Tíminn - 20.08.1964, Page 3

Tíminn - 20.08.1964, Page 3
Þessi grein birtist sem „króníka" í norska blaðinu DAGBLADET, 13. ágúst s.l., en það blað er eitt víðlesnasta og mesta menningarmálablað Noregs. Höfundurinn, Björn Stefáns- s°n, búfræðikandídat, dvelst í Noregi, en hann var áður blaðamaður við Búnaðarblaðið í Reykjavík. Athyglisvert er, að DAGBLADET þótti ástæða til að birta grein þessa, „Kultur- mord i Island", meðan stóð á hinni opinberu heimsókn utanríkisráðherra íslands í Noregi. r / Menníngarittorð á isíandi í vor og sumar hafa umvæður um utanríkismál á íslandi komizt á nýtt stig. Þær hafa orðið að menningarbaráttu, þar sem svo Virðist sem að heita má allir, sem finna til ábyrgðar gagnvart þjóð- Jegri íslenzkri menningu, standa íameínaðir gegn íslenzku ríkis- Stjóminni. Hinn 13. marz s. 1. sendu 60 alþingiskjósendur svohljóðandi áskomn til alþingis: „Vér undirritaðir alþingiskjós- endur teljum á ýmsan hátt var- hugavert, auk þess sem það er Vansæmandi fyrir fslendinga sem sjálfstæða menningarþjóð, að heimila einni erlendri þjóð að reka hér á landi sjónvarpsstöð, er nái til meirihluta landsmanna. Með stofnun og rekstri íslenzks sjónvarps teljum vér, að ráðizt sé í svo fjárfrekt og vandasamt fyrir- tækí með örfámennri þjóð, að nauðsynlegt sé, að það mál fái þróazt í samræmi við vilja og getu þjóðarinnar, án þess að knú- ið sé fram með óeðlilegum hætti. Af framangreindum ástæðum viljum vér hér með skora á hátt- virt alþingi að hlutast til um, að heimíld til rekstrar erlendrar sjón- varpsstöðvar á Keflavíkurflugvelli sé nú þegar bundin því skilyrði, að sjónvarp þaðan sé takmarkað við herstöðina eina.“ Meðal hinna 60 eru fremstu listamenn þjóðarinnar og menn- ingarfrömuðir, forystumenn allra helztu stéttarfélaga og formenn allra pólitískra æskulýðssamtaka. Hér skulu aðeins nefndír prófess- oramir Alexander Jóhannesson, fyrrverandi háskólarektor, ^ Sig- urður Nordal og Einar Ólafur Sveinsson, Kristján Eldjám þjóð- minjavörður, og rithöfundarnir Halldór Kíljan Laxness, Nóbels- verðlaunaskáld, og Gunnar Gunn- arsson. ar yrði sendirinn ekki að neinu ráði langdrægari. Báðar þessar röksemdir hafa reynzt haldlitlar. f World Radio and TV Handbook 1964 ei skýrt frá því, að ameríski herinn reki sex sjónvarpsstöðvar við Norður- Atlantshaf. Fimm þeirra era 100 vatta og aðeins ein, í Keflavík, er 250 vatta. í Alaska og á Kyrrahafi eru margar sjónvarpsstöðvar Bandaríkjamanna 10—100 vatta, og ein stöð í Alaska er einungis eins vatts. Hvað hafði gerzt? Árið 1955 fékk ameríski herinn á Keflavík- urflugvellí leyfi til að reka sjón- varpsstöð með 50 vatta hámarks- styrkleika og með því skilyrði, að sendingunum yrði ekki beint til Reykjavíkur. Leyfisveitingin var rökstudd með því, að sjónvarpið leiddi tíl þess, að draga mundi úr ferðum hermanna út af vell- inum, svo sem æskilegt þótti. Ári síðar hafnaði sama ríkisstjórn til- mælum um stækkun stöðvarinn- ar. Á þeim tíma var Kristinn Guð- mundsson Framsóknarflokksmað- ur utanríkisráðherra. í apríl 1961 leyfði utanríkísráðu neytið Ameríkumönnum að fimm falda orku sjónvarpsstöðvarinnar. Þá var jafnaðarmaðurinn Guð- mundur í. Guðmundsson utanrík- isráðherra. Opinberar upplýsing- ar um leyfið voru ekki gefnar fyrr en í nóvember s. á., og í febrúar 1962 kom til meiri háttar um- ræðna um málið á alþingí. Stjórn- arandstaðan gagnrýndi ríkisstjórn ina harðlega. Leyfisveitingin var varin með tveimur höfuðröksemd- um. f fyrsta lagi væri hinn gamli sjónvarpssendír of veikur og orð- inn úr sér genginn, en hins vegar ekki tök á að fá minni sendi en 250 vatta. í öðru lagi yrði orku- aukningin eingöngu til þess, að myndir yrðu skýrari, en hins veg- Björn Stefánsson Komið hefur í ljós, að móttöku- skilyrði sjónvarpsins í Reykja- vík eru nú jafngóð og í stórborg- um Evrópu. Á síðastliðnum vetri hafa æ fleiri keypt sér sjónvarps- tæki, þannig að nú er talið, að slík tæki séu á fjórða hverju heim ili í Reykjavík og nágrenni. Virka daga sendir sjónvarpsstöðin í 7% klukkustund, á laugardögum 14 klukkustundír og á sunnudögum 11% klukkustund. Hver er svo ástæða þess, að svo margir æruverðugir borgarar hafa sent frá sér fyrrnefnda áskor un og tekið á sig áhættu að vera kallaðir kommúnistar, einangrun- arsinnar, nazistar, afturhaldssegg- ir og menningarsnobbar? Þar er um að ræða þjóðernislegar, menn ingarlegar og fjárhagslegar ástæð- ur. Norðmenn kannast vel við, hverja framtíð Henrík Groth bóka- útgefandi telur blasa við sjálf- stæðu norsku menningarlífi. Spyrja mætti, hverjar hann telji horfurnar fyrir sjálfstætt menn- ingarlíf í landi með jafnmarga íbúa og Buskerud-fylki. fslend- ingar hafa tekizt á herðar það verkefni að efla þjóðlegt menn- ingarlíf í landí með 190.000 íbúa. Ef það á að takast, er nauðsynlegt að sem allra flestir taki virkan þátt í því starfi, skrifi, máli, syngi, leiki, lesi, hugsi, kaupi bækur og málverk, fari í leikhús og á hljóm- leika. Svo að gripið sé til stað- tölufræðinnar, kaupa íslendingar fleiri bækur en aðrar þjóðir að tiltölu við fólksfjölda og sækja óvenjulega oft leikhús og hljóm- leika. íslendingur á eínnig örðugt með að halda uppi samræðum án þess að vitna til Laxness, Davíðs, Hávamála eða Vatnsenda-Rósu. Slíkt krefst einnig fórnarlund- ar af hæfileikamönnunum. Lax- ness var fyrsti íslendingurinn, sem gerði það að atvinnu sínni að skrifa skáldsögur á íslenzku. Það bar þolanlegan árangur. Landið eignaðist smátt og smátt fjölda skálda, rithöfunda, málara, tón- listarmanna og leikara. En það er ekki og mun seint verða neitt auðsældarlíf að vera listamaður í slíku dvergríki. Ungir hæfileika- menn á sviði lista munu adtíS verða að fórna einhverju, ef þeir kjósa að setjast að á fslandi. Sama á við um háskólaborgara. Hinn ríkjandi jafnaðarandi meðal al- mennings leyfir ekki einu sinni slíkan tekjumun sem sjálfsagður þykir í Noregi. Tvennt veldur því, að ungt fólk, i sem gæti brotið sér braut erlend- is, vill búa á fslandi. Ættjarðar- ástin ræður þar miklu um, en ekki er síður mikílvægt, að fs-1 lendingum finnst á náttúrlegan hátt þeir eiga heima í sínu eigin landi og að þeim getur ekki til lengdar fundizt þeír vera heima- menn í neinu öðru landi. Þetta stafar af því, að í bernsku og æsku hafa þeir áunnið sér til- finningu fyrir sérstökum þjóðleg- um menningarverðmætum, öðlazt sérstakan hugsunarhátt og hugð- arefni. En hvað verður nú um þann æskulýð, sem elst upp við amer- ískt sjónvarp í heimahúsum, áður en hann lærir að lesa? Hvernig fer um málið, hugðarefnin, lífs- stihnn? Hverjar verða afleiðing- arnar fyrir bókaútgefendurna, rit- höfundana, leikarana, kvikmynda- husin, sem standa undir háskólan- um þjóðleikhúsinu og tónlistar- skolanum, þegar mikill hluti fólks- ins er horfinn af hinum íslenzka menningarmarkaði? Fyrsta kastið eftir að áskorun- m var send alþingi, höfðu stjórn- arvöldin heldur hægt um sig, stjórnarblöðin andmæltu, án þess að taka mikið upp í sig. Hin ohaða gula pressa á íslandi er ævinlega á bandi Amerikumanna. Ritstjóri fjármála- og stjórnar- blaðsíns Vísis, formaður Stúdenta felags Reykjavikur, boðaði til fundar um íslenzkt sjónvarp til þess að draga athyglina frá amer- íska sjónvarpinu. Stúdentaráð Há- skólans ^gekk hins vegar beint til verks. A fundi, sem Stúdentaráð efndi til, hélt Þórhallur Vilmund- arson prófessor ræðu, er hann reyndi síðar að fá að flytja sem erindí í ríkisútvarpið. Hið póli- tíska útvarpsráð hafnaði erind- mu. I stað þess var það gefið út sérprentað. Þórhallur minnir á, að ísland er nú á engilsaxnesku áhrifasvæði. Undir svipuðum kringumstæðum hefur hver þjóðleg menningin á i fætur annarri liðið undir lok, norræn menning í Orkneyjum og á Hjaltlandi, keltnesk menning í Skotlandi og á írlandi. Á megin- landi Bandaríkjanna útrýmir ensk tunga öllum öðrum þjóðtungum. Hawaiíbúar eru orðnir amerískir á fáum áratugum á friðsamlegan hátt og hafa glatað sérstakri tungu sinni og þjóðlegri tilveru. í kjölfar hins menningarlega ósig- urs í Orkneyjum og á Hjaltlandi hefur siglt efnahagsleg stöðnun, á sama tíma sem Færeyjar og fs- land, er eiga sér sjálfstæða menn- ingu, hafa blómstrað fjárhagslega. Hann spyr, hvort allír sæmileg- ir Isleiidingar geti ekki að athug- uðu máli orðið ásáttir um, að það væri menningarhneyksli að leyfa framandi þjóð — hversu vinsam leg og æskileg samskiptí sem Islendingar ættu við hana að öðru leyti — að taka við og reka hér á landi á sína tungu almenn- ar menningarstofnanir á borð við þjóðkirkju, skóla, þjóðleikhús eða útvarp, og alveg án tillits tíl þess, hversu menningarlega henni fær ist það úr hendi. „En hvað þá um hið áhrifaríkasta af öllu þessu: daglegt og daglangt erlent sjón- varp inni á hvers manns gafli með hvert mannsbarn frá ómálga aldri á sefjandi valdi sínu?“ Og síðar segir hann: „Með því að heimila rekstur svo mikilvægs útbreiðslu tækis meðal íslenzks almennings er efnt til svo stórfelldra erlendra m^nningaráhrifa úr einni átt, að e_uga hliðstæðu er að finna í sögu Islendinga né annarra sjálf- stæðra menningarþjóða, svo að mér sé kunnugt. . . . f hinni löngu sögu samskipta okkar við Dani er ekkert dæmi um, að Danir hafi fengið aðra eins aðstöðu til að hafa áhrif á íslendinga í menn- ingarefnum og Bandaríkjamenn hafa nú fengið.“ FuIIyrt var, að íslenzka ríkis- stjórnin hefði tekið til alvarlegr ar umræðu að vísa á bug hinu ameríska sjónvarpi. En sú varð ekki raunin. Islenzkir listamenn héldu lista- mannaþing í vor til þess að gera upp reikninga sína, hverju hefði venð afkastað síðustu árin. Lax- ness hélt aðalhátíðarræðuna og ræddí menningarskilyrðin í Hell- as fornaldar og á fslandi þjóð- veldisaldar. En hann vék einnig að máli dagsins. Hann sagði, að fs- land hefði lifað þá tíð, er menn- ingin var ekki eingöngu fagrar orðræður. Um siðaskiptin áttum við kost á því eins og Norðmenn að fá biblíuna ókeypis á dönsku. En það hvarflaði að engum að þiggja slíkt. Þó að íslendingar væru fátækir, höfðu þeir ekki náð því „þróunarstigi“ að telja það íslenzk mannréttindí að taka við danskri biblíu ókeypis. Þeir seldu ekki frumburðarrétt sinn sem bókmenntaþjóð fyrir einn baunadisk. Nokkrum dögurn síðar, á þjóð- hátíðardaginn 17. júní, hélt for- sætisráðherrann, Bjarni Benedíkts son, hátíðarræðu og beindi orð- um sínum greinilega að Laxness. Hann sagði, að þeir sem vildu loka ameríska sjónvarpinu fyrir íslenzkum áhorfendum, væru ein Framhald á síðu 13. A VIÐAVANGI Gríman fellur Morgunblaðið féllir grím- una í skattamáiunum á þriðju- dag og tekur upp hanzkana fyrir liátekjumenn og einka- fyrirtækjaforstjóra, sem greiða lág, opinber gjöld. Eftir að allir, sem um þessi mál hafa tjáð sig hafa orðið að játa, að hrópleg og svívirði- leg skattsvik eigi sér stað og laUn-amenn greiði raunveru- lega skatta jöfra viðskipta- og framkvæmdalífs segir Mbl. við Iaunamenn, sem ekki vilja una þessu ramglæti og spillingu, að hér sé aðeins um „íslenzka öf- und“ að ræða. Annari eins sví- virðingu hefur naumast verið kastað frama'n í íslenzka laun- þega. Mbl. segir orðrétt i upip- hafi ritstjórnargreinar, sem ber fyrirsögnina: „fslenzk öf- und“: „Eftir blaðaskrifum síðustu vikna að dæma, er öfundin rík- ari þáttur í fslendingseðliivu en góðu hófi gegnir, a.m.k. virðast ákveðnir atvinnustjórn- málamenn álíta að svo sé. AuS- vitað er það fyrirbæri alþekkt, bæði hér og erlcndis, að fram- gjarnir menn-, sem mistekst að sanna fyrir sjálfum sér og öðr- um snilli sína, fyllast öfuind og beizkju í garð allra annarra, hafa allt á hornum sér og reyna að ófrægja sem flesta.‘‘ Þannig svarar Mbl. gagn- rýni launþega, sem þurfa nú að bera drápsskatta af fram- færslutekjum, og vilja ekki una því, að milljónamæringar, sem hafa hu'ndruð þúsunda ef ekki milljónir i árstekjur, greiða vinnukonuskatta! Hinir „láglaunuðu" forstjórar En fremur segir Mbl.: „Mjög er nú haft á orði, að forstjórar og athafnamenn lifi í miklum vellystingum. Um það eru til dæmi, en þau þekkj ast raunar líka úr mörgum öðr- um stéttum, enda hvorki unuit né eftirsóknarvert að tekju- jöfnun sé algjör. Það er óhjá- kvæmilegt í öllum þjóðfélög- um að verðlauna dugnað, sér- þekkingu og fraintak.“ Hér reynir Mbl. að smjúga fram hjá kjarna málsins. Það hefur eivginn fundið að því í umræðuuum um skattamálin nú, að afburðamenn og dugn- aðarmenn í atvinnulífinu hafi há laun, ef heiðarlega er til þeirra unnið, en þjóðin krefst þess, að hin háu laun þessara mainna séu tíunduð til sam- ræmis við tekjuhæð og þeir með breiðu bökin velti ekki byrðunum yfir á hina veikari eins o<g svo Ijóslega er að ger- ast nú i ár. Málsvari skatt- svikaranna Eitt stjórnarblaðið hefur einmitt lýst því allvel, hvernig forstjórar eiitkafyrirtækja t.d. fara að því að komast hjá opin- berum gjöldum. Þeir skammta sjálfum sér lág, skattskyld laun, en láta svo fyrirtækið borga fyrir sig öli meiri háttar útgjöld — og þau koma svo til frádráttar við skattálagningu á fyrirtækið. — Þessa meinsemd játar Mbl. ráunar í þessari dæmalausu ritstjómargrein, en á þann hátt, sem því er lagið: „Sannleikurinn er samt sá, að tekjujöfnun er líklega meiri Framhald á 15 síðu tTmINN, fimmtudaginn 20. ágúst 1964 — 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.