Tíminn - 08.09.1964, Blaðsíða 9
Grænlenzkir sauðfjáreigend-
ur hafa komizt aS raun um,
að þeim er hvergi betra að
búa en ’einmitt þar, sem víking-
arnir settust að fyrir u.þ.b.
1000 árum á Vestur-Grænlandi
Þeir settust að í fjörðunum,
þaðan sem var skammt til
fanga. Þorskur, selir og hvalir
og annað sjávarfang var
skammt undan, en hreinar og
fuglar til fjalla. Sumir tókíi
sér bólfestu uppi í dölunum,
en þar var gott beitiland. Á
þessum slóðum er lítil þörf á
friðun af neinu tagi, nema við
rústirnar af húsum víkinganna.
Ríkið á þetta land, og kringum-
stæður fjárbænda, sem vilja
setjast þar að, eru mjög svip
aðar og á landnámsöld
í sumar hafa mannvirki land-
námsmanna verið mæld og
kortlögð með nýjum aðferðum.
sem veita nákvæmar upplýsing-
ar um legu og innra fyrirkomu-
lag. Verkfræðingurinn Ole Ja-
cobi sér um hinar þýðingar
miklu mælingar, en hann er
t'æddur á Grænlandi. Þessar
rannsóknir eru sérstaklega
þýðingarmiklar og tímabærar
vegna þess, að margir fjáreig
endur hafa reist hús sín. þar
sem rústirnar eru.
Sá, sem skoðar þessar rúst-
ti. kemst fljótlega að raun um
lugnað og útsjónarsemi þeirra
sem hér byggðu. Þeir bjuggu
flestir í hverfum eða smáþorp-
um. Þar var margt fólk saman-
komið og tiltölulega mikill fén-
aður, kýr og kindur, og tilheyr-
andi hlöður.
í Brattahlíð, bæ Eiríks rauða,
eru rústir af stórum skála
Hann er elzta norræna mann-
virkið á Grænlandi. Nú hefur
bóndi nokkur tekið skálann
fyrir kálgarð og sett kartöflur
niður í gólfið. Rústin sker sig
því úr, dökkgrænn reitur í
fjallshlíðinni. Þetta hefur verið
bústaður, sem sómdi fyrir-
manni byggðarinnar, langhús
með veggjum úr torfi og grjóti,
allt að þrem metrum á hæð.
Þaðan er gott útsýni yfir Ei-
ríksfjörð, ísjaka á lognkyrru
vatninu og snækrýnd fjöll fyrir
handan.
Á hæsta fjallinu handan við
fjörðinn lét hann reisa byrgi
til eftirlits Þeir, sem hafa klif-
ið fjallið, segja að enn marki
fyrir rústunum, og þaðan er
útsýn yfir allan fjörðinn og
skerjagarðinn.
Fj"ósið í Brattahlíð hefur ver
ið skammt fyrir neðan bæinn.
Það var 53 metrar á lengd og
tvísætt, en tiltölulega þröngt
Göngin ínn í fjósið hafa verið
löng og þröng til að forðast
hitatap.
Þar eru rústir af hlöðu og
fjárhúsi og fleiri byggingum,
meðal annars rústir síðari
kirkjunnar. þeirra tveggja, sem
voru byggðar á eftir Þjóð-
hildarkirkju. Sú kirkja var
byggð um 1200.
Brattahlíð nefnist nú Kagis-
siursaq. Þaðan er stutt til
Kordlortok, nær fjarðarbotn-
inum. Árið 1932 reisti fjár-
bóndinn Paviasen bæ sinn fast
við húsarústir norrænna
manna á þessum stað. Kona
hans er dóttir fyrsta fjárbónd
ans, Otto Fredriksen, en ættar-
bönd tengja flestar þær fjöl-
skyldur.
Paviasen er stoltur af bú-
skapnum. Hann hefur sáð höfr-
um í dálítinn skika og slær þá
sem vetrarfóður. Hafrarnir hjá
Paviasen þroskast ekki, en hitt
er staðreynd, að hafrar hafa
náð þroska á þessum slóðum
Paviasen ræktar kartöflur, rab-
arbara og rófur Hann kveðst
eiga um 600 fjár. Kindurnar
eru hvítar og lagðprúðar Þær
dreifa sér á gífurlega stóru
lindsvœði og sumar ganga úti
árið um kring og naga lauf og
sprota í snjónum, en Paviasen
gefur líka með beitinni.
Við göngum með mælinga-
manninum upp grösuga hlíð
ina, förum um birki- og víði-
kjarr og lengra upp og stað-
næmumst i 200 metra hæð yfir
sjó. Þar erum við staddir
grösugum dal við tæra hrað-
streyma á. Hér eru bæjarrústir
á hól og leifar af útihúsum
hér og þar í kring. Og ef við
héldum áfram til næsta fjarð-
ar, klukkutíma gang vestur á
bóginn, mundum við sjá enn
fleiri rústir norrænna manna.
f rúst í Narssaq sér þess
merki, að íbúarnir hafa leitt
rennandi vatn inn í húsið.
Narssaq stendur við Eiríks-
fjörð utarlega. Þorpið er í ör-
um vexti, en það er kaupstað-
ur fjárbændanna; þar eru
stundaðar rækjuveiðar og nið
ursuðuverksmiðja er komin á
fót. Umhverfið er fagurt, sjór
og ísjakar til beggja handa, en
í norðri rís hátt fjall og þver-
hnípt. Árið 1935 fann dr Aage
Rousell bæjarrústir fráv 980
þarna undir fjallsrótunum,
skammt frá, þar sem verk-
smiðjan stendur nú. Þar fannst
rúnakefli Dr. Erik Moltke
þýddi áletrunina: Bíbrá heitir
mey, er situr í blásal (himin-
geim). Er talið að rúnirnar
vari við Ásunum, sem bíði fær-
is í hafinu, og hvetji menn að
kveðja Bíbrá sér til hjálpar.
Þessi Bíbrá er ekki þekkt úr
goðafræði. Auk þessa eru á
keflinu stafir mót illum lofts-
og lagaröndum. Keflið er frá
tímum Eiríks rauða. Húsið hef-
ur verið 36—37 metra langt
og 7—9 metrar á breidd Það
hefur verið einn geimur í
fyrstu. en síðar hefur verið
byggt við það. Veggir eru úr
torfi og grjóti og þökin hafa
að líkindum verið úr timbri
og torfi. í skálanum var eld
stæði, en vatnsleiðslan er það
merkilegasta. Gólfinu hallar tii
sjávar, en að húsabaki hafa
verið gerðar rennur inn í gegn-
um vegginn og fram skálagólf
ið Þessar rennur eða stokkar
eru hellulagðir undir, yfir og
til beggja hliða. Frumstætt
vatnsílát hefur verið í einu
horninu. Þá má sjá, að vatn
hefuV verið leitt á sama hátt
í útbyggingu eða framlengingu
hússins. og þar í miðiu gólfi
er geymir. en hryggjarliður úr
hval hefur verið yfir geymin-
um og vatninu ausið upp i
gegnum liðholuna. Sama tilhög
un hefur verið í fleiri húsum
me«ai annars í Brattahlið
Biskupsssetrið í Einarsfirði
er talið hafa verið með meiri
háttar biskupssetrum í heimin
um. S-kálarústir biskupanna eru
nú kálgarðar. ar spretta gulræt
ur og rabarbari. íbúðarhúsið
var geysistórt en lítið í saman-
burði við fjósið, sem var 64
metrar á lengd og rúmaði 100
gripi. Áveita var höfð til að
ö— a grasvöxtinn, og sér enn
móta fyrir þrem áveituskurð-
um.
Biskuparnir hafa að Iíkind-
um verið dugandi bændur, en
fyrst og fremst höfðu þeir
sinnu á að heimta tíund í hin-
um dreifðu byggðum umdæmis-
ins. Rústirnar eru nú smám
saman að hverfa i stórvaxið
gras, en dyraumbúnaður fjóss-
ins stendur vel upp úr, öllu
mikilfenglegri en rústir dóm-
kirkjunnar; þær hafa verið
notaðar sem grjótnáma. íbúar
staðarins eru tæplega jafn
margir og þeir, sem -vel máttu
rúmast í skála biskupanna.
Hér var kallað í Görðum, og
sá garður var mikill, þegar er
Freydís dóttir Eiríks rauða gift-
ist Þorvarði og flutti hingað
Biskup settist hér að, eftir að
hann hafði tekið vígslu í Lundj
árið 1112, og dómkirkjan, sem
reis hér, var 27 metrar á lengd.
aðeins tveim metrum styttri en
dómkirkjan í Niðarósi. Þing-
staður norrænna manna í
Grænlandi var hér skammt
frá. —
Nú er verið að semja ný
friðunarlög fyrir Grænland og
er ætlunin að vernda rústir
norrænna manna og Eskimóa,
en þær síðarnefndu hafa ekki
verið skráðar.
Taige Christensen.
(Lausl. þýtt úr Berlingske
Aftenavis.)
T ( M I N N, þrlðjudaginn 8. september 19<4
t
9