Tíminn - 15.09.1964, Qupperneq 3
Allar borgir þurfa að eiga
listamannakrá. Margar borgir
Rafa einhvern stað, sem hægt
er að nefna því nafni, líklega
flestar höfuðborgir nema
Reykjavik. Eða hvað?
Einu sinni var sungið
„Laugavegur 11 er listamanna
krá“. Þetta var uppsuða úr
kvæði Davíðs um Lapi . . .“
því Lapi er og Lapi verður
listamannakrá." Lapi var í Flór
gkz og vonandi er hún þar enn.
Laugavegur 11 var í Reykja-
vík, en er þar ekki lengur, að
minnsta kosti ekki sem lísta-
mannakrá. Kaffistofunni var
lokað fyrir nokkrum árum og
fatabúð kom í staðinn. Lista
menn fóru á vergang, en svo
var Mokkakaffi opnað við
Skólavörðustíg. Sumir segja,
að Mokka sé listamannákrá.
Hvaða listamenn stunda
Mokka? Eða skyldi þar vera
um nokkra ástundun af hálfu
Bstamanna að ræða? Er Mokka
Kstamannaskrá eða ekki? „To
be or-not to be“.
Jú, listamenn koma í Mokka,
listamenn í öllum listgreinum.
Þeir koma þar og drekka
kaffi, sterkt úr litlum bollum,
meðalsterkt úr meðalbollum og
miðursterkt úr meira en með-
albollum. Ef þeir vilja sterkt,
þá biðja þeir um „einn sterk-
an“ og fá hann í litlu bollun-
um, annars biðja þeir um
„capuchino" og fá það í með-
albollunum, en „capuchino er
kaffi með gufusoðinni mjólk
eða mjólkurfroðu út í og súkku
la'ðimylsnu ofan á. Sumir
drekka „café au lait“ úr stóru
bollunum en það er kaffi og
gufusoðin mjólk til helminga.
Kaffivélin í Mokka heitir la
Carimali og er ættuð frá Mil-
anó. Veitingamaðurinn heitir
Guðmundur Baldvinsson, en
það vita allir.
Listamennirnir drekka kaffi,
en það gera fleiri: skrifstofu
menn, verzlunarfólk, lögfræð-
ingar, fasteignasalar, blaða-
menn, ljósmyndarar, iðjuleys-
ingjar, vísindamenn, mennt-
skælingar og eilífðarstúdentar,
og síðast en ekki sízt konur,
sem eru mikíð fyrir kaffi. Auk
þess koma túristar í Mokka
og bergja á kaffinu, bæði þeir
sem ferðast í gallabuxum og
þykkbotnuðum gönguskóm og
þeir sem ferðast á blankskóm
með hvítt um hálsinn.
Hver er þá hlutur lista-
manna? Borinn saman við hlut
hinna ólistrænu er hann harla
lítill. Það orkar því tvímælis,
að Mokka geti kallazt lísta-
mannakrá. Hitt er ólíklegt, að
nokkur önnur veitingastofa í
Reykjavík geti kallazt lista-
mannakrá fremur en Mokka,
jafnvel þótt listamenn fari
hvert sem vera skal, þegar svo
ber undir. Ef komur lista-
manna, „listunnenda“, bókabé-
usa og annarra sérvitringa á
Mokka væru bornar saman við
komur þeirra í önnur veitinga-
hús, má eflaust gera ráð, fyrir
að Mokka hefði vinninginn.
Hvaða listamenn eru þaul-
sætnastir á Mokka?
Líklega Dagur Sigurðarson
og Helga kona hans (frá Aust
ur-Berlín) í fremsta sæti. Sum
ir segja, að Dagur sitji þar lon
og don, og aðrír segja, að hann
hafi farið til Sikileyjar til að
lofa öðrum að komast að á
Mokka. Nú er Dagur kominn
aftur frá Sikiley og setztur á
sinn stað, að minnsta kosti í
viðlögum.
Sverrir Haraldsson, hann sat
tíðum á Mokka, drakk súkku
laði og reyktí Cool. Nú sést
hann ekki lengur. Þeir segja
hann sé að mála og enginn
muni sjá hann fyrr en hann er
tilbúinn með næstu sýningu.
Þá muni hann aftur koma á
Mokka og sitja þar í nokkra
mánuði.
Kristinn Pétursson kemur
hér oft og tíðast seinnipart
vetrar, þegar daginn fer að
lengja. Hann trúir á jól nátt
úrunnar og fagnar hækkandi
sól. Og ekki má gleyma ungu
skáldunum, Jóni frá Pálmholti
og Þorsteini frá Hamri. Þeir
koma oft fyrir hádegi og þá
er Sveinbjörn Beinteinsson
nærstaddur. Nú ku Sveinbjörn
vera búínn að raka sig og hef
ur ekki sézt á Mokka langa
tíð.
Jóhannes Jóhannesson lítur
inn, en hann hefur vinnustofu
á næstu grösurn. Hann ræðir
vandamál listarinnar við Sigurð
Sigurðsson og Valtý Pétursson.
Þeir síðarnefndu koma stöku
sinnum. Jökull Jakobsson og
Gísli Halldórsson — þeim
bregður fyrir, og það /er ekki
óalgengt að sjá Helgu Bach-
mann, Helga Skúlason og Stein
dór Hjörleifsson saman við
borð. Þá veit maður, að leik
listin er á dagskrá. Guðmund
ur Steinsson og Kristbjörg
Kjeld koma og líta í blöðin,
en Guðmundur veitingamaður
hefur þau öll til reiðu handa
gestunum.
Kemur Elías Mar hér? Lí'k-
lega sárasjaldan. En Vilhjálm
ur Bergsson? Varla mjög oft.
Bragi Kristjónsson kemur hér
oft, en þá er komið út fyrir
stétt listamanna. En Bragi er
listamaður á sína vísu, kannski
meiri en margur annar. Það
má annars segja um Braga, að
hann drekkur meira kók en
kaffi. Þá kemur einatt maður
með bláa alpahúfu, gengur
hægt og virðulega inn eftir
gólfinu, snýr sér að einhverj
ucn og segir: „Können Sie mir
eina Zigarette geben?“ Hann
fær ævinlega sígarettu og geng
ur þá út. Annar maður, ívið
dularfullur, kemur líka í Mokka
Hann er með grásprengt skegg, í
sítt og mikið, gleraugu komin
til ára sinna, en sjálfur maður-
inn er á bezta aldri. Hann mun
búa yfir afarmikilli vitneskju,
en segir hana engum.
Kung, hinn aldurhnigni, sem
kom hér til að leita að hinu
sokkna Atlantis, hefur ekki
sézt á Mokka frá því í fyrra eða
hitteðfyrra. Og menn eru enn
að spyrja, hvað hafi orðið um
hann. Enginn virðist kunna
svar við því. Hann sat hér oft
að tedrykkju og las bækur með
stækkunarglerinu sínu. Það
var ferkanntað gler á skafti, og
Kung hélt því frá sér, ívið
nær en mitt á milli bókar og
augans, þegar hann var að
lesa. Stundum kveikti hann í
sígarettu með stækkunargler-
inu, hann reykti Craven A og
lifði mest á tei, sögðu þeir sem
gerst máttu vita.
Mestum tíma sínum varði
hann f Landsbókasafninu, þar
sem hann las allt milli himins
og jarðar. Ekkert mannlegt lét
hann sér óviðkomandi, og það
sem er ekki mannlegt lét hann
sig einnig varða. Honum var
til dæmis mjög umhugað um
fljúgandi diska.
Kung var léttur í spori þeg
ar hann gekk frá Landsbóka-
safninu upp í Mokka að fá sér
tesopann. Skeggið klofnaði um
hökuna og lagðist aftur á bak,
og sítt hárið flaxaðist í vindin
um. Hvað hefur orðið af Kung?
Getur það verið, að hann sé
ekki lengur á meðal okkar, eða
hefur hann kannski fundið
Atlantis?
Á Mokka er ekkert svar við
því. Þar koma nýir gestir á
nýjum árum, og ef maður spyr
þá um Kung er mjög senni-
legt að þeir hristi hausinn og
segi: — Eg hef aldrei séð hann,
ég veit ekkert hver hann var.
Á VÍOAVANGI
Mogga-siðgæði
Morgunblaðið hælir sér af
því sýknt og heilagt, að það sé
siðgott blað, hlutlaust í frétta-
flutningi, leyfi mismunandl
sjónarmiðum óspart að koma
fram og halli aldrei réttu mál'i.
f samræmi við þetta sjálfsálit
setur Moggi sig á háan hest og
prédikar siðgæði fyrir öðrum
blöðum, sakar þau um „frétta-
|falsanir“ og hlutdrægni í hví-
vetna, wg svo bæta ritstjórarnir
1 vafalaust við í hljóði: Guð, við
þökkum þér, að Við erum ekki
eins og önnur blöð.
Þetta yfirburðasiðgæði sitt f
blaðamennsku sýndi Moggi svo
gleggst með því að birta hið
p margfræga plagg, með nafni
1 Ágústs Sigurðssonar undir, Jó-
; hannesi og Lárusfl hæstaréttar-
rj dómara Bjarna Ben til þægð-
| ar. Moggi hafði aldrel minnzt
Íá þetta margfræga mál meðan
það var almennt fréttaefni fyr-
ir dómstólum og í uppboðs-
rétti, en svo tekur hann sig
allt í einu til og þjónar rétt-
lætinu með því að blrta plagg
þetta og gerist með því ein-
hliða málsvari annars aðila í
samfélagi við Mánudagsblaðið.
Verður plaggið og hlutur Morg-
unblaðsins lengi uppi, enda
hæfir hvað öðru vel.
„Skrifaði ekki orS/#
Nú er hins vegar komin á
prent ný yfirlýsing frá Ágústi
Sigurðssyni, og bíða menn þess
nú, að Mogga renni réttlætis-
kenndin til skyldunnar og birtS
hana næst. Yfirlýsiing þessi er
í blaðinu Frjáls þjóð. Þar er
viðtal vfð Ágúst og segir þar
m.a.:
„Aðspurður kvaðst Ágúst
ekki hafa skrifað orð af „yfir-
lýs!ingu“ þeirri, sem birtist í
Morgunblaðinu og kvaðst sjá,
að hann yrði að leiðrétta hana,
ef hann kæmi fyrir rétt“.
Morgunblaðið gat þess ekki,
hver hefði beðið um birtingu
hinnar frægu yfirlýsingar, en
9 það fer nú varla milli mála
í Ieíigur, hvernig hún var til
| komin og hve sönn hún var.
1 Nú mun Moggi þegja, en eft-
| ir þessa nýju yfirlýsingu
a Ágústar hefur hlutur þess
M blaðs ekki batnað í málinu. Nú
er svo komið, að þjóðin öll
veit, að birting Mogga á einu
ömurlegasta siðleysisplaggi
sem sézt hefur á prenti hér á
landi, er það lægsta, sem ís-
lenzkt dagblað hefur lagzt á
siðustu áratugum.
Kirkjulegt bræðralag
Maðurinn, sem fram að
þessu hefur talið sig citnna
mestan krossferðaríddara gegn
kommúnistum hér á landi, ræð-
ir s.l. sunnudag i Reykjavíkur-
bréfi í Mbl. uin samband ís-
lenzkra kommúnista við
Moskvuvaldið, en það hefur
verið mjög á dagskrá vegna
fundar í Moskvu, sem Þjóðvilj-
inn hefur gagnstætt venju sagt
frá. Um þessi tengls segir í
Reykjavíkurbréfinu:
„Vel má vera, að tengslin
þarna á milii séu lausari en
margir hafi ætlað. Ef þau
væru ekki nánari en t.d. milli
lútherskra kirkjudeilda inn-
byrðis, mundu flestir telja þau
skaðlítil. En tjald'ið skyggir
enn á of margt til þess að fært
sé að breyta um skoðun á eðli
tengslanna".
Riddarinn í Reykjavíkurbréf-
Framh á 15. síðu
TÍMINN, þriðjudagur 15. september 1964 —
3