Tíminn - 27.08.1964, Page 3
HEIMA OG HEIMAN
BELIAKAR í SILKI
Sumo-glímukapparnir minna
á sæfíla. Líkingin var svo
sterk, að ég greip andann á
Iofti, þegar ég kom í búnings-
herberft þeirra. Þessi vistar-
vera mlnnti á fjós með göngu
braut í miðju, en beggja vegna
hennar upphækkun, þar sem
glímumennirnir halda til um
sýningatímann.
Og nú lágu þeir þarna, flest-
ir berir, en sumir höfðu brugð-
ið sér í kimono. Enginn virtist
taka eftir, að 150 punda rind-
ill eins og ég, var kominn í
þennan hóp. — Þar lyfti einn
höfðinu að gjóa til mín auga,
en hinir héldu áfram við sína
sýslu að spila, láta raka sig
eða bara lágu eins og sæfílar á
strönd.
En sjáið þá í essinu sínu! Þá
hreyfa þeir sig með ótrúlegum
hraða, krafti og snerpu. Þessir
menn tjá sig á glímupallinum,
og þar hef ég séð þá, nokkrum
sinnum viðstaddur í Kokugik-
an-glímuhöllinni í Tokio, og
hvað eftir annað á sjónvarps-
skerminum þann hálfa mánuð,
sem kappglímur standa yfir, en
þá er sjónvarpað frá fjórum
glímumótum samtímis og tím-
unum saman dag hvern.
Orðið Sumo er borið fram
með áherzlu á síðara atkvæði.
Sumo er gamalt fyrirbrigði, í
það minnsta 1500 ára að talið
er. Sumo-reglurnar hafa verið
óbreyttar í 1000 ár. Nokkrar
íþróttagreinar hafa þróazt frá
Sumo, jiujitsu meðal annarra.
Glíman fer fram á hörðum
leirpalli. Hálmi er stráð á leir-
inn áður en hann þornar og
myndar hálmurinn hringlaga
flöt, 4,60 m. á breidd. Þar á
ofan er stráð sandi, og á þessu
er glímt.
Reglurnar eru einfaldar.
Glímumaðurinn tapar um leið
og hann snertir gólfið með ein-
hverjum líkamshluta öðrum en
iljunum. Og ef hann snertir
pallinn utan hringsins, þó ekki
sé nema með nöglunum, þá er
glíman töpuð. Þannig sá ég
glímukappann Tahio snerta
gólfið og tapa. Hann er mesti
Sumo-glímukappi, sem hefur
komið fram eftir stríð og hefur
unnið á 13 glímumótum. í
þetta sinn hafði Tahio unnið
34 glímur, en þá varð hann af
34. sigrinum og 14. mótinu.
Sumo-metið er 69 unnar glím-
ur í röð, og nú verður Tahio
að byrja á byrjuninni til að
keppa að þessari tölu.
Glíman má aðeins vara í
fimm mínútur, en sjaldan er
glímt svo lengi. Sérstakir til-
burðir, sem glímumenn sýna
áður en þeir takast á, eru reikn
aðir með glímutímanum, en
einungis framúrskarandi glímu
menn hafa leyfi til að bera
sig þannig til. Þá klappa þeir
saman lófunum, slá sér á lær
og lyfta fótunum, stundum upp
yfir höfuð. Síðan ganga þeir
í hringinn, og strá hnefafylli
af salti fyrir framan sig og
taka sér stöðu andspænis hvor
öðrum, sinn hvorum megin við
tvær hvítar snúrur, sem liggja
um þveran hring. Glímustjór-
inn er í samurai-klæðum með
aldagömlu sniði. Hann gefur
nú merki og glímumennirnir
leggjast á fjóra fætur og horf-
ast fast í augu.
Stundum risa þeir á fætur
án þess að hvarfla augunum
og snúa svo baki hvor við öðr-
um og ganga hægt og mjög
virðulega hvort út í sitt horn.
Þetta endurtaka þeir stundum
Dewanishiki í fullum skrúða. —
KlæSnaSurinn kostar 30—36.000
ísl. kr., en hann er aSeins notað-
ur við athafnir glímumanna áður
en þeir takast á.
5—6 sinnum og halda tauga-
stríðinu áfram, þar til báðir
finna á sér, að tími sé til kom-
inn að láta hendur skipta.
Þeir renna saman svo smell-
ur í. Ég hef séð glímur ráðast
þannig, að annar flytur sig of-
urlítið til og snertir hinn með
þunga sínum svo hann skopp-
ar út fyrir. En hér skiptir
mestu að ná taki á lendaskýlu
andstæðingsins og hefja hann
á loft og leggja hann eða þeyta
út fyrir. Hin klassísku Sumotök
eru 48 talsins og mörg afar
skemmtileg fyrir áhorfandann,
en þeim cnun leiðari fyrir þann,
sem verður að þola meðferð-
ina. Oft lyktar þessu svo, að
glímumaðurinn flýgur í loft-
inu, og þetta 300 punda hlass
kemur niður meðal áhorfenda,
sem næstir sitja. Síðustu daga
mótsins eru margir glímumenn
með plástra og bindi, en fáir
verða jafn illa úti og Kahsi-
wado, sem viðbeinsbrotnaði í
sumar. Hann hafði þá 10 vinn-
inga. Það, furðulega er, að í
fyrrasumar fór nákvæmlega
eins fyrir Kashiwado.
f Japan eru 800 Sumo-glímu-
menn. Þeir skiptast í flokka
eftir vinningafjölda, en ekki í
þyngdarflokka. Þeir, sem fá
minna en átta vinninga á glímu
móti, eru venjulega færðir
niður, en átta vinningar og þar
yfir, er ekki trygging fyrir þvi
að komast í hærri flokk.
Fjörutíu beztu glímumenn
landsins mynda svokallað ma-
kuuchi-lið, en í því eru fimm
efstu flokkarnir, yokozuna eða
stórmeistari, en þeir eru nú
þrír; þá koma ozeki, sekiwake,
komusubi og maegashira. Hvert
mannsbarn í Japan þekkir
þessa fjörutíu glímumenn með
nafni, þótt þeir skipti oft um
nöfn eftir því, sem vegur
þeirra fer vaxandi.
Kappglímur fara fram frá kl.
9 að morgni til 6 að kvöldi.
Glíman er skemmtun fyrir alla
fjölskylduna. Áhorfendasvæð-
inu er skipt í bása. Þar er
venjulega gólfrými fyrir fjórar
sessur. Þar setjast fjölskyld-
urnar, og þar eru bornar fram •
veitingar meðan horft er á
glímuna, en margir hafa nesti
meðferðis, og þar er sleitulaust
drukkið te og rísvín. Hróp og
hlátur bergmálar í glímusölun-
um og alltaf vex hávaðinn,
þegar á daginn líður, en þá
koma meistararnir fram. En
litlu börpin falla í svefn þegar
kvöldar.
Það var um þetta leyti dags
og skömmu áður en meistar-
arnir gengu í hringinn, að ég
vogaði mér inn í búningsher-
bergi Sumomannanna. Þar sett-
ist ég við fætur Tadao De-
wanishiki maegashira, en hann
hafði lofað að veita mér á
heyrn.
Meðan einn af sveinum De-
wanishiki nuddaði hann, rak-
aði og greiddi hár hans eftir
fornum reglum, þannig að
lokkarnir mynduðu eftirlíkingu
af blöðum ginkatrésins, sagði
glímukappinn mér, að Sumo
væri öllum íþróttum fremri.
Hún veitir sálarþrótt, en aðrar
íþróttagreinar eru meira fyrir
líkamann. Hinar aldagömlu
glímureglur eru stranglega
haldnar, og hér ríkir hinn
sanni íþróttaandi, sagði De-
wanisiki. Þessi yfirlýsing kem-
ur vel heim við reynslu áhorf-
andans. Sigurvegarinn rétffr
þeim fallna alltaf höndina og
hjálpar honum á fætur, og sá,
sem tapar, brosir oftast breiðu
brosi.
Dewanishiki er 39 ára gam-
all og elzti Sumo-maðurinn,
sem nú stundar glímur í Japan.
Hann óx upp í grennd við Ko
kugikan, og varð stór og sterk-
ur. Sumomenn tóku hann að
sér, þegar hann var 14 ára, en
þá hafði Dewanishiki misst for-
eldra sína. Hann hefur aldrei
náð takmarki sínu að v.erða
stórmeistari, en hann hefur
staðið í þriðja efsta flokki og
verið einn hinna 40 og aldrei
fallið út síðan 1947. Það er
líka met. Hann hefur glímt
1300 glímur opinberlega og
unnið yfir 700. Tekjur hans
eru rúmlega milljón yen á ári
eða ca. 20 þúsund danskar
krónur og það er meir en nóg
til að Dewanishiki getur séð
vel fyrir konu sinni og þrem-
ur börnum.
Sumomennirnir lifa að öðr
um þræði nokkurs konar
klausturlífi, en geta þó eigi að
síður átt heimili, konu og börn.
Þeir búa í glímuhöllunum með-
an glímumót standa yfir, en
þess utan mega þeir lifa og
láta sem þeim sýnist, ef þeir
halda sér í þjálfun. Þjálfunin
er fyrst og fremst að borða og
viðhalda þunganum. Dewani-
shiki vegur ca. 143 kg. og er
næstþyngstur allra Sumo-glímu
manna. Sá, sem er enn þyngri,
heitir Wakamiyama og vegur
160 kg.
Sumomenn eru eftirlæti
kvenþjóðarinnar, og margar
stúlkur fara tvær og tvær sam-
an að horfa á og skrafa um
þessar hetjur.
Sumo-glímumaður á ekki að
kvænast fyrr en hann hefur
náð þrítugsaldri. Þetta er eitt
af því, sem skrifað stendur,
en í ár var reglan brotin og
þess utan var það sekiwake, Da-
igo að nafni, sem gerði það.
Hann gekk í hjónaband 27 ára
gamall. Daigo gerði þetta
skömmu áívr en glímur hóf-
ust. Svo tapaði hann flestum
glímum og hefur nú verið
færður niður.
— Hvað er Sumo glímumað-
ur sterkur? spurði ég Dewanis-
hiki, en hann gaf ekkert á
kveðið svar. Ég hef séð þá
lyfta 250—300 punda andstæð-
ingum í axlarhæð og þeyta
þeim út úr hringnum. Þessir
menn gætu tekið olympíuverð-
laun fyrir lyftingar, en láta sér
ekki detta það í hug. Þeir miða
ekki krafta sína við þunga,
sem þeir geta lyft, heldur við
sigra og ósigra á glímumótum,
og það er undir ýmsu komið
öðru en því að lyfta miklum
þunga, sagði Dewanishiki.
Hann gerir-sér ljóst, að glímu-
dagar hans eru taldir að fáum
árum liðnum. Gert er ráð fyrir,
að sá, sem hefur náð maku
uchigráðu, hætti áður en hann
er dæmdur niður. En hann er
bjartsýnn eigi að síður. Sumo
gefur fé í aðra hönd, og De-
wasishiki getur orðið kennari
eða dómari, þegar hann hættir
að glíma.
Sumo gefur nú fé i aðra
hönd, fyrst og fremst af því, að
sjónvarpið veitir peningum
þangað. En Sumo-íþróttin
mundi halda áfram að þrífast
þótt sjónvarpið væri ekki til
staðar, því hún færir japönsku
þjóðinni heim sanninn um, að
hún á sér forna menningu, sem
gleymist ekki þrátt fyrir mikil
vestræn áhrif. Sumo er jafn
rótgróin í menningu Japana og
musterishátíðirnar og hinar há-
tíðlegu tedrykkjur.
Sv. A. Nyboe-Andersen.
(Þýtt úr B.T.)
Á VlÐAVANGI
*
Lýsisherzla
f lok lieimsstyrjaldarinnar
gaf Alþingi heimild t'il að reisa
lýsisherzluverksmiðju á Siglu-
firði. Var málið komið svo
langt, að þegar höfðu verið
keyptar allmargar vélar til
verksmiðjunnar, en síðan ekki
söguna meir. Á síðustu árum
hefur málinu verið hreyft að
nýju, m.a. hefur Björn Páls-
son og fl. flutt tillögur um
lýsisherzluverksmiðju á Siglu-
firði. Lýsissamlag ísl. botn-
vörpunga starfrækti litla
herzluverksmiðju frá 1949 til
1958, en þá tók fyrirtæklC
Hydrol h.f. við rekstri verk-
smiðjuwnar, en hún framleiðtf
aðeins um 600 tonn á ári, sem
seld eru innanlands. íslending-
ar hafa möguleika á geysilegri
verðmætasköpun með lýsis-
herzlu, en starfsgrundvöllinn
hefur vantað, markaðir fyrir
vöruna hafa ekki verið fyrir
hendi. Fyrir skömniu var skrif-
að um nauðsyn markaðsrann-
sókna fyrir útflutningsatvínnu.
vegina og að ríkisvaldið hlypi
undir bagga með einstakling-
um og félagssamtökum við erf-
iðustu sporin við að koma á fót
nýjum útflutni'ngsgreinum, þ.e.
markaðsöfiunina, sem er einn
þáttur stofnkostnaðar við slík
fyrirtæki,
Samkeppnin
Því til undirstrikunar skal
hér birtur kafli úr viðtali, sem
„Iðnaðarmái“ áttu við Pétur
Pétursson, forstjóra Hydrol
h.f. um hvar skórinn kreppir
fyrs-t og fremst að þessum iðn-
aði, en hann svarar svo spurn-
ingu um sölutregðuna erlendis:
„f fyrsta lagi er mjög hörð
samkeppmi á erlemlum mörk-
Uðum, Kemur þá fyrst til, að
afkastageta herzluverksmiðja í
Norður-Evrópu er meiri en eft-
irspurnin eftir haiðfeiti. Þess-
ar verksmiðjur eru rótgrónar
með fullafskrifuð tæki og þurfa
því ekki að reikna inn í sitt
verð nema lítinn hluta af kostn
aði við vélar og byggingar. Við
erum aftur á móti að byggja
upp og verðuœ að bera tölu-
verðan slíkan kostnað. Þess
má geta hér, að miklir erfið-
leikar myndu ríkja í norska
herzluiðnaðinum, ef þeir hefðu
ekki komizt inn á rússneska
markaðinn. sem er þeirra
stærsti markaður nú.“
Unilever
„f öðru lagi ér harðfeitin yf-
irleitt seld milli landa sem
„CRUDE“ hert, þ.e. eftirhreins-
un, aflyktun og lokaframleiðsla
í smjörlíki og bökunarfeiti er
gerð af kaupanda. Þetta þýðir,
að þrjú síðustu stigin vantar á
framleiðsluna til þess að hún
verði neyzluhæf. Þessi þrjú
stig eru framkvæmd að veru-
legu leyti af stórfyrirtækjum,
svo sem Unilever, sem eiga sín-
ar eigin herzluverksmiðjur og
Iáta þær að sjálfsögðu sitja fyr-
ir viðskipium.“
Ötflutningsskattur
„Hér má líka geta þess, að
útflutningsskatturinn á lýsi,
hertu sem óhertu, er 7.4%.
Þessi prósenta leggst á herzlu-
kostnaðinn og umbúðirnar og
jafngildir því að framleiðslu-
kostnaður okkar yrði alltaf
7.4% hærri en sambærilegur
kostnaður eriendis á þeim
Framhald á síðu 13.
T t M I N N, fimmtudaginn 27. ágúst 1964 —
3