Tíminn - 08.09.1964, Page 2

Tíminn - 08.09.1964, Page 2
MANUDAGUR, 7. sept. NTB-Stokkhólmi. — Nú er ljóst, að 8 manns, allt Svíar hafa farizt í hinu mikla járn- brautarslysi, sem varS í gær um 100 km. vestur af Sunds- vall, er lest rann út af spori á um 90 km. hraða. Um 20 manns liggja á sjúkrahúsi, en enginn er lífshættulega slasaður. Opin- berlega var staðfest í dag, að orsök slyssins hefði verið hinn mikli hraði lestarinnar, er hún skipti um spor. Hins vegar er ekki vitað um ástæðuna fyrir því, að lestin skyldi vera á 90 km. hraða í stað 40, eins og skilti gefa til kynna. Talið er, að vegna þoku hafi lestarstjór- inn ekki séð aðvörunarskiltið. NTB-Nýju Delhi. — A. m. k. 65 manns týndu lífi og yfir 2,2 milljónir hektara ræktaðs lands eyðilögðust í gífurlegum flóð- um í Indlandi í gær. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum hafa 6 milljónir manna á einhvern hátt beðið tjón af völdum flóð- anna, sem náðu til um 15.000 þorpa í Indlandi. NTB- London. — Afríkumenn og hvítir menn stóðu fyrir mót mælaaðgerðum sitt i hvoru lagi í Lundúnum í dag, er lan Smith, forsætisráðherra S.- Rhodcsiu kom tii Lundúna til að ræða við Home, forsætis- ráðherra um sjálfstæði S.- Rhodesiu. Ekki hafa neinar fregnir borizt af viðræðufund- unum. NTB-Detroit. — Fréttamenn segja, að telja megi ræðu John son, Bandaríkjaforseta á fundi í Detroit í dag, byrjun kosninga baráttu hans, enda þótt því sé neitað í orðsendingu frá Hvíta húsinu síðar í dag, að ræðan hafi verið upphaf kosningabar- áttunnar. í ræðunni lagði John son mesta áherzlu á, að hann teldi það stærsta verkefni sitt að reyna að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Svo lengi sem ég verð forseti mun ég gera allt til þess að koma í veg fyrir að slík hörmung komi fyrir, sagði Johnson. NTB-Moskvu. — Nikita Krúst joff, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna sagði í útvarps- og sjónvarpsræðu í dag, að hægt væri að komast hjá styrjöld, ef allar þjóðir legðust á eitt til að berjast gegn ásælni heimsvalda sinna og gegn stríðinu sjálfu. Varðveizla friðarins er heilög skylda allra manna, sagði Krúst joff. NTB-Kuala Lumpur. — Haft var eftir áreiðanlegum heimild- um í Lahis í S.-Malaysíu, að margar konur séu í indónesísku fallhlífasveitinni, sem húið hef- ur um sig á Labis-svæðinu. — Hafi ein kvennanna fallið og önnur verið tekin til fanga. í dag kom til nýrra bardaga milli brezkra Gurkha-hermanna og indónesískra fallhlífahermanna. Öryggisráð S.þ. mun koma sam an á miðvikudag að kröfu Mal- aysíustjórnar til að ræða á- standið í landinu. BANDARÍSKAR FLUGSVEITIR GEGN STÖÐVUM KOMMÚNISTA í LAOS? NTB-Saigon, 7. september. Frá því var skýrt í Saigon í dag, að líkur séu fyrir því, að handa- rískum flugsveitum verði beitt gegn birgðastöðvum kommúnista við Tchepone í Suður-Laos. Talið er, að erindi Maxwell D. Taylor, sendiherra til Washington hafi ver ið að ræða þetta mál við banda- ríska ráðamenn. Tilgangurinn með slíkum loft- árásum myndi vera sá að eyði- leggja birgðastöðvar Viet-Cong- mann í S-Vietnam, en haft er eftir áreiðanlegum bandarískum heim- ildum í Saigon í dag, að brýr og vegir yrðu einnig eyðilagðir til þess að koma i veg fyrir birgða- flutninga. Bandaríski flugherinn hefur tíl ráðstöfunar stórar sprengiþotur, léttar orrustuþotur og eftirlits- þotur á þrem stórum flugvöllum í S-Vietnam og myndi þessum flugher verða beitt gegn sam- gönguleiðum Viet-Congherjanna um Laos. Eftirlitsþotur, sem staðsettar eru í S-Vietnam, hafa í marga mánuði reynt að koma i veg fyrir birgðaflutninga frá Norður-Viet- nam um Tchepone-svæðið til S- Vietnam. Vegalengdin frá landa- mærum S-Vietnam til Tchepone er um 40 km. í seinni tið hafa miklar vöruflutningalestir farið eftir veginum og samkvæmt upp- lýsingum heryflrvalda í Saigon hafa flugvélar verið meðal þess, sem flutt er. énauðgunartilrauniróðsmanns NTB-Tönsbérg, 7. s’eptember. Ungur og gjörsamlega óður kyn ferðisbrotamaður gengur nú laus í Tönsberg í Noregi. Síðustu þrjá daga hcfur hann gert 4 nauðgunar tilraunir um hábjartan dag. Lög- reglan óttast, að hann geti hafið árásir á nýjan leik, hvenær sem er og hefur því beðið fólk að vera SUNNUDAGINN, 6. september. Hagstætt veður á síldarmiðunum í gærdag og frameftir nóttu, en þá tók að hvessa og undir morgun tóku skipin almennt að leita vars. Skipin voru cinkum að veiðum í Reyðarfjarðardýpi og Tangaflaki. Síldarleitinni var kunnugt um afla 61 skips samtals 48.500 mál og tunnur. Straumnes ÍS 350, Helga Guð- mundsdóttir BA 1600, Sæunn GK 800, Höfrungur II AK 650, Mímir ÍS 500, Snæfell EA 2350, Akraborg EA 1200, Einar Hálfdáns ÍS 1100, Heiðrún ÍS 700, Þorl. Rögnvaldss. ÓF 550, ísleifur IV VE 400, Jör- undur II RE 1000. Páll Pálsson GK 300, Rifsnes RE 500. Hamra- vík KE 1400. Bergui VE 1400, Marz VE 700. Arnkel* SH 700, Kópur KE 500 Asbjörn RE 400, Lómur KE 1300. Stígandi ÓF 500, Mummi GK 700, Framnes ÍS 700, Guðbjörg ÓF 500, Gullver NS 650, vcl á verði og skýra frá öllu, sem gæti leitf til ha'ndtöku hans. Hefur mikill óhugur gripið um sig í Tönsberg og heldur lögregl an nú uppi umfangsmikla leit. Á sunnudag gerði hann tvær nauðgunartilraunir með stuttu millibili og bendir allt til, að hér sé vitfirringur á ferð. Sif ÍS 500, Arnarnes GK 500, Sig. Jónsson SU 350, Hafþór RE 250, Dalaröst NK 800, Engey RE 1800, Hafrún ÍS 1000, Sigurður SI 900, Ól. Friðbertsson ÍS 700, Steinunn SH 800, Hilmir KE 600, Víðir II GK 750, Sólrún ÍS 1400 Náttfari ÞH 1300, Stefán Árnason SU 1000, Þráinn NK 550, Smári ÞH 300, Oddgeir ÞH 700, Guðbjörg GK 1600, Jón Jónsson SH 900, Guð- björg ÍS 1300, Stjarnan RE 500, Margrét SI 750, Guðbj. Kristján ÍS-268 1300, Jörundur III RE 600, Akurey RE 550, Sæfaxi NK 200, Þórsnes SH 250, Ól. Tryggvas. SF 250, Sigurpáll GK 800, Fjarðar- klettur GK 300, Mánatindur SU 1500, Sigurvon RE 650 Hólmanes SU 1100, Amfirðingur RE 300. Mánudaginn 7. sept. Óhagstætt veður var á síidarmiðunum s. 1. sólarhring, og tilkynntu 20 skip sfldarleitinni um afla, samtals 6.400 mái og tunnur. Var eingöngu um að ræða smáslatta. Björn Jónsson RE 500, Blíðfari SH 150, Ól. Magnússon EA 450, Sig. Bjarnason EA 600, Bjarmi II EA 700, Jón Gunnlaugs GK 100, Héðinn ÞH 350, Skagaröst KE 150, Guðrún Jónsdóttir ÍS 450, Ingiber Ólafsson GK 200, Pétur Sigurðs- son RE 500, Æskan SI 250, Bjarmi EA 250, Jón Kjartansson SU 400, Skírnir AK 250, Björgúlfur EA 100, Óskar Halldórsson RE 200, Seley SU 250, Björgvin EA 250, Ögri GK 300. f dag fékk svo lögreglan til- kynningu um tvær nauðgunartil- raunir til viðbótar. Allt voru þetta ungar stúlkur, sem urðu fyrir árás um, en þeim tókst annað hvort að rífa sig lausar eða kalla á hjálp, svo ódæðismaðurinn kom ekki vilja sínum fram. Ein stúlkn anna telur síg hafa sært árásar- manninn, er hún sló hann með regnhlíf. Hafði hinn óði maður þá tekið hana kverkataki. Enda þótt þessar tilraunir hafi ekki vald ið miklum skaða á stúlkunum, ótt ast lögreglan, að pilturinn haldi áfram á sömu braut og hafi því miklar ráðstafanir verið gerðar til að hafa hendur í hári hans. SLYSASKOTIÐ KJ-Reykjavík, 7. september. Maðurinn, sem varð fyrir slysa skotinu í bifreiðinni á Skeíðaveg inum á laugardagsmorguninn hét Svearir Ingólfsson, til heimilis að Vesturgötu 4» í Reykjavík. Sverrir lætur eftir sig konu og stálpaðan son. Héraðsmót á Blönduósi FRAMSÓKNARMENN í Austur og Vestur-Húnavatnssýslu halda sameiginlegt héraðsmót að Blöndu ósi laugardaginn 12. september n.k. og hefst það kl. 8,30 síðdegis. Ræður flytja Ólafur Jóhannes- son, varaformaður Framsóknar- flokksins og Steingrímur Her- mannsson, framkvæmdastjóri. Smárakvartettinn á Akureyri syngur og Jón Gunnlaugsson, gam anleikari skemmtir. Polo og Erla frá Akureyri leika og syngja. BROSHÝRA stúlkan hér á mynd- inni er Daisy Voog frá Munchen í Þýzkalandi, sem varS fyrst kvenna til aS klífa hina alræmdu norðurhlíð Eiger-f jallgarðsins i Sviss, sem gengið hefur undir nafninu, „Hlið djöfulsins". Fiall- ið er 3.970 metra hátt á þeim stað, sem hún fór upp. í tilraun- um við að klífa fjallið hafa far- izt 17 fjallgöngumenn og þykir afrek stúlkunnar því mikið. Hún er 26 ára að aldri og er myndin tekin rétt eftir að hún kom ofan úr fjallinu. Virðist hún fara létt með hinn stóra bakpoka slnn. Geir Aðils-Khöfn, 4. september. Listamannafélagið „Se“ heldur um þessar mundir sýningu í Charl ottenborg. íslenzka listakonan María H. Ólafsdóttir, sem er í fé- laginu, sýnir þar ýmis verk, m. a. andlitsmyndir og landslagsmyndir frá íslandi. Hún fær, eins og venjulega, mjög góða dóma í blöð unum. Um listamennina, sem sýna á þessari sýningu, segja gagnrýn endurnir m. a. „Þeir lifa í sínum eigin heimi, meðhöndla listina á sinn eígin hátt. Þeir hafa náðar gjöf sanngldisins. Þeir geta sagt ævintýri þannig, að við trúum þeim: t. d. þegar María H. Ólafs- dóttir sveipar ljósi ævintýranna um börnin, sem leika prins og prinsessu, þá fjarlægjumst við að eins hinn kalda veruleka og höld um til móts við betri og hjarta- hlýrri veröld.“ María Ólafsdóttir kom til Dan- merkur árið 1945 og stundaði nám við Kunstakademiet í Kaupmanna- höfn hjá Axel Jörgensen heitnum prófessor. Hún er gift hinum ágæta danska listamanni Alfred Jensen, sem í mörg ár hefur verið líf og sál Se-félagsins. Alfred Jensen hefur mikínn áhuga á fs- landi og íslenzkum málum, skilur og talar íslenzku furðu vel, og sækist eftir félagsskap fslendinga, sem hann kann vel við. Tréskurður eftir Mariu Ólafsdóttur. 2 T í M I N N, þriSjudaginn 8. september 1964

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.