Tíminn - 26.08.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.08.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstiórar: Þórarmn Þórarinsson 'ábi. Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Kartsson Frétta stjóri: Jónas Krisíjánsson Auglýsingastj Sigurjón Davíðssot. Ritstjórnarskrifstofur l Eddu-húsinu símar 18300— 18305 Skril stofur Bankastr 7 Afgr.simi 12323 Augl simi 19523 Aðrar skrifstofur. simi 18300 Askriftargjald kr 90.00 3 mán innan lands — í lausasölu kr 5,00 eint - Prentsmiðjan EDDA h.l Lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn Emil Jónsson, félagsmálaráðherra, hefur nú tilkynnt að hann hafi falið Haraldi Guðmundssyni, fyrrum ráð- herra, að gera skýrslu og álitsgerð um það, hvernig koma megi upp lífeyrissjóði fyrir landsmenn alla Þetta mál hefur verið nokkuð til umræðu hér á landi, en fvrst er þessu máli hreyft á Alþingi 1957, er nokkrir þing- menn Framsóknarflokksins fluttu tillögu um athugun almenns lífeyrissjóðs fyrir þá landsmenn, sem ekki nvtu lífeyristrygginga Þessi tillaga var samþykkt og fram- kvæmdi 5 manna nefnd undir formennsku Hjálmars Vilhjálmssonar ráðuneytisstjóra þessa athugun. Nefnd- in skilaði áliti í nóvember 1960 og lagði einróma til að sett yrði löggjöf um almennan lífeyrissjóð, sem allir landsmenn ættu kost á að tryggja sig hjá. Ríkisstjórnin lá á þessari álitsgerð og aðhafðist ekkert í málinu og er þrjú ár höfðu liðið og sýnt þótti að ýta þyrfti við stjórninni flutti Ólafur Jóhannessoh ásamt fleiri þingmönum Framsóknarflokksins tillögu á síð- asta Alþingi um almennan lífeyrissjóð Kvað þessi til- laga á um að 5 manna nefnd semdi frumvarp t.il laga um þetta efni, er lagt yrði fyrir Alþingi. Þessa tillögu vildi stjórnarliðið ekki samþykkja en samþykkti < henn- ar stað breytingatillögu um að fela ríkisstjórninni að kynna sér til hlítar, hvort ekki sé tímabært ,,að setja löggjöf um almennan'lífeyrissjóð, sem allir landsmenn, sem eru ekki nú þegar aðilar að lífeyrissjóðum, geti átt aðgang að.“ Þarna var reyndar farið aftan að hlutunum og hunds- uð niðurstaða þeirrar nefndar, sem kynnt hafði sér mál- ið og lagt hafði til, að sett yrði löggjöf um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn en verkefnið ekki einskorðað við þá, sem ekki eiga enn aðild að lífeyrissjóðum Astæðan til þessara breytingar var að því er virtist aðeins sú sálarflækja stjórnarliðsins að geta enga tillögu sam- þykkt óbreytta, sem frá Framsóknarmönnum e" kom- ’n. Nú er og komið áþreifanlega á daginn, að þessi breyting var aðeins geðveila, því að félagsmálaráðherra hefur nú einmitt falið Haraldi Guðmundssvni að fram- kvæma tillögu Framsóknarmanna um almennan lífeyris- sjóð fyrir alla landsmenn en ekki breytingatillögu þá sem samþykkt var. Svona geta menn leikið á sjálfa sig, þegar ofstækissýkillinn spillir hinni andlegu heilsu Félagslegt jafnrétti Svíar hafa þegar sett löggjöf am almennan lífeyns- sjóð og Norðmenn og Danir undirbúa hliðstæða öggjöf hjá sér, enda stefnir almennur lífe/rissjóður að sem fyllstu félagslegu jafnrétti og bætir úr misrétti þegn- anna. í grein, sem Ólafur Jóhannesson ritaði í 'T'ímann um þetta mál, segir m a.: „Samkvæmt minni skoðun á hinn almenni lífeyrissjóð ur ekki að koma í stað almannatrygginganna heidur á hann að veita viðbótartryggingu Með hinum rlmenna lífeyrissjóði á að stefna að því að allir landsmenn rái þá aðstöðu, sem þeir einir hafa nú. er njóta trvggingar í sérsjóðum. Ég held að honum eigi að ætla sams konar hlutverk og þeim sérstöku lífevrissióðum sem veita viðbótartryggingu við a’mannatrvggingarnar -lafnframt þarf svo með einhverjum hætti að finna ráð tii að rryggja verðgildi hans.“ Verður McCarthy, öldungadeild- arþingmaður, fyrir valinu? Margt virðist benda tii þess að Johnsnn taki í-icOarthy fram yfir Hubert Hi'mphrey sem varaforsetaefni s kosningunum í haust. McCARTHY öldungadeildar- þingmaður nýtur álits við- skiptajöfra og hefir furðulega góð sambönd við leiðtoga frá Suður-fylkjunum, enda þótt hann sé kominn frá hinum frjálslynda demokrataflokki bænda og verkamanna í Minne- sota. Hann nýtur þess, að hann er hár vexti, dökkur á hár, lag- legur, rómversk-kaþólskur, fynd inn, hefir góða framsögu og er aðeins 47 ára að aldri. Hinir óæðri starfsmenn flokksins víðs vegar um landið. þekkja hann varla, en það hef- ir aftur á móti þann kost í för með sér, að hann á fáa póli tíska fjandmenn utan Washing- ton. En styrkasta stoð McCar- thys er þó hin einlæga. vinátta Johnsons forseta. Segja má með réttu, að hann tilheyri innsta hring forsetans, en það verður ekki sagt um neinn ann- an af þeim, sem til greina geta komið sem varaforseta- efni. Þetta er allt, sem almenn ingur veit um McCarthy öld- ungadeildarþingmann og mjög margir leiðtogar demokrata eru engu fróðari Vegna þessa hafa jafnmargir og raun ber vitni, bent á hann sem eðli legt varaforsetaefni með John son. ÞETTA horfir allt öðru vísi við í Washington, þar sem Mc- Carthy hefir aflað sér álitlegs hóps fjandmanna þau 16 ár, sem hann hefir setið á þingi. Kennedyarnir og fylgismenn þeirra hafa ekki farið neitt dult með það, að hann er ein- mitt sá maður, sem þeir gætu ekki með nokkru móti sætt sig við sem varaforsetaefni. Hum- phrey, eldri öldungadeildar- þingmaðurinn frá Minnesota, sem er í miklum mun meiri metum hjá starfsmönnum flokksins, hefir lýst því yfir í Washington, að hann tæki það sem persónulega móðgun ef McCarthy yrði fyrir valinu. McCarthy hefir aflað sér þessarar andúðar allra síðustu árin. Fyrr naut hann mikils álits sem upprennandi frjáls- lyndur maður, sem ætti að eiga í vændum virðingarstöður, eins og til dæmis forustu demo krata í öldungadeildinni. Rétt eftir stríðið hóf Mc Carthy feril sinn í Demokrata- flokki bænda og verkamanna í Minnesota sem eins konar und- irforingi hjá Humphrey öld- ungadeildarþingmanni, sem þá var borgarstjóri í Minneapolis. Viðfangsefni þeirra var þá einkum að losa flokkinn við kommúnista. Þegar sigur var unninn í þeirri baráttu. voru þeir báðir kosnir á þing árið 1948, Humphrey sem öldunga deildarþingmaður og McCarthv sem fulltrúadeildarþingmaður I FULLTRÚ ADEILDINNl gerðist McCarthy fljótt for- ustumaður i frjálslyndum. her- skáum hópi demokrata. sem þótti leiðsögn ftokksins í full Eugene J. McCarthy trúadeildinni, undir forustu Sam Rybums heitins, alltof hægfara til þess að hafa í fullu tré við republikana og demo krata frá Suður-fylkjunum. Mc- Carthy hafði forustu um hundr- að demokrata í fulltrúadeild- inni, en þeir voru stundum nefndir „villingarnir hans Mc Carthy“, og í flokknum var sí- vaxandi tillit tekið til áiits hans, einkum um félagsmála- löggjöf og endurbætur skatta- mála. Gagnrýnendur kynnu að segja, að hann hafi talað meira en hvað hann starfaði, meðan hann átti sæti í fulltrúadeild- inni, og frjálslyndi hópurinn hafi ekki verið skipulagður formlega eða gerður áhrifamik ill fyrri en hann fluttist yfir f öldungadeildina. Engu að síður var hann á góðri leið með að verða áberandi stjórnmálamað- ur þegar hann var kosinn öld- ungadeildarþingmaður árið 1958. FYRSTA verk McCarthys í öldungadeildinni sýndi kæn- lega breytingu á stjórnmálaað- ferðum hans. Þessi fyrrverandi forustumaður uppreisnar gjarnra frjálslyndispostula í fulltrúadeildinni lét félaga sína í öldungadeildinni fljótt vita, að uppreisnarferli hans væri lokið og nú vildi hann hljóta þægilega stöðu i öld- ungadf/idinni. Hann hafði áður beitt sinni hvassyddu fyndni til þess að stríða Johnson, sem þá var forustumaður Demokrata flokksins í ■ öldungadeildinni,. fyrir hneigð hans til að semja um öll mál, unz útkoman yrði „tvíkynja löggjöf", en nú gerðu þeir tveir náið banda lag. McCarthy kom sér einnig með hægð i mjúkinn hjá Suð- ur-fylkjahöfðingjunum ’ öld- ungadeildinni, einkum Byrd, hinum sérlega íhaldssama for- manni fjárhagsnefndar deildar- ínnar, en hann tók brátt að hrósa McCarthy og telja hann langefnilegasta nýliðann sem hann hefði komizt í kynni við um langt árabil McCarthy barðist enn fyrir framgangi vmissa áhugamála frjálslyndra. en hann hafði sem sagt breytt verulega um aðferðir EKKl var minna um vert þá áköfu baráttu, sem hann háði gegn útnefningu Kennedys sem forsetaefnis árið 1960. Hann á leit Kennedy að sönnu aðhyll- ast gervifrjálslyndi og vera ó- fullnægjandi kaþólikka, en auk þess gætti persónulegrar óvin- áttu. Hann lagði sig allan fram um að styðja hvern þann demokrata, sem hann taldi lík legan til að stöðva Kennedy Fyrst studdi hann Humphrey, síðar Johnson og að síðustu Adlai Stevenson, en McCarthy hélt einu minnisverðu ræðuna, sem haldin var honum til stuðnings yið forsetaefnisvalið S í Los Angeles. Kennedyarnir tóku vel eftir þessu öllu, og þeim er annað betur gefið en að gleyma og fyrirgefa. Þegar búið var að kjósa Kennedy, gerði McCarthy þá skyssu að reyna ekki að ná ein- hvers konar sáttum við flokks- leiðtogann. í þess stað dró hann sig £ raun og veru út úr virku stjórnmálastarfi. Hvíta húsið var honum ekki einungis lok- að, heldur var hann að veru- legu leyti utan við meginstarf öldungadeildarinnar. Hann van rækti frjálslyndisáhugamálin, sem hann hafði barizt fyrir undangengin 12 ár, og beitti orku sinni einkum að því á ár- unum 1961—1963 að koma fram í fjárhagsnefndinni, sem vinur hans Byrd veitti for- stöðu, ýmsum sérstökum skatta lagabreytingum vegna smærri heilda. McCarthy hafði áður barizt fyrir umfangsmiklum félags- legum lagfæringum, svo sem umbótum á löggjöfinni um atvinnuleysistryggingar og af- námi sérstakrar skattmeðferð- ar ágóðahluta. En nú laut hann að stuðningi mála eins og sérstakri skattaívilnun við pip- armeyjar. Hann virtist ávinna sér orð fyrir að standa eins og Ieikmaður í baksölum öldunga- deildarinnar og hvísla spak- mælum og fyndni. Þegar hér var komið sögu, hafði hann gerzt nöldursseggur í starfi, sem einmitt krefst þess, að öllu slíku sé haldið í skefjum McCARTHY endurfæddist skyndilega í pólitíkinni þegar Johnson félagi hans var kom- inn til valda í Hvíta húsinu. Dyr, sem höfðu verið honum luktar í þrjú.ár, opnuðust nú ( allt í einu og hann virtist aftur verða virkur þátttakandi í stjórnmálunum Hlutverk hans í öldungadeildinni hélt áfram að vera takmarkað, og í ár virð- ist hann einkum hafa beitt orku sinni að því að afla sér fylgis sem varaforsetaefni. einkum meðal viðskiptajöfra og flokksleiðtoga. En hann hefir með öllu hætt við hlut verk hins nöldrandi áhorfanda Keip Goldwaters öldunga deildarþingmanns eftir atkvæð Framhald á síðu 13 FTmINN, miðvikudaginn 26. ágúst 1964 — 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.