Tíminn - 08.09.1964, Qupperneq 1

Tíminn - 08.09.1964, Qupperneq 1
203. tbl. — Þriðjudagur 8. september — 48. árg. Togararnir seldir út einn af öðrum TILBOÐ KOMIÐ í SÓLBORG KJ-Reykjavík, 7. sept. Þeir fara nú óðum úr landi ný- sköpunartogararnir, sem hefur verið lagt, vegna þess að við- komandi útgerðarfélög hafa farið „á hausinn“, eða þá ekki hefur verið talið borga sig að gera skip- in út. Þessa dagana eru staddir hér á landi tveir Grikkir og hafa þeir gert tilboð í Sólborgina, er áður var gerð út frá ísafirði, en hefur legið inni á Elli'ðavogi nú um langan tíma. Grikkirnír tveir sendu tilboð í Sólborgina til Fjármálaráðuneytis- ins í morgun, og verður það vænt anlega tekið fyrir hjá ríkisstjórn inni í þessari viku. Ef af sölunni verður er þetta þriðjí togarinn, sem seldur er til Grikklands í sumar. Fyrr í sumar var Júní seld ur þangað, og fyrir þrem vikum var Hafnarfjarðartogarinn Bjarni riddari seldur til Grikklands fyrir 7.700 sterlingspund. Hinir nýju eígendur Bjama riddara eru nú að láta gera skipið tilbúið til sigl ingar. Fjórir togarar hafa nú legið um lengri tíma, Sólborg, Brimnes, Framh á 15. síðu Sólborgin. Myndin er tekin í gær inni á sundum í „þanghafinu". Þar er nú aðeins Sólborg og Brimnes eftir. í baksýn er bryggjan í Gufunesl. (Timamynd, KJ). 14 ára og synti yfir Ermasund FYRIR HELGINA vann 14 ára stúlka aS nafnl Leonora Modell frá Sacramento 1 Kaliforniu það þrekvirki að synda yfir Erma- sund og er hún yngst allra í heimi, sem unnið hafa þetta í- þróttaafrek. Leonora lagði af stað frá Cap Qris Nez í Frakklandi og kom að landi í höfninni i Dov- er á Kent i Bretlandi og hafði þá verið fimmtán og hálfa klukku stund á sundi. MYNDIN er tekin, er þessi frækna stúlka klifrar í land við Dover að loknu sundinu. SENN AUG- L ÝSTAR SJÓN- VARPSSTÖDUR HF-Reykjavík, 7. september. Næstu mánuðina mun verða aug lýst eftir fólki í flestar nauðsyn legar stöður við hið fyrirhugaða sjónvarp hér á landi. Tveir fs- RANNSÓKNIR ARA BRYNJOLFSSONAR HLJOTA MIKLA VIÐURKENNINGU F./ta HLYNNT GEISLUN MATVÆLA HF—Rcykjavík, 7. september. FAO, matvælastofuun Samein uðu þjóðantia lagði í dag fram skýrslu á alþjóðlegu ráðstefnunni í Genf um friðsamlega hagmýtingu kjarnorku. í þeirri skýrslu mælir stofnunin eindregið með geislun ARI BRYNJÓLFSSON matvæla, en þar hefur verið skýrt frá tilraunum með geislun mafvæla, en þar hefur vcrið fremstur í fylkingu íslenzki vís- indamaðurinn. Ari Brynjólfsson, og er þessi FAO-skýrsIa mikil við urkenning á starfi hans. Geislun matvæla er í því fólgin, að atóm- geislum er beint að matvörunum og við það eyðileggjast bakteríur og alls kyns gróður, sem í þeim er. Geislunin kemur í veg fyrir að matvaran skemmist. Tilraunir með geislun matvæla hófust fyrir 40 árum, en bað var fyrst fyrir 10 árum, sem bessi mál fóru að taka verulegum fram förum. Danir hafa gert miklar til raunir í þessu sambandi, og yfir- maður þeirra hefur verið Ari Brynjólfsson, en hann hefur jafn framt verið fenginn til Banda- ríkjanna til að hjálpa þeim við þessar tilraunir. Geislaðra mat- væla hefur verið neytt í tilrauna skyni, en fyrir skömmu byrjuðu Bandarikjamenn að framleiða geislaðan fisk. Nú hefur matvæla stofnun SÞ mælt með geislun mat i væla almennt, einkum korns, þar s&m geislunin væri mikið fram faraskref í þá átt að leysa mat vælavandræðin í heiminum. Gert er ráð fyrir, að á næsta ári verði geisluð matvæli orðin fullkomlega samkeppnisfær við aðra mat- vörur, sem hafa annaðhvort verið soðnar niður eða frystar. Geislun fisks mun auðvitað hafa gífurlega þýðingu fyrir útflutningsmögu- leika íslendinga og beSar Ari Brynjólfsson var staddur hér á landi fyrir sex árum, benti hann á ba®. að mjög arðvænlegt gæti orðið fyrir okkur að geisla kart- öflur. Þær spíra þá ekki og geym- ast árum saman sem nýjar. Allt bendir nú til þess, að íslendingar geti farið að njóta góðs af þess- um nýjungum þegar á næsta ári. lendingar munu nú vera erlendis að læra sjónvarpsupptöku og aðr ir tveir íslendingar starfa víð bandaríska sjónvarpið á Kefla yíkurflugvelli. Ekki munu neinir íslendingar hafa kynnt sér sjón varpsstörf á vegum útvarpsins, en Gunnar Eyjólfsson, leikari, sem nýkominn er heim úr tveggja mán aða sjónvarpskynningarför í Bandaríkjunum, mun hafa dvalizt þar á vegum bandarískrar sjón- varpsstöðvar. Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps stjóri, sagði í viðtali við Tímann í dag, að eftir að ráðið hefði verið í hinar ýmsu stöður við fyrirhugað sjónvarp, mundi hlutaðeigandi verða gefínn kostur á að kynna sér störf sín erlendis. Gert er ráð fyrir, að íslenzka sjónvarpið taki til starfa ekki síðar en á miðju ári 1966. í fyrstu verður reist 500 watta sendistöð i Reykjavík, en svo stendur til að reisa endurvarps stöðvar úti um allt land með tím- anum. f,Í 7 ár hef ég reynt að ná tali af yður! “ NTB—MOSKVU, 7. sept. Nikita Krústjoff var sýnilega mjög reiður, er hann vísaði á bug ungum manni, sem ruddist i gegnum varnarmúr Iögreglu nianna til að ná tali af for sætisráðherranum, er hann var í dag að skoða stóra alþjóð- lega vélasýningu við Moskvu- ána. Maður þessi, sem er um tví- tugt, reyndi að ryðjast til Krústjoffs og heyrðist hann hrópa: Nikita Sergejevitstsj. í sjö ár hefi ég reynt að ná tali af yður. Mikið meira fékk hann ekki sagt, því að öryggislög- reglan greip hann þegar i stað- og flutti brott. Krústjoff reidd ist auðsýnilega mjög og öskr- Framh á 15 síðu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.