Tíminn - 03.09.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.09.1964, Blaðsíða 2
wmmmmm Miðvikudagur 2. september. NTB-Washington. — Öldunga- deild Bandaríkjaþings sam- þykkti í dag með 49 atkvæð- um gegn 44 frumvarp til laga um ókeypis læknisaðstoð við aldrað fólk, sem fyrsta skrefið í að koma upp almennu trygg- ingakerfi. Aður hafði frum- varpið verið samþykkt í full- trúadeildinni. Fer frumvarpið nú til nefndar og búizt við, að það verði svo lengi þar til með ferðar, að það verði ekki end- anlega samþykkt á þessu þingi. NTB-Nicosíu. — í dag skipt- ust tyrkneskir og grískir her- menn á Kýpur á skotum í Lefka héraðinu, norðanlega á eynní og er þetta talin mesta skot- hríð síðan vopnahlé var sam ið hinn 11. ágúst. Sænskir her menn úr gæzluliði S. þ. voru þegar í stað sendir á vettvang til að rannsaka atburð þennan. NTB-Washington. — Johnson, forseti, hefur falið bandarísku ríkislögreglunni að rannsaka réttmætí ásakana öldungadeild arþingmannsins John Williams, sem sagði i öldungadeildinni í gær, að árið 1960 hefðu runn- ið 25.000 dollarar á ólöglegan hátt í kosningasjóð Kennedys og Johnsons árið 1960. Gaf öld ungadeildarþingmaðurinn í skyn, að fyrrverandi formaður demókrata í deildinni, Robert Baker, væri flæktur í málið. NTB-Washington. — í dag voru birtar opinberlega niðurstöður skoðanakönnunar Louis Harrys- stofnunarinnar og samkvæmt þeím hefur Johnson unnið á í Suðurríkjunum, en tapað fylgi á nokkrum öðrum stöðum, eftir flokksþingið. Þar segir og, að enn hafi Johnson forustuna gagnvart Barry Goldwater og fylgi um 62% kjósenda John son. NTB-Moskvu. — Sovézka stjórn in ásakaði í dag kínverska kommúnistaleiðtogann Mao Tse Tung fyrír að gera tilkall til mikilla sovézkra landsvæða og varaði kínversku stjórnina við að reyna að fylgja þessum kröfum sínum eftir, því að slíkt gæti haft hinar alvarleg ustu afleiðingar. NTB-Prag. — Krústjoff, for- sætísráðherra Sovétríkjanna, sem nú er í opinberri heim- sókn í Tékkóslóvakíu, heim- sótti í dag alifuglabúgarð, rétt fyrir utan Prag, sem sagður er sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. NTB-Aigeirsborg. — Ben Bella forsætisráðherra Alsír lét í dag þau boð út ganga til allra erlendra sendímanna i Algeirs borg, að þeir yrðu að sækja um sérstakt leyfi til utanríkis ráðuneytisins, ef þeir færu í ferðalög um landið. Nær þessi skipun einnig til starfsmanna S.þ. NTB-Salisbury. — Stjórn S- Rhódesíu hefur bannað starf semi Zimbawe-flokksins, sem stofnaður var fyrir tveim dög um, þar sem stjórnin fullyrðir að þetta sé sami flokkurinn og bannaður var fyrir onkkru, en undir öðru nafni. Sá flokkur nefndist Zanu. nmmmmmmmmmmmm^mmmm Menn velta því nú mikið fyrir sér, hvort Robert Keanedy sé eins mikill baráttumaður fyrir sjálfan sig og aðra, en baráttuhæfileikar hans komu vel fram í síðustu for- seta kosningum, er liann barðist fyrir bróður s'inn John. Úr þessu verður skorið í kosn- ingabaráttunni, sem nú fer í hön:l, og væntanlega mm oft sjást svip- uð aðstaða, eins og á myndinni. Stendur Bobby þar uppi á kassa og talar til fólksins, sem þjarppazt hefur utan um hann á götu úti. Vinstra megin við hann sjást tveir aðstoðarmenn hans, annar hvítur, hi'nn svartur. ÆRÐUR FYRIR MÍLLJÓNAR /• ■■ FJARDRATT UR FRIHOFNINNI KJ-Reykjavik, 2. september. GJALDKERINN í Fríhöfnlnni á Keflavíkurflugvelli, sem upp- vís varð a8 fjárdrætti í Fríhöfn- inni fyrir um ári síðan, hefur nú verið ákærður fyrir fjárdrátt að upphæð kr. 995.466.00. Fjár- hæð þessa dró gjaldkerinn sér á þrem árum, og kom það ekki fram fyrr en ítarleg endurskoð- un hafði farið fram á bókhaldi Fríhafnarinnar. Lögreglustjóra- embættið á Keflavíkurflugvelli annaðist lögreglurannsókn máls- ins, sem nú er lokið. Mál gjald- kerans verður þingfest 1. okt. n. k. Bobby í framboð ’ NTB-New York, 2. september. Seint í gærkvöld var Robert Kennedy, dómsmiálaráðherra Bandaríkjanna valinn sem fram- bjóðandi demókrata til öldunga- deildar kosninganna í haust fyrir New York-ríki. Hlaut Robert mikinn meirihluta atkvæði á flokksþingi ríkisin-s, eða 564 atkvæðum meira en hann þurfti til þess að ná útnefningu. Vegna þessa framboðs verður | Robert Kennedy að segja af sér störfum dómsmálaráðherra, og var búizt við, að liaron gerði það séint í kvöld og að á morgun myndi Johnson, forseti, skipa r.ýj- an í hans stað. MAKARI0S SEGIR USA BERA ÁBYRGD Á L0FTÁRUSUNUM! NTB-Nicosíu, 2. september. Bandaríkjastjórn krafðist þess í dag, að Kýpurstjórn gerði þegar í stað grein fyrir, hvort satt væri, að Makarios erkibiskup og forseti Kýpur, hefði sagt, að bandaríska stjórnin væri meðsek Tyrkjum í Ioftárásinni, sem gerð var á Kýpur í fyrri viku. Einnjg hefur brezka stjómin beðið um skýringu á orð- rómi þessa efnis. Sendiherra Bandaríkjanna, Taylor G. Belcher afhenti utan- ríkisráðherra Kýpur orðsendingu í dag, þar sem bandaríska stjórn in harmar, að Makarios skyldi hafa samþykkt fyllyrðingar um, að Bandaríkjamenn hefðu á einn eða annan hátt staðið á bak við loftárásina, sem Tyrkir gerðu á Mansoura^ Kokkina og Polis hinn 7. ágúst. Á Makarios að hafa fall izt á þau ummæli eins talsmanns egypsku stjómarinnar í Alexandr iu nú um helgina, að Bandaríkja menn bæru stóran hluta af ábyrgð inni á þeim hörmungaratburðum, sem urðu þann 7. ágúst. í orð- sendingunni, sem afhent var utan ríkisráðherra Kýpur í dag, neitar bandaríska stjórnin ákveðið áburði þessum og krefst þess, að Kýpurstjórn geri grein fyrir mál- inu og afsanni orðróm þennan. Mývatnsfundur Landsfundur Samtaka liernáms- -andstæðimga verður haldinn í ( Skjólbrekku við Mývatn dagana 5.—6. september 1964. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Klukkan 14 á laugar- dag er fundurinn settur af Stein- grími Baldvinssyni, Nesi, Aðal- dal. Þá verða kjörnar nefndir og! starfsmenn landsfundarms. Ragnar Arnalds, alþingismaður, i flytur skýrslu miðnefndar um störf I samtakanna og ræðiir næstu verk-j efni. Síðan flytja ávörp þeir Magnús; Torfi Ólafsson, Guðmundur Ingi- Kristjánsson frá Kirkjubóli, Þór-| arinn Haraldsson, Laufási og Þor-j steinn frá Hamri. Síðan verður fundinum framhaldið fram eftir kvöldi. Á sunnudag munu nefndir skila; áliti til fundarins og kjörin verður landsnefnd samtakanna, þá verður fund islitið síðdegis klukkan 17, með borðhaldi í Reynihlíð af Þór-; oddi Guðmundssyni frá Sandi. — Ferðir á vegum samtakanna verða frá BSÍ í Reykjavík klukkan 14 á föstudag. Bíll sá mun verða, í Borgarnesi um kl 17 en áj Blönduósi um kl. 20 Önnur ferð verður svo farin frá sama stað í Reykjavík, kl. 23 (næturferð) áj föstudagskvöld. Bílferðir á vegum samtakanna kosta 680 krónur báðar leiðir. Ennfremur eru flugferðir norð- ur til Akureyrar kl. 9 á laugar- dagsmorgun og munu samtökin sjá um ferðir frá Akureyri að Mý-i vatni. I Samtökin útvega mönnum næt- urstað, en fólk verður almennt að gera sér að góðu að sofa í svefn- pokum, sem það verður að leggja til sjálft. Þó eru nokkur rúm laus enn í hótelunum við Mývatn og þar mun einnig alltaf unnt að fá heitar máltíðir. Hins vegar verður alltaf til reiðu í Skjólbrekku smurt brauð, heitar súpur, kaffi, mjólk, gosdrykkir og fleira við af- ar vægu verði. (Frá Samtökum hernáms- andstæðinga). INNRAS í malaysíu NTB-Kuala Lumpur, 2. september. Yfirvöld í Malaysíu sendu í dag aukinn herstyrk til Johorehéraðs ins á suðurströnd Malaya, vegna fregna um, að 30 indónesískir fall hlífahermenn hefðu verið settir þar á land um nóttina. Síðar í dag bárust fregnir af bardögum þarna og sagði talsmaður stjórnarinnar, að einn Indónesi liefði verið felld ur og þrír tcknir til fanga. Fyrstu fregnir um landgöngu þessa bárust frá fólki í smábænum Labis, sem hafði orðið vart við herflutninga þessa. Áður hafði forsætisráðherrann, Abdul Bahm an skýrt frá því, að indónesískar Framhald á síðu 15 HERAÐSMOT Á SUDURLANDI í SUÐURLANDSkjördæmi hafa í ágústmánuði verið haldnar tvær héraðssamkomur á vegum Fram- sóknarflokksins. Hinn 8. ágúst gekkst Framsókn- arfél. Vestur-Skaftafellssýslu fyrir móti í félagsheimilinu Kirkjubæ að Kirkjubæjarklaustri og 22. ág- úst hélt Félag ungra framsóknar- manna í Árnessýslu sumarhátíð að Flúðum. — Báðar þessar sacnkom- ur voru mjög fjölsóttar og fóru vel fram. Að Kirkjubæ stjórnaði Jón Helgason, form. Framsóknarfél. Vestur- Skaft. mótinu. Þar fluttu ræður: Óskar Jónsson, fulltrúi, Sel fossi, og Eysteinn Jónsson, form. Framsóknarflokksins. Var máli þeirra mjög vel tekið af um 400 manns sem tnættir voru^ þegar í upphafi samkomunnar. Árni Jóns- son, tenórsöngvari söng með undir leik Mána Sigurjónssonar og Emil ía Jónasdóttir, leikkona flutti gam anþætti við mikla hrifningu á- heyrenda. Var síðan stiginn dans fram eftir nóttu undir ágætri mús- ik „Tónabræðra“, sem er orðin mjög vinsæl hljómsveit. Voru samkomugestir mjög á- nægðir með samkomurnar, svo sem ávallt hefur verið með sumar- hátíðir Framsóknarmanna í Vestur Skaftafellssýslu. Að Flúðum stjórnaði mótinu Páll Lýðsson, formaður FUF í Árnessýslu. Þar flutti erindi Stein grímur Hermannsson formaður rannsóknarráðs ríkisins. Var hon- um þakkað með dynjandi lófataki. Erlingur Vigfússon óperusöngv- ari söng einsöng með undirleik Ragnars Björnssonar og Valur Gíslason, leikari, las upp úr Gullna hliðinu. Var þessum listamönnum mjög vel fagnað. Loks var dansað af miklu fjöri eftir músik hinnar víðfrægu hljómsveitar Óskars Guð mundssonar. Geysilegur fjöldi fólks sótti sacnkomu þessa, sem var mjög glæsileg. Er mjög ánægjulegt og uppörv- andi fyrir flokksstarfsemina, hve fólk sækir vel þessar samkomur flokksins og ber vott um vaxandi áhuga æskufólks fyrir málefnabar- áttu hans. 2 T í M I N N, fimmtudaginn 3. september 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.