Tíminn - 26.08.1964, Blaðsíða 13
tÞRÓTTIR
Ungmennafélag Selfoss vann
mótið, hlaut 51 stig, Umf. Sam-
hygð 46, Umf. Biskupstungna
18, Umf Vaka 16, Umf Hvöt
13,Umf, Njáll 10, Urnf. Dags-
brún 10, Umf. Ölfusinga 9,
Umf. Hrafn Hængsson 7, Umf.
Eyfellingur 3, Umf. Gnúpverja
3, Umf. Hrunamanna 2 stig.
Ragnheiður Pálsdóttir Umf.
Hvöt vann Samhygðarbikarinn,
sem veittur er fyrir bezta afrek
kvenna á mótinu, en það var
kúluvarpið hjá Ragnheiði 10.18
metrar.
Sveinn Sveinsson Umf. Sel-
foss setti Skarphéðinsmet í
kringlukasti, kastaði 42.95 m.
Keppendur á mótinu voru
um 100. Mótsstjóri var Þórir
Þorgeirsson íþróttakennari á
Laugarvatni
H.Þ.
GRÓÐUR OG GA.RÐAR
Framhald ní 9. síðu
stöðum, Sviðningi og í Saurbæ.
(Hrolleifsdalur hefur snemma
farið í eyði, onda er þar af-
skekkt og vetrarríki mikið).
Mildara mun vera í Kolbeins-
dal, en veglaust er þar að
mestu nema reiðgötur, hefur
sennilega oft verið hestmargt.
Minnast margii fullorðnir Ey-
firðingar Kristins frá Skriðu-
landi, sem oft fór Heljardals-
heiði til Eyjafjarðar með sölu
hross sín — Hlíðar Kolbeins-
dals eru víða skriðurunnar og
berar hið efra, en grösugt er
láglendi dalsins og kjarngóðir
hagar í neðanverðum hlíðum.
— Neðan við eyðibýlið Fjall
vex mikið af engjamunablómi
(garðagleymmérei) í löngu,
bugðóttu síki. Hefur sjálf-
sagt slæðzt þangað frá
blómagarðí á bænum fyr-
ir alllöngu. Var einkenni-
legt að sjá gróskulegt blá-
blómgað engjámunablómið
vaxa í vatni í stórum græðum
og sumstaðar innan um lófót,
hófsóley og gulstör 30—40 scn
hátt. Talsvert af kúmeni vex
í túninu á UnastÖðúm. Fjall-
drapi er algengur í hlíðum
Kolbeinsdals, en allur skógur
löngu horfinn. Bendir bæjar-
nafnið Sviðningur, skammt frá
Smiðsgerði, á íorna viðarkola-
gerð?
Kolbeinsdalur kominn í eyði
— Kristinn enginn fer á
skeiði—
í hagagöngu hross þó leiði
hingað Sleitubjarnarmenn.
Þúsund ár um þessar hlíðar
þrátt sér dreifðu hjarðir
fríðar —
Til ,,Kolbeins“ venur komu
tíðar
kvikfé Skagfirðinga enn.
Hjaltadalur hefur betur
hýsir ennþá frægðarsetur
Kennt bg lesið vel í vetur,
veldi rís þar biskups senn!
Imgólfur Davíðsson.
BORGIN VIÐ SUNDIÐ
Framhald af 6. síðu.
nóg af gistiherbergjum, en nú í
ágúst er mikill skortur á þeim,
enda tími mikilla fundahalda.
Verst er ástandið um helgar. Á
laugardaginn og sunnudaginn
komu yfir 2000 útlendingar að
spyrja um herbergi hjá Turistfor
eningen, eða fleiri en svo að
unt væri að koma b fyrir í
heimahúsum manna amkvæmt
hinum vanabundnu neyðarráðstöf
unum. Þá var farið í baðhúsið í
Studiestræde, sem opnaði allar
dyr, hárgreiðslustofurnar, bað-
klefana og lækningastofurnar í
sama húsi.
Nokkur hundruð ullarteppí voru
fengin að láni hjá álmannavörn-
um í Hilleröd, og svo var gestun-
um hleypt inn í baðklefana, þar
sem margir lágu í flatsæng á
gólfinu og borguðu 5 kr. Þann
ig var unnt að hýsa um 200
manns. Þeir hafa verið ánægðir,
sérstaklega með hreinlætisaðstæð-
ur, en allir geta baðað sig eins
mikið og lengi og þeim sýnist.
í sambandi • við ferðamanna-
strauminn verður ekki hjá því
komizt að minnast á þrjá stærstu
skemmtistaðina, Cirkus Schuman,
Tivoli og Dyrehavsbakken. Þar
hefur verið mikill gestagangur,
þrátt fyrir rígningar, en tímabil
ið er nú brátt á enda. Dyrehavs
bakken opnaði 24. apríl og lokar
síðast í þessum mánuði. Gert er
ráð fyrir, að minnsta kosti þrjár
milljónir gesta hafi þá heimsótt
bakkann. Tivoli opnar alltaf 1.
maí, en lokunartími er ekki bund
ínn við ákveðinn mánaðardag.
Hins vegar lokar Tivoli vanalega
á sunnudegi — sem næst miðjum
september — og nú ber það upp
á þann 13. Cirkus Schumann er
búinn til sýninga viku síðar en
Tivoli og lokar síðar, eða sunnu-
daginn 27. september.
— Geir Aðils.
VARAFORSETAEFNI
Framhaio ai 7 síðu
um í suður-fylkjunum veldur
því, að vinsældir McCarthys
meðal stjórnmálamanna þaðan,
geta orðið mikill ávinningur,
og ef til vill orðið Johnson til
meiri stuðnings í baráttunni en
nokkur annar demokrati er
fær um að láta honum í té.
Það er ennfremur svo ósenni-
legt, að nokkur virkur demo-
krati geti látið sér til hugar
koma að hverfa til Goldwaters,
að hugraun sú, sem samstaða
Johnsons og McCarthys ylli
Kennedyunum, fylgjendum
Humphreys og frjálslyndum
demokrötum yfirleitt, kyani að
reynast veigalítill þegar til
kastanna kæmi. Sú spúrning
veldur áhyggjum hjá mörgum
demokrötum, sem ekki eiga í
neinum útistöðum við McGar-
thy, hvernig hann reyndist sem
forseti, ef til þess kæmi. Fer-
ill hans í öldungadeildinni
síðustu árin er ekki meðmæli
með honum, þrátt fyrir gáfur
hans, lærdóm og glæsileik.
(The Economist.)
Trúlofunarhringar
afgrelddir samdægurs
SENDUM UM ALLT LAND
HALLDÖR
Skólavörðustig 2
EINftEtÐlN
Askriftarsirru 1-61-51
Pósfhólt 112?
Reykjavk.
ending frá H.Þ.L.
^úsmssðraskóli Ssisigeyinga að Laugum verður settur þrið]ud!agiifn 22.
sepfember. Námsmeyjar mæti daginn áður. Nokkrir nemendur geta enn
fengii skélavist. Simstöð Breiðamýri.
Skólastióri.
Víð seljiem
OpeJ Kad station 64
j Opel Kad station 63.
Wolksv 15. 63
| Wolksv 15. 63
N.S.U Prinz 63 og 62.
| Opel karav 83 og 59.
Simca st 63 oe 62.
Simca 1000 63
Taunus 69 st.ation.
Auglýsing
um lausar lögregluþjónsstöður í Reykjavík.
Lausar eru til umsóknar 25 lögregluþjónsstöð-
ur í Reykjavík. Byrjunarlaun samkvæmt 12.
flokki launasamninga opinberra starfsmanna, auk
33% álags á nætur- og helgidagavaktir.
Umsóknarfrestur er til 25. setpember n. k.
\
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 25. ágúst 1964.
rauðarA
SKÚLAGATA 5S — SfSIÍ 1581®
Hringbraut
Simi 15918
ÍJiLtíli
•1 íeíoS .uniöyivauiis.vBÍiixI h
cínt?ío í ibftsiífífi tii 6*T9
Kaupmenn - Kaupfélög
Fyrirliggjandi:
DAMASK, hvítt og mislitt, röndótt og rósótt.
BJARNI Þ. HALLDÓRSSO\
Umboðs- og heildverzlun,
Garðastræti 4.
Símar: 19437 og 23877
Sýning á prjónafatnaði,
nýjustu munstrum og
garni frá SÖNDER60RG
Á morgun (fimmtudag) kl. 3-5 verður sýning á
nýjustu munstrum á prjónavörum frá Danmörku
í Mímisbar í Hótel Sögu (gengíð ínn um aðaldyr
til vinstri).
FRU NORDING, sérfræðingur í munstrum og
prjónlesi frá SÖNDERBORG verksmiðjunum, er
jafnframt til viðtals og leiðbeiningar
Allir velkomnir.
Þórður Sveinsson & CO. h.f.
J
TÍMINN, miðvikudaginn 26. igúst 1964 —
13
> I I'V-i
"yjs- «•
VW.w>.
v i v . y > »
ry