Tíminn - 12.08.1964, Side 6

Tíminn - 12.08.1964, Side 6
Orgeltónleikar Siby/ Sibyl Urbancic mun vera fyrsta konan hérlendis sem efnt hefir til sjálfstæðra orgel tónleika en það gerði hún i Kristskirkju í Landakoti s. 1. sunnudag. Flestum Íslendíngum mun í fersku minni starf föður henn ar Dr. V. Urbancic í þágu tónlistar hér á landi. Vann hann mikið að kirkjutónlist, og var jafnframt ágætur organ leikari, og er ekki ólíklegt að hann hafi lagt grundvöllinn að því starfi er Sibyl dóttir hans hefir lagt fyrir sig. Hún hefir nú undanfarin ár stundað nám hjá Anton Heill er í Vínarborg. Það má segja að Sibyl hafi haft allgott per sónulegt vald á því efni er hún fluttí, ásamt haldgóðri tækni. Efnisskráin var vel valin með gömlum og nýjum verk- um. Þættir úr messu De Grigny (1672—1703) er falleg og athyglisverð tónlist, og ef- laust nýjung síns tima, ásamt Kóral og Fantasíu og fugu Bachs í g. moll. Nýrri verkin voru Fantasía eftir Jehan Al- ain (1911—1940) og þættir úr verki Anton Heiller ,,In Festo Corpons Christi“. Túlkaði Sib- yl verk Heiller af sterkri sann- færingu og var t.d. Post offer- torium þátturinn áhrifamikill. Kjölfesta góðs organleikara er óhagganlegt innra jafnvægi, sem einungis fæst með reynslu og þjálfun. Sibyl Urbancic er nú þegar mjög líðtæk sem organleikari og á hún eflaust eftir að auka miklu við kunnáttu sína á því sviði. Fylgja henni allar góðar óskir með framtíðina og þenn an fyrsta áfanga á listabraut- inni. DEILDARSTJÚRASTARF Óskum eftir að ráða nú þegar deildarstjóra — íbúð er fyrir hendi. — Umsóknir með meðmæl- um og upplýsingum um fyrri störf sendist til kaup- félagsstjórans. „ . ' xb . ; "• '-'’i • ' Ú 4n ■'•■fy'-r' f- v**.h ' i; Kaupfélag Vestur-Skaftfellinga. Vík, Mýrdal. N A U IVE A ÁBURÐARDREIFARAR Þessir áburðardreifarar dreifa ólium búsdvra- áburði jafn vel. Ódýrastir alira áburðardreifara, kosta aðeins um kr. 17- 200 00 Með beim má fá lokunarútbúnað til að fyrirbyggja að þunn mvkja leki úr kassanum. Nauðsynlegt að bændur sendi pantanir sínar sem allra fyrst til að tryggja afgreiðslu tyrir haustið arni qestsson Vatnsstíg 3 — Sími 11555 Sjötug í dag: Elín Kolbeinsdóttir á Hæringsstöðum í dag er Elín á Hæringsstöðum í Flóa sjötug, mæt kona og þekkt að öllu góðu austur þar. Hún er fædd í Hróarsholti í Flóa 12. ágúst 1894, dóttir hjónanna, er þar bjuggu, Kolbeins Þorleifsson ar hins ríka á Háeyri, og Sigríðar Jónsdóttur. Frá Hróarsholti flutt ist Elín svo að Loftsstöðum með móður sinhi, og dvaldist hún þar, unz hún giftist, 14. maí 1918, Þorgeiri Bjarnasyni, og hóf bú- skap í Keldnakoti í Stokkseyrar- hreppi. Bjuggu þau hjón þar i hálft fjórða ár, en fluttust þá að Hæringsstöðum í sömu sveit, og hafa búið þar síðan. Elín og Þorgeir hafa eignazt 10 börn, og eru fimm þeirra á lífi, Kolbeinn, múrari í Reykjavík, Kristján Eldjárn, bóndi í Skógs- nesi í Gaulverjabæjarhreppi, Bjarni Kristinn á Hæringsstöðum, Sigríður Ingibjörg, stúdent, sem hefur lokið kennaraprófi og stundað barnakennslu í Hafnar- firði síðustu árin og Sólveig Antonía, sem vinnur i lyfjabúð á Selfossi. — Á sumrum eru syst urnar báðar heima í föðurgarði og sinna þar bústörfum. Öll eru þessi börn Elínar og Þorgeirs vel virt, og farsæl í starfi. — Um Elínu á Hæringsstöðum mætti margt segja, þó að ekki verði hér gert, enda geri ég ekki ráð fyrir, að hún kæri sig um mikla lofstafi. — Hún er yfirlætislaus kona og hlédræg að eðlisfari og hefur kosið sér það hlutskipti að lifa einvörðungu fyr- ir eiginmann og börn og stunda heimili sitt. Hefur hún rækt þetta hlutverk af hinni mestu prýði, og er hún búsýslukona mik il og góð, enda er heimilið á Hær ingsstöðum meða) mestu fyrir myndarheimíla á Suðurlandi. Elín gekk á sínum tíma á kvennaskól ann í Reykjavík, og hefur það vafalapst, ásamt ,óðu uppeldi og ætterni, átt sinn þátt í því. að gera hana að þeim „kvenkosti1 sem hún hefur verið og er — A,ð Hæringsstöðum er gaman að koma. Þar fá gestir og gangendui alúðlegar viðtökur og góðan beina og eru bæði hjónin samhent um það. Það er sérkennilegt um Hærings staði, að þar sameinast gamli og nýi timinn á skemmtilegan hátt. Þai eru gamlar nenningarerfðir í heiðri hafðar, en ekki lokað dyr um fyrir anda nýja tímans í heimilisháttum og starfi. Og bæði eru hjónin glöð og gamansöm, en öllu er í hóf stillt, og því hefur blessun hvílt yfir þessu heimilí. Eins og áður var sagt vinna báðar dætur hjónanna á Hæringsstöðum heima hjá þeim á sumrum, . og talar það sínu máli um samheldni fjölskyldunnar og innri afstöðu. Það var sagt um Sigríði, móður Elpar, að hún hafi á sínum tíma þott bera af öðrum konum um fegurð og glæsimennsku. Eplið hefur ekki fallið mjög langt frá eikinni í þessu sambandi, því að Elín á Hæringsstöðum var og er fríð kona og býður af sér hinn bezta þokka. Hún er og fasprúð og fáguð í hvívetna, og er návist hennar þægileg og góð, enda mun hún vera vinsæl koma, þó að ekki sé hún marglát. — Sá, sem þessar línur ritar, á marg- ar góðar minningar frá tíðum heimsóknum að Hæringsstöðum og vill nú þakka fyrir sig með þessari fátæklegu afmæliskveðju. Ekkert er ofmælt af því, sem hér hefur sagt verið, en auðvitað ýmsu sleppt, sem ástæða hefði verið til að minnast á, en hér er ekki um að ræða neina líkræðu eða ævi- minningu, — aðeins hlýtt hand- 1 tak á hátíðisdegi. Handtakínu j fylgja heillaóskir. hvort sem langt eða skammt líf er framundan og sú er ósk mín, að hús- móðirin á Hæringsstöðum megi | njóta sem bezt ævikvöldsins og i halda sinní hljóðlátu reisn til i hinztu stundar. Gretar Fells. Kaupsýslukona með fullorðnum syni sínum og 13 ára dóttur, ósk- ar eftir 3ja herbergja íbúð innan Hringbrautar Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins merkt: Kaup- sýslukona. Lagtækir menn óskast strax til starfa við léttan iðnað Upplýsingar i verksmiðjunm Jötunn n 1. Hringbraut 119. 6 TÍMINN, miðvikudaginn 12. ágúst 1964 —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.