Tíminn - 20.08.1964, Síða 2

Tíminn - 20.08.1964, Síða 2
1 ‘Miðvikudagur, 19. ágúst. NTB-Stokkhólmi. — Sænsk sjómannskona hvatti í dag opin- berlega allar sænskar og norsk- ar sjómannskonur, sem giftar voru sj'ómönnum, sem horfið hafa í Sovétríkjunum eftir stríðið til að hafa samband við slg í þeim tilgangi að koma á sameinaðri sænsk-norskri bar áttu fyrir því að fá á hreint, hver örlög þessara manna hafi orðið. Kona þessi var gift sænska sklpstjóranum Bertíl Johans- sori. Hefur hún í 16 löng ár barizt þrotlaust fyrir því að fá úr því skorið, hver örlög manns hennar urðu, en hann var skipstjóri á flutningaskip- inu Kinnekulle. Skipið hvarf á Eystrasalti í febrúar árið 1948 og síðan hefur ekkert til áhafnarinnar spurzt, sem var sex menn, en skipið fannst mannlaust á reki skammt út af austurströnd Danmerkur. NTB-Stokkhólmi. — Tveir sænskir sportveiðimenn fórust og tveir slösuðust alvarlega er eldingu laust níður í vélbát þeirra, þar sem þeir voru að veiðum á Kalmarsundi milli Öland og sænska meginlands ins í gærkvöld. Er þetta alger- lega einstæður atburður í Sví- þjóð. Veiðimennirnir voru á heimleíð að aflokinni góðri veiðiferð, er þrumuveður skall skyndilega á, með fyrrgreind- um afleiðingum. NTB-Genf. — Líðan Sakari Tu- omioja, sáttasemjara S.þ. í Kýpurdeildunni er nú mjög slæm og er óttazt um líf hans. Versnaði honum stórlega fyrr í dag og hafa horfurnar ekkert batnað. Pier Spinelli, skrifstofustjóri Evrópudeildar S.þ., sem tekið hefur við störf um Tuomioja til bráðabirgða, kom til Genf í dag. NTB-Aþenu. — Konstantin, Grikkjakonungur, hefur nú horfið heim úr sumarleyfi sínu á Korfu, fyrr en búizt var við til þess að eiga viðræður við gríska stjórnmálamenn um Kýpurvandamálið. Allt var með kyrrum kjörum á Kýpur í dag. NTB-Washington. — Utanríkis málanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í dag ályktun, þar sem skorað er á fulltrúa Bandaríkjanna hjá S.þ. að reyna að fá því fram- gengt, að þær þjóðir, sem skulda samtökunum fjárfram- lög, sem nema meira en tveggja ára framlagi viðkom andi lands, verði sviptar kosn- ingarétti hjá S.þ. NTB-Washington. — Johnson, Bandaríkjaforseti skýrði frá því í dag, að samanlagðar eign ir fjölskyldu hans næmu nú 3.484,098 dollurum og skipt ist upphæðln, sem er nálega 150 milljónir í íslenzkum krón um, á fjóra fjölskyldumeðlimi. * f Sjónvarpað frá Tókíó um gervitungl NTB-Kennedyhöfða, 19. ágúst. Syncom-gervitunglið, sem von- azt er til að beri sjónvarpssend- ingar beint til Bandaríkjanna frá Ólymipíuleikunum í Tókíó í októ- ber, var sent é loft frá Kennedy höfða í dag og .gekk geimskotið alveg eftir áætlun. Hefur gervi- tunglið verið skýrt Ólympíska titjarnan. BARRY HÚTAÐ LÍFLATI NTB-Washington, 19. ágúst. Er flugvél, sem Barry Gold-1 water, öldutngadeildarþingmaður j var meðal farþega í, var í þannj veginn að lenda á flugvelliuium rétt fyrir utan Washington, var henni skipað að snúa við og ienda ó öðrpm flugvelli um 5 km. í burtu, þar sem grunur lék á, að skipulagt hefði verið tilræði við öldungadeildarþingmatnninn, er flugvél hans Ienti. Flugvélin lenti heilu og höldnu á Dulles-International Airfield, þar sem umferð er miklu minni en á Washington-flugvellinum. Það var ríkislögreglan, sem bað flugstjórana að skipta um lend- ingarstað, eftir að fregnir höfðu borizt frá manni í Ohicago um, að ætlunin væri að ráða Goldwater af dögum, er flugvél hans lenti. Jafnskjótt og Goldwater steig út úr flugvélinni, var hann fluttur í bifreið, sem beið hans, og ekið á öruggan stað. UTSVOR A PATREKSFIRÐI SJ-Patreksfirði, 19. ágúst. Skrá yfir útsvör og aðstöðugjöld á Patreksfirði var lögð fram 25.. júlí s.l. Jafnað var niður útsvörum samtals kr. 3.850.000 á 315 gjald- endur, þar af 5 félög. Útsvör voru lögð á eftir hinum lögboðna út- svarssstiga og öll útsvör síðan lækkuð um 23%. Auk þess voru útsvör fólks á aldrinum 65—70 lækkuð um %, og útsvör fólks 70 ára og eldri voru lækkuð um V2. Bætur al- mannatrygginga, aðrar en fjöl- skyldubætur, voru undanþegnar útsvarsálagningu. Hæstu útsvör einstaklinga bera Finnbogi Magnússon, skipstjóri, 97.900.00, Jón Magnússon, skip- stjóri, 74. 200.00, Héðinn Jónsson, skipstjóri, 60.800.00, Hallgrímur Matthíasson, stýrimaður, 56.800.00 Cesar Ólafsson, vélstjóri, 52.500.00 og Kristján Sigurðsson, héraðs- læknir, 50.600.00. 52 aðilar eiga að greiða aðstöðu- gjald samtals kr. 715.000.00. Hæstu aðstöðugjöld greiða Hraðfrystihús Patreksfjai'ðar h.f. 203.700.00, Kaupfélag Patreksfjarðar 154.700. 00. Fiskiver h.f. 45. 700.00 og Vörð ur h.f. 43. 600.00 Niðurstöðutölur á fjárhagsáætl un Patrekshrepps árið 1964 eru kr 6.483.000.00. Hæstu gjaldaliðir eru: Gatnagerð 820 þús., almanna- tryggingar 716 þús., til hafnar- framkvæmda 500 þús., mennta- mál 486 þús. og til byggingar á- haldahúss og tækjakaupa 700 þús. Gervitunglið sendi strax greini- leg merki utan úr geimnum, en fyrst eftir 12 daga fæst úr því skorið, hvort takast muni að koma því á réttan stað í 35.700 km hæð yfir Kyrrahafinu, en snúnings hraði gervitunglsins verður þá hinn sami og jarðarinnar. Gervitunglinu var skotið á loft með endurbættri gerð af Delta- eldflaug. Þetta er þriðja Syncom- gervitunglið, sem sent er út í himingeiminn og er annað hinna Héraðsmót í Strandasýslu Framsóknanmenn í Strandasýslu halda héraðsmót að Sævangi laug ardaginn 29. ágúst n.k. Dagskráin verður fjölbreytt að vanda og verður nánar sagt frá henni síðar. Héraðsmót á Flúðum Félag ungra Framsóknarmanna í Árnessýslu heldur hið árlega héraðsmót sitt að Flúðum n. k. laugardagskvöld og hefst það kl. 21.30. Héraðsmótið verður sett af Páli Lýðssyni, Litlu Sandvík, for manni FUF í Árnessýslu. Ræðu flytur Steingrímur Hermannsson framkvæmdastjóri. Vegna for- falla getur Savannatríóið ekki kom ið en í staðinn syngur Erlingur Vigfússon óperusöngvari, og Val ur Gíslason leikari skemmtir. Hljómsveit Óskars Guðmundsson ar leikur fyrir dansi. FUNDUR Framnald af 1. síðu. fyrir hönd ASÍ, en fulltrúar fyrir BSRB á fundinum verða Kristján Thorlacíus, formaður bandalags- ins, Haraldur Steinþórsson, vara formaður, og Guðjón B. Baldvins son, meðstjórnandi. ÆTLAR AÐ FERÐAST Framhald af 1. síðu. jev og Pavel Popovits á sama tíma í geimskipum úti í geimnum í hinum sögufrægu geimskotum í ágúst árið 1962 og á tímabili voru aðeíns 6,5 km. á milli geimskipa þeirra. En þessi geimskip voru á ákveðnum brautum og einungis nákvæmur fyrirframútreikningur gerði mögulegt að láta þau koma svona nálægt hvort öðru. Allt frá þessum tíma hafa sovézkir vísindamenn lagt megináherzlu á að smíða geimskip, sem hægt væri að stjórna úti í geimnum, eins og bifreið á jörðu niðri. Samkvæmt áður greindum heimildum, sem komnar eru frá AFP-fréttastof- unni, munu geimskipín, sem sov- ézkir vísindamenn hafa nú í hyggju að senda á loft, vera þann ig útbúin, að hægt verður að stjórna þeim bæði frá sjálfri rann sóknarstöðinni og af geimförun um sjálfum. íslendingar sýna nú ekki i Leipzig BÓ—Reykjavík, 19. ógúst. Verzlunarfulltrúi Austur-Þýzka lands og forráðamenn Kaupstefn unnar ræddu við fréttamenn í dag og skýrðu frá haustkaupstefnunni í Leipzig, sem verður að þessu sinni haldin dagana 6. — 13. sept- ember. — Er þetta síðasta sýning- in áður en haldið verður hátíðlegt átta alda afmæli kaupstefnunnar næsta vor. Engin íslenzík sýningardeild verð ur í Leipzig að þessu sinni. Á haustsýningunni verða þátt- takendur 6500 fraenleiðendur frá 57 löndum úr öllum heimsálfum, en kaupsýslumenn frá 80 löndum munu koma til Leipzig. Sýningar svæðið nær yfir 120000 fermetra í fjölda sýningarhúsa og skála. Eins og að venju verða á haust kaupstefnunni boðnar neyzluvörur og tæknilegar vörur og er sýning unni skipt niður í 30 aðalvöru- flokka. Frá sósíalistalöndum Evr- ópu sýna 80 útflutningsmiðstöðv- ar í 29 vöruflokkum og koma það an 15 þúsund fulltrúar. Frá öðrum löndum má nefna að sýningardeildir verða frá 7 lönd um í Asíu, 9 í Afríku og 9 í Amer íku Stærstu sýnendur utan Evr- ópu eru Indland, Túnis, Indónesía. Lönd í Vestur-Evrópu hafa einn ig aukið þátttöku sína verulega. Þátttaka Vestur-Þýzkalands hef- ur aukizt um 10% frá í fyrra, en aukningin frá v’estur-Berlín er um 30%. Stærsta þátttakan er frá þýzka alþýðulýðveldinu, sem hefur deildir í öllum sýningarhöllum. fslenzkir kaupsýslumenn munu heimsækja Leipzig og hafa þegar margir tilkynnt þátttöku sína, en íslenzk sýningardeild verður þar ekki í þetta sinn. Kaupstefnan í Reykjavík eru umboðsmenn hér og fá menn þar allar upplýsingar og sýningarskír teini. Auka-flugsamgöngur verða til Leipzig frá Kaupmannahöfn, London, Amsterdam og Brussel, en af jámbrautarferðum á megin landinu er sýningargestum veitt ur 25—50% afsláttur af venjulegu farmiðagjaldi. Verzlunarfulltrúinn sagði, að viðskipti fslands og A-Þýzkalands hefðu verið mikil á þessu ári, eins og sjá mætti af því að 6 fiskiskip frá A-Þýzkalandi yrðu afhent ísl. kaupendum á árinu og gerður samningur uen smíði 10 fiskiskipa í viðbót. Viðræður um smíði flutn inkaskipa hefðu farið fram og samningaumleitanir um smíði dráttarbrauta væru ýfirstandandi. 250 Trabant bílar hafa verið at- hentir ísl. kaupendum og samið um 100 í viðbót, en þar af eru 60 komnir hingað til lands. Tra- bant var mest seld bifreiða hér á landi frá áramótuni til loka júní mánaðar. Um afmæliskaupstefnuna í Leipzig í vor mun fréttast síðar, en Kaupstefnan hér mun koma upp sýningu í Reykjavík til að kynna bana. fyrra í góðu ásigkomulagi úti f geimnum, þar sem Telstar 2 og Relay 2 eru fyrir. Einn af yfirmönnum geimvís- indastöðvarinnar, Leonard Jaffe, sagði í dag, að ef þessi tilraun mis tækist, væri draumurinn um beint sjónvarpssamband frá Ólympíu- leikunum búinn. Aðalfundur F.U.F. Félg ungra Framsóknarmanna í Strandasýslu heldur aðalfund sinn laugardaginn 29. ágúst að Sævangl og hefst hann kl. 6. e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf og kosning fulltrúa á 10. þing Sambands ungra Framisóknar manna. Héraðsmót á Sauð- árkróki Héraðsmót Framsóknarmanna í Skagafjarðarsýslu verður haldið á Sauðárkróki, sunnudaginn 23. ágúst og hefst það kl 20.30. Ræður flytja alþingismennirn- ir, Einar Ágústsson, bankastjór og Ólafur Jóhannesson prófessor Smárakvartettinn á Akureyri syngur og Jón Gunnlaugsson gam- anleikari skemmtir. Gautar leika. EINAR ÓLAtFUR SELFLUTTIR Framhald af 1. síðu. þá sökum slæmrar veðráttu. Fréttamaður Tímans vék heitri súpu og matarbíta að eyjarskeggjum, sem höfðu ekki haft allt of miklar matar birgðir og orðið að láta fyrir berast á heitu hrauni Surts, þar sem þeir voru ekki með tjald með sér. Á tíunda tímanum kom svo þyrla með fjóra vísindamenn, þar á meðal dr. Bauer. Vís- índamennirnir höfðu allir far ið flugleiðis til Hellu með Dúfu Björns Pálssonar, en ekki hafði hún getað lent í Vestmannaeyjum, svo hún byrj aði á því að ferja mennina frá Hellu. Aðra ferð fór þyrl an til Hellu, en þá þriðju að- eins til Vestmannaeyja, því þá voru síðustu vísindamennirnir komnir þangað með Dúfunni, þar eð lendingarskilyrði höfðu batnað. Vísindamennirnir tóku strax til starfa og voru einna lík astir kálfum, sem hleypt hef- ur verið út að vorí, hentust um allt og gerðu sínar athuganir. Tóku þeir sýnishorn af vatns og gosefnum og mældu segul svið. Veður var mjög gott og gósið hæfilegt og auðveldaði það vísindamönnunum störfin. Upp úr þrjú fór þyrlan aftur að flyty'a vísindamennina af Surtí og nú til Vestmannaeyja, en Sæfinnur flutti frönsku sjón varpsmennina aftur til Eyja og komu þeir þangað um kl. 4. Sæfinnur hafði lent austan til á eyjunni og gekk lending in vel, en þyrla vísindamann- anna lentí í fjörunni norðaust an á Surti. Þyrlunni fylgdi all ar ferðirnar DC-3 vél henni til fulltingis. Vísindamennirnir voru vænt anlegir til Reykjavíkur í kvöld. 2 TÍMINN flmmtudaglnn 20. ágúst 1964

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.