Tíminn - 15.09.1964, Side 15
Kjörbúðarvagninn
Framhald af 16. siðu.
augum vegna þess, að hér er
raunar um að ræða beint fram-
hald á mjög erfiðri sambúð við
bæjarfógetann. Þær ýfingar hóf-
ust 1962, þegar bæjarráð sneri sér
til lögreglustjórans með vinsamleg
um hætti og lagði fram tillögur
um umferðarmólin í bænum, en
fékk aðeins skammarbréf frá fóget
anum í staðinn. Neitaði hann með
öllu að ræða við bæjarráð um
umferðamálin, fyrr en búið væri
að uppfylla sérstök skilyrði hans
um lausn sérstaks vandamáls við
Hafnarfjarðarveg. Þessa neitun
endurtók hann á fundi með bæjar
ráði, skipulagsstjóra og vegamála
stjóra. — Fleira hefur í skorizt
milli bæjaryfirvalda og lögreglu-
stjóra.
— Telur þú brýna þörf á rekstri
kjörbúðarvagnsins í Kópavogi?
— Já, mjög brýna, og raunar
einu sæmilegu lausnina á tíma
bundnu verzlunarvandamáli ým-
issa hverfa. Bæjarráð hefur fyrir
alllöngu úthlutað verzlunarlóðum
á öllum þeim stöðum, sem vagnin
um var leyft að vera á til við-
skipta nema einum, en fram-
kvæmdir ióðaháfa hafa dregizt á
langinn, íbúum hinna nýju hverfa
til mikils óhagræðis. Vagninn var
mikil hjálp fyrir þetta fólk, eins
og margar húsmæður munu geta
vottað. Ég vil einnig taka fram,
að vagninn fullnægði öllum þeim
kröfum, sem ástæða er að gera
til hans,' sagði Ólafur að lokum.
ÍÞRÓTTIR
Framhald af 5. síðu.
í desember s.l. Má því búast
við, að erfitt verði fyrir þennan
fræga fracnvörð að ná sér á
strik aftur, og sennilegt að
knattspyrnuferli hans sé lokið.
Ohelsea hefur enn forustu í 1.
deild og þrátt fyrir tvo tapleiki
í röð heldur Conventry enn for
ustunni í 2. deild. .
Forsetafrúin
Framhald af 1. síðu.
Thoroddsen, Sverrir Þórhallsson,
Tryggvi Pálsson, Ásgeir Pálsson.
f Dómkirkjunni verða tekin frá
sæti handa sömu aðilum og í
Bessastaðakirkju.' Að öðru leyti
er kirkjan öllum opin meðan rúm
leyfir. Hátölurum verður komið
fyrir víð kirkjuna og athöfninni
verður útvarpað.
Athöfnin hefst kl. 14 og geng-
ur forseti og fjölskylda hans í
kirkju úr Alþingishúsi 5 minút-
um áður.
Lúðrasveit Reykjavíkur mun
leika sorgargöngulög á Austurvelli
í stundarfjórðung áður en kirkju
athöfnin hefst.
Útfararæðuna flytur herra bisk
upinn, dr. Sigurbjörn Einarsson,
dr. Páll ísólfsson leikur á orgel,
leikið verður á strokhljóðfæri og
dómkirkjukórinn syngur.
Útfararathöfninni lýkur með
því að ráðherrarnir dr. Bjami
Benediktsson, Emil Jónsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, Hanní
bal Valdimarsson, formaður Fram
sóknarflokksins, Eysteinn Jónsson,
ráðherrarnir Guðmundur f. Guð-
mundsson, Ingólfur Jónsson, Jó-
hann Hafstein og forseti samein-
aðs Alþingis, Birgir Finnsson bera
kistuna úr kirkju. Eftir að kistan
hefur verið borin úr kirkju, fylgja
nánustu aðstandendur henni í
Fossvogskapellu, þar sem bálför
fer fram síðar. Jarðneskar leifar
forsetafrúarinnar verða varðveitt-
ar í Bessastaðakirkju.
Vegna útfararinnar verður
Stjórnarráðið lokað frá hádegi á
morgun, svo og aðrar opinberar
itofnanir, þar sem því verður við
komið.
Forseta íslands hefur borizt mik
111 fjöldi samúðarkveðja vegna
andláts forsetafrúar Dóru Þór-
hallsdóttur. Auk kveðja frá full-
trúum erlendra ríkja á fslandi,
sendiherrum og ræðismönnum fs
lands erlendis, bæjarstjórnum og
hreppsnefndum, einstaklingum og
félagssamtökunum utan lands og
innan hafa borizt samúðarkveðjur
frá eftirtöldum þjóðhöfðingjum:
Konungshjónum Svíþjóðar, Olav
V. Noregskonungi, Urho Kekkon-
en, forseta Finnlands, Knud erfða
prins, ríkisstjóra Danmerkur,
Elízabeth II, drottningu Bretlands,
Lyndon B. Johnson, forseta Banda
ríkjanna, Anastas Mikoyan, for-
seta Ráðstjórnarríkjanna, Cesare
Merzagora, varaforseta Ítalíu, Ist
van Dobi, forseta Ungverjalands,
Americo Thomaz, forseta Portú
gal, Zalman Shazar, forseta ísrael,
Georg Diederichs, forseta sam-
! mdsráðs Sambandslýðveldisins
Þýzkalands, fyrir hönd forseta
Sambandslýðveldisins, Georges P.
Vaníer, landsstjóra Kanada.
Ennfremur hafa borizt samúðar
kveðjur frá forsætisráðherrum
Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og
Bretlands og frá utanríkisráðherra
Noregs.
Loks hafa nær tvö þúsund
manns komið á skrifstofu forseta
íslands og vottað hluttekningu
sína með því að rita nöfn sín þar.
Skrifstofa forseta íslands mun
verða opin kl. 9—12 f. h. og eftir
kl. 14 þriðjudaginn 15. september
fyrir þá, sem óska að votta hlut-
tekningu sína með því að rita
nöfn sín þar.
Þjóðhöfðíngjar Svíþjóðar, Nor-
egs og Danmerkur hafa falið
Ambassadorum sínum hér að
vera persónulegir fulltrúar sínir
við útför forsetafrúar Dóru Þór-
hallsdóttur.
Ennfremur hefir forsætisráð-
herra Bretlands falið sendifulltrúa
Bretlands hér að vera persónuleg
ur fulltrúi sinn við útförina. Jafn
framt mun brezki sendifulltrúinn
mæta sem fulltrúi fyrir utanríkis-
ráðherra Bretlands.
Síldin
Framhaid af 3. síðu.
800 Ásbjörn RE 900 Ársæll Sig-
urðsson GK 700 Mummi GK 400
Gunnar SU 100 Margrét SI 1000
Snæfell EA 700 Stígandi OF 400
Ól. Friðbertss. ÍS 700 Þorl. Ingim.
ÍS 350 Haraldur AK 550 Jörund-
ur III RE 1000 Héðinn ÞH 1400
Ólafur bekkur OF 800 Pétur Sig-
urðsson RE 900 Arnar RE 1300
Helgi Flóv. ÞH 400 Guðm. Péturs.
ÍS 1000 Guðbj. Kristj. ÍS 268 650
Vonin KE 1200 Jón Gunnlaugss.
GK 200 Sæþór OF 400 Gullberg
NK 1150 Snæfugl SU 700 Óskar
Halldórs RE 500 Ól. Tryggvas. SF
600 Sigurvon RE 1100 Oddgeir ÞH
400 Guðfinnur KE 250 Helga Guð-
mundsdóttir BA 800 Sig. Bjarnas.
EA 500 Bára KE 400 Guðbj. Kristj
án ÍS 280 600 Guðrún Jónsdóttir
ÍS 750 Páll Pálsson GK 700.
Húsasmíðanemar
Nokkrir húsasmíðanemar hafa
ákveðið að stofna með sér félag, í
þeim tilgangi að efla samheldni
og félagsanda og leitast við að
bæta kjör sín og menntun í fag-
inu, þar sem slíkt félag hefur nú
legið niðri um nokkurra ára skeið.
Stofnfundur verður haldinn í
Iðnskólanum (gengið inn frá Vita-
stíg) þriðjud. 15. sept. 1964, kl.
20.30, og verður þar kosin stjórn
fyrir félagið og gengið frá lögum
þess. Jaflnframt verður lögð fram
inntökubeiðni í Iðnnemasamband
íslands.
NTB-Seoul. — Samtals 421 mað
ur hefur látið lífið í flóðum,
sem voru í Suður-Kóreu um
helgina. 170 manns fórust í
skriðum í Seoul sjálfri. 17
þúsund hús gereyðilögðust og
yfir 28 þúsund manns eru
heimílislausir.
BRUNI
KJ-Reykjavík, 14. sept.
Klukkan rúmlega þrjú aðfara-
nótt sunnudagsins var Slökkvi-
liðið í Reykjavík kvatt að húskiu
Aðalstræti 9 c, en þar var eldur
laus . Þarna í húsinu er til húsa
heildverzlun Jóhanns Karlssonar,
og skemmdist vörulagerinn allur
meira og minna af eldi, vatni
og reyk. Lagerinn samanstóð af
fatnaði og vefnaðarvöru. Slökkvi-
liðinu tókst að verja nærliggjandi
hús, en Aðalstræti 9 c skemmdist
allt meira' og minna vegna brun-
ans.
ÍÞRÓTTIR
kringum KR-leikmennina og klöpp
uðu fyrir þeim og voru þá fagn-
aðarlæti áhorfenda gífurleg. Dóm
ari var hollenzkur og fannst mér
hann frekar linur. Liverpool-leik
mennirnir léku fast og mér
fannst hann dæma of lítið. Eftir
leikinn sagði Sígurgeir Guðmanns
son, fararstjóri KR.: „Ég er mjög
ánægður, fyrri hálfleikur var frá
bær.“
Með þessum leik er fyrstu þátt-
töku okkar í Evrópukeppninni í
knattspyrnu lokið og eftir atvikum
má segja, að hún hafi tekizt vel.
AS vísu sígraði Liverpool saman-
lagt með 11-1 en á móti enskum
meisturum var varla hægt að bú-
ast við minna tapi. — alf.
S.U.F.-þirigið
Framhald af 1. síðu.
um hófust umræður um álít
nefnda, en auk stjórnmálaálykt
unar, var ályktað um atvinnu-
mál, félags- og fræðslumál,
verkalýðsmál, fjárhags-, skipu
lags og lagamál SUF,
íþróttamál, samgöngumál, hús
næðismál, þróunarmál og kyn-
þáttavandamál.
Á laugardagskvöldið var hald
in samkoma í Félagsheimilinu,
og Ólafur Jóhannesson, alþing
ismaður, og Steingrímur Her-
mannsson, framkvæmdastjóri,
fluttu ávörp. Tókst samkoman
með afbrigðum vel.
Umræðum um nefndarálit
var framhaldíð á sunnudag, en
eftir hádegið flutti Sigurjón
Guðmundsson, gjaldkeri Fram
sóknarflokksins, ávarp.
Kosning sambandsstjórnar,
endurskoðenda og sambands-
ráðs hófst klukkan 17 á sunnu
dag. Örlygur Hálfdánarson var
endurkjörinn formaður SUF,
en aðrir aðalmenn í stjórn
voru kjörnir: varaformaður
Jón A. Ólafsson, ritari Elías
Snæland Jónsson, gjaldkeri Jón
Arnþórsson, meðstjórendur
Eyjólfur Eysteinsson, Her-
mann Eínarsson, Halldór
Hjartarson, Ingi B. Ársælsson,
Jónas Jónsson, Bjarni Bender,
Tómas Karlsson, Gunnar Guð-
mundsson.
Varamenn í stjórn voru
kjörnir Már Pétursson, Hörður
Helgason, Theódór A. Jóns-
son, Björn Teitsson, Snorri Þor
steinsson, Þorsteinn Ragnars-
son, Eysteinn Sigurðsson, Guð-
mundur Magnússon. Endurskoð
endur voru kjörnir Haukur
Bjarnason og Sigþór Jóhanns-
Til sölu
Bárujárns-bílskúr 6mx 3m
Upplýsingar í síma 13098.
son, og til vara Erlingur Bert
elsson og Gísli Jónsson.
Er kosníngum var lokið,
flutti Örlygur Hálfdánarson
ávarp, en síðan sleit þingforset
inn, Páll Pétursson, 10. þingi
SUF.
Nánar verður sagt frá álykt
unum 10. þingsins í Vettvangi
æskunnar innan skamms.
VÍÐAVANGUR —
Framhalc ai bls 3
inu er sem sagt mildur dómari
og gcrir þvi skóma, að þetta
samband komma við Moskvu
sé e.t.v. eins konar kristilegt
bræðralag!! Ef til vill er hann
þegar farinn að hugsa um ein-
hver tengsl við þetta bræðra-
lag.
TRYGGIMGAFÉLAGIÐ HEÍMIRf
LINDARGATA 9 REYKJAVlK SIMI 21260 SlMNEFNI . SURETY •*
LOKAÐ
Skrifstofur vorar verða Iokaðar eftir hádegið í
dag vegna jarðarfarar
DÓRU ÞÓRHALLSDÓTTUR forsetafrúar.
Brunabótafélag íslands.
LOKAÐ
Vegna.jarðarTarar-
DÓRU ÞÓRHALLSDÓTTUR forsetafrúar
verður skrifstofum vorum og fyrirtækjum i
Reykjavík lokað í dag kl. 13—15.30.
Samband ísl. samvinnufélaga.
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum vinum og vanda-
mönum sem heimsóttu mig á 80 ára afmælinu 1. ágúst
s. 1. Færðu mér gjafir og sendu mér heillaskeyti.
Guð blessi ykkur öll.
Katrín Einarsdóttir, Eyjum, Breiðdal.
Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar
Þorgrímur Magnússon
afgreiSslumaSur B.S.R.
lézt á Landsspítalanum þann 13. september s.l.
Ingibjörg Sveinsdóttir og synlr.
Minningarathöfn um móSur okkar, systur, tengdamóður og ömmu,
Ólínu Kr. Snæbjarnardóttur
frá Stað á Reykianesi,
fer fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. þ.m. og hefst klukkan
10.30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Jarðarförin fer fram frá
Staðarkirkju á Reykjanesi, föstudaginn 18. þ.m. og hefst klukkr-n 2 eh.
Börn, systkini, tengdabörn og barnabörn.
Öllum þeim mörgu sem hafa sýnt okkur samúð og hlýhug við hið
sorglega fráfali mannsins míns föður, sonar og bróður,
Sverrls Ingólfssonar
sendum við okkar innilegusta þakklæti og blðjum þeim blessunar
guðs,
GuSrún Júlíusdóttir, Magnús Sverrisson, Guðbjörg Sigurðardóttir,
Inga S. Ingólfsdóttir, Jón Ólafsson og aðrlr aðstendur.
’t’ÍMINN, þrKSjudagur 15. september 1964
15