Tíminn - 12.08.1964, Qupperneq 16
sx*>£ £ '
Miðvikudagur 12. ágúst 1964.
180. tbl.
48. árg.
ViRiNN SLITNAÐI -
DRENGUR SLASAÐIST
KJ-Reykjavík 11. ágúst.
Það er ekki óaigengt að börn og
fullorðnir séu með nefið niðri
í landfestum skipa, þegar þau eru
að leggja að eða frá bryggjum.
Er í sjálfu sér alveg furðulegt
hve fá slys hafa hlotizt af þessu
því oft má ekki mikið út af bera
svo vírlykkjurnar skreppi ekki af
„pollunum” eða „springjunum"
á bryggjum og bólverkum. Og
komið hefur það fyrir að vírarnir
Hérasmót á Sauð-
árkróki
hreinlega siitnuðu þegar hundruð
hestafla hafa togað i landfestarn-
ar.
Suður í Hafnarfirði slitnaði
landfesti í dag, þegar togarinn
Maí var að leggja frá hafskipa-
bryggjunni. Sjö ára drengur Ing
ólfur Sigurjónsson, Suðurgötu 10
í Hafnarfirði var þarna á bryggj
unni, þegar landfestin slitnaði og
fór hún í fót hans. Ingólfur litli
meiddist á fætinum, og var farið
með hann til læknis sem gerði
að sárunum.
Þetta slys ætti að verða öðrum
aðvörun um að vera ekki með
nefið ofan í landfestum þegar
skip eru að leggja að eða frá, því
ekki er víst að af því hljótist
neitt gott.
Frá gatnagerðarframkvæmdum við Austurveg á Selfossi
• •
(Tímamynd KJ.l
FJORUTIU IBUBARHUS I
BYCCINCU Á SFLFOSSI
KJ— Reykjavík 11. ágúst
Selfoss er sannköiluð „höfuð
borg“ Suðurlandsundirlendis
ins og stækkar ört. íbúamir
eru orðnir um tvö þúsund, og
um kauptúnið leggja margir
leið sína, bæði þeir sem koma
að „sunnan“ og þeir sem eru
á leið suður“.
Blaðið átti í dag tal við odd
vitann á Selfossi, Sigurð Inga
Sigursson og spurði hann frétta
úr þessu ört vaxandi bæjar-
félagi. sem gæti verið kaup-
staður íbúafjöldans vegna að
minnsta kosti.
— Aðalframkvæmdirnar hérna
hjá okkur í sumar, eru við
Austurveg, sem ætlunin er að
malbika í byrjun næsta mánað
ar. Hreppurinn sér um fram
kvæmdir allar við götuna, en
ríkið leggur til tæpar tvær
milljónir í verkið. Er þar um
að ræða hiut Selfosshrepps
vegna nýju vegalagnanna.
hluta af þeirri fjárhæð á vega
lögunum sem ætluð var til
framkvæmda sem eru mest
aðkallandi, og svo var
nokkur fjárhæð til frá
fyrri árum. Hreppurinn kostar
sjálfur allar lagnir í götuna,
og sömuleiðis gangstéttirnar.
Mikið er að gera hjá Selfoss-
hrepp vegna framkvæmda ýmis
konar svo sem við götulagningu
holræsagerð, raflagnir og vatns
leiðslur. Við allar þessar fram
kvæimdir á vegum hreppsins
vinna um 30 manns. Ætlunin
er að malbikun Austurvegar
getr farið fram í byrjun næsta
Framhaid á 3. síðu.
EINAR
OLAIFUR
Héraðsmót Framsóknarmanna í
Skagafjarðarsýslu verður haldið á
Sauðárkróki, sunnudaginn 23.
ágúst og hefst það kl 20.30.
Ræður flytja alþingismennirn-
ir, Einar Ágústsson, bankastjóri og
Ólafur Jóhannesson prófessor.
Smárakvartettinn á Akureyri
syngur og Jón Gunnlaugsson gam- I BÓ—Reykjavík, 11. ágúst
anleikari skemmtir. Sjötíu og fimm ára afmælishátíð
Gautar leika fyrir dansi. I Bændaskólans á Hvanneyri fór
800 manns heimsóttu
Hvanneyri á afmælinu
VEITA STYRK TIL
GRÆNLENZKUNÁMS
I fjárlögum fyrir árið 1964 eru
veittar kv. 60.000 til íslendings,
er taki að sér samkvæmt samningl
við menntamálaráðunei'tið að
nema tungu Grænlendinga. Er hér
með auglýst eftir umsóknum um
styrk þennan, og skal þeim komið
til menntamálaráðuneytisins,
Stjórnarráðshúsinu við Lækjar-
torg, eigi síðar en 31. ágúst n.
k. Umsókn skulu fylgja upplýs-
ingar um námsferil ásamt stað-
festum afritum prófskírteina,
og greinargerð um ráðgerða
högun grænlenzkunámsins.
Umsóknareyðublöð fást
menntamálaráðuneytinu.
svo
til-
fram í góðu veðri á sunnudaginn
að viðstöddu miklu f jölmenni.
Athöfnin hófst með guðsþjón-
ustu kl. 13. séra Guðmundur Þor
efna- og eðlisfræðirannsúkna, í til
efni afmælisins.
Karlakórinn Svanir frá Akranesi
söng undir stjórn Hauks Guðlaugs
steinsson predikaði í Hvanneyrar | sonar og að síðustu voru flutt á-
kirkju, lúðrasveitin Svanur lék eft j vörp.
ir guðsþjónustu, en Guðmundur
Jónsson skólastjóri setti samkom-
una með ræðu kl. 14. Þá flutti
landbúnaðarráðherra ræðu, þar
sem hann lýsti yfir fyrir hönd
ríkisstjórnarinnar, að hún mundi
beita sér fyrir því, að fjárveiting
til endurbyggingar skólans verði
au'kin ríflega á næstu fjárlögum.
Ráðherra sagði, að byrjað yrði að
byggja á næsta ári. Aðrir ræðu-
menn voru Pétur Ottesen fyrrv.
alþingismaður, Þorsteinn Sigurðs-
son á Vatnsleysu, form. Búnaðar-
félags íslands og Ásgeir Pétursson
sýslumaður, sem tilkynnti, að Sem
entsverksmiðja ríkisins hefði á-
kveðið að gefa skólanum tæki til
Gunnar Guðbjartsson formaður
Stéttarsambands bænda flutti á-
varp fyrir hönd 25 ára Hvanneyr
inga og færði skólanum peninga-
gjöf frá þeim. Séra Guðmundur
Sveinsson skólastjóri í Bifröst
flutti kveðju Sambands ísl. sam-
vinnufélaga og gjöf frá samband-
inu, bikar og 10 sjálfblekunga, til
verðlauna. Torfi Hjartarson toll-
stjóri færði Skólanum 50 þús.
króna sjóð fyrir sína hönd og
bræðra, og ,skal varið til
minningar um foreldra þeirra
bræðra, og skal varið til að
styrkja eða verðlauna. Vigfús Guð
mundsson áður gestgjafi færði
skólanum bækur sínar að gjöf.
Magnús Óskarsson tilraunastjóri
á Hvanneyri færði að gjöf rit-
verk um jarðvegsfræði frá Nem-
endasambandi búfræðikandídata
frá Hvanneyri. Jónas Kristjánsson
samlagsstjóri bar kveðju Bókafor
lags Odds Björnssonar og tilkynnti
að forlagið hefði ákveðið að gefa
út Búfjárfræði Gunnars Bjarna-
sonar. Tómas Helgason færði bóka
gjöf.
Skólastjóri las upp bréf frá fyr
irtækinu Glóbus. þar sem tilkynnt
var að fyrirtækið gæl'i í félagi við
David Brown verksmiðjurnar í
Englandi skólanum kennslutæki,
sem skýrir vökvakerfi dráttarvéla.
Þá las skólastióri kveðjur til skól-
ans í bréfum og skeytum. m.a.
frá forsetahjópunum. og þakkaði
góðar óskir og g.iafir
Eins og fyrr segir var mikill
fjöldi gesta saman kominn á
Framhald á 2. síðu.
Líkanið sýnt
FB-Reykjavík. 11 ágúst.
Lokið er smíði líkans að
Norræna húsinu. sem reisa á
hér í Reykjavík, og verður það
til sýnis almenningi í anddyri
Þjóðminjasafnsins dagana 14.
til 20. ágúst frá kl. 13:30 til
16 daglega. Eins og kunnugt er,
hefur hinn heimskunni finnski
arkitekt, próíessor Alvar Aalto.
tekið að sér að teikna húsið.
sem reist verður austan Nýja
Garðs í Reykjavík.