Tíminn - 26.08.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.08.1964, Blaðsíða 2
Þriðjudagur, 25. ágúst. NTB-Aþenu. — Stjórn Grikk- lands og Kýpur staðfestu í dag, að Kýpurdeilan yrði lögð fyrir Alsherjarþing S.Þ. í nóv- ember. Segir frá þessu í sam- eiginlegri tilkynningu að lokn um fjögurra klukkustunda fundi Makaríosar Kýpurforseta og Papandreou, forsætisráð- herra Grikkja. NTB-Saigon. — í dag bárust fregnir til Saigon um hroðalegt morð, sem Búddatrúarmenn frömdu i kaþólska hluta borg arinnar Da Nang í gær. Grýttu þeir mann til bana og hengdu síðan lík hans á gadda vírsgirðingu fyrir framan heim ili Bandaríkjamanns nokkurs. Yfir 300 hermenn urðu að ráð ast inn í borgina í brynvögn um til að stilla tíl friðar. NTB-Mexicó City. — Að minnsta kosti 40 manns biðu bana og um 100 meiddust, er fjöldi flugelda sprakk í Ioft upp í þorpinu San Bartoleme í Mexícó í nótt. Þrjú hús gjör samlega splundruðust í spreng ingunni. NTB-St-okkhólmi. — Kona ein, sem rekið hefur eina hinna svo kölluðu „sjóræningjaútvarps- stöðva" á Eystrasalti var í dag dæmd í 3 mánaða skilorðsbund ið fangelsi fyrir starfsemi sína. NTB-Havana. — Mikill viðbún aður er nú á Kúbu vegna hætt unnar, sem stafar af fellibyln um Cleo. í dag hafði flest fólk á lægstu stöðum eyjunnar flú- ið upp á hálendið. NTB-Nýju Delhí. — í dag voru 69 kommúnistar handteknir í Nýju Delhi til viðbótar við þá 500, sem handteknir voru í gær fyrir mótmælaaðgerðir gegn verðhækkunum í landinu. Hyggjast kommúnist- ar halda mótmælum áfram næstu fjóra daga. NTB-Stokkhólmí. — Yfir 30 manns slösuðust alvarlega í dag, er bílaferja renndi á fullri ferð inn í bryggju í Málmey. Með bílaferjunni voru 62 farþegar. NTB-Melbourne. — Um 4.800 hafnarverkamenn í Melbourne í Ástralíu hættu í dag að skipa upp vörum úr 37 skip- um til að mótmæla kynþátta- stefnunni í S-Afríku. NTB-Moskvu. — Foringi Pathet Lao-manna, Souphanouvong, prins, kom til Parísar í dag til að taka þátt í viðræðum með forustumönnum hlutlausra og hægrimanna í Laos um deíl una þar. NTB-Los Angeles. — Bandarisk um vísindamönnum tókst í dag að koma gervitungli af gerðinni Explorer á fasta braut umhverfis jörðu. BOBBY FER SLAGINN! NTB-New York, 25. ágúst. I Róbert Kennedy, dómsmála ráðherra Bandaríkjanna lýsti því yfir á blaðamannafundi í dag, að hann myndi reyna að ná kosningu sem öldungadeild arþingmaður fyrir New York- ríki í kosningunum í haust. Þessa ákvörðun, sem lengi hefur verið beðið eftir, hefur Kennedy tekið, enda þótt vit að væri, að mikil andstaða væri meðal demókrata í New York ríki gegn framboði hans. Er m. a. bent á, að hann hafi aldrei búið í ríkinu og hann njóti aðalstuðnings Paroi-klik- unnar. Ekkí er langt síðan Kenn- edy sagðist engan áhuga hafa á að verða öldungadeildarþing maður fyrir New York, en hann breytti um skoðun, er Hér standa þelr fyrir framan Hvíta húsið í Washington, Robert Kennedy, dómsmálaráðherra og Robert Wagner, borgarstjóri New York borgar, en eins og kunnugt er hefur Wagner lýst yfir stuðningl sín- um við framboð Roberts Kennedys. Johnson útilokaði hann sem varaforsetaefni flokksins. Loka ákvörðun mun svo Kennedy hafa tekið, er Wagner, borgar stjóri lýsti yfir stuðningi við framboðið um síðustu helgi. Nú bíður Kennedys barátta við Samuel Stratton, sem fyrir er á frambjóðendalistanum, um útnefningu á þingi flokksins í New York-ríki. Lýstí Kennedy því yfir á blaðamannafundin- um, að hann myndi segja af sér störfum dómsmálaráðherra, yrði hann útnefndur. Hins veg ar hefur Stratton lýsti því yf- ir, að hann muni berjast til þrautar um framboðssætið. STUDENTAR 06 BUDDA TRUAR■ MENN FELLDU STJÓRN KHANHS NTB — Saigon, 25. ágúst. í dag neyddist forseti S-Vietnam, Nguyen Khanh, til að segja af sér, eftir að nær linnulausar óeirðir höfðu geisað í stærstu borgum landsins í fjóra daga. ir Á morgun mun byltingarráðið koma saman og kjósa nýjan forseta en síðan verður það leyst upp og taka meðlimir þess aftur upp fyrri störf sín innan hersins. ir Hefur þá byitingarráðið beðið algeran ósigur fyrir stúdentum og Búddatrúarmönnum og í dag varð það við kröfunni um að nema úr gildi bráðabirgðastjómarskrána, sem var aðalundirrót óeirðanna. Framangreindar ákvarðanir tók ráðið á skyndifundi í aðalstöðvum sínum í morgun á sama tíma og um 20.000 stúdentar og Búddatrú armenn héldu mótmælafund fyrir utan skrifstofur Khanhs, forseta, og kröfðust þess, að stjórnarskráin frá 16. ágúst, yrði numin úr gildi, og þá af sjálfu sér um leið, að Khanh færi frá völdum. Eftir endurteknar hótanir frá Búddatrúarmönnum um að þeir myndu hefja sams konar mótmæla öldu og í fyrrahaust gegn stjórn Diems, féll byltingarráðinu allur ketill í eld og gekk að kröfum þeirra og stúdentanna. Mótmælafundurinr. fyrir utan skrifstofur Khanhs hóst eftir að hann hafði sent frá sér tilkynn- ingu um, að hann féllist á endur skoðun stjórnarskrárinnar, stofn un blaðaráðs og setningu laga um refsingu fyrir afglöp staðaryfir- valda. Mannfjöldinn hafnaði þessu með hrópum um, að hann viðurkenndi ekki Khanh sem forseta. Bauð þá Khanh sendinefnd stúdenta á fund sinn, en því boði var hafnað og um leið krafizt, að Khanh kæmi sjálfur út og talaði til fólksins. Klifraði þá Khanh upp á hátalara bifreið ásamt einum stúdentaleið toga, sem fyrst las upp kröfur stúdenta. Því næst tók Khanh til verða við flestum kröfum stúdent máls og sagði, að hægt yrði að anna. Hrópaði hann með þeim: Niður með einræði og bætti við: Eg er reiðubúinn að hrópa með ykkur: Niður með kommúnisma, nýlendustefnu, hlutleysi og ein- ræði, þar með talið hernaðarein- ræði. En eins og áður segir, samþykkti byltingarráðið, að verða við öll- um kröfum mótmælenda þar með að svipta Khanh völdum. f kvöld var það haft eftir Khanh, hershöfð ingja, að hann teldi sig hafa góða mögulei'ka á að verða endurkjörinn forseti. Málalið í Kongó NTB-Leopoldville, 25. ágúst. í dag komu 30 Belgíumenn og Frakkar til Leopoldville, og sögð ust hafa veríð ráðnir sem mála- liðsmenn til að berjast gegn upp- reisnarmönnum í Kongó. Rétt áð- ur hafði Ko«gó-stjórn neitað FIJF á Akranesi Fundur verður haldinn í Fram sóknarhúsinu Akranesi fimmtudag inn 27. ágúst kl. 8.30. Kosnir verða fulltrúar á 10. þing SUF á Blöndu ósi. — Stjórnin. fregnum um, að málalið streymdi nú til landsins. Þá hefur fyrrveraudi foringi i brezka hernum lýst því yfir í Salisbury, höfuðborg S.-Rhódesíu, að hánn skrái málaliðsmenn, sam- kvæmt beiðni stjórnarinanr í Leopoldville. Sömuleiðis hefur annar Breti í Jóhannesarborg, skýrt frá því, að mann ráði mála- liðsmenn samkvæmt persónulegri beiðni Tshombe, forsætisráðherra. í dag skýrði AFP frá því, að stjórnarherirnir í Kongó hefðu stökkt uppreisnarmönnum i Al- bertville á flótta. ÚTFÖR TOGLIATTISIGÆR NTB-Róm, 25. ágúst. Kommúnistar úr öllum hér uðum ftalíu voru viðstaddir geysifjölmenna útför ítalska kommúnistaleiðtogans Palmiro Togliatti. Líkfylgdin sem í voru um hálf milljón manns, lagði af stað frá aðalstöðvum kommúnistaflokksins og hélt að torginu fyrir framan St. Jóhann esarkirkjuna, þar sem Togliatti var vanur að halda sínar 1. maíræður. Torgið var þéttskip að og meðfram leiðinni sem líkfylgdin fór stóðu um 200. 000 manns. Fjöldi fulltrúa er- lendra ríkja voru viðstad-dir útförina og mörg liundruð kransar voru bornir í líkfylgd inni, þar á meðal frá forsætis- ráðherra Ítalíu og forseta Sov étríkjanna. Um 250 rauðir fán ar voru bornir fyrir líkfylgd inni. Togliatti verður jarðsettur í brezka kirkjugarðinum skammt fyrir utan Róm. Lítil stúlka kyssir á rauða fánann, sem sveipaður er um kistu ítalska kommúnistaieiðtogans Palmiro Togiiattl, þar sem hún stendur uppi í aðalstöðvum kommúnlstaflokkslns í Róm. T í M I N N, mlðvikudaginn 26. ágúst 1964 — I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.