Tíminn - 03.09.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.09.1964, Blaðsíða 8
FundarfólkiS viS klrkjuna í Haukadal. Guðbrandur Magnússon segir frá Aðalfundi Skógræktar- Fundurinn stóð að Laugarvatni 28. og 29. ágúst. Formaður félagsins, Hákon Guð mundsson yfirborgardómari, settí fund, bauð fulltrúa og gesti vel- komna og tilnefndi sérstaklega Gunnlaug Briem ráðuneytisstjóra og frú Þóru Garðarsdóttur konu hans. Tilnefndi til ritara Þóri Frið- geirsson, Hafliða Jónsson og Björn Ófeigsson. Formaður minntist andláts Gutt orms Pálssonar á Hallormsstað Qg rakti störf hans í þágu skógrækt- arinnar. Einnig Helga Eiríkssonar og Sigdórs Brekkan og Sigurjóns Ólafssonar, Geirlandi við Reykja- vík. Risu menn úr sætum. Þá hóf formaður ræðu sína með því að greina frá, að ársprotar skógartrjáa væru furðu líkir því sem vant er, þrátt fyrlr áfella- samt veðurfar. Margur undraðist þegar Norðmenn hófu að rækta skóg, um síðustu aldamót. . . . Gróður er undirstaða alls lífs á okkar jörð . . . Við teljum skóg- rækt hina mikilvægustu, enda er hún jafnframt skjólgjafi annars gróðurs. Hlutverk funda okkar er að halda uppi sókn þessarar rækt unargreinar, og skipuleggja hans. Hákon Bjarnason: Hér ber að greina frá hvað stjórn skógrækt- arfélagsins hefir aðhafzt á starfs- árinu. Breytt skyldi skipulagsskrá Landgræðslusjóðs, og héfir það verið gert. Bygging er hafin að Mógilsá. Töf á skýrslugerð Skógræktar- félaganna tefur útgáfu hinnar prentuðu heildarskýrslu. Ársritið er komið í nýjan kjól. Hugmynd- inni um vinnuflokka sem fari milli félaga hefur ekki verið kom ið í framkvæmd. Haldnir 14 reglu legir fundir auk fjölda funda með framkvæmdastjórum skógræktar FYRRI HLUTI félaga. Greindi frá skógarbruna í Tálknafirði. Um aukning Land- græðslusjóðs lítið áunnizt. Jóla tréssalan helzta tekjugrein sjóðs- ins. Verðlaunaritgerðir menntaskóla um skógrækt —. Skógræktarstjóri greindi frá að hann og Snorri Sigurðsson hefðu ferðast um Þingeyjarsýslur og Skagafjörð með fræðsluerindí og myndasýningar. Unnið væri að því að skógræktarbændur nytu sömu kjara og aðrir bændur um heimtaugargjald rafmagns. Sett hefði verið löggjöf um sauðfjár- hald í bæjarfélögum. „Skógar- manna“ — skíptin milli íslands og Noregs ættu sér stað með nokk- urra ára millibili. Voru þessi mannaskipti talin merkur liður í samskiptum og menningartengsl- um Norðmanna og fslendinga. Snorri Sigurðsson flutti skýrslu um framkvæmdir hinna ýmsu fé- laga. Girt land að Búðum á Snæ- fellsnesi. Stækkaðar girðingar á sex stöðum. Gróðursetning meiri en landaukning. Heiðmerkurland hefði xverið aukið. Mirini plöntun á síðasta ári, áfelíisveðrið orsök- in. Minna gróðursett af sitka- greni en áður, en meír af stafa- furu og bergfuru. Til verður meira af‘ lerki á næsta ári, en áður. Eyfirðingafélagið gróðursetti meir en Reykjavíkurfélagið. Tala ókeypis dagsverka dregst saman. Norðmenn hvetja til að auka áburðargjöf á nýgræðing. gera þarf athugun á hvaða áburð og hve mikinn á að gefa. Vegagerð hefur verið nokkur í þágu skóg- ræktarfélaga. Rætt var um að koma upp um- ferðavinnuflokkum. Skipulagsskrá Landgræðslusjóðs hefði verið breytt til þess að létta undir með þessu fyrirkomulagi. Félögin þyrftu að hafa i'leiri STEINDÓR STEINDÓRSSON menn í þjónustunni sem unnið gætu með hópum áhugamanna að gróðursetningu. Skógræktarfélag Svarfdæla mundi hér eftir starfa sem deild í skógræktarfélagi Eyfirðinga. Rík isstyrkur hækkaði lítið eitt (um 23 þúsund). Styrkir frá eínstakl- ingum námu 70 þúsundum, bæjar- og sveitarfélögum utan Reykja- víkur 240 þús. Herða þarf róðurinn inn á við, en einnig leita eftir stuðningi frá þeim, er utan sjálfra samtakanna standa. Formaður þakkaði skýrsluna, og mundi fundurínn koma að þess um málum síðar í fundinum. Einar Sæmundsen las og skýrði ársreikninga félagsins og Landgræðslusjóðs. Eign Land- græðslusjóðs er 4,6 milljónir. Nýtt félag, Skógræktarfélag Bolungarvíkur bættist í hópinn, og bauð formaður fulltrúa þeirra sérstaklega velkomna. Formaður lýsti tillögum sem fram yrðu bornar: 1. Tillögu um aukin framlög til skjólbelta, og að á þau yrði litið sem almennar jarðræktar- framkvæmdir. 2. Lýsti hversu valið lið hefði far- ið milli landa. íslendingar til Noregs og Norðmenn til ís- lands. För forustumanna norsku þjóðarinnar til ís- lands á síðasta ári var merk og mikílvæg. 3. Aukin dýrtíð rýrir fé það úr ríkissjóði em fram er lagt, þyrfti hér að verða breyting á. Þurfa framlögin að aukast í hlutfalli við afköst félagsins. Ráðherra samþykkti á sínum tíma áætlun um skógræktar- störf, og þurfa framlög að mið ast við þá áætlun. Formaður greindi frá að feng- in væri trygging fyrir því, að gjaf ir til skógræktar yrðu frádráttar- bærar við skattframtöl, ef um væri sótt fyrir 31. október. Hvetja yrði til trjágarðaræktar við sveita heimili. Gunnar Skaptason: Of stór hóp- urinn sem engan áhuga hefur á skógrækt. Sameina þyrfti fleiri til starfa, helzt að setja sér að marki að tvöfalda félagatölu 4 næstu tveim árum. Sigurður Blöndal. Finna þarf ráð til þess að auka tæknilega aðstoð við skógræktarfélögin. Formaður þakkaði bendingarn- ar en til aukinna framkvæmda í þessu efni, þyrfti aukið fjármagn. Ármann Dalmannsson vék að skiptum vinnuflokka milli Norð- manna og íslendinga, og þá til dæmis til sumardvalar. Hákon Bjarnason hugði að þessu mætti koma fram, en þá þyrftí að vera ráðið um áramót, hver þörfin væri af okkar hendi. Hákon vék að hinni nýju fræðslubók um skógrækt, Æskan og skógurinn, og hvemig henni hagkvæmlegast yrði komið í gagn ið. Verðið er 95 krónur. Þórarinn Þórarinsson lýsti ánægju sínni yfir hinni nýju bók um skógrækt sem ber heitið: Æskan og skógurinn. Leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga. Bók, sem þyrfti ekki aðeins að vera kynnt í skólunum, heldur komast inn á sem allra flest heimili. Kveðst hafa lesíð hana í einum legg. Ég gat ekki hætt lestrinum fyrr en bókin var lesin til loka. Steindór Steindór: þessi bók hefur alla kosti, stuttorð og á allan hátt gagnmerk. Hér er bók sem eykur ekki aðeins þekkingu, heldur hlýtur jafnframt að vekja áhuga. Bókin er ágæt! Þetta er bók sem á að komast í hendur sem allra flestra manna. „Ef hægt væri að fá kennara landsins til að vekja áhuga nem- enda á efni þessarar merku bók- ar! Ekki að gera hana að skyldu- námsbók. Heldur líta á hana sem gersemi — sem allir ættu að kynn ast, lesa og læra af!“ — svo mæRi hinn kunni skólamaður Steindór Steindórsson. Hefur Tíminn orðið sér úti um eintak af þessari einstöku bók, sem hlotið hefur slíka dóma, og birtir hér mynd af kápumynd hennar og einnig af titilblöðum þessarar sömu, háttlofuðu bókar! Samþykkt var ályktun um að unnið skyldi að því, að trjárækt við sveitabýlí og kostnaður við hana, yrði frádráttarbær á skatt- skýrslu. i Samþykkt var að vinna að út- breiðslu bókarinnar um „Æskuna og_skóginn!“ Áréttuð var ályktun aðalfundar 1963 um verndun birkigróðurs. Laugardag 29. ágúst hófst fund ur með því að Ingvi Þorsteinsson magister flutti gagnmerkt erindi um rannsóknir á íslenzku gróð- arlendi sem starfað hefur verið að undanfarin 4—5 ár. Framfiald á síðu 13 8 T í M 1 N N, fimmtudaginn 3. september 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.