Alþýðublaðið - 17.11.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.11.1953, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. nóv. 1953. Útgefandi: Aiþýðuflokkurin'n. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hannibal Valdimarssoa Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttasíjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamemn: Loftur Guð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- sími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00. Gull f sjóði - sjúkum gleymí FYRIR fjórum árum síðan voru afgreidd lög um meðferð Ölvaðra manna og drykkju- sjúkra. I þessum lögum var gert ráð fyrir því að hætt skyidi að faka ofurölva menn fasta og varpa þeim í tukthús eins og glæpa- mönnum. Kom það Ijóslega fram í þeim umræðum, sem þá lírðu um málið, að menn gerðu sér ljóst, hversu glæpsamlegar slíkar aðfarir væru, einkanlega gagnvart unglingum, sem sííkri me’ðferð sættu. Sjá menn það og, ef þeir hugsa málið, að cngin aðferð ér líklgeri en einmitt þes.si til að brjóta niður sjálfsvirðingu ,úngs manns og hrinda honum niður í svaðið, svo að hann á skömmum tíma eigi sér ekki viðreisnar von. Hatrið til þess þjóðfélags, sem fyrst þiggur fjármuni hans fyrir vín, en tek ,Ur hann svo fastan og vaipar honum í óhrjálegt fangelsi, þeg ar áhrif þess fara að segja til sín og gera hann ósjálfbjarga, hlýtur a‘ð blossa upp og valda honum sálartjóni, ef hann hef- ur ósljóvgaða réttlætiskennd og vill ekki Iáta bjóða sér allt. En samt sem áður. Þessari Æ'Iæpsamlegu aðferð er haldið áfram, einnig við ungu menn- ina, Þeim er kastað í „kjallar- ann“, einhverja þá ömurlev- ustu vistarveru, sem til er á ís landi. Meðferð glæpamannsins sæta þeir, eins og það sé heinlínis til þess ætlazt, að þeir fari innan skamms að líta sjálfir á sig sem glæpamenn — enda skyldi engan undra, þó að tápmiklir menn verði geröir a‘ð glaepa- mönnum með þessum aðferð- um, ef viðnámsbrek beirra hrotnar þá ekki alveg niður. Það var ætlun löggjafans, að ofurölva menn, sem taka yrði ,.úr umferð“, skyldu ekki fara í fangelsi, heldur vera fluttir á læknisfund, sæta þar sérfræði- legri meðferð og hjúkrun og fá þar lífsreglur og Ieiðbeiningar góðvilja'ðs vísindamanns, er e. t. v. mættu verða til þess að fleiri spor yrðu ekki síigin nið- ur eftir glötunarbraut drykkju mannsins. Þetta undirstöðuatriði lög- giafarinnar frá 1949 hefur EKKI verið framkvæmt. Og það ber rnjög að harma. Annað þýðingarmikið atriði laganna frá 1949 um meðferð ölva’ðra manna og drykkju- sjúkra var hað, að reisa skvldi dvalarheimili — svo kölluð gæzluvistarhæli — fvrir þá ólæknandi drykkjusjúklinga, sem verst eru farnir í heilsu- farslegu og félagslegu tilliti. Þetta liefur heldur ekki ver- ið gert. Og þess vegna horfa menn ennþá upp á þá sorglegu sjón, að þessir sjúku menn leita hælis á haust- og vetrarkvöld- um undir bátum, í portum og í útihúsaræksnum, þar sem hægt er að skrí'ða inn um op eða glugga. Eða þá að þeir eru tekn ir og þeim kastað í kjallarann. Sumir leita jafnvel á náðir Iög reglunnar í neyð sinni og biðja um næturskjól í viðurstyggð fangageymslunnar undir lög- reglustöðinni. Þetta er glæpsamlegt ástand. Og það sem verst er: Enginn veit til, að á þessu sé neinna • breytinga von. Flestir mundu i þó eflaust vilja viðurkenna, að þetta sé óþolandi ástand. Það munu vera 25—30 menn ( hér í Reykjavík, ;em búa við þá átakanlegu ney'ð, sem hér hefur verið Iýst. Mikið af starfi lögreglunnar á hverri nóttu er ( að fást við þessa sjúklinga ár eftir ár og koma þeim í kjallar- ann. — Heldur óskemmtileg Sysofosarvinna það. Gæzluvistarhæli fyrir 20 vistmenn mundi að mestu leysa þetta aðkallandi vanda- ! mál, afmá þennan smánarblett i af Reykjavík. Hæli fyrir 30 ' manns mundi leysa það ti! fulls. Og hvers vegna er slíkt hæli þá ekki reist, heldur horft í að- gerðaleysi upp á eymdina? Eru engir peningar til? Ekki er það það, sem stendur í veg- inum. Það er viljann, sem vant J ar og svo er verið að rífast um keisarans skcgg. I Samkvæmt Iögunum frá 1949 eiga sveitafélögin að hafa forgöngu um byggingu gæzlu- vistarhæla og standa straum af stofnkostna'ði þeirra að þremur fimmtu hlutum cins og sjúkra- húsum. Hins vegar á ríkið að leggja fram 2/5 stofnkostnaðar ins. Þetta getur ríkissjóður hve nær sem er, því að skylt er að taka 750 000 krónur til hliðar; árlcga í 6 ár, eða 4% milljón króna, og leggja það í svokall- aðan gæzluvistarsjóð. Eru nú í sjóðiium a. m. k. 3 milljónii* kró:ia. Ilér' er það Reykjavíkurbær, sem á að hefjast handa, og hefði átt a'ð gera það strax við gildistöku laganna. Ráðamönn um bæjarins verður aldrei fyr- irgefið það og aldrei þolað það að horfa aðgerðalausir upp á þetta ástand lengur, þegar liag ur bæjarins stendur með blóma að þeiri-a eigin sögn og móí- framlög ríkissjóðs liggja í sjóði, meðan sjúkir menn verða a'ð láta fyrir berast á víðavangi eða þola fangameðferð og fangavist í fúlu jarðhúsi í hjarta borgarinnar. Álþ-ýðublaðið FlÓðÍH Ó ítdlíll Fyrir n°kkru urðu ægileg flóð á Suður-Ítalíu, þau mestu í mannp minnum. Alls drukknuðu tvö hundruð manns í flóðu'num, og eigna- tjónið varð geipilegt. Myndin er frá San Gragorio skammt frá Reggio Calabria, en þar fund- ust átta lík, þegar flóðin fjaraði aftur. Húsin hafa stórskemmzt, og göturaar eru illfærar. Bl aðað í minnisbóhinni: A LÍDANDI STUN HEILLATIÐINDI viku voru þau, að íhaldið trylltist á alþingi af hræðslu við frumvarp Alþýðuflokksins um kosningabandalög stjórn- málaflokka, og vitaskuld berg- málaði Morgunblaðio ósköpin. Ástæðan liggur í augum uppi: síðustu | að íhaldið kvelst af minnimátt arkennd við tilhugsunina um tvær meginfylkingar á orrustu veUi íslenzkra stjórnmála. Stærsti stjórnmálaflokkurinn, sem grátbiður um meirihluta í sérhverjum kosningum, skelf- ur af hræðslu við þjóðina! íhaldið óttast, að saman dragi. íhaldið veit, að það á líf sitt með vinstri flokkunum í land- j og gengi undir sundrungu inu, ef frumvarp þetta nær j vinstri flokkanna. Þess vegna fram að ganga, en þá sér það má það ekki til þess hugsa, að sína sæng upp reidda. íhaldið ■■, línurnar skýrist milli hægri og vill stjórna ,og ráða, þó að mikj vinstri ill meirihluti þjóðarinnar sé því andvígur. Þess vegna vill íhaldið óbreytt stjórnarfar, þó En ætla vinstri flokkarnir að láta 'íhaldinu líðast um tíma og eiiífð að byggja tilveru sína að gallar þess séu augljósir. Það á sundrungu þeirra og deilum um aukaatriði? Hafa þeir ekki krattanum Nóg afsvo góðu hvikar meira að segja frá fyrri yfirlýsingum sínum, skelf , þegar skemmt ur af hræðslu og veit ekki sitt i nógu lengi? rjúkandi ráð. Frumvarp Alþýðuflokksins um kosningabandalög stjórn- málaflokka gat auðvitað ekki ALÞÝÐUFLOKKSMENN fengið betri meðmæli en þetta jlafa fiutt á alþingi frumvarp hræðslukast ihaldsms. Alþyðu um aukna skipulagningu ríkis flokkurinn hefur forustu um útgáfu námsbó'ka með hliðsjón að lata ihaldinu liða illa. Það af (brýnni þörf gagnfræðastigs synir sannarlega, að hann er a ins_ Þetta vœri st6rt spor fram rettri leið. á jeig_ en þau þyrftu vissulega að verða fleiri og siærri. Vit- anlega nær' engri átt, að ein- staklingar geri sér útgáfu námsíbóka að féþúfu. Núver- andi fyrirkomulag þeirra mála lenzkumi stjórnmálum og erfið.er óþolandi og hefur þær af- leikarnir á stjórnarmyndun j leiðingar, að lagðnr er þungur væri vandamál, sem fínna. hulduskattur á þjóðina. þyrfíi lausn á. Það hefur í því j Nú er svo komið, að fjöldinn samfcandi fjölyrt um nauðsvn allur af kennurum gagnfræða tveggja flokka keríis. Áminnzt ( skólann-a og menntaskólanna frumvarp Albýðuflokksins \ kes»pist við að semja kennslu- tryggir, -að festa kæmi í stað, bækur, sem- þeir annaðhvort óvissu, kjósendum gæfist kostjgefa út sjálfir eða selja útgef- ur á að velja um stefnuskrár j endum einkaframtaksins, en væntanlegra ríkisstjórna og nemendurn-ir og foreldrarnir Skemmfa skrafíanum. IHALDIÐ hefur undanfarið viðurkennt, að óvissan í ís- úr.skurða við kjörborðið, hvor af tveimu-r meginfylkingum stjórnmálaflokkanna færi með völd næsta -kjörtím-abil. Allt þetta hefur íhaldið þótzt vilja. En þegar Alþýðuflokkurinn ma-rkar þessa tímabæru og raunhæfu stefnu, bregðrir" svo við, að íhaldið tryllist á al- þingi og teflir Jó-han-ni Haf- stein, Jóni á Akri og Magnúsi frá Mel fram til baráttu gegn því, sem flokkur þeirra hefur beSið um en vanrækt að gera að veruleika. Þetta eru væg- ast sagt hlægiíegir tilburðir. Og allt stafar betta af því, eru látnir borga brúsann. Sal- an er sæmilega ör-ugg, því að auðvitað kennir hver um sig þá kennslubók, sem frá hans hendi kemur. En ekki nóg með það. Námsbókahöfundar þessir gera með sér bandalag til að tryggja gagnkvæmt öryggi sölu og gróða. Slíkt fyrirkomu.lag leiðir til þess, að hver nýr kennari fyrirskipar nýia kennslubók, en trygging gæð- anna er að vonum lítil í þess- ari blindú samkeppni. Sannarlega er nóg komið af svo góðu í þessu efni. Þennan ósóma á að stöðva og losa þjóðina við hulduskatt hinna óteljandi námsbóka, því að einhverjar iþeirra hljóta að vera óþarfar. Skipulagi þess- ara má-la er en hróplega ábóta- vant. Úr því þarf að bæta og það, sem fyrst. Skepnuskapur. FRAMSÖKNARBÆNDUR norður í Eyjafirði liafa nýlega sagt nautgriparæ-ktarráðunauti sínum upp starfi. Ástæðan kvað vera sú, að maðurinn hef ur skipað sér í sveit Þjóðvarn- arflokksins. Þetta er með öðr- um orðum pólitísk ofsókn. Hingað til hefur ‘íhaldið haft forustuna um atvinnuof- sóknir á íslandi, enda er slík ba-ráttuaðferð því _ skyldust. Góðu heilli hef-ur lítið borið á þessum ófögn-uði síðustu árin og virtist því ástæða til að ætla, að íslendingar vær.u vaxnir upp úr þessu illgresi. Athæfi Framsóknarbænda í Eyjafirði Ieiðir hins vegar í Ijós, að svo er ekki. Þeir hafa sett blett á sjálfa sig og þjóðina alla. Þenn an draug verður a-ð kveða nið- ur, hvar og hvenær sem. hann skýtur upp hausnum. Hlutaðeigandi ráðunautur hlýtur að k-unna fræði sín jafn vel eð-a illa, hvar í flokk sem han-n skipar -sér. Eyfirðin-gar hafa geta-ð notazt ágætleg-a við hann sem Framsóknarmann. En nú telia þeir m-anninn hættu legan nautgri-pum sfnum1, af því að hann hefur sagt skilið við Framsó'knarflokkinn og skipað sér undir merki Þjóð- varnárflokksins! Þetta sýriir, að Framsóknarmerin vilia leggja flökks'DÓlitfskan masli- kvarða á ráðunauta bænda. Hlýðnin við flokkinn má sín meira en- umhyggjan fyrír blessuðuiri dýrunum. Það er auð-velt, að líveða upn dóm- í svona- máli: Þetta er við bjóðslegur skepnuskapur. Hsnnes og klámi. FYRIR SKÖMMU bárst Tím 7 inn í tal á Ingólfseafé, sem er gististaður margra skapríkra og dóm-harðra m-anna. Kunnur orðskylmingamaður, sem lengi Frh. á 7. síðu. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.