Tíminn - 03.09.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.09.1964, Blaðsíða 9
ÞÁ, ER LÁSIJ hér í Tíman- um í fyrra pistla mína frá Edin borgarhátíðinni þá, mun röka minni til, að þar sem sagt var frá hinu sögulega leiklistar- þingi, sem þar var haldið og endaði með ósköpum, var nokk uð greint frá konu einni, Joan Littlewood að nafni. Hún stóð þar í eldinum áður en varði, og kom engum á óvart, sem til hennar þekkti, því að hún er sú persóna í brezku leikhúslífi, sem einna oftast kemur við frétt ir blaða og hvað sem fram gengur af hennar munni, fer fraim hjá fáum. Hún hefur ætíð farið sínar eigin leiðir og leik- félagið, sem hún hefur alið upp og stjómar, Theatre Work- shop, sem hefur verið til húsa í Stratford-leikhúsinu í East End í London, aflaði sér frægð ar á fáum árum, bæði fyrir það. að þar voru fyrst kynnt nokkur ung leikskáld, sem þutu eins og stjörnur upp á leikhús- himininn á augabrasði. þeirra á meðal írska skáldið Brendan Behan. En hitt hefur oft ekki vakið minni furðu og aðdáun. hve leikstjórinn Jóhanna Little wood hefur tekið leikritin djarf legum tökum og lagað eftir sínu höfði, og það er margra mál, að hún hafi stundum gert bálfgerð kraftaverk á þessu sviði. Nú er jómfrú Jóhanna enn koimin til Edinborgar, að þessu sinni með leikfélag sitt og sér um aðalleiksýninguna á 18. alþjóðlegu listahátíðinni, sem hér stendur yfir, og ekki var Jóhanna fyrr komin hingað en nafn hennar var á allra vörum. Frá upphafi til enda hátíðar- innar verður trúlega engin persóna í hópi hundraða lista- manna, er leggja skref til þess- arar miklu hátíðar, sem kemur jafn mikið við sögu og Jóhanna, hvort heldur er í orði eða á borði Leikflokkurinn flytur nér útgáfu eða samsteypu Jó- hönnu á einu viðamesta leik- riti Shakespeare, Hin- riki fjórðfe, sem er svo langt, að skáldið skiptir því hreinlega í tvennt, og er hvor hluti ænt ieikrit á íengd. (Þess «ná geta hér innan iviga, að þetta fjölbreytilega, 'ögulega leikrit er nú allt kpm ið út i íslenzkri þýðingu Helga Hálfdánarsonai, kom fyrri tilut rnn út fyrir nckkrum árum, en 'iinn síðari á Listahátíðinni heima í sumai, og var sú út- gáfa neizti bókmenntaviðburð- ur í sambandi við þá hátíð en einnig helguð 400 ára afmæli leikskáldsins). Og raunar var líka meining- m af hálfu Edinborgarhátíðar- innar, að heiðra minningu skáldsins með því að fá Joan Littlewood til að setja þetta leikrit á svið hér nú, hún hafði áður stjórnað nokkrum leikrit- um eftir Shakespeare. En eftir frumsýningu hennar hér á Hin riki fjórða hefur víst ýmsum í stjórn hátíðarinnar fundizt, að þeir hafi keypt köttinn í sekknum. Margir frumsýninga gesta fussuðu og sveiuðu eða létu sér fátt um finnast, þó var mörgum skemmt. Ekki þó gagn rýnendum, þeir luku flestir upp einum munni eim það, að sýn- ingin væri ekki aðeins feikió- mvrkáleg, heidur meira að segja sVfVifðing og synd gagnvart skáldinu og leikriti hans. Já, þeir voru margir hneykslaðir á því, hvernig ;ómfrú Jóhanna fer með Hinril: fjórða. Sumir drógu þó í land með því að segja. að Jóhanna hafi áður sýnt, að hún sé snjöll sem leik stjóri, einkum beiti hún hug- kvæmni sinni skarplega, en öll- um geti skjátlast, meira að segja snillingum. Einn tók svo til orða, að hún hafi oft gert mikið úr litlum efnivið, en það sé nú meira en að mæla, hvað manneskjunni hafi tekizt að gera lítið úr miklu í þetta sinn. Það er æði margt, sem Jó- hönnu er legið á hálsi fyrir. — Flestir leikdómarar finna þess- ari „útgáfu“ hennar á leikrit- inu það til foráttu, að hún kasti fyrir borð ýmsu, sem ekki mátti missa sig ,enda sé vonlaust verk það sem hún færist í fang, að þjappa saiman í tveggja og hálfs tíma sýningu hlutunum tveimur, sem í rauninni eru tvö leikrit. Hún er skömmuð fyrir stefnuleysi í verki sínu, hafi gert það með hangandi hendi, einn leikdómari 'kveðst aldrei hafa séð Shakespeareleikriti skellt á svið af svo litlu ástríki. í þessari leiksýningu Little- wood er helzt saknað atriðanna um Cotswold og þess, að hún sleppir því alveg, þegar prins- inn stelur kórónunni frá kóng- inuoi föður sínum, og einnig er fejld úr ræða konungsins, og að samtalið frábæra um Satúrn us og Venus, sem Falstaff á við Doll, hefur beðið rnikinn hnekki. Þá vekur klæðnaður leikend- ?nna ekki litla furðu svo og verkfæri þeirra og raunar sviðs búnaður allur. Kóngurinn birt- ist iðulega í fullum ytri skrúða, en á inniskóm og í nútíma sam kvæmisfötum, sem skín í und- ir konungsskikkjunni. Að vopnum hafa leikendur skamm byssur í hulstrum eins og þeir gera í villta vestrinu, og fall- byssuim frá Napoleonstímanum er ökið inn á sviðið á nærri mannhæðarháuitn kerruhjólum. Sumir leikenda voru einna lík- astir bítlum í útliti, í aðskorn- um buxum og á hælaháum bítlaskóm. Þegar Harry prins og Hotspur snúast hvor gegn öðrum í miðju orustuatriði. hef ja þeir einvígið með skamm byssum, leggja þær síðan frá sér og berjast með simáhníf- um, og þykir það helzt minna á viðureign unglinganna í Sögu úr Vesturbænum (West Side Story). Svona mætti lengi telja. En þótt leikdómendur nái ekki upp í nefið á sér af bræði og þykjast hafa gefið jómfrú Jó- hönnu þá ráðningu, að henni sé gagnlaust að halda áfram á þessari braut, og þótt starblind ir aðdáendur skáldjöfursins megi ekki mæla fyrir harmi og hneykslun út af meðferðinni á verki meistarans, þá er nú held ur að færast í áttina að ein- hverri sanngirni og skilningi á verki Jóhönnu, og menn farn- ir að kcima auga á þann mögu- leika, að með verki sínu sé hún að draga dár að stríði og hernaði, sleppi að sjálfsögðu öllu, sem dragi úr hraðanum, sem sýningin einkennist af, sumar/persónur gegni tvöföldu eða jafnvel þreföldu hlutverki, ef haft í huga upphaflega leik- ritið. Hinn sígildi Falstaff, sem menn þekkja úr fyrri hefð- bundnum sýningum á Hinriki fjórða, er ekki sá hinn sami hjá Jóhönnu Littlewood, skegglaus er hann og allmiklu yngri, gæti eftir útliti verið uppgjafaher- maður úr heimsstyrjöldinni síð ari og brjóstbirtuna ber hann í vatnsflösku í ól uim öxl. En bráðlifandi er Falstaff jafnt fyrir það og svo skemmtilegur, að kónginum fyrirgefst að hafa þennan grallara fyrir félaga á hinum áhyggjulausu stundum prinsdómsins. Gerry Raffles, framkvæmda- stjóri leikfélagsins tók svo til orða við blaðamenn eftir frum- sýninguna, að engin ásfæða væri til að ríghalda í hefð í sviðsetningu þessa leikrits fremur en annarra frá þessum löngu liðnu tímum. Leikurinn væri það sem máii skipti, en nákvæm söguleg stæling á búningum og sviðbúnaði væri ekki nauðsynleg. Þegar öllu væri á botninn hvolft, hefðu leikarar í Shakespeare-leikrit- um á Elísabetartímanum klæðzt búningum, sem verið höfðu hliðstæðir við þau föt, sem fólk klæðist í á okkar dögum Samastaður okkar blaða- mannanna, hérlendra og er- lendra, sem erum að snuddast kringum þetta hátíðarhald, er Pressuklúbburinn í George Street. Þar er stærðar mikið auglýsingasp)ald á eipum veggn JOAN LITTLEWOOD um, þar sem hengdar eru upp allar tilkynningar, sem blaða- menn varðar og gæti okkur að gagni komið svo sem blaða- mannafundi með listamönnuim og framámönnLrr. þeirra, sem koma í hein’sókn í klúbbinn. Sem ég kem i klúbbinn að morgni dags eftir að leikdóm- arnir um Hinrik fjórða birtust í blöðunum, er búið að hengja heljarmikið sk al á auglýsinga- spjaldið, og það er þá hvorki meira né minna en svona löng Li'Ösending frá sjálfri jómfrú Jóhönnu Littlewood og komst ekki fyrir vélrituð á einni folio örk. Fyrirsögn boðskaparins var: „Til vina minna í blaða mannastéttinni (To my friends of the press). Þar byrjar ung- frúin ritgerð sína á að segja, að leikfélag hennar, Theatre Worksþop, hafi því miður eklci menntaða handleiðslu og gáfu- lega leikstjórn, hvorki skraut- búninga. skegg né málningar- drullu á andlit leikaranna, „og því bjuggumst við við því, að verk okkar mætti nokkurri andstöðu hér. Hins vegar vona ég að leikhúsgestir hafi ekki síður gaiman af þessu verki okk ar en við höfum sjálf, og við munum gera okkar ítrasta til þess, eins og skáldið sagði, ,.að gera þeim eitthvað til geðs á hverjum degi“ "Tngfrúin kveðst ekki sækjast eftir auglýsingum eða áróðri fyfir sig persónu- lega. ,',Mér hefur aldrei verið það metnaðarmál að komast í tölu þeirra, sem skapa leik list. Þessi sýning mín á Hinriki fjórða er aðeins árangur eða efnd á loforði. sem ég gaf manni fyrir þrem áruim“ (Hér á hún við Harewood lávarð) — Viðvíkjandi þessari sýningu minni vildi ég mega segja þetta fyrir hönd leikfélaga minna: 1) Að biðja gamanleikara að reyna að nema hið hefðbundna Framhald á síðu 13 Frá blaðamannafundinum, sem sagt er frá í greininni. (Tímamyndir, GB). T í M I N N, fimmtudaginn 3. september 1964 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.