Tíminn - 03.09.1964, Blaðsíða 14
ÉG VAR CICERO
EFTIR ELYESA BAZNA
um áður, en þetta var yfirborðs-
kennd hrifning, einna líkust því,
þegar maður verður snortinn eitt
augnablik við að klappa fönguðu
dýri vinalega . í dýragarði, en
gleymir því síðan strax aftur.
Mara lá kyrr í örmum mínum.
Enn sagði hún svolítið, sem
kom illa við mig.
— Esra kemur ekki hingað til
þess að eiga hér heima. Þú vinnur
fyrir Þjóðverja. Nú veit ég það
— og það er þess vegna, sem
hún kemur ekki hingað.
Ein vofan, sem ég hafði óttazt,
hafði nú fengið á sig hold og blóð.
Mara var farin að ógna mér,
Ég barði hana í andlitið.
Það hafði viljað svo til, að Mara
heyrði á samtal Buskhjónanna.
Sendiráðsritarinn var óttasleginn
eins og allir aðrir starfsmenn
sendiráðsins. Hann sagði frú Busk
að Þjóðverjarnir hlytu að hafa
geysigóðar upplýsingar úr sendi-
ráðinu, líklegast frá einhverjum,
sem ynni í bústað sendiherrans
sjálfs.
Mara hefði heyrt þetta, og
henni var ljóst, að upplýsingarn
ar komu frá mér.
Ég dró þetta upp úr henni orð
fyrir orð.
— Ég heyrði þetta aðeins af
hreinní tilviljun, ég sver að þetta
er allt, sem ég veit. Það er raun-
verulega allt, sem ég veit, sagði
hún.
Ég vissi ekki, hvort ég átti að
trúa henni eða ekki. en enda
þótt hún væri að ljúga, þá hélt
hún fast við sögu sína.
Hún sór, að hún elskaði mig,
að hún hefði ekki í hyggju að ógna
mér, og að hún hefði sagt mér
allt, sem hún vissi.
Ég kvaldi hana með vantrausti
mínu, en tókst hvorki að losna
við óttann eða fullvissa mig um,
að hún væri óvinurinn, sem ég ótt
aðist að hún væri. Sannleikurinn
var eins hulinn og hann hafði ver-
ið í upphafi.
Þegar ég fór til vinnu minnar
í sendiráðinu næsta morgun, tók
ég eftir háum, grannvöxnum
manni, sem stóð handan götunn-
ar á móti ínnganginum. Hann
kveikti sér í sígarettu, og skýldi
loganum með hendinni. Var hann
að reyna að hylja andlit sitt? Var
hann að gefa mér gætur? Andlit-
ið var unglegt og slétt. Það var
sama andlitið og ég hafði séð í
bílnum, sem elti okkur.
Ég var skelfingu lostinn, svo ég
gat ekkert gert.
Ég fann, hvernig ég var smátt
og smátt að missa tökin, og allar
tilraunir mínar til þess að ná aft-
ur stjórn • á sjálfum mér voru
árangurslausar.
Ég vafði upp gólfteppið í her-
berginu mínu. Peningarnir voru
þar ennþá, dreifðir um gólfið eins
og annað teppi, dýrmætasta tepp
ið, sem hægt var að hugsa sér.
Ég tók seðlana upp og velti þeim
á milli fingranna eins og ég gæti
ekki trúað mínum eigin augum.
Stundum hugsaði ég um það,
þve kæruleysíslegt það var að
skilja peningana eftir undir tepp-
inu í herberginu mínu, eins og ég
hafði gert. Ég hafði velt því fyrir
mér, hvort ég ætti ekki að koma
þeim fyrir á einhverjum öðrum
stað, t.d. undir stiganum njðri í
kjallara, þar sem ég hafði fundið
lausan stein, en stolt mitt og
sömuleiðis tilhugsunin pm það, að
einhver annar kynni að finna
lausa steininn af sömu tilviljun-
inni og ég hafði gert, kom í veg
fyrir, að ég gerði nokkuð í mál-
inu. Og svo var líka ánægjan af
því að geta hælzt um yfir fjár-
sjóðinum á hverju kvöldi í her-
berginu mínu.
Nú byrjaði ég að safna saman
peningaseðlunum til þess að fara
með þá niður í kjallarann, en
aftur hikaði ég, og endaði með að
skilja þá eftír þar, sem þeir voru.
Ég bölvaði sjálfum mér fyrir
að geta ekki tekið ákvörðun. Ég
bölvaði einnig ótta mínum, sem
ég gat ekki fundið neitt til að
réttlæta.
Það var skammt öfganna í milli
hjá mér. Á yfirborðinu gerði ég
allt til þess að sýnast rólegur og
blátt áfram, en undir niðri
vonaðist ég til þess að geta á
þann hátt rekið óttann í burtu.
Ég rakst á Manoli Filoti í eld-
húsinu.
Ég neyddi sjálfan mig til þess
að brosa.
— Ilvað segir þú um föður, sem
vill fela mér umsjá dóttur sinnar?
sagði ég.
Það var kjúklingur á matseðl-
inum hjá Manoli í dag.
— Hve gömul er stúlkan?
— Hún hlýtur að vera um það
bil sautján ára.
— Þá er faðir hennar algjör
bjáni, sagði Manoli og glotti. Must
afa sagði: — Útvegaðu henni
vinnu sem þjónustustúlka lafði
Knatchbull-Hugessen, og þá get-
um við allir fengið að njóta henn-
ar. .
— Það myndi þér líka, er ekki
svo? sagði ég.
Manoli strauk aðdáunarlega yf-
ir læri kjúklíngsins, eins og hann
væri stúlka.
— Alls ekki svo slæm hugmynd,
sagði hann glottandi. — Þar sem
ég fer heim á hverju kvöldi, getur
hún fengið að sofa í mínu her-
bergi.
— Og sum kvöldin munt þú án
efa, ekki fara heim, sagði ég.
Við héldum áfram að segja
þessa vanalegu niðri hjá þjónustu
fólkinu — brandara okkar. Ég hló
meira að segja hæst.
— Er þessi Esra þín falleg?
spurði Manoli.
— Þar eð hún er sautján ára,
þá getur hún varla verið annað,
svaraði ég. — Ég ætla. að tala
nokkur orð við lafði Knatchbull-
Hugessen.
Mér hafði allt í einu dottið í
hug að það kynni að geta verið
snjöll hugmynd, að útvega Esru
vinnu í sendiráðinu. Ég gæti
kannski notað hana sem aðstoðar
mann mínn.
25
— Hún gæti orðið okkur öllum
til gagns, sagði ég brosandi og
Manoli og Mustafa brostu líka.
Allt í einu var Esra orðin mjög
þýðingarmikil fyrir mig, og ég fór
að hugsa úm hana í sambandi við
það, að skuggarnir hættulegu væru
aðeins til í ímyndun minni, og
engin ástæða að vera hræddur. Að
minnsta kosti reyndi ég að telja
mér trú um þetta.
Ég fór til þess að hitla !afð:
Knatchbull-Hugessen.
Ég sagði henni, að frænka mín
væri að koma til Ankara, og ég
hefði engan stað til þess að koma
henni fyrir. Þyrfti lafði Knatch-
bull-Hugessen á . . .
Hún hlustaði kuldalega á það,
sem ég sagði. Nei, sagði hún, hún
þurfti ekki aðra þjónustustúlku,
en stúlkan gæti dvalizt í nokkra
daga í sendiráðinu, þar til hún
hefði fundið sér einhvern sama
stað. Hún sagði allt þetta með
vingjarnlegu afskiptaleysi.
—Ég ,er yður mjög þakklátur
madam, sagði ég, og fór út úr
herberginu með hneigingum.
Ég neitaði að viðurkenna það
fyrir sjálfum mér, að á meðan ég
var að tala við lafði Knatchbull-
Hugessen, hafði ég rannsakað
hana nákvæmlega. Ég neítaði að
viðurkenna, að eini tilgangurinn
með samtalinu hafði verið að sjá,
hvernig sendiherrafrúin tæki til-
mælum mínum. Hefði hún grunað
mig hið allra minnsta, myndi hún
þá ekki hafa þverneitað þegar í
stað?
En nei, greinilega hafði hana
ekkert grunað. Enginn vissi að
Cicero var ég. Ég fór sigri hrós-
andi, og kjarkur minn var kom-
inn aftur.
Þennan dag var ég algjörlega
utan við mig.
Eftir hádegisverðinn var sendi-
herrann vanur að leika á píanóið
í setustofunni. Þennan dag
hringdi hann og bað um ávaxta-
26
til að spyrja, hvort þér gætuð
nokkuð gert tíl að hjálpa honum.
■ Fréttimar komu af stað geysi-
legri ólgu meðal stúdentanna og
almúgans. Þess vegna varð upp-
þotið í kvöld. Eins og þér vitið,
er John Kim orðinn hálfgerður
þjóðardýrlingur í Kóreu.
— Og ef svo er, haldið þér, að
þeir þori að skjóta hann?
Madame Chong kinkaði kolli.
■— Já, ég býst ekki við að þeir
víli það fyrir sér. Þeir hafa her-
inn á sínu bandi. En greinilega
hafa stúdentarnir náð honum með
valdi úr fangelsinu, og kannski
tekst þeim að hjálpa honum úr
landi.
— Guð gefi, að þeim takist það,
sagði Rakel.
— En hvers vegna höfðu þér
áhuga á að hitta mig? spurði mad-
ame Chong.
Rakel spennti greipar í kjöltu
sér. — Ég kom til að biðja yður
að reyna að gera eitthvað fyrir
John. Ég hef heyrt,, að þér hafið
áhríf á ýmsum stöðum. En þegar
ég ákvað að koma til yðar, vissi
ég ekki, að stúdentarnir hefðu
brotizt inn í fangelsið og náð
John á braut með valdi.
— Það verður hættulegt fyrir
hann, ef hann finnst aftur, sagði
madame Chong. — Það gerir þá
enn ákveðnari í að sýna vald sitt
og mátt. Ef þetta hefðl elcki kom-
ið fyrir í kvöld, hefði ég ef til
tíl vill getað gert eitthvað. Hún
brosti dauflega og bætti við;
— Bréfið, sem þér færðuð mér,
ungfrú Hastings, veitti mér
ýmsar ómetanlegar upplýsingar,
um ákveðinn mann í ríkísstjórn-
inni. Ég hefði getað kúgað hann
til að beita áhrifum sínum í
John þágu.
— En getið þér ekki gert það
' r-, •
ORLOG I AUSTURLONDUM
EFTIR MAYSIE GREIG
þrátt fyrir þetta, sagði Rakel biðj
andi.
— Ég gæti reynt það. Hún
yppti öxlum og bætti við. — Auð-
vitað er það kúgun, en ég veit
auðvitað ekki? hvort það ber
nokkurn árangur.
— En gerið það fyrir mig að
reyna, grátbað Rakel. — Kannski
verður John handsamaður áður
én varir.
— Við skulum vona, að honum
takist að komast undan. Það væri
miklu betra fyrir alla aðila, ef
John heppnaðist að flýja land.
— En hefur hann nokkra mögu
leika til þess? Þeir setja vörð um
alla flugvelli og helztu undan-
komuleiðir.
— Að jálfsögðu gæti honum
reynzt nær ógerlegt að komast
undan. En ég heiti því, að ég skal
leggja mig alla fram til að telja
ákveðna persónu á að beita áhrif
um sínum til að John hljóti mild-
ari dóm . . . En eins og ég sagði,
er ég mjög efins í, að mér takist
að koma fram áformum mínum,
eftir það, sem gerzt hefur. Þér
verðið að gera allt sem þér getið
til að hjálpa honum, ungfrú Hast-
íngs.
— En hvers er ég megnug? Ég
þekki engan hér. Ég er bundín
við starfið á sjúkrahúsinu enn
sem komið er, ekki annað né
meira. Ég ætla ekki að minnast
á það núna. Hvernig ætlið þér að
komast aftur til sjúkrahússins?
— Ég veit það ekki. Ég fór út
að snæða kvöldverð með dr. Burn
ey, en míssti af honum, þegar
ósköpin dundu yfir.
— Bíðið andartak, sagði mad-
ame Chong. — Þegar meiri ró er
komin á, sendi ég yður með bíln-
um mínum og bílstjóra til sjúkra-
hússins. Ef hermennirnir hafa far
ið að skjóta áður, býst ég við, að
ró komist fljótlega á.
— Og allír þekkja bílinn minn,
bætti hún við og kenndi hreykni
í röddinni. — Hann er einn glæsi-
legasti bíllinn í allri Seoulborg.
Þjónustustúlkan var nú komin
með koníaksflöskuna og madame
Chong skenkti vel í glas Rakelar.
— Drekkið þetta, sagði hún, — og
reyníð síðan að hvílast, unz tími
er kominn til, að þér farið aftur
til sjúkrahússins. Nú þarf ég að
hafa fataskipti og fara aftur inn
á sviðið.
Meðan madame Chong var inni
á sviðinu lagðist Rakel fyrir og
tókst að blunda nokkra stund.
Koníakið yljaði henni og nokkuð,
svo að henni leið aðeins betur á
eftir.
Þegar madame Chong kom aft-
ur inn í búningsherbergið, sagði
hún!
Ég held, að það sé óhætt að
senda yður aftur til sjúkrahússins
núna. Göturnar eru svo að segja
auðar. Og bílstjórinn minn velur
rólegar og fáfarnar hliðargötur,
svo að þið ættuð ekki að lenda
í neinum vanda. Veslings barn,
sagði hún og rödd hennar var
þrungin samúð, — þér virðist al-
gerlega uppgefnar.
Rakel kinkaði kolli. — Ég held
líka, að ég sé það. Það hefur svo
margt undarlegt komíð fyrir í
kvöld — þessar hræðilegu fréttir
um John — og svo þetta voðalega
uppþot. Og síðan að sjá hann í
eigin persónu út á miðri götu . . .
— Ykkur hlýtur báðum að hafa
brugðið mjög.
— Já það er áreiðanlegt. Og
jafnskjótt og við höfum sézt, var
hann borinn burt.
— Ég er að velta því fyir mér,
hvar hann sé í kvöld.
Madame Chong yppti öxlum.
— Sem betur fer á hann marga
góða vini, sem áreiðanlega hjálpa
honum að finna góðan felustað.
Kannski fréttið þér frá honum,
áður en langt um líður.
— Ég vona það, sagði Rakel.
En henni var þungt um hjartað,
og hún vissi ekki, hvort það var
vegna öryggis Johns eða endur-
fundar þeirra aftur eftir allan
þennan tíma. Svo óendanlega
margt hafði gerzt, síðan þau
skildu, og síðan hafði hún kynnzt
Davíð Burney.
Þegar bíllinn ók upp að sjúkra-
húsinu, sá hún Davíð ganga fram
og aftur fyrír utan. Hann þaut
til hennar og þreif um báðar hend
ur hennar.
— Guð sé lof, að þú ert heil
á húfi, sagði hann. — Guði sé
lof, að þú ert heil á húfi. Ég
komst hingað fyrir klukkustund.
Eg hef haft óskaplegar áhyggjur
af þér.
Eg barst með straumnum
niður í næturklúbbinn og fór inn
til að hitta madame Chong að
máli, sagði hún. — Og hún sendi
mig heim í bílnum sínum. Ó, Dav
íð, fannst þér þetta ekki voðalegt.
Hann kinkaði seinlega kolli.
— Ég hef séð götuóeirðir áður,
en aldrei svona slæmar. Ég var
svo gersamlega hjálparvana, þeg-
ar við misstum hvort af öðru, ég
gat hvorki veitt mér eða þér
neina björg. En loks tókst mér að
finna bílinn og aka heim. En ég
hef haft óstjórnlegar áhyggjur af
því, hvað hefði orðið um þig, Rak-
el.
— Ég hafði líka áhyggjur af
þér, sagði hún. — En meðan ég
barst með straumnum, þá sá ég
John Kim. Hann var borinn af
stúdentunum gegnum þröngina.
— Þú sást Jolin Kim? hrópaði
hann. — Þá hefur honum verið
sleppt.
— Ég býst ekki við, að honum
hafi verið sleppt. Ég er á þeirri
skoðun, að stúdcntarnir hafi ruðzt
inn í fangelsið og náð honum út
með valdi. Við gátum ekkert tal
að saman. Við sáum hvort annað
eitt sekúndubrot og síðan bár-
umst við sitt í hvora áttina með
múgnum.
— Þið gátuð ekkert talað sam-
an? Það hljóta að hafa verið ykk-
ur voðaleg vonbrigði?
Hún leit undan. — Já, auðvitað.
14
T í M I N N, fimmtudaginn 3. september 1964