Alþýðublaðið - 06.12.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.12.1953, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐfDJA Sunnuifágiir «J ndeseinlft!!? uB33<n Útgefandi: AIþýðuflokkurin<n. Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: 'Hannifcal Valdimarssoo. Meðritstjóri: Helgi Særnunásson. Fréttast.ióri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenra: Loftu^ Guð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- sími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00. <ki uppnæmir fyrir áróðri UM ÞESSAR MUNDIR fer frant stjórnarkosning hjá stærsta og öflugasta sjómanna- félagi landsins, Sjóuiannafélagi Reykjavíkur. Eitt af 'dagblöSunum gerír sér alveg sérstaklega títt um þéssa stjórnarkosningu, það er Þjóðviljinn, • málgagn komm- únista. Á hverjum. einasta degi birt- Ir hann eina eða fleiri áróðurs- •greinar og nokkrar feitletraðar iippnrópanir, þar sem sjómenn ' fcru sárbeðnir um að kjósa kom ' ínúnista í stjórn félagsins, en ' fleetum mundi gangá erfiðleiga áð finna nokkur rök, ér fram f'séu-færð í greinum þessum fyr ir þeirri „stéttarnauSsyn". Sannleikurinn er sá, að kom múnistar bera ekki við að færa : fram ástæ'Sur fyrir þessum á- róðri sínum, enda er það eng- tun heiglúm hent. Rökin fyrir FJ»ví,íað íslenzkir sjómenn eigi aS felá kommúnistum forsjá "mála sinna, eru nefnilega ekki íil. Enda er það áreiðanlegt, að sjómenn eru allra stétta ólík- íegastir tií að gariga undir merkiS frá Moskvu. Þeir líta raunhæft á málin og vita vel, íið öll stéttabarátta, alveg eins og lífsbaráttan sjálf, byggist á þoli og seighi þeirra, sem hana íieyja, en ekki á hávaða, yfir- fcoðum og skyndiunphlaupum. Þess vegna hefur glamur kom- ( nuínista aldrei fallið sjómönn- nm vel í geð. I raun og veru .sýnir þessi mikli Þjóðvirjaáróður í sam- bandi við Sjómannafélagskosn- inguna það eitt, að þeir þurfa a'ð beita miklum og sterkum áróðri, ef þeir eiga að gera sér 'Vonír um nokkurt teljandi fylgi í félaginu. En þeir mega reiða sig á, að hér dugar ekki einu sinni mikill áróður. Og það munu þeir sanna, að órök- studdur . áróður fluttur með miklum bægslagangi verkar að eins -sem aðvörun, enda hafa sjómenn orð á því, að kommún- istar leggi ekki mikið upp úr dómgreind þeirra og staðfestu, fyrst þeir haldi að hægt sé að hringsnúa þeim með efnislaus- um upphrópunum. Það er líka hverju or'ði sann- ara, sem greíndur sjómaður sagði hér á dögunum: Það eru allt of víðtæk áhrif kommún- ista í verkalýðshreyfingunni, sem valda því, að nokkur mað- ur lætur sér yfir höfuð detta það í hug að hafa nokkurt sam starf við S]álfstæðisflokkinn — flokk atvinnurekendanna — í verkalýðshreyfingunni. En það er eitt, sem yfir- gnæfandi meirihluti verka- fólks er sammála um: Þetta, að sízt af öllu geti það sætt sig við tilhugsunina um kommún- istísk yfirráð yfir Alþýðusam- bandi íslands. Ef kommúnistum yrði hrundið í Dagsbrún, þá væri öll áhrifaaðstaða íhaldsins í verkalýðshreyfingunni jafn- framt úr sögunni. Þetta er einmitt kjarní máls. ins: Leiðin til að hnekkja öll- um íhaldsáhrifum í stjórn AI- þýðusambandsins, er einmitt sú, að gera kommúnistana á- hrifalausa í stærstu félögum landsins. Þetta gera félagarnir í Sjó- mannafélagi Reykja\íkur sér því ljósara, sem áróðursgrein- arnar í Þjóðviljanum verða meira áberandi og atgangsfrek- ari. STERKAR BORGIR HRYNJA ALDREI FYRIR STÓRYRÐUM. Hótanir og hugarví ' NÚ REKUR hver forustú- greinin aðra í Þjóðviljanum út af svari Alþýðuflokksins við Samningatilboð Sósíalistaflokks íns.j Annan daginn er hótunum beitt, hinn daginn blíðmælum. t fyrradag var íiótunartónn- 1nn_ ráðandi: Við skulum Iáta í'ólkið kenna ykkur! Við skul- ítm kenna ykkur nýja siðL^Það á að knýja forkólfana til þess samstarfs, sem þeir nú hafa hafinað. Og svo sneru þeir sér tóðjandi til alþýðuflokksfólks ségjandi: „Obreyttir flokksmenn og fylgjendur Alþýðuflokksins 'þurfa að rísa upp og gera for- ingjum sínum Ijóst, að sundr- úng^arstarfið verður ekki leng- «r þolað". Mikið er nú að heyra. Fólkið reis einmitt upp gegn komm- únistaforustunni í Sósíalista- ílokknum s. 1. sumar og neit- aði að fylgja henni lengur í þeirri sundrungu alþýðunnar sem hún hóf árið 1930. Þess Vegna missti flokkurinn á seytj ánda hundrað atkvæða þrátt fyrir bandalagið við lands- hreyfinguna gegn her í landi. j f gær er nærri kominn klökkvi í tóninn og talað um „óþarfar deilur um máí, sem báðir flokkarnir hafa a stel'nu- skrá sinni". — Það er hreinii misskilningur, að Alþýðuflokk- Urinn ætli að liggja í stríði við Sósíalistaflokkinn um slík mál. — Hann hefur boðið sam- starf um öll góð mál. Það er. líka algerir hugaróiiir, að svar Alþýðuflökksins bindi á nokk- urn hátt hendur einstakra flokksmanna í afstöðunni til sveitastjórnarmála. Flokks. stjórnirnar hafa aldrei gefíð nein fyrirmæli í beim efnum, enda á sér stað samvinna í sveitastjórnum milli ílialds- manna og kommúnista, komm- únista og alþýðuflokksmanna og kommúnista og framsóknar. manna, og verður algerlega Iát ið óátalið hvað menn gera í þeim efnum. Mun það fara oft- ir sérástæðum á hinuni ýmsu síöðum. LEIKFELAG HVERAGERÐ. IS hefúr nú starfað um nokk- urra ára skeið og gegnt merki- legu menningariegu hlutverkji í byggðarlagi sínu, sem vert er að gaumur sé gefmn. Félagið hefur haft margs konar verk- efni með höndúm og ýmist innt af hendi þjónustu hinnar gáskafullu gleði eða hinnar 'spámannlegu alvöru. Meg'um við Hvergerðingar vera þessu félagi okkar sérstaklega þakk- látir fyrir störf þess á liðnum árum. Margt í lelklistarstarfi | íélagsins hefur vakið sérstaka i eftirtekt dómbærustu manna, í og 'hafa' kömið hjá því í ljós . leikkraftar, ' sem gefa mjög I góðar vonir, ef þeir hald.i á- i fram að helg^a sig list sinni. Einkum hefur vegur félagsins farið vaxandi eftir að læknis- frúin í þorpinu, Magnea Jó- hannesdóttir, tók að sér for-, ustu leiklistarmálanna, og veld ur þar mestu um hinn brenn- andi áhugi hennar fyrir þessari listgrein og hæfileikar hennar sjálfrar sem leikara. En hún hefur notið ágætra samstarfs- krafta, sem ekki má heldur vanmeta. Auk þess hefur þjóð leikhúsið í nokkur undanfarin j skij>ti sýnt félaginujþann þakk ¦ íarverða velvilja og skilning, að ! lána því leikstj r:a, sem leyst hafa af hendi ágætt verk í þágu þess. Er það í alla stáði verðugt, að þjóðleikhússtjóra sé vel þakkað fyrir þann stuðning, j sem hann hefur þannig veitt , félaginu, og jafnframt áherzla á það lögð, bversu þýðingarmikið það er, að þióðleikhúsíð hjálpi á þennan hátt leikstarfseminni úti um land. Margir hafa líka á það bent, að í framtíðinni hljóti þjóðleikhúsið í stöðugt ríkara mæli að gegna tvíþættu menningarhlutverki með þjóð- inni, sem annars vegar fer fram á leiksviði þess sjálfs og hins vegar í tæknilegri aðstoð og leiðbeiningu, sem láti'n sé í té hinum uppvaxandi leikfé- lögum víða un land. Getur þá Vel farið svo, að hið síðartalda verði hinu fyrra ekki miklu ó- merkara, því að „það er vand- 1 séður rekabúturinn", og má telja fullvíst, að valdir leik- stjórar frá þjóðleikhúsinu geti margan hlut góðan smíðað úr þeim efnivið, sem verður á leið !<þeirra. Svo reyndist í Hvera- j gerði að þessu skmi. Leikfélag Hveragerðis hafði frumsýningu á . Fjaila-Éyvindi éftir Jóhain Sigurjónsson hinn 1. þ. m. Félagið var svo heppið,' að einn af allra færustu leik- stjórum ðg jafnframt lands- kunnur leiksnillingur, Harald- ur Björns'on, annaðist leik- stjórn. Var .það álmennt álít á- horfenda, að honum hefði vel tekizt' leikstjórnin, bæði hvað snerti skiptingu hiutverka og þj'álfun leikaranna, enda frétt- ist það, að á æfingum hefði hamr ríkt með skarpsýni og röggsemi eins og sannur hers- höfðingi, og var ieiksýningin staðfesting á því, að hann hefði leitt sitt lið fram til sigurs. Fjalla-Eyvindur er sem kunn ugt er, mjög erfiður viðfangs á leiksvíði fog liggja að því marg ar orsakir, en þó þær helztar, að verkið í heild er borið uppi af raáklum sálrænum átökum fremur en ytri viðburðum. Jafnframt er þetta skáldverk sp'rottið upp úr svo rammís-. lenzkum jarðvegi,. að íslenzkir | áhorfendur gera sérstæðar kröf ¦ ur til tjáningar Ie.íkendanna. Arnes, Tóta litla og Halla. Einnig gerir það sjónleikinn erfiðari viðfangs, að frá höf- undarins hendi klofnar verkið í tvennt um samskeyti annars og þriðja þáttar, þó að r-pkrænt samhengi sé milli beggja hlut- anna. Þessi umskipti mæða einkum á þeim, sem fara með hlutverk Eyvindar og Arnesar. í fyrgtu tveim þáttunum er Arnes venjulegur umkomulaus flækingur, sem erfitt er að átta sig á nema í góðum hjörtum kallar hann á meðaumkunina. En í þriðja þætti er hann skyndilega prðinn „drama-tísk" stærð vegna ástar sinnar á Höllu. í tveim fyrstu þáttunum aliglaðklakkalegur návmgi, að er Eývindur (öðru nafni Kári) vísu með dálítið flekkótta sam vízku, og í geislandi tiliiuga- lífi, sem þó er engan veginn. án. skugga. En ,í síðari hluta leiksins breytist þessi fremur hversdagslega persóna í* hið ofsótta yillidýr öræfanna. Þessi breyting gerir það að verkum, að leikandinn, sem fer með hlutverk Eyvmdar, verð- ur að ráða fram úr því, hver er Eyvindur. hér og Eyvindur þar, og séu þó báðir menn hinn sami. Fjórði þáttur er hápunktur leiksins, þó að þriðji þáttur sé einna leikrænastur þeirra allra. í fjórða þætti reynir fyrst fyrir aivöru á þau, sem leika Eyvind og Höllu. Raun-. verulega „gerist" ekkert á svið inu fyrr en allra siðast, og þó fara þar fraim ihin stórkostleg- ustu andlegu átök, reiknings- skil lífsins. Þar byltast fyrir sjónum áhorfandans frumhvat irnar Vpldugu í allri nekt sinni og mikilleik „Hunger und Lie'be", — hungrið og ástin, hið ótæmandi yrkisefni allra alda. Þess er ekki a;5 vænta, að leikflokkur úr fámennu byggð arlagi fari svo með hin ýmsu hlutverk þessa mikla sjónleiks, að ekki megi að neinu finna ef vandlega er leitað. En ég tel þó sýningu þessa leiks svo mikinn sigur fyrir Leikfélag Hveragerðis, að félagið þurfi ekki að notast við hina al- kunnu skrautfjöðLir, sem felst í orðunum „afburðagott mið- að við fólksfjölda". Mér eru meira í hug þakkir til Leikfé- lagsins fyrir starf þess.en löng- un til gagnrýni á meðferð hlut verka, en vil þó í sem allra stytztu máli gera grein fyrir sýningunni í einstökum atrið um. Halla var lei'ftin af frú Magneu Jóhannesdóttur, og gefur leikur frúarinnar sér- stakt tilefni til þess að vakin sé athygli á honnm. Ég hef nokkrum sinnum áður séð hana á leiksviði, en aldrei orð ið eins fullkomlega sannfærð- ur og í þetta sihh um hína rniklu leiklistarhæfileika henn ar. Henni tókst hvorttveggja iafnsnilldarlega, að túlka glæsi leik hinnar virðulegu hús- freyju í byggðinni, eem að lok um yfirgefur óðal sitt til að flýja með á.stinni á öræfin, og hina niðurbeygðu, hröktu og vonsviknu útilegukonu, sem situr í frostköldum kofa sín- um .uppi í óbyggðum, banhungr uð og kvalin á sál yfir því, að ástin, sem (hún flýði með á fiöll in, hefur kulnað út, frosið í hel í hríðum ömurlegrar ævi. Það leyndi sér ekki, að frúín var hin óumdeilanlega stjarna þessa sjónleiks, og á hún skilið að hljóta mikla viðurkenningu fyrir þennan Ieik sinn. J Kári (Fjalla-Eyvindur) var leikinn af Gunnari Masnús- svni, sem er vanur leikari og hefur oft sýnt ásjætan leik. Kári er, eins og áður er bent á. mjög erfitt hlutverk og menn ekki á eitt sáttir um, hvernig beri með 'bað að fara í öllum atriðum. Óhætt er að telja, að framan af sjónleiknum hafi Gunnar gert bessu hlufr'^rkl fremur góð skil, en í síðasta bættinum, þefjar rnest r^vndi á, hóf hann bað íil listrænn- ar reisnar, .=vo að sami/r-íkur bans og frú Magneu varð hinn ágætasti. Arnes var leikinn af Theð- dóri Hallrlórssvni, sem áður hefur farið með ýmis hlutverk fyrir Leikfélagið. Þar e?,á ferð inni ungur maður með ótví- ræða leiklistarhæfileika. . sem mikils má vænta af. Leikur hans var með ágætum, en þó hætti honum við því einstöku pinnum að leika of sterkt, en því mun hann fljótlega kippa £ (Frh. á 7. siðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.