Tíminn - 15.09.1964, Síða 7
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvaemdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson táb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndritB
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason.
Ritstjórnarskrifstofui’ t Eddu-húsinu símar 18300—18305. Skrif-
stofur Bankastr 7 Afgr.sfml 12323 Augl. simi 19523 Aðrai
skrifstofur. simi 18300 Áskriftargjald kr 90,00 á mán. innan-
lands — t lausasölu kr 5,00 eint. — PrentsmiSjan EDDA h.f.
Eiga bændur að gjalda
stjórnarstefnunnar?
Um þessar mundir er beðið éítir ákvörðunum um
nýtt verðlag landbúnaðarvara.
í' vissum blöðum hefur þeim áróðri verið haldið tals-
vert uppi, að verðlag landbúnaðarvaranna verði látið
haldazt óbreytt að mestu, enda rnyndi annað hafa f för
með sér, að ríkisstjórnin yrði að auka niðurgreiðslur.
Þeir, sem þennan áróður reka, hafa bersýnilega ekki
áhyggjur af því, að hagskýrslur sýna, að bændur eru
tekjulægsta stétt landsins og myndi verða það enn meira
í framtíðinni, ef engar lagfæringar fengjust nú.
Ástæðan til þess, að bændur verða að fá leiðréttingar
á afurðaverðinu, er einfaldlega sú, að seinustu árin hafa
verið gerðar af opinberri hálfu fjölmargar ráðstafanir,
sem hafa stórkostlega aukið bæði stofnkostnað og rekst-
urskostnað búanna. Þennan kostnaðarauka hafa bændur
ekki fengið bættan, nema að takmörkuðu leyti.
Það er ekkert réttlæti í því, að bændur eigi að gjalda
þess sérstaklega, að stjórnarvöldin hafa gert ráðstafanir
sem hafa stóraukið stofn- og rekstrarkostnaðinn
Þetta verða bændur að fá bætt.
Vegna þess er nú reynt að vekja kala gegn bænd-
um í kaupstöðunum og þeim kennt. um dýrtíðina. Þar
kveður við annan tón en hjá itrag forsætisráðherra Dana,
sem nýlega lét svo ummælt, að bændur og launþegar
hefðu raunverulega svipaðra hagsmuna að gæta og ærtu
því að vinna saman.
Bændur hafa lagt á sig mikið erfiði við að stækka
búin og auka framleiðsluna. Þeir bafa náð furðulegum
árangri á þvi sviði. Miklu færra folk í sveitunum fram-
leiðir nú miklu meiri og betri vörur en áður. Bændur
hafa komið því skioulagi á vörusöluna að milliliðakostn-
aður er hér lægri en í flestum Öðrum löndum. t d
miklu lægri en í Bandaríkjunum Þeir hafa vissulepa
reynt að gera sitt til að koma til mots við neytendur. Og
þeir hafa að jafnaði sýnt launþegum góðan skilning í
hagsmunabaráttu þeirra.
Þess vegna treysta bændur þvi, að sú stefna fínni
ekki hljómgrunn hjá kaupstaðafólki að þeir eigi sérstak-
lega að gjalda stjórnarstefnunnar
Bændur einir myndu ekki heldur gjalda slikra að-
gerða. heldur þjóðin öll. Það er mál hennar allrar, að
hér búi traust bændastétt og að landoúnaðurinn sá traust-
ur atvinnuvegur.
Urelt skólakerfi
Það virðist sameiginiegt álit þeirra manna, sem fást
við kennslustörf, að núgildandi skólakerfi er meingallað
og úrelt.
Fulltrúaþing islenzkra barnakennara samþykkf.i í sum-
ar að skora á ríkisstjórnina að 'áta endurskoða og
skipuleggja allt skólakerfið með r.dliti til breyttra þjóð
félagshátta. í þvi sambandi benti bingið á. að okkur
bæri að hagnýta revnslu grannþjóðrmna Þar eru að ger-
ast miklar breyt.ingar Þar bekkisi *kki hið svonefnda
landsprót. °nda liúka nnglingar siúdent.snrófi þar ári
fvrr en hér.
Félap menntaskólanemenda ræddi þessi mál r,innig á
fundi sínum i sumar og gerði vmsar tillöP'ir o,v hre\d
ingar á kennslu menntaskólanna, m. a. að dregið yrði
úr prófunum.
HELGI BERGS:
Hvað liöur samningum
Islands við GATT?
Undanfarin ár hefur heims
markaðsverðlag helztu útflutn
ingsafurða okkar farið síhækk-
andi og markaðsaðstæður ver
ið góðar. Þetta hagstæða við-
skiptaárferði hefur ef til vill
átt þátt í því að draga athygli
manna frá þeim hættum, sem
útflutningsverzlun okkar stafar
. af því nána samstarfi nágranna
þjóðanna, sem á sér stað í Efna
hagsbandalaginu og fríverzlun-
arsvæðinu Efta. Flestar þjóðir
Vestur-Evrópu eru nú þátttak
endur í öðru hvoru þessara sam
taka og eru þær nú vel á veg
komnar að rffa niður sín á
milli þá tollmúra, sem íslenzk
ar afurðir verða enn að klífa.
Veturinn 1962—1063 áttu sér
stað miklar umræður um þessi
vandamál. Virtist þá vera aP
mennur skilningur á því að
við yrðum að gæta hagsmuna
útflutningsatvinnuveganna í
þessu sambandi. Ekki voru
menn þó á eitt sáttir um með
hvað hætti það skyldi gert.
Tvær leiðir voru einkum rædd
ar, annarsvegar að leita auka-
aðildar að EBE og hins vegar
að leita eftir viðskiptasamning
um um gagnkvæma lækkun
tolla og afnám innflutnings-
hafta á grundvelli Ayþjóða-
tollamálasáttmálans (GATT).
Muninn á þessum tveim leið
um skilgreindi ríkisstjórnin
þannig í skýrslu sinni til Alþing
is 1. nóv. 1962:
..Höfuðmunur tollasamnings-
leiðarinnar og aukaaðildarleið
arinnar er í rauninni fólginn í
því, að með aukaaðildarleiðinni
er auðveldara að tryggja fslend
ingum hagkvæma viðskiptaað
stöðu. en það kostar samninga
um viðkvæm mál, eins og rétt
útlendinga til atvinnurekstrnr
hér á landi og innflutning er-
lends vinnuafls. Ef tollasamn
ingsleiðin er farin, kemur hins-
veðar aldrei til slíkra samnin«a.
en útilokað virðist að viðskipta
aðstaða fslendinga geti með
því móti nokkurn tíma orðið
eins góð og hún getur orðið
á grundvelli aukaaðildarsamn
ings“.
Helgl Bergs
Á þessum grundvelli tóku
Framsóknarmenn eindregna að
stöðu með því að leitað væri
lausnar á þeim vandamálum,
sem að steðjuðu, eftir tolla-
samningsleiðinni. Hin var talin
of örlagarík fyilr framtíð okk-
ar sem sjálfstæðrar þjóðar.
Það hefur verið hljótt um
þessi mál undanfarið ár og ber
til þess ýmsar ástæður. Drátt
ur hefur orðið á inngöngu
Breta, Norðmanna og Dana í
EBE og raunar hefur samkomu
lagið í EBE og Efta ekki verið
betra en svo, að margir hafa
efast um að þessi samtök ættu
sér eins mikla framtíð og ráð
var fyrir gert. Sigi að síður er
ekkert lát á innbyrðis tolla-
lækkunum þeirra og aðstaða
annarra til samkeppni á mörk
uðum þeirra fer því versnandi.
Af hálfu þeirra, sem voru
talsmenn tollasamningsleiðar-
innar á sínum tíma og eru það
enn hafa ekki gefizt sérstök
tilefni til umræðna um þessi
mál, þar sem svo hefur virzl
sem ríkisstjórnin hafi einnig
verið komin inn á bessa leið.
Það kom fram í lítilli fréttatií
kynningu, sem birtist í útvarpi
í desember s. I., þegar kjara-
deilurnar stóðu sem hæst og
blöðin koniu ekki út sökum
verkfalls. Þar var skýrt frá
því, að ríkisstjórnin hefði sótt
um bráðabirgðaaðild að AI-
þjóðtatollamálasáttmálanum
(Gatt), og mundi á næstu mán
uðum hefja samninga við að-
ildarþjóðirnar. Benti það til
þess, að ríkisstjórnin hyggðist
nú fara tollasamningsleiðina.
Síðan eru liðnir þrír ársfjórð-
ungar og hefur hvorki heyrst
um málið hósti né stuna, ef
frá er skilið að einhvern tíma
á útmánuðum spurðist það, að
Gatt hefði fallizt á umsókn ís
lands. Er því ekki að undra
þótt menn sé farið að lengja
eftir tíðindum af þessu máli.
Síhækkandi verðlag á afurð
um okkar má ekki villa okkur
sýn um það að meðan svo fer
fram, sem nú horfir er sam-
keppnisaðstaða okkar á mörk
uðum Vestur-Evrópu sífellt að
versna. Því miður getum við
ekki gert ráð fyrir að verðlag
afurðanna haldi sífellt áfram
að verða hagstæðara. Fyrr eða
síðar getur sú þróun snúizt
við. Þá, ef ekki í'yrr, munum
við gjalda þess, ef við erum
andvaralausir í þessum efnum.
Það verður að harma það, að
ríkisstjórnin skuli ekki hafa
séð ástæðu til að skýra almenn
ingi frá því hvað hún er að
aðhafast í þessum málum, ef
hún er þá eitthvað að aðhafast.
Hér er um að ræða málefni,
sem snertir hagsmuni hverrar
einustu atvinnugreinar og at-
vinnustéttar í landinu og þar
með hvers einasta einstaklings.
í slíkum efnum er nauðsynlegt,
að fram fari málefnalegar opin
berar umræður á grundvelli
staðgóðra upplýsinga, svo að
eðlileg lýðræðisleg skoðanamót
'ui geti átt sér stað.
Mikið starf Germaníu sl ár
Félagið Germanía hélt uppi
þróttmikilli og fjörugri starfsemi
á árinu sem leið. Þetta kom fram
á aðalfundi félagjins, sem haldinn
var 1 sumar.
Meðal viðfangsefna félagsins má
nefna íslenzku myndlistarsýning-
una, sem haldin var um tveggja
ára bil í mörgum stórborgum V-
Þýzkalands, en sýning þessi vakti
hvarvetna mikla athygli. Allmarg-
ar myndir voru seldar og keyptu
þær ýmist einstaklingar eða opin-
berir aðilar.
Eitt af verkefnum félagsins er
að halda uppi nánum tengslum
við íslandsvinafélög í Þýzkalandi.
en starfsemi þessara félaga er all
umfangsmikil. einkum í Köln og
í Hamborg. enda er þeim stjórn
að af mörgum þjóðkunnum mönn
um þar syðra. Forseti íslandsvina
félagsins í Köln er dr. Max Aden
auer yfirborgarstjóri þeirrar borg
ar, en hann kom hingað til Iands í
ágúst í fyrra, ásamt dóttur sinni,
og dvaldi hér um fjögurra vikna
skeið. Ferðaðist hann um íslenzka
hálendið norður til Akureyrar og
alla leið til Austfjarða. Hafði Ger-
manía á hendi allan undirbúning
að komu dr. Adenauers og skipu
lagði ferð hans um landið og naut
þar nokkurrar aðstoðar félags-
deildanna á Akureyri.
Á árinu sem leið kocn út nýtt
hefti af ársritinu ,.ísland“ sem
gefið er út af Germaníu og félög
unum í Þýzkalandi Er þetta mjög j
myndarlegt rit Hér heima hefir
L.udvig Siemsen einkum haft veg |
og vanda af útgáfu þessa rits
Eins og á undanförnum árum
hélt Germanía jppi reglubundn-
um kvikmyndasýningum í Nýja
Bíó, þar sem sýndar voru þýzkar
frétta og fróðleiksmyndir Einnig
voru haldnir nokkrii fjölsóttir
skemmtifundir að Hótel Sögu
Dr. Jón E Vestdal =em löngum
hefir verið driffjöðrin í starf-
semi Germaníu var einróma endur
kjörinn formaður íélagsins. t \
með honum í stjórn voru kosnir
Pétur Ólafsson hagfræðingur í,ud
vig Siemsen stórkaupmaður, frú
Þóra Timmermann og Þorvarður
Alfonsson hagfræðingur.
A aðalfundinum hreyfði Leifur
Ásgeirsson prófessor ýmsum ný-
mælum, sem stjórn félagsins mun
taka til athugunar a næsta ári
M.a.mun í ráði að efla tengslin við
íslenzka námsmenn í Þýzkalandi
TÍMINN, þrlSjudagur 15. september 1964 —
I