skæruhernaðurinn f Laos
og Suður-Vietnam úr sögunni
ÞAÐ VAR bersýnilega mark-
mið Ho Chi Minh eftir að hann
kom til valda í Norður-Viet-
nam að verða hvorki háður
Rússum eða Kínverjum um of
Báðir höfðu þessir aðilar styrkt
hann í baráttunni gegn Frökk-
um og þeir héldu áfram að
styrkja hann til að geta veitt
uppreisnarhreyfingunni í Laos
og Suður-Vietnam sem mest lið
Þetta gekk allt sæmilega, unz
sambúð Kínverja og Rússa fór
að versna Ho Chi Minh reyndi
í lengstu lög að komast hjá
því að taka beina afstöðu en
svo fór. að hann gat ekki kom
izt hjá því. Ýmsir telja. að í
hiarta sínu hafi hann heldur
kosið samfylgd með Rússurn
því að hann óttist þá minna, en
nábýlið við Kínverja réði úr-
slitum, þegar til kom. Ho Ohi
Minh komst ekki hjá því að
sýna það á síðastl. sumri hvar
hann stóð. Hann lét Norður-
Vietnam vera oitt þeirra ríkja,
er ekki undirrituðu samning-
inn um tilraunabann að kjarn-
orkuvopnum. Þar tók hann aug-
ljósa afstöðu með Kínverjum.
í sambandi við atburði þá.
sem nýlega hafa gerzt á og við
Tonkinflóa. hefur það sézt enn
betur, að Ho Chi Minh verður
nú að fara eftir vilja Kínverja
Rússar höfðu fengið það sam-
þykkt í öryggisráðinu að full-
trúi frá Norður-Vietnam fengi
að mæta á fundum þess og
svara ádeilum Bandaríkjanna.
Þessu tilboði hefur stjórn Norð-
ur-Kóreu hafnað Engum getur
dulizt, að það eru Kínverjar,
sem standa hér á bak við. Með
þessu er ekki aðeins gert lítið
úr Sameinuðú þjóðunum og
hlutverki þeirra, heldur eru
Rússar alveg sérstaklega hunds-
aðir, þar sem þeir höfðu beitt
sér fyrir, að fulltrúi Norður-
Kóreu fengi að mæta á fund-
um ráðsins, þegar þessi mál
vseru rædd þar.
Allt bendir nú til þess. að Ho
Chi Minh eigi ekki eftir að
sjá þann cTraum sinn rætast, að
Indo-Kína verði sameinað i eitt
sjálfstætt ríki Ef Indo-Kína á
eftir að sameinast. verður það
sennilegast sem leppríki undir
yfirráðum Kínverja. Nauðugur
frekar en viljugur hefur Ho Chi
Minh orðið að gerast þjónn
hinnar kínversku heimveldis
stefnu
Þ.Þ. »
FTm I N N, miðvikudaginn 12. ágúst 1964 —
?