Tíminn - 15.09.1964, Side 16
Þriðjudagur 15. september 1964.
209. tbl.
48 árg.
SÆTTA SIG EKKI
VIÐ STÚÐVUNINA
Rætt við Ólaf Jensson, formann bæjarráðs
í Kópavogi, um kjörbúðarbílinn
AK-Reykjavík, 14. sept.
Stöðvun kjörbúðarvagnsins í
Kópavogi hefur að vonum vakið
mikla greriijii meðal húsmæðra i
bænum, enda var þessi þjónusta
Kron mikilvæg úrbót í hverfum,
þar sem verzlanir vantar. Blaðið
sneri sér í gær til Ólafs Jenssonar,
bæjarfulltrúa Framsóknarflokks-
ins í Kópavogi og formanns bæjar-
ráðs, og spurði hann um álft á
málinu og næstu aðgerðir bæjar-
stjórnar í þvi.
— Ég vil taka það skýrt fram,
sagði Ólafur, að ákvörðun um lög-
reglusamþykkt bæjarins er fyrst
Bílslys í Fáskrúðs-
firði
HF-Reykjavík, 14. september.
Klukkan eitt í gærdag var bíll
frá raflínulagningarflokki í Fá-
skrúðsfirði á ferð um fjörðinn, en
í honum voru þrír piltar úr flokkn
um. Þegar bíllinn var á ferð fram
hjá bröttum kambi á veginmm
gagnstætt Búðakauptúni, missti
bílstjórinn skyndilega vald á bíln-
um, svo hann valt út af veginum.
Bílstjórinn, Henry Stefánsson slas-
aðist á höfði og annar farþeginn
hnéskeljarbrotnaði. Sá þriðji slapp'
óineiddur. Bíllínn skemmdist þó
nokkuð.
og fremst hjá bæjarstjórn. Hún
hefur sett þessa Iögreglusam-
þykkt, og hennar er einnig að
segja til um túlkun hennar, ef
vafi þykir leika á. Varðandi kjör-
búðarvagninn liggur þegar fyrir
yfirlýsing bæjarstjórnar um það,
að hún telur hann vera sölubúð,
þó á hjólum sé, og rekstur hans
því í samræmi við 13. grein lög-
reglusamþykktarrnnar.
í leyfi því, sem bæjarráð og
síðar bæjarstjórn veitti fyrir vagn-
inum, felst að sjálfsögðu þessi
túlkun bæjarstjórnar á lögreglu-
samþykktinni.
Við eigum að sálfsögðu bágt
með að sætta okkur við það, að
lögreglustjóri gangi þannig gegn
vilja bæjarstjórnar með því að
beita fyrir sig mjög vafasamri
túlkun á lögreglusamþykktinni,
Ég lít á þetta sem beina ögrun
við bæjarstjórnina og um leið
borgarana, sem hafa kjörið hana
til þess að ráða málum bæjarins.
Bæjarstjórn mun þvi áreiðanlega
gera þær ráðstafanir, sem tU þess
þarf, að krókum þessum verði
ekki beitt til lengdar og kjörbúð
arbíllinn fari af stað aftur.
— Hafa fleiri árekstrar orðið
milli bæjarstjórnar og bæjarfó-
geta?
— Já, því er ekki að neita, og
ég lít þetta einmitt alvarlegrí
Kramh a ols |r
Um kl. sjö í gær fór 8 tonna
beltaýta sjálf af stað þar sem
hún stóð á athafnasvæði Olíu-
félagsins hf. við Elliðavog, og
er myndin hér að ofan tekin
þegar verið var að bjara ýt-
unni á þurrt. Jarðvinnvélar sf.
eiga ýtuna, en þeir hafa einnig
með höndum björgunarstörf,
og brugðu þeir því fljótt við
og voru komnir á staðinn inn
an stundar með bát, froskmann,
ýtur og trukk. Fremst á mynd-
inni sér á ýtuhúsið sem eitt
stóð upp úr þegar ýtan stopp-
aði um fimmtíu metra frá landi.
Froskmaðurinn ei að koma fyr
ir taug í ýtuna, en uppi á bakk
anum er önnur ýta tilbúin
að taka í.
Ýtan sem í sjóinn fór, var
skilin eftir í gangi um 20
metrum frá sjávarbakkanum,
og allt í einu fór hún sjálf af
stað, aftur á bak, niður allt
að tíu metra háum bakkanum,
og stoppaði ekki fyrr en hún
var komin um fimmtfu metra
út í Elliðavoginn.
(Tímamynd KJ.)
itiSWtl
Grænlenzkir minjagripir
úr íslenzkum hvaltönnum
GEIR
í kaffíboði* Þe*r voru mar9^r kossarnlr sem hann Gelr ASils fréttaritarl Timans i Kaup-
mannahöfn fékk 1 dag frá Slysavarnakonunum 50 sem hann hafSi sýnt Borg-
ina viS Sundið í sumar. En eins og kunnugt ér lögðu þær land undlr fét j sumar, og helmsóttu Kaupmanna-
höfn með Gullfossi. Gelr Aðils var þelrra fararstjórl ytra, og kossarnir sem hann fékk í gær frá konunum,
þegar þær héldu honum kaffisamsætl i Slysavarnahúsinu við Grandagarð oáru þess glögg* vltni að hann
hefur áreiðanlega staðið vel í stöðu sinni. Myndin var tekln í kaffisamsætinu i dag. (Timamynd K. J.
FB-Reykjavík, 14. sept.
Vanti Grænlendinga peninga,
setjast þeir niður og smíða minja-
gripi fyrir ferðamenn úr hvaltönn-
um, en þar sem þeir veiða ekki
sérlega mikið af þessum skepnum
sjálfir, nota þeir tennur, sem
keyptar eru á íslandi, að því er
segir í grein um Kulusuk i norska
Ludvig Storr, aðalræðismaður,
hefur undanfarið keypt töluvert
magn af hvaltönnum fyrir hönd
konunglegu dönsku Grænlands-
verzlunarinnar, en þessar tennur
hafa síðan verið sendar til Græn-
lands, þar sem Grænlendingarnir
smíða úr þeim^alls kyns minja-
gripi, ísbirni, grænlenzk börn og
fleira.
Á þessu ári hefur Grænlands-
verzlunin keypt tennur fyrir um
41 þúsund íslenzkar krónur, en
kílóið af hvaltönnunum er selt á
110 krónur í heildsölu. Til dæmis
eru þær seldar eftir vigt í veit-
ingasölunni • Olíustöðinni í Hval-
firði, og eru mjög vinsælar meðal
ferðamanna. Þá eru þær einnig
seldar hér í borginni, og kaup-
endur eru einnig þar útlendir
ferðamenn. Nokkuð er gert að því
hérlendis að smíða úr tönnunum
skartgripi en þó ekki í stórum
stíl
í Hvalstöðinni fengum við að
lokum þær upplýsingar, að fyrir
kæmi að hvalirnir væru með hol-
^ ur í tönnunum ekki síður en
j mannskepnan, og nokkuð mikið
Iber á brotnum tönnum í þeim.
Smala norðurheiðar
FB-Reykjavík, 14. september.
Það var ekki tiðindalaust í
gÖMgunum norður á Eyvindar-
staðaheiði og þar um slóðir i fyrra,
og datt okkur í hug, að inna
fréttaritarana á Blönduósi eftir
því hvenær farið yrði í göngur á
Eyvindarstaðaheiði, Grímstumgu-
heiði og Auðkúluheiði, og sagðist
honum svo frá:
Þeir, sem leita á Grímstungu-
heiði leggja af stað úr byggð í
dag, og leita þeir suður fyrir
Stórasand og suður að Eiríksjökli
og Langjökli. Leitarmenn koma
til byggða á föstudaginn, og Und-
irfellsrétt verður næst komandi
laugardag 19. september. Leitar-
menn á Auðkúluheiði fóru einnig
af stað í dag til Hveravalla, og
Auðkúlurétt verður sömuleiðis á
laugardaginn, eins og Undirfells-
rétt.
Leitarmenn, sem leita á Eyvind-
arstaðaheiði, eru ekki farnir af
stað enn, og þeir, sem lengst
fara úr þeirra hópi, leggja af stað
úr byggð næsta laugardag, en
aðrir seinna Koma þeir síðan aft-
ur að Stafnsrétt á miðvikudag og
þá um kvöldið verður stóðið rétt-
að í Stafnsrétt, en fjárréttin verð-
ur þar á fimmtudaginn 24. sept-
ember.