Tíminn - 03.09.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.09.1964, Blaðsíða 13
JOMFRÚ JÓHANNA 1 Framhaio -u 9 íiöu rímaða mál Shakespeare er sama og stofna til vandræða. 2) Að ég geri á leiksviðinu .iafnhátt undir höfði málfari í'ólks frá Leeds, East End og Manchester, eins og því sem tíðkast í Oxford, Eton eða þessu timburimannamálfari úr ætustofu Játvarðartímans. (Hér víkur ungfrúin að þeim blaða- dómum, að ekkert samræmi sé í málfari leikendanna og tali hver sitt slangurmál, og leik- endur þverbrjóti hefðbundnar framsagnarreglur á hinu bundna máli skáldsins). 3) Það er auðveldara að ráð ast á konungsfjölskylduna en leitast við að skrapa burt spanskgrænu liðins tíma og hina þvermóðskufullu virðingu, sem stendur skáldskap Elísa- betartíimans fyrir þrifum. 4) Leikfélag Shakespeares samanstóð af vandræðamönn- um, stjórnleysingjum, atvinnu- lausum hermönnum, speking- um sem sömdu kenningar sín- ar inni á drykkjustofunum. 5) Það, sem vakti fyrir Villa Shakespeare var að spegla nátt úruna og manneðlið í öllum þessuim myndum, sem ekki nær nokkurri átt að halda alla tíð í spennitreyju úrelts máls. Flestum bls'ðamönnum hefði 'verið það meira til geðs að fá ungfrúna í heimsókn og heyra þessa speki af hennar eigin 'vörum. Og þess var heldur ekki langt að bíða, að Jóhanna léti til leiðast að koma í klúbb inn í kjallaranum. Það var tveim dögum eftir að hún lét hengja upp auglýsinguna. Kynn ir hennar var Harewood lávarð ur, sem kemur hingað í kjallar- ann öðru hverju þramtnandi með fólk, sem kemur fram á hátíðinni. En líka voru í fylgd með þeim nokkrir leikenda úr þessari margumtöluðu sýningu. Joan Littlewood er íremur lágvaxin, samsvarar sér vel. — Höfuðið er í stærra lagi, gáfu- lcgt enni, brún augu í mon gólskri augnagjörð, nett nef í samanburði við stóran munn og eKki -61 verulegra lýta. Hún hefur fremur rólegt yfir- bragð og sérstæðan personu- leika. Hún talar yfirleitt létt og hratt og dregur stundum við sig orðin, þegar hún verður hugsi. Hún gerir sér ekki far um að bera geðshræringar utan á sér, og þótt hún verði æst, reynir hún að hafa hemil á sér. Hin verstu skammaryrði segir hún oft. svo blátt áfram, að það er eins og enginn hlutur sé sjálfsagðari eftir röddinni ' að dæma en það sem hún er að segja; hversu sem það stang ast á við skoðanir annarra. Nú lá vel á hópnum, þegar hann gekk inn í klúbbinn. Jóhanna var fyrst að því spurð, hvernis henni falli leikdómarnir í geð Og það kom þá á daginn, að hún var ekki einu sinni farin að lesa þá og bjóst heldur ekki vÉS að gera það næstu tvo til þrjá mánuðina. „Ég get ekki verið að ergja mig á því að lesa það seim þið segið fyrr en við erum búin að æfa leikinn. Annars erum við nú orðin svo vön skömmunum að það er eins og að stökkva vatni á gæs. 7 tvö ár eftir að við byrjuðum sýningar okkar létu leikdómarar sem við vær um ekki til. Einhvern tíma von ast ég til að geta gert gott verk. Samt er ég vita ólærð : leiklist og leikhúsmálum. og það þarf enginn að halda að ég fari eftir kenningum, sem ég þekki ekki til“. „En þér hafið samt verið fengin til að flytja aðalieikrit ið hér á hátíðinni og það eit.t stærsta leikrit Shakespeares?* „Já, ég var búin að lofa manni þessu. Annars komum við hingað upp, eftir fyrst og fremst til að skemmta sjálfum okkur og eiga góða daga, því að ég elska Edinborg, en það er mesti misskilningur hjá Harewood lávarði að halda að leikhúsgestir þyrftu endilega að hafa mikla ánægju af þessu þó að við skemmtum okkur ai- veg konunglega. Nú, það er ekki neima um tvennt að velja, annaðhvort að láta leikdómar- ana hafa eitthvað fyrir stafni eða leika Shakespeare eins og vera ber. En þið skuluð ekki halda, að við berum neina ótta- blandna virðingu fyrir Shake- speare, okkur þykir of vænt um hann til þess. Og þið eruð með þessa hátíð.1 Hátíð, festi- val, fiesta, það á að vera sama og að skemmta sér. En hvernig er svo hátíðin? Ég veit hreint ekki til hvers við erum að styðja og styrkja hann Hare- wood lávarð til að halda uppi öllu þessu gamaldags drasli hérna“. Nú var Jóhanna farin að skálma um gólf og gekk fyrir fullum dampi, ein sígarettan tók við af annarri, en Harewood lávarður veltist um af hlátri. Allt í einu kallaði einn af tneð reiðarsveinum hennar: „Jóa, taktu nokkrar línur af hefð- bundnum Shakespeare, lofaðu þeim að heyra að þú kunnir lagið". „Hvern fjandann ertu að gjamma fram í fyrir mér?“ ansaði jómfrúin en lét samt ekki segja sér þetta tvis'var og strandaði aðeins í svipinn á því, að hún mundi ekki éina einustu línu. Síðan byrjaði hún á „To be or not to be, that is the question“ og svo tók við eitt af öðru, sem hún sagði fram í hálærðum hefðbundnum róimi með tilheyrandi handa- sveiflum, og nú blógu allir, sum ir héldu ekki valni, „Nú sjáið þið, að við getum leikið Shake- speare svona ef við kærum okkur um það“ sagði hún svo og gekk aftur að borðinu og fékk sér teyg, fyrst af glasi, síðan úr kaffibolla. Því hélt hún áfram milli svara þangað til búið var úr glasinu, þá ská- skaut hún sér fram gegnum þyrpinguna umhverfis og sótti sér aftur í glasið Menn voru að stinga saman nefjum um það. hvað væri sterkt i glasinu. það var glært og sumir sögðu vod'ka. En það var þá vara vatn. seim hún drakk með kaffinu „Er yður alveg sama hvað gagnrýnendur segja um sýni- ingu yðar?“ | : - „Þegar gagnrýnendur fara að í skrifa um Shakespeare, eru þeir upp til hópa eins og gamal- ar konur, og svo er nú það. — Annars erum við menn til að taka gagnrýni, satt að segja erum við sjálf þeir ströngustu gagnrýnendur á okkar eigin verk, við erum svipur hvert á annað. Þið ættuð að sjá okk- j ur í Theatre Workshop, þegar við erum í versta hamnum, við berjumst eins og ljón. Það er sjálfsagt að deila um hlutina. rífast og skammast, upp af þvi sprettur góður leikur. Þið þyk- ist geta kennt okkur hvernig eigi að leika Shakespeare. — Ojaæja, fari Shakespeare til fjandans, og þó, gaman væri samt að gera tilraunir með hann við og við. Það versta við England og Skotland er að fólk er eins og fjötrað niður. rígneglt af list, það er þræl bundið af dýrkun á fortíðinni. En það sem mestu máli skiptir fyrir okkur, er að brjótast út úr fortíðinni. Og við verðum að útvega eða skapa eitthvað, sem fcefur einhverja þýðingu fyrlr fólk á okkar dögum. Svo á það líka að vera um listina. Þið getið ráðist á veslings drottn- ingarmömmu, veslinginn þann arna, en þið getið ekki ráðist á listina". „Hvernig finnst yður al- menningur taka sýningu yðar?“ „Það er húsfyllir á hverju kvöldi og þetta er að skána hjá okkur með hverju 'kvöldi. Við verðum að skemmta okkur hér hátíðina á enda. Svo förum við með stykkið til New York“. „Þér eruð sem sé ekki alveg hætt?“ „Ég hef nú verið 32 ár að hjakka í sama farinu og hef fengið að heyra sitt af hverju, verið kölluð svindlari, sveita- maður, róni og algerlega ó- menntuð, og þetta er alveg hárrétt", sagði Jóhanna, og sneri við að borðinu, tæmdi bollann og glasið og kveikti sér í sígarettu. Lávarðurinn stóð upp og sagði að komið væfi langt fram yfir matartíma og sleit fundinum. Og það var flestra mál, að þetta hafi verið skemmtilegasti blaðamannafundur, sem Hare- wood lávarður hefði stofnað til í klúbbnum, og sá langfjöl- mennasti, blaðamenn, útvarps- menn og sjónvarpsmenn, sem hlupu eftir borðuim og klifruðu eins hátt og þeir komust með hafurtask sitt, einn sýndist hanga uppi í ljósakrónunni, annar stóð allan tímann uppi á borði og erfitt að sjá hvernig hann héldi jafnvægi. Daginn eftir var blöðunum borgið með forsíðumynd, og myndir af Jó- hönnu fylltu sýningarglugga blaðanna og gera það meðan hátíðin stendur yfir. VESTUR-Þýzka sttórnin Pramhald af 7 síðu maður í Vestur-Þýýzkal^ndi hefir trú á því, að Krustjoff komi til Bonn í þeim tilgangí að hliðra til. Hann kemur ekki til að ákvarða um Þýzkalands- vandamálin, heldur til að tala um þau, en á því tvennu er reginmunur. Ferðasaga Adzjubei í Is- vestía gefur aftur á móti til kynna. að í aðsigi sé breytt af- staða Sovétstjórnarinnar til Bonn-stjórnarinnar. Vestur- Þýzkalandi er ekki framar lýst sem „ævintýraþyrstasta og á- leitnasta ríki í Evrópu", eins og kveðið var að orði hjá TASS fyrir aðeins fáum mánuðum. Sovézkir blaðamenn reyna nú að sýna fjölbreytilegri mynd af Vestur-Þýzkalandi eins og það er í dag. Það er greinilega tilraun til að afla vestur-þýzku stjórninni vinsam- legra álits en áður meðal sov- ézkra hugsjónamanna. AÐALFUNDUR Framhald af 8. síðu Gróður byrjar með skófum, sækir sig unz hann hefur fætt af sér tré! Gróður er hér í hámarki á land námsöld. Skógur kemst ekki nema í takmarkaða hæð — miðjar hlíð- ar Fnjóskadals, en auk brattans koma síðan við hans sögu eldgos, jökulhlaup og loks mannskepnan með sínar skepnur, enda verður landið tiltölulega fljótt skóg- snautt. Drap á skozkt og ísl há- lendi. íslenzkur jarðvegur gosefni, fíngerð, þurr uppblástur ör. Vék að jarðvegsbindandí hæfileikum trjánna. f Bandaríkjunum fylgdi landeyðing í slóð eyðingu skóga. — Hér er gróðrarmold af 40 þús. ferkílómetrum fokin í sjó Sýndi áhrif ofbeitar í myndum. Hvernig gróðuríkið þá hopar á hæii. IÐNNAM Viljum ráða nokkra nema í vélvirkjun. Vélsmiðjan Dynjandi, Dyngjuveg 13, sími 36 2 70. Innheimtumenn Iðnfyrirtæki óskar eftir innheimtumanni, sem gæti bætt við sig innheimtu. Upplýsingar í síma 16956. Vélritun Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða vélritunarstúlku sem fyrst. Tilboð er tilgreini aldur menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fvrir sunnudagskvöld, merkt „Skrifstofa“. Rædcji um sambandið milli fall þunga og fjölda sauðfjár, Kropp- þungi dilka, frá 1955 fallið úr 14% kg. í 13 kg. á tilteknu rann- sóknarsvæði. Notkun beitilanda hér af handahófi. Ilvar er hægt að fjölga í högum? Hvar verður að fækka? Verið er að kortleggja gróður- lendi íslands. „Erum með miðhá- lendið. Kannað er notagildi beiti landanna. Höfum grasafræðinga með í verki. Búið að athuga þriðj- unginn. Rannsakað er hvað sauð- kindin etur. Gert með uppskurði Mosaþembur leifar af of ofbeittu landi. En þær eru gróður sem fé lítur ekki við. Mýr- lendi er 40% af landinu, gott til ræktunar, en afarlélegt til beítar. Loðvíðir er lítið bitinn að sum arlagi — er sem sagt „hey í harð- indum“! Gróðurbreyting verður við beit. Jafnvægi náttúrunnar raskað af ofbeit. Höfum efnagreint beitarplönt- ur okkar. Gróður okkar er verri en annarra landa, sama tegundin „Kjarnagróður11, „kjarnalönd" eru einkunnir sem ekki alltaf stand- ast! Bæta þarf gróðurlönd! Dönsku grasfræi sáð í JökuÞ heimum! Rækta öræfin! Ekki auðhlaupið að því. Grasfræið frá útlöndum megnar ekki — lifir ekki af. Við erum minnsta grasræktar- þjóð, höfum ekki grasfræ fyrir okkur sjálfa! Kornrækt á frumstigi. Ef beitilönd vantar, eigum við að rækta þau á láglendi! Sandgræðslan! Rækta láglendið! Láta liálendið eiga sig! Bera á gróðurlendi sem til eru. Land er að blása — ber sandur eftir. Berum a til að bæta landið! i Landið er nýtt af handahófi! Alger misskilningar að, íslenzk beitilönd séu góð beitilönd! Þá vék ræðumaður að öðru efni: Skyldum vegagerðarmanna við lantUð! Komi sá í vissan jarðveg, þá fýkur hann. Sýndí mynd af grjóthlöðnu ræsi hjá skógræktinni! Friðsælt að sjá sauðkind í al- grænu landi. Hið ákjósanlega er sambland af búfjárrækt og skógrækt! Nóg pláss fyrir skógrækt og bú- fjárrækt! Verðum að hafa samvinnu milH ræktunarmanna og bænda um hag nýta notkun lands! Hákon formaður þakkaði ræðu manni lofsamlega, og var það vissulega gert að vild, áheyrend- um allra! VÍÐAVANGUR — Framhai'' ai bls 3. styðjast við hjálp viðskipta- fræðings. ,í réttarríkjum er jafnvel séð svo um, að þjófar og morðingjar standi ekki uppi lögfræðingslausir. Þeim eru skipaðir verjendur. Hins vegar Virðist enginn mannlegur mátt- ur geta fengið lögfræðinig til að sækja mál eins og það, sem Ágúst stóð í, nema þá í gegin- um viðskiptafræðing. Yfir þess um tíma vakir svo Morgunblað- ið, uppnumið og hrifið, þeg- ar tekst að komast hjá dómum yfir þá aðila, sem hafa gert réttarfarið að háði og spotti í augum allra almennilegra manna. Með yfirlýsingunni, þar sem það segir, að Ágúst „hafi Ieyst frá skjóðunni“, hefur það lagzt lægst allra blaða á fslandi fyrr og síðar, og reist siðgæðinu þá nfð- stöng, sem það hafði eitt blaða innræti til að gera. r í M I N N , fimmtudaginn 3. september 1964 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.