Alþýðublaðið - 08.07.1953, Side 3

Alþýðublaðið - 08.07.1953, Side 3
Miðvikudag'imi 8. júlí 1953 S 12.1C-—13.15 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jó:i Pálsson). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónl.: Óperuiög (plötur). 19.45 Auglýsingar.. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: ..Flóðið mikla“ eítir Louis Brom- field. III (Loftur Guðmunds- son rithöf.). 21.00 Tónleikar: Egypzk ballet svíta“ sinfóníuhljómsveit leikur. Percy Fletcher stjórn- ar (plötur). 21.20 Veðrið í júní (Páll Berg- þórsson veðurfræðjngur). 21.45 Búnaðarþátt-ur (Gísli Kristjánsson talar við Lárus Rist). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Dans- og dægurlög: Dizzy Gillespie og hljómsveit (pl.). 22.30 Dagskrárlok. ■SfKl Hin margþráðu félagsmerki á bílana eru nú tilbúin. Snúið yður sem fyrs't til skrifstofunn- ar. sem er opin kl. 1—4 alla daga og mánud., miðvikud. og föstud. kl. 6—7. — Sími 5659. Féfag ísienzkra bifreiðaélgénda Þi'.igholtssíræti. 21. II. hæð. (Gengið inn frá Skálholtsstíg.) óskast til leigu 1. október. Péfur iakobsson löggiltur faáfeignasali. Kárastíg 12. -— Sími 4432. Frá happdrætti fulltrúaráðs Alþýðuflokksins: Dregið var í happdrætti full trúaráðsins 1. þ. m. hjá full- trúa borgarfógeta. Upp komu þessi númer: 6026 Eldavél. 5233 Farseðill til Kaup- mannahafnar. 3338 Ryksuga. 4058 Hrærivél. 581 Málverk. 208 Sykurkassi. 2064 Kexkassi. 6579 Listaman:ia.þing. 3066 íslands þúsund ár. 6769 Brennu-Njálssaga. 8296 Listamannaþing. Vinninganna sé vitjajf í skrif- stofu Alþýðuflokksins í ÁI- þýðuhúsinu. Athygli söluskattskyldra aðilja í Reykjavík skal vakin á því, að frestur til að skila framtali l til skattstofunnar um söluskatt fyrir 2. ársfjórð- ! ung 1953 rennur út 15. þ. m. Fyrir sama tíma ber gjaldendum að skila skattinum fyrir ársfjórðunginn til tollstjóra- skrifstofunnar og afhenda henni afrit af fram- tali. Reykjavík, 7. júlí 1953. Happdræíti Háskóia íslands. Á föstudaginn verður dregið í 7. f-lokki. Vinningai eru 752, samtals 339200 kr. Hæsti vinn ingur 25 000 kr- Síðasti sölu- dagur er á morgun. Skattstjórinn í Reykjavík. Tollstiórinn í Revkiavík. í DAG er miðvikudagurinn 8. julí 1953. Næturlæknir er í læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs apóteki, sími 1616. RAFMAGNSTAKMÖRKUN: í dag frá kl. 10,45: 5. hverfi. Á morgun á sama tíma: 1. hverfi. FLDGPERBIR Flugfélag íslands: í dag verður flogið til Kaup mannahafnar kl. 3 f. h. — Á morgun verður flogið til eftir- taldra staða, ef veður leyfir: Akureyrar, Blönduóss, Egils- staða. Kópaskers, Reyðarfjarð ar, Seyðisfjarðar og Vest- mannaeyja. SKIPAFRETTIK Skipadcikl SÍS: Hvassafel ler í London. Arn arfell er væntanlegt til Reyð- arfjarðar í dag frá Kotka. Jök- ulfell er á Eyjafjarðarhöfnum. Ðísarfell kemur til Hamborg- ar í dag. Jiíkisskip: Hekla fer frá Reykjavík á föstudaginn til Glasgow. Esja fór frá Reykjavík í gærkvöldi austur um land í hringferð. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið er væntanleg til Reykjavíkur árdegis í dag að vestan og norðan. Þyrill er á leið að vestan og norðan til Reykjavíkur. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vestmannaeyja. Eimskip: Brúarfoss fór frá Reykjavík í gærkvöldi ti'l Vestmannaeyja Mull, Boulogne og Hamborg- ar. Dettifoss fór frá Hamborg 5. þ. m. tií Antwerpen, Rott- erdam og Reykjavíkur. Goða- foss fer frá Hafnarfirði á há- degi í dag til Belfast, Dublin, Antwerpen, Rotte-dam, Ham- borgar og Hull. Gulílfoss fór frá Leitli í gær til Kaup- frá New York eGeL mannahafnar. Lagarfoss var væntanlegur til Reykjavíkur í morgun kl. 8 frá New York. Reykjafoss fer frá Kotka á morgun til Gautaborgar og Austfjarða. Selfoss fer frá Hull á morgun til Rotterdam og Reykjavíkur. Tröllafoss fer væntanlega frá New York á morgun til Reykjavíkur. __ * * _____ NÝKOMNAR ENSKAR BÆKUR: The Roniniel Papevs. Himmler. The theatrc. Display illustrated. Paper sculpture. Wonderbook of Wonders. Wonderbook of Motors. o. fl. o. fl. Bókabúð NQRÐRA Hafnarstræti 4. Sími 4281. VT JÓN LEIFS kom á sunnudaginn hingað með Gullfaxa eft ir að hafa sem íslenzkur fulltrúi setið veigamikla tónlistarfundi í Noregi og Frakklandi. IJann skýrði blaðamönnum frá ferð sinni og árangri eins' og hér segir: I. Tónlistarmót í Reykjavík 1954. Sem forseti Norræna tón- skáldaráðsins ' stjórnaði Jón Leifs fyrst fundum þess á tveggja daga móti í Osló. Sem annar fulltrúi Tónskáldafélags íslands mætti Jón Nordal. Mikil eining ríkti á fundunum, og var þar gengið frá dagskrá að Norrænu tónlistarmóti, sem ■ halda skal í Reykjavík á næsta ári. Veigamesta málið. Samkvæmt ílillögu Jóns Leifs á fundi Norræna tón- skáldaráðsins var samþykkt einróma ályktun um að fara þess á leit við tónmenntaráð Sameinuðu þjóðanna að gang- ast fyrir því að stofna í sam- ráði við Norræna tónskálda- ráðið, alþjóðasamtök höfunda æðri tónlistar og var • Jóni Leifs falið að bera ályktun þessa fram á væntanlegum fundi tónmenntaváðsins hjá UNESCO í París. — Sérstakur fulltrúi frá brezka tónskálda- félaginu mætti í Osló til að ræða þetta mál við Jón Leífs. Fundum Norræna tónskálda- ráðsins lauk með sérstökum fundi ráðsins ásamt fjórum tónmenntafulltrúum frá nor- rænum útvarpssföðvum, en íslenzki útvarpsstjórinn sendi kveðju sína og árnaðaróskir símleiðis. Fundarmenn voru allir sammála um að Norður- löndin fimm, tónskáldafélögin og útvarpsstöðvarnar, skyldu hafa samvinnu um útbreiðslu norrænnar tónlistar bæði sín á. milli og gagnvart öðrum löndum, en fyrirætlanir tón- menntaráðs Samemúpu þjóð- anna voru ræddar sérstaklega. Loks hélt forseti Norræna tónskáldaráðsins fyrir hönd Tónskáldaíélags íslands fund- armönnum veizlu á Holmen- kollen Turisthotell og ríkti mikill gleðskapur. Náttúru- fegurð er þar mikil, og sá í tunglsl jósi yfir allan Osló- fjörðinn. Sögðu fundarmenn að kvöldstund þessi mundi seint úr minni líða. II. Alþjóðasamband nútímatónlstar. hélt ársfurid sinn og tónlistar- mót í Osló að afloknum fund- um Norræna tónskáldaráðsins. Á meðfylgjandi -mynd sjást fulltrúar alþjóðasambandsins á fyrsta fundi sínum. Samtímis daglegum hljóm- leikum, er flutt'.i eirgöngu ný tónverk, voru haldnir fundir frá morgni til kvölds og stund- um nefndarfundir fram á nótt. Fyrir lá að endurskipuleggja þetta alþjóðasamband. Jón Leifs hélt nokkrar ræð- ur á fundunum og var kjör- inn í nefnd þá, sem undirbjó endurskipulagningu sambands- ins. Telur hann að nú hefjist nýtt tímabil í starísemi þessa félags. Samkvæmt tillögum hans mæla lögin svo fyrir, að undirnefndir skuli siá um framkvæmdir einstakra mála. Eins var - samþykkt að hvert land skuli eiga tónverk á dag- skrá mótanna ekki sialdnar en þriðja hvert ár. Samkomulag varð um að , miðstöð sambandsins og for- seti þess ætti aðsetur í Dan- mörku næsta ár, og varð Jo- hann Bfentzon fyrir kjörinu. Fulltrúar frá tónmenntaráði Sameinuðu þjóðanna áttu sæti á aðalfundi sambandsins og stofnuðu auk þess til sérstaks fundar, þ. e. „rcund-table- conference“, með tönskáldum, túlkendum, blaðamönnum, út- gefendum, útvarpsmönnum o. fl. Þar flutti Jón Leifs erindi á ensku um gilcli túlkunar nýrra tónverka. Fulltrúar brezka útvarpSins h.éldu líka ræður þar um útbreiðslu nýrra tónverka. Umræðiir urðu miklar, og ýmsar ályktanir voru gerðar. III Tónmenntaráð Sameinuðu þjóðanna. hélt svo ársfund sinn í París í lok júní hjá UNESCO. — Sam- kvæmt ályktun Non-æna tón- skáldaráðsins. í fyrra höfðu verið myndaðar þjóðlegar tón- menntanefndir í hverju Norðurlandanna, og voru nefndir þessar nú teknar upp í tónmenntaráð Sameinuðu þjóðanna með öllum sömu rétt- indum og nefndir stórþjóð- anna. Fór Jón Leifs á fundin- um með atkvæði íslenzku tón- menntanefndarinnar, sem var einróma samþykkt á fundin- um, enda þótt ágreiningur kæmi í ljós um lónmennta- hefndir ýmissa annarra landa. íslenzka nefndin vinnur að því að sameina félög og stofn- anir, sem fást við tónmenn- ingu á íslandi, í eitt allsherj-ar „Tónmenntasamband íslands". Aðalfundur tónmenntaráðs Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti nú í París einróma til- lögu Jóns Leifs um að fela framkvæmdastjórn ráðsins að undirbúa í samráði við Nor- ræna tónskáldaráðsins stofnun alþjóðasamtaka með tónskáld- um æðri tónlistar. Hefir hann sem forseti Norræna tónskálda- ráðsins undirbúið mál þetta allrækilega og mun leggja fram efni og vinnu við fram- gang málsins. Á fundum tónmenntaráðs Sameinuðu þióðanna voru ann- ars rædd ýrnis framfaramál tón listar. Jón Leifs minnti m. a. á tillöguna um að UNESCO, menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, stofnaði cigið útvarp sem heyrðist um allan héim, og að útvarpsstöð gæti verið á hæsta fjallstindi á íslandi. Forseti ráðsins Sir StUart Wiison tók tillögunni mjög vfel og minnti. líka á Mount Ever- est, hæsta fjallstind í heimi. 40.000 börn heimlíis- Eaus í Kéreu SAMKVÆMT upplýsingumi aðalritara ensku barnahjálpar- innar, T. IV. Boyce, sem er ný- kominn úr ferðalagi frá Kór- eu, eru nú um 40 000 börn. heimilislaus í Kóreu. Böm þessi lifa flökkulífi í yfirgefn um þorpum og skotgröfum í Suður-Kóreu. Önnur 40 000 börn hafa náðst og verið flutt á barnaheimili. Vegna næring arskorts eru börnin í mikilli hættu af að sýkjast af berkl-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.