Tíminn - 12.08.1964, Síða 5
RirslJÓR. HALLUR SIMONARSON
Landsleikurinn við Bermuda
upplyfting þrátt fyrir allt
— og nú er áríðandi, að landsliðsnefnd
standi sig, þegar næsta Bandslið er valið
Gleði eða vonbrigði? Sumir eru ánægðir með leik landsliðsins gegn Bermuda — að
rir ekki, en vitaskuld fagna þó allir að loksins vannst landsleikur- Frá mínum bæjardyrum
séð var leikurinn að vissu marki upplyfting fyir ísl. knattspyrnu, því nú sá maður nokkuð
virka framlínu, er virðist líkleg til afreka. Smávægilegar breytingar eru þó æskilegar á
henni fyrir leikinn við Finna, sem verður hér heima eftir tæplega hálfan mánuð.
FIMMTUGUR:
Gísli Halldórsson
forseti í. S. í.
Vestur í Kaplaskjóli í Reykja-
vík stendur lágreistur bær. Eitt
hinna gömlu grasbýla vesturbæj-
arins. Arið 1916 flytjast í þennan
bæ frá Jöfra á Kjalarnesi hjón-
in Guðlaug Jónsdóttir og Halldór
Halldórsson. Efnin voru lítil en
barnahópurinn stór'. Sex dætur
og fimm synir. Framtakssemin og
nýtnin báru þetta stóra heimili
uppi. Eðliskostir, sem börn þess-
ara ötulu og ágætu hjóna hafa
borið með sór út í daglegt líf
sitt, sem atorkusamt fólk í
Reykjavík og fleiri byggðarlög-
uin.
Árið 1914 þann 12. ágúst, er
þau hjón bjuggu enn í Jörfa,
fæddist þeim sonur. Þessi sonur,
Gísli, er þvi í dag fimmtíu ára
gamall. Ekki hár aldur, til þess
að minnast á sérstaklega en störf
afmælisbarnsins hafa Verið marg
þætt og atorkan slík, að við
sem höfum notið hennar og fram
taksins, hljótum að staldra við
á þessum tímamótum Gísla Hall-
dórssonar og minnast þess með
honum og fjölskyldu hans og
þakka samstarfið.
Gísli er aðeins um 10 ára, þeg j
ar hann tekur af æfa iþróttir í
Knsttspyrnufcl. Reykjavíkur (K
R.). Elja hans við æfingar i
knattspyrnu, færnin í leiknum og
þrautseigjan við lausn hins íþrótta
lega verkefnis á leikvanginum .
færa hann fljótlega í kapplið K.R.
í hinum yngri flokkum. Festan
við æfingarnar og tryggðin við
góða félaga færa hann með hækk
andi aldri upp í meistaraflokk
K.R. Alnafni minn, sem um mörg
ár var fyrirliði K.R. á leikvelli.
gaf Gísla þessa einkunn í viðtali
fyrir skömmu: „Gísli var liðinu
nauðsynlegur. Hann lék lengst af
sem bakvörður. í þeirri stöðu
sýndi hann traustleika sinn og
þrautseigju. Bezt kom færni hans
fram, er hann varð að yfirtaka
stöðu Björgvins Schram. sem mið
framvörður í þýðingarmiklum leik
í meistaraflokki Gísli var góður
knattspyrnumaður Bezt stóð hann
sig i Þýzkaiandsför K.R 1935 en
eftir þá för misstum við hann di
aáms í Danmörku “
Gísli gerðist 1931 lærlingur í
húsasmíði og 'auk sveinsprófi
193'5. Það ár hélt hann til Dan
merkur og lagði stund á bygging-
ariðnfræði í „Teknisk Byggesel-
skabsskole". Að því námi loknu
1938 innritaðist hann í Konung-
lega listaháskólann í Kaupmanna-
höfn og nam þar húsagerðarlist.
Þetta sama ár, er hann hefur nám
í húsagerðarlistinni kvongast hann
danskri konu að nafni Margréte,
fædd Erichsen.
Eins og fleiri íslenzkir ríkis-
borgarar, sem staddir voru í
Danmörku við upphaf síðari heims
styrjaldar, gripu þau hjónin tæki
færið til þess að komast frá
Danmörku til íslands, með því að
takast á hendur hina erfiðu ferð
norður til Petsamo við Norður-
íshaf og þaðan neð m. s. Esju
til Reykjavíkur. Sú för varð án
efa mikil reynsluför fyrir frú
Margréte, sem varð að ala önn
fyrir syni þeirra hjóna, Leif, sem
þá var á öðru ári. En eins og frú
Margrét — hún er þannig nefnd
meðal vina þeirra hjóna — reynd
ist syni sínum og manni á erfiðu
ferðalagi til hins nýja fósturlands,
svo hefur hún reynzt eftir hingað
komuna frábær búsmóðir, traust
og dugandi móðir og kona.
Er heim kom tók Gísli þegar til
starfa við húsateikningar. Ég
kynntist honum þá sem slíkum
fyrst, er hann 'ann að því að
teikna íþróttahús Háskóla ís-
lands. Hann tók þá skömmu síðar
að vinna við teikningar af leik-
vangnum í Laugardal i Reykja-
vík fyrir íþróttanefnd ríkisins
Hann lauk við heildaruppdrætti
að leikvangnum í samvinnu við
starfsfélaga sina, Sigvalda heit-
inn Thordarson og Kjartan Sig-
urðsson, en hvarf þá haustið 1946
aftur til Danmerkur, til þess að
Ijúka prófi í húsagerðarlist, sem
hann varð að hverfa frá 1940, er
hann flúði stríðið með fjölskyldu
sína heim til íslands.
íþróttanefnd ríkisins hóf störf
1941. Samkv íþróttalögum frá
1940 skyldi nú á skipulegan og
lögstuddan hátt taka til við bygg
ingu alls konar íþróttamann-
virkja, svo þjóðin mætti eignast
viðunandi aðstöðu til íþróttaiðk
ana. Ætti þetta að takast þarfn
aðist nefndin aðstoðar kunnáttu
manna. Gísli er íþróttamaður og
áhugasamur um eflingu íþrótta
Nýliðinn, Karl Hermannsson,
stóð sig vonum framar og er sjálf
sagður í liðið, en varla sem vinstri
útherji. Líklega væri hann betri
sem hægri útherji. Eg hygg, að
Eyleifur Ilafsteinsson eigi betur
heima á miðjunni — og það á
hiklaust að taka hann inn í mið-
tríóið með Þórólfi og Ellert. Sá
leikmaður, sem mestar vonir voru
bundnar við í vor — og talinn
var öruggur útherji í landslið.
Sigurþó rJakobsson, KR hefur því
miður verið frá síðustu mánuði
vegna veikinda, en heyrzt hefur,
að hann leiki með KR gegn Liver
pool á mánudaginn kemur. Fari
svo, er mjög áríðandi. að lands
liðsnefnd hafi hann undir smásjá.
Framlína með áðurgreinduni leik
mönnrm — með Sigurþór (í æf-
ingu) á vinstra kanti virðist mjög
sannfærandi og líkleg til afreka.
Svo við snúum okkur að fram
vörðum liðsins, þá virðist enginn
vafi leika á því. að Jón Leósson
heldur stöðu sinni Hann er dug
legur og sívinnandi og myndi
með þjóðinni. Hann hafði á náms
árum sínum í húsagerðarlist því
sérstaklega lagt sig fram við að
kynnast gerð ýmis konar íþrótta-
mannvirkja. íþróttavallargerð t. d.
er ekki öll séð, þegar áhorfand
inn sér yfir sléttan völlinn, braut
ir og gryfjur. Auganu er margt
hulið, sem er kannski hið þýðing
armesta í gerð mannvirkisins. Til
forsagnar um þessi atriði ekki hve
sízt vantaði kunnáttumann og því
kom færni og menntun Gísla á
réttri stundu. íbróttavellir þeir.
sem íþróttanefnd ríkisins hefur
nú í nær 20 ár útvegað teikningar
af eru allir teiknaðir af Gísla Ha!I
dórssyni og aðstoðarmönnum
hans' Ber þar mest á Leikvangi
Reykjavíkur í Laugardal, íþrótta-
leikvangi Akureyrar, Keflavíkur,
Akraness, Vestmannaeyja, ísa-
fjarðar o fl.
Nú hin síðari ár hefur þörf
hinna stóru íþróttahúsa orðið
brýn. Sérþekking Gísla á þörf
iþróttafólksins, gerð hins um-
rædda mannvirkis og kunnátta i
húsagerðarlist kemur þá enn að
góðu haldi. Nú er að rísa iþrótta-
og sýningahúsið í Laugadal í
Reykjavík. sem G.H'. teíknaði
ásamt Skarphéðni Jóhannssym.
íþróttahús í Hafnarfirði og ó
Dalvík.
Skíðaskálar, svo sem K.R.-skál
inn í Skálafelli. Skíðahótel Akur
eyrarbæjar í Hlíðarfjalli hefur G
H. teiknað.
Frá því að lög um félagsheimili
tóku gildi 1947 hefur fallið í hlut
teiknistofunnar Tómasarhagi 31 í
Rvík, sem G.H. rekur í félagi við
þá Jósef Reynis og Ólaf Júlíusson.
Framhald á 2. síðu.
TÍMINN, mlðvlkudaginn 12. ágúst 1964 —
Hér sækir RíkharSur Jónsson að marki Bermuda í landsleiknum á mánu
dagskvöld, en markvörðurinn, Slddle, bægir hættunni frá.
áreiðanlega aðstoða framlínuna
vel. Sveinn Teitsson átti afleitan
leik gegn Bermuda — og þá sýndi
það sig, að hann skortir verulega
hraða. Það er kannski vafasamt að
hafa hliðsjón eingöngu af Ber-
muda-leiknum, en samt hygg ég,
að við eigum sterkari framverði,
t.d. Svein Jónsson, KR, og Magnús
Jónatansson, Akureyri.
Enginn miðvörður virðist ógna
Högna Gunnlaugssyni, Keflavík,
enda er Högni sjálfsagður maður
í liðinu, þótt oft hafi hann átt
betri leiki en síðasta leik, en það
kom m.a. til vegna þess, að hann
þurfti að gæta tveggja manna.
Bakverðirnir Hreiðar og Jón
komu ekki vel frá leiknum — og
það eru alveg hreinar línur með
það, að við eigum sterkari bak-
verði. Kannski er ekki ástæða að
breyta til í báðum bakvarðastöð-
um, en hins vegar nægir að benda
á Sigurð Einarsson Fram, sem lík-
legan bakvörð í landsliðið
Heimir Guðjónsson, markvörð-
ur, verður- vart sakaður um þau
mörk. sem hann fékk á sig í leikn-
um — og hann er án nokkurs vafa
okkar sterkasti markvörður.
Ef draga ætti heildarmynd af
landsleiknum við Bermuda kemur
í ljós, að flestir sókna’menn ís-
lenzka liðsins komu vel frá leikn
um, Þórólfur og Ellert beztu menn
en ungu leikmennirnir Eyleifur og
Karl mjög jákvæðir.
Það sem athyglisverðast er,
fyrst og frcmst, að framlínunni
tókst að skora 4 mörk, en það
hefur verið helzti. gallinn, að alit
of fá mörk hafa verið skoruð.
Af þessari ástæðu er hægt að vera
ánægður með landsleikinn.
Nú vilja menn kannski einhverj-
ir segja, að varhugavert sé að
setja dæmið upp á þennan hátt —
urðu mörkin ekki einungis til
vegna slakrar varnar Bermuda9
Mín skoðun er, að vörn Bermuda
hafi alls ekki verið svo slök — og
miðv.örðurinn, Daniels rg hægri
bakvörðurinn, Woolard, eru m.iög
góðir leikmenn, sem myndu sóma
sér vel í sterkara liði en íslenzka
landsliðinu.
í heildarmyndinni kemur vörnin
illa frá leiknum, einkum bakverð
irnir og annar framvörðurinn —
því er ekki að neita, að mörkin.
sem liðið fékk á sig komu fyrir
klaufalegrar staðsetningar — og
vegna rangs mats á leikaðferðum
mótherjanna.
Landsleikurinn við Finna verð-
ur annan sunnudag á Laugardals
vellinum. í þeim Jeik ættum við
að fá góðan samanburð á getu ís-
lenzka landsliðsins. Það er bví
áríðandi að tímisn. sem til stefnu
er, sé vel notaður. Og fvrir a>'a
muni er áríðandi. að hinni 5-
manna landsliðsnefnd verði ?kki í
í messunni í samhandi við va'ið á
landsliðinu. Ef rétt er ha'dið á
málunum. hygg ég. að við burfum
ekki að skammast okkar fvrir ís
lenzka knattspyrnu. Hún er ó-
neitanlega í lægð. en allt bendir
til þess, að upp úr henni niegi
komast. —alf.
K.R. — Bermuda
k Laugardalsvellinum kl. 8 í kvöld
Alf — Reykjavík.
í kvöld, miðvikudagskvöld, leika
KRingar gegn Bermuda-mönnum
á Laugardalsvellinum og hefst leik
urinn klukkan 20. Eflaust verður
gaman að fylgjast með viðureign
liðanna og til gamans má geta
þess, að líklega leika bæði Hörður
Feiixsson og Sigurþór Jakobsson
með KR í kvöld.
Þessi leikur KR-inga verður sá
síðasti fyrir leikinn við Liverpool,
sem verður á Laugardalsvellinum
n.k. mánudagskvöld. KR-ingar
hafa æft mjög vel að undanförnu
og því líklegt, að þeim takist vel
uiip í kvöld.
Dómari í leiknum verður Ilauk
ur Óskarsson og línuverðir þeir
Guðmundur Guðmundsson og
Einar Hjartarson.
5