Tíminn - 20.08.1964, Page 13

Tíminn - 20.08.1964, Page 13
•'7pU Y; KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA V' AKUREYRl Rafvirkjameistarar og aðrir raflagnamenn, bjóðum yður alls konar raflagnavörur og tæki. Hagstæð kjör, áherzla lögð á nákvæma afgreiðslu. Deildarstjóri gefur allar upplýsingar. RAFLAGNADEILD K.E.A. sími 1700, Akureyri. SUMARDAGAR í RÓM Frainhald af 9. síðu- Ég segi það satt, að það hvarflaði stundum að mér, hvort ítalir mættu nokkurn tíma sjálfir vera að því að gera innkaup, svo uppteknir sem þeir eru að selja öðrum. Það getur svo sem verið ó- sköp notalegt að láta færa sér \*3runa upp í hendurnar, en jafn hvimleitt getur það orðið á stundum, og steindauðir sjálf- salar geta gert manni gramt í geði. Ég mininst t.d. sjálfsal- anna í einu hinna glæsilegu veitingahúsa við autobanann gegnum Þýzkaland. Þar sá ég aðeins eina stúlku við af- greiðslustörf. Allt annað var sjálfvirkt. Það var jafnvel sjálfssali á salernisdyrunum og vei þeim, sem gleymir smá- mynt til að stinga í sjálfsal- ann á pappírskassanum! Tíminn hefur flogið áfram og nú tökum við eftir því, að kaupmennirnir eru að draga sóltjöldin og rimlagirðingarn- ar fyrir, bankarnir loka, um- ferðin miii'nkar og fólkinu fækkar á götunum. „Siestan“; er hafin. Og þá er svo nota- legt að fara heim og fá sér ískalt steypibað og lúra í mjúku rúmi, þegar hitinn úti er svo mikill, að næstum væri hægt að steikja egg á gang- stéttunum. Kannski skreppum við í Olympíusundlaugina á eftir, þótt það kosti 28 kró'.i- ur, þar sem dökkbrúnir ítal- irnir eigra um í leit að ljós- hærðri stúlku á bikini. Ef til vill förum við niður að Forum Romanum, kaupum okkur ís og hugsum um, hve stórkostlegt það hefur verið að vera keisari í Róm, eða við komum okkur fyrir efst í Ko- losseum, þar sem pupullinn stóð áður og horfði á, yfir höf- uð keisarans, hvernig óarga- dýr tættu í sundur kristna menn, á hringsviðinu þarna langt niðri í stærsta leikhúsi, eða eigum við að segja mesta tilbúna blóðvelli heimsins. Við gerum okkur jafnvel ferð al?a leið út að Via Appia, s®m 4Íppius Claudius lét leggja alla leíð til Terraeina við Miðjarð- arhaf og áfram suður til Ca- ppi og sem nokkru seinna var fljamlengdur alla leið til Brin- disi. Við virðum fyrir okkur leif- arnar af borgarmúrnum mikla, sem byggður var um borgina á árunum kringum 270 til að verjast innrás Germana. Þetta mikla mannvirki var 23 km. á lengd og 4 metrar á breidd, og á honum voru meira en 380 varðturnar. Við sjáum líka leif- arnar af hinni 17 km. löngu vatnsleiðslu, sem Claudius lét einnig byggja, Asqua Claudia. Og ef okkur er nú orðið mjög heitt, er upplagt að fara niður i Calixtus-katakomb- urnar smástund, því að þar er svalt. En hætt er við að okkur dveljist þar í orðlausri undrun. Le Catacombe er ekki upp- runalegt nafn þessara jarð- húsa, sem kristnir menn grófu í mjúk jarðlögin undir Róm og nágrenni. Fyrstu kristnu menn irnir notuðu grafhýsin til að jarða, í látna trúbræður sína og nefndu þau Cimitero eða Hvíld- arstað. Þegar trúarofsóknirnar gegn kristnum mönnum geis- uðu, héldu þeir guðsþjónustur sínar þarna niðri og má sjá margar bænastofur þeirra nær óbreyttar frá þeim tíma. Hér þoldu margir kristnir menn píslarvættisdauða og hérna var gröf heilagrar Ceceliu, sem nú hvílir í Sankti Cecilia-kirkj- unni. Þegar við höldum heim aft- ur, stönzum við stundarkorn og virðurn fyrir okkur litlu Quo Vadis-kirkjuna, þar sem Pétur postuli og Jesús mættust. í gærkvöld fórum við a „Son et Lumiere" á Forum Roman- um, sem við getum kallað: „Tal, tónar og ljós á Forum Romanum". Það var dásamlegt að sitja þarna léttklæddur í svölu kvöldhúminu og heyra draugalega rödd rekja brot úr sögu staðarins, hlusta á fagra hljómlist og söng ítalskra listamanna, um leið og sterk- um flóðljósum var beint að einstökum rústum í samræmi við frásögn þularins. Raunar er ég sammála ein- um félaga min.na, sem er að lesa sögu, og fannst þetta ó- dýr afgreiðsla á miklum at- burðum og örlögum og fölsk rómantík, búin til fyrir Ame- ríkana, en dáðist þó að hinni miklu tækni, sem þarna var beitt til að ná skemmtilegum áhrifum þessa klukkustund, sem sýningin tók. f kvöld förum við svo í Termi di Caracalla og sjáum Madame Butterfly í útileikhús- i.iu, sem einu sinni var bað- hús keisara. Caracalla, keisari, lét byrja á þessu mikla bað- húsi, árið 212, en Alexaxnder Severus lét ljúka verkinu. Þarna gátu 1600 baðgestir verið samtímis, og sjaldan skorti þá. Þegar klukkurnar gáfu til kynna á morgnana, að nú hefði vatnið hið rétta hita- stig, flykktist fólk á baðhúsið, þar sem eftir gott bað var hægt að fá nudd og horfa síð- an á veðreiðar og alls konar íþróttir. Þar voru líka mikil bókasöfn og fyrirlestrar haldn- ir af færustu mönnum um margvísleg málefni. Þar sem við sitjum aftar- lega á bekkjum í rústum þess- arar miklu byggingar, sem vitnar um stórveldi keisara- tímans, undrumst við, hve vel heyrist til söngvaranna á svið- inu þarna langt fyrir neðan, sem fellt er inn i gömul veggja- og súlnabrot. Hér er þó enginn plasthiminn til að hjálpa upp á hljómburðinn, heldur einung- is sá, er drottinn skóp. Við ökum að lokinni sýningu fram hjá draugalega upplýstu Kolosseum. komum á Via Ve- nito, þar sem filmstjörnur og auðjöfrar eyða sumarleyfum sínum á dýrustu hótelum Ítalíu, þar sem skórnir í búðunum kosta helmingi meira en í hlið- argötunum og bjórinn þriðj- ungi meira en annars staðar. Fólk af öllu þjóðerni situr undir tjöldum á gangstéttinni og kannski er hún Gina Lollo- bi’igida þarna einhvers staðar með glas. Þegar við komum á Foro Italico, þar sem við búum, lítum við snöggvast á Musso- lini-torgið, sem glampar í öll- um sínum hvíta marmara og mósaík, þrátt fyrir myrkrið, og við minnumst þess, hve okkur fannst það kaldranalegt og andlaust, þegar við gengum yfir það fyrr um daginn frá Olympíusundlauginni. Jafnvel myndastytturnar kringum leik- vangana á hinu að öðru leyti glæsilega Olypmíusvæði, sem byggt var fyrir síðustu Olym- píuleika eru svo steindauðar, að maður er sannfærður um, að íþróttamennirnir, sem þær eru af, hafi aldrei getað tekið þátt í keppni. Það hefði ekki svarað kostnaði að grafa upp Forum Romanum, ef Mussolini hefði verið keisari í þann tíð. Það hefur færzt ró yfir Róm. Við ökum meðfram Tíber, sem niðar þarna gruggug fyrir neð- an, síðasta spölinn heim á Casa. í garðinum situr ungt fólk á bekkjum og á stéttunum við tjörnina, og nýtur kvöldkyrrð- arinnar. Hvítar og svartar hendur mætast í myrkrinu og einmana Spánverji leikur ang- urvær lög á gítarinn sinn. MENNINGARMORÐ Framnai'.' ai bls 3 angrunarsinnar, sem vildu banna fólki að njóta reykjaríns af þeim réttum, sem þeir sjálfir hefðu getað glatt sig við úti i hinum stóra heimi. Og það er út af fyrir sig satt og rétt, að saxtíumenningarnir eru engir heimalníngar. Margir þeirra hafa þroskað þjóðernisvit- und sína erlendis í átökum milli heimsmenningarinnar og þeirrar þjóðlegu menningar, sem þeir til- eínkuðu sér í bernsku og æsku, og þeir hafa fært okkur margt hið bezta úr heimsmenningunni. Þar að auki hafa þeir kynnzt af eigin raun áhrifum fjölmiðlunartækja nútímans. Síðustu atburðir í sjónvarpsmál inu varpa ef til vill skýrara ljósí á málið en allt annað. Tveir Norð- urlandabúar komu til fslands af tilefni tuttugu ára afmælis lýð- veldisins í ár, dr. Áke Ohlmarks og Norðmaðurinn Bjarne Steins- vik, bókaútgefandi í Stokkhólmi. Steinsvik gefur út nú í sumar fyrstu heildarútgáfu íslendinga- sagna á erlendu máli. Dr. Ohl- marks hefur þýtt sögurnar. Þeir höfðu með sér tvö eintök af rit- verkinu, gáfu annað forseta ís- lands og hitt Landsbókasafninu. Blað Framsóknarflokksins, Tím- inn, áttí viðtal við þá félaga. Steinsvik lét svo ummælt um sjónvarpsmálið: „Mér finnst ís- lenzk menning svo verðmæt, að það að setja hér upp amerískt sjónvarp, áður en komið er á fót íslenzkt, sé allt of mikil áhætta fyrir tungu og menningarverð- mæti landsins. . . . Þetta ætti auðvitað ekki að koma fyrir í nokkru landi, og að þetta skuli hafa gerzt í því landi Evrópu, sém mest og bezt hefur varðveitt tUngu síha um aldaraðir, það er ískyggilegast af öllu.“ Dr. Ohlmarks vék einnig að ameríska sjónvarpinu: „Já, það megið þér bóka, að þetta dáta- sjónvarp hér á íslandi er djöfuls ins forsmán. Þetta land á betra skilið og þessi þjóð.“ Forsætisráðherra svaraði i hinni vikulegu sunnudagsprédikun sinni í Morgunblaðinu. Hann skrif ar þar um „svokallaða sænska „menntamenn“‘ og sænska „oflát- unga“, og segir: „En um leið og fslendingar heyra hollráð hínna sænsku uppskafninga, rifjast upp fyrir þeim, að ef íslendingar hefðu ætíð fylgt ráðum þeirra menningarfrömuða í Svíþjóð, sem tíðræddast hafa látið sér um ís- lenzk mál, þá mundi ísland enn vera dönsk hjálenda.“ Þessi reiðilestur hefur vakið mikla athyglí. Blaðið Frjáls þjóð skrifar um atburðinn: „Trúlegt er, að glöggir sálfræðingar eigi ekki torvelt með að skýra það atvik, er Bjarni Benediktsson for sætisráðherra missir stjórn á skapi sínu af fyrrgreindu tilefni. íslendingasögur í viðhafnarútgáfu annars vegar — amerískt dátasjón varp hins vegar: Þetta tvennt nefnt í sömu andránni, dómur felldur um hvort tveggja af glöggskyggnum gestum! Var ann- að líklegra til að reita forsætis- ráðherrann til reiði, eins og á stendur?" Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafa nú stjórnað Íslandí i fimm ár. f efnahagsmál um hafa þeir haft stefnu Markaðs bandalagsins að fyrirmynd. For- sætisráðherrann hefur barizt ákaft fyrir ákveðnum grundvallarstefnu málum, sem hann hefur ekki vilj- að hvika frá, m. a. banni gegn vísitöluuppbót á laun og að öfl utan alþingis megi ekkí hafa af- skipti af stefnunni í efnahagsmál- um. Á siðastliðnum vetri varð hann að hverfa frá þessari stefnu samkvæmt kröfu Alþýðubandalags ins, sem stjórnarandstaðan ræður. Þegar hins vegar er um að ræða menningu þjóðarinnar, er hvergi slakað á klónni. Margir spyrja nú, hvort heldur það sé skapgerðar- veila stjórnmálaleiðtoganna, sem veldur þrákelkninni, eða ákveðin valdamikil öfl í landinu hafa gert bandalag við erlent vald og taki á sig þá áhættu að fóma ís- lenzkri menningu í þeírri valda- baráttu. Norðmenn vita vel, að slíkt hefur gerzt fyrr í þjóðar- sögu. Slíkar landráðahugmyndir eru ekki ótíðar á okkar tímum, og af eðlilegum ástæðum er örðugt að sanna réttmæti þeirra. Hinn skapheiti fyrrverandi kommúnisti, andkommúnistinn Benjamín Eiríks son, ver ameríska sjónvarpið í grein í Morgunblaðinu 2. júlí. Dr. Benjamín Eiríksson stýrir þeim ríkisbanka, sem m. a. ræður yfir hinum amerísku fjárframlögum, sem ísland hlýtur. Hann skrifar: „Eg hefi nokkrum sinnum rætt samskipti Bandaríkjanna og ís- lands víð Bandaríkjamenn, sem stöðu sinnar vegna ætti að vera fullkunnugt, hvað það er, sem ríkisstjórn þeirra vill í samskipt um við fsland. f 15 ár hafa þeir sagt efnislega það sama: Ríkis- stjórn Bandaríkjanna vill frjálst, óháð og efnahagslega sjálfstætt Island, með blómstrandi atvinnu- lífi — frelsíð til þess að tryggja stjórn, sem þjóðin getur fylkt sér um og er því sterk stjórn, stjórn, sem getur því komið í veg fyrir, að þjóðin verði með prettum snöruð undir ok komm- únismans." Það er athyglisvert, að maður, sem stöðu sinnar vegna hlýtur að þekkja vel til markmiða Banda- ríkjamanna á íslandi, skuli draga slík málsatriði inn í umræðumar um amerískt hermannasjónvarp á fslandi. (Þýtt úr Dagbladet.) HVERS VEGNA Framhaid aí 7 síðu ferð á ári, verður að vera sterkur í andanum. Hann á a hættu að vera sakaður um galdra." Þarna lá efnmitt rauði þráð- urinn í mætti Lenshinu. Hún kom til þess að fjarlægja galdrana, sem hinn ómenntaði Afríkubúi óttast stöðugt. Sá, sem ekki var með henni, var á móti henni. Sá, sem ekki kom til hennar, var umsvifalaust grunaður um galdra. Hann gat ekki skorið sig úr fjöldanum. þar sem allt var öllum opin- bert í þorpinu. Enginn efi leikur á því, að kenning Lenshinu hafði í upp- hafi spennandi aðdráttarafl gagnvart hinum hjátrúarfullu þorpsbúum. Þarna var trúar- lærdómur, sem virtist sniðino sérstaklega eftir þörfum þeirra, laus við evrópsk yfir- ráð og yfirlæti. En vegna ótt- ans urðu þessi trúarbrögð að fjöldahreyfingu, enda þótt þau væru í upphafi trúarbrögð fá- einna öfgamanna. FLJÓTLEGA fór að bera á því, að Simapeparnir — emb- ættismennirnir — ■ í Lumpa- söfnuðinum, væru tíðir gestir í réttarsölum, þar sem þeir voru ákærðir fyrir að beita ógnun- um. Þrátt fyrir þetta var ógn- unum og valdi beitt í æ ríkara ■mæli til þess að afla Lumpa- trúnni fylgjenda og fjárfram- Iaga. Þegar hér var komið sögu voru yfirvöldin í landinu meira og minna önnum kafin við lausn þeirra vandamála, sem frelsisbaráttan hafði í för með sér. Vegna þess vöktu vafa- samar aðferðir Lenshinu minni athygli en ella. En erfiðleik- arnir áttu eftir að aukast. Ég get komíð hér með dæmi um, hvernig ógnarstjórn Len- shinu var búiíi að grafa undan löglegum yfirvöldum meðal ættbálkanna. Sagan gerðist 1959. Hinn kvenlegi spámaður var þá í heimsókn í héraðinu. Gömlum manni var skipað að hylla hana. Hann gerði það ekki, og tveir Simapepar tóku hann og fóru með hann til einnar af kirkjum safnaðarins og þar var honum misþyrmt, enda þótt hann hefði engan glæp drýgt. Höfðinginn og starfsmenn hans í réttinum horfðu á þetta, án þess að haf- ast að. Gamli maðurinn kom til mlr, ári seinna, þegar ég var á eftir litsferð í héraðinu, og ég yarð að leggja málið fyrir dómstól- ana. Dómarinn var greinilega undir áhrifum Lenshinu, ann aðhvort af ótta eða þá að hann var einn af áhangendum henn- ar. Hér var ekki um einstakt til- felli að ræða. Þetta gekk svo langt, að hinir harðleiknu Simapepar Lenshinu virtust stundum í valdavímu sinni ráða yfir samfélagi þorpsins og stjórna því meira að segja, hvernig hin innfæddu yfirvöld beittu sínu nýfengna valdi. Af- skiptí Simapepanna einke'nnd- ust venjulega af illsku og skorti á umburðarlyndi. TÍMINN, fimmtudaginn 20. ágúst 1964 13 1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.