Tíminn - 19.09.1964, Side 2

Tíminn - 19.09.1964, Side 2
' v ' Ætlar að reisa 5 þúsund mála síldarverksmiðju Meirihluti stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins samþykkti að mæla með ríkisábyrgð á lánum TÍMANUM barst í gær frétta tilkynning frá stjórn Síldar- vcrksmiðja ríkisins um ríkisá- byrgð á láni til nýrrar síldar- verksmiðju, sem Jón Gunnars- son hyggst i^isa á Raufarhöfn. Afköst þessarar fyrirhuguðu vérksmi'fju eru áætluð fimm þúsund mál sfldar á sólarhring, en Jón Gunnarsson áætlar að byggingarkostnaðurinn verði sextíu og fimm nilljónir króna. Af þeirri upphæð þyrfti að taka fimmtíu og fimm milljónir að láni og hefur Jón Gunnarsson óskað eftir meðmælum með rík isábyrgð á þeim lánum, sem kynn-u að verða tekin. Stjórn Sfldarverksmiðja ríkis ins tók mál þetta fyrir á fundi þann 11. þ. m. Við atkvæðæ greiðslu um málið óskaði Ey- steinn Jónsson að viðhaft yrði nafnakall. Já sögðu Jónas G. Rafnar (varamaður Sveins Benediktssonar), Eyþór Halls- son (varamaður Sigurðar Ág- ústssonar) og Eysteinn Jóns- son. Eysteinn greiddi atkvæði með tilvísun til sérstakrar greinargerðar, sem birt er á öðrum stað hér á síðunni. Og já sagði Þóroddur Guðmunds- son. Jóhann G. Möller sagði nei. Flutningsmaður tillögunn- NTB-Aþenu. — Eftir hið eftir- minnilega brúðkaup í morgun í domkirkju Aþenu, héldu Kon- stantín, konungur og Anna María, drottning í brúðkauips- ferð, en vildu ekki gefa upp, hvert ferðinni væri heitið. Lögðu þau af stað í flugvél og segja fréttamenn, að líklega ætli þau að eyða hveitibrauðs- dögunum í Korkith eða þá á eynn'i Shannen skammt fyrir utan strönd Grikklands. Fóru þau hjónin ein til flugvélarinn- ar og neituðu eindregið að segja nokkuð um, hvert ferð- inni væri heitið. NTB-Kennedyhöfða. — Banda rískir vísindamenn sendu í dag á loft geysistóra eldflaug af gerðinni Saturn og tókst geim- skotið vel í alla staði. Eldflaug- in er 50 metrar að hæð og vegur 570 smálestir. í eldflaug inni var komið fyrir mann- lausu geimfari, sem vegur 18.7 lestir og komst geimfarið á hina ákveðnu braut umhverfis jörðu. ar um rfldsábyrgð til að byggja þessa fimm þúsund mála verk- smiðju á Raufarhöfn var Eý- þór Hallsson. Fréttatilkynning stjórnar Síldarverksmiðjanna er svohljóðandi, að undanskil- inni sérstakri greinagerð Ey- steins Jónssonar,. sem birtist annars staðar hér á síðunni: Að gefnu tilefni telur stjórn Sfldarverksmiðja ríkisins á- stæðu til að birta fundargerð verksmiðjustjórnarinnar frá 11. þ.m. og fleiri upplýsingar varðandi umsögn stjórnar S.R. um beiðni Jóns Gunnarssonar, verkfræðings til Sjávarútvegs- málaráðuneytisins um meðmæli með ríkisábyrgð á lánum, sem hlutafélag, sem liann ætlar að stofna, taki til byggingar sfldar verksmiðju á Raufarhöfn með 5 þúsund mála afköstum á sólar- hring, en Sjávarútvegsmálaráðu neytið hafði sent stjórn S.R. beiðni þessa til umsagnar. Hafði Jón Gunnarsson áætl- að kostnað við byggingu verk- smiðjunnar 65 milljónir króna. Af þessari upphæð myndi hluta félag, sem hann ætlaði að stofna til að reisa og reka verk- smiðjuna, hafa yfir að ráða fjármagni að upphæð 10 millj. króna. Mismuninn, kr. 55 mill- jónir, þyrfti félagið því að taka að láni. f erindi sínu fer Jón Gunnarsson fram á meðmæli fyrir ríkisábyrgð á Iánum, sem tekin yrðu í þessu skyni. f niðurlagi erindis Jóns Gunn arssonar til Sjávarútvegsmála- ráðuneytisins segir svo: „Sé eingöngu reiknað með verksmiðjuafköstunum á Aust- fjörðum og Raufarhöfn, þá er burðarmagn sfldveiðiflotans miðað við verksmiðjuafköstin um 5 sinnum meira nú en árið 1942. Af framangreindu er ljóst, að haldi sfldin áfram á næstu ár- um að halda sig á Norð-Austur- svæðinu og út af Austfjörðum, eru fyrirsjáanleg stórkostleg á- framhaldandi afgreiðsluvand- ræði í öllum aflahrotum á þessu svæði, auk þess sem heildar- afköst verksmiðjanna á Norður og Austurlandi cru nú miklu minni miðað við burðarmagn sfldveiðiflotans, en þau voru fyrir 22 árum, þegar afgreiðslu vandræði voru seni mest. Hér er þó ekki reiknað með þeim tugum stórra og glæsilegra skipa, sem eru i smíðum og eiga eftir að bætast í sfldveiði flotann fyrir næstu sfldarver- tíð. Bygging nýrrar verksmiðju á Raufahöfn með 5000 mála af- köstum á sólarhring er því knýjandi nauðsyn. Hin stórkostlega aukning sfld veiðiflotans með nýjum skipum búnum hinum fullkomnustu tækjum og veiðarfærum, mönrt- uðum dugmiklum sjómönnum, kemur ekki að nema takmörk- uðum notum og er óraunhæf nema því aðeins, að móttöku- skilyrðin í landi fyrir aflann batni tilsvarandi, en á það hef- ur mjög skort til þessa. Er hér um að ræða bráðað- kallandi verkefni, sem þörf er á að leysa með átaki margra aðila. Þar sem tími til framkvæmd- anna er naumur, treystl ég þvf að þér sjáið yður fært að senda meðmæli yðar með umbeðinnl ríkisábyrgð til fjármálaráðu- neytis, sem allra fyrst“. Umsögn stjórnar S.R. um beiðni Jóns Gunnarssonar var endanlega ákveðin á fundi verk smiðjustjófnarinnar 11. þ. m., þar sem mættir voru Eysteinn Jónsson, Jóhann G. Möller, Þór oddur Guðmundsson, Jónas G. Rafnar, varamaður Sveins Bene diktssonar, og Eyþór Hallsson, varamaður Sigurðar Ágústsson- ar. Var gerð eftirfarandi bókun: „Bréf sjávarútvegsmálaráðu- neytisins dagsett 17. ágúst, þar sem óskað er umsagnar um er- indi Jóns Gunnarssonar, um ríkisábyrgð í sambandi við 5000 mála verksmiðju á Raufarhöfn, sbr. fundargerð 27. ágúst 1964, liður 7 og fundargerð 10. sept. Iiður 3. Jóhann G. Möller varaform. setti fun-dinn og stjórnaði hon- um. Eyþór Hallsson lagði fram eftirfarandi tillögu: „Þar sem mjög skortir á, að afköst sfldarverksmiðjanna á Austfjörðum og Raufarhöfn nægi til viðunandi móttöku á afla sfldveiðiflotans á veiði- svæðunum út af Melrakkasléttu Þistilfirði og Langanesi og fyr- ir Austfjörðum, þá samþykkir stjórn S.R. að mæla með þvf við sjávarútvegsmálaráðerra, að hlutafélagi, sem Jón Gunnv arsson, verkfr., ætlar að stofna verði veitt ríkisábyrgð sú, sem hann hefur farið fram á til þess að reisa síldarverksm. á Raufarhöfn með 5 þúsund mála afköstum á sólarhring“. Jóhann MöIIer bað Eyþór Hallsson að stjórna fundinum Framh á 15 síðu STÚRAUKA ÞARFVERKSMIDJUKOST fl AUSTUR- OG NORÐAUSTURLANDI M. a. þarf verksmiðjur á þá staði eystra þar sem engar eru fyrir Eins og segir á öðvum stað í biaðinu í dag, fylgdi sérstök greinargerð at- kvæði Eysteins Jónssonar, er meðmæli með ríkis ábyrgð fyrir lánum tii síld arverksmiðju Jóns Gnnn- arssonar voru til umræðu í stjórn Síldarverksmíðjanna Greinargerð Eysteins fékk blaðið senda í fréttafil- kynningu frá stjórn Síidar verksmiðjanna í gær og birtist hún hér á eftir „Sjávarútvegsmálaráðh erra hefur óskað eftir ilíti stiórn ar Síldarverksmiðja 'íkisins á því, hvort veita eigi hlutaiél- agi, sem Jón Gunnarssoit, fram kv.stjóri gengst fvrir ríkis ábyrgð fyrir ca. 55 milljón kr láni til þess að bygg.ia síldar verksmiðju á Raufarhöfn, sem bræði 5000 mál á sólarhring. Út aí þessu vil ég láta .• ljósi eftirfarandi ál»t mitt a því, hvað nú beri að gera til að auka afköst sfldarverksmiðj anna á Austur- og Norðurlandi- 1. Stækka Seyðisf.iarðarverk smiðju S. R. í 10.000 mála bræðsluafköst á solarhriiig byggja þar afurðageymsiur i hlutfalli við það oig hráeina geymslur (þrær) nægilega stór ar fyrir þau afköst og umskip un sfldar til verksmiðja á N.;rð urlandi. 2. Stækka Raufarhafnarverk smiðju S. R. í 8000 mála bræðsluafköst á sólarhring o? auka afiuða- og hráeínageymsl ur í samræmi við það 3. Koma upp sfldarhræðslum í syðstu kauptúnunum á Aust urlandi þar sem engai eru og á Þórshöfn, a.m.k til stuðnings söltun á þessum stöðum 4. Veíta hlutaféiagi serr. >ón Gunnarsson gengst fvrir rfkis ábyrgð fyrir 55 milljón króna láni, nl að byggja 5000 mála verksmiðju á Raufarhöfn, e--díi sé félagið að öllu Ieyti eign innlendra aðila, hlutafé vrrði a.m.k. 10 milljónir. ríkisábyrgð arlánin heizt til 15 ára og veif ing ábyrgðarínnar og lántaka til verksmiðjunnar komi ekki í veg fyrir þær fraœkvæmi.ir sem greindar eru hér að frmr. an. Eg geri að sjálfscgðe ráð fyrir að fullnægjandi afurða- og hráefnisgeymsfum v*rði komíð upp við S.R. á Reyðar firði, löndunarbryggjiir endur- bygðar á Siglufirði og nauð synlegar ráðstafanir gerðar til þess að bæta svo sem frekast er unnt tæknibúnað Sfldarverk smiðja -íkisins í því skvni að hækka \erð á sfld. Láta mun nærri að S.R haf> varið ’05 milljónum til fjár festingar á árunum 1962-1964 (3 árum). Þetta er kostr.aðui við að kaupa, endurbyggja og stækka Seyðisfjarðarverksmiðj una í 5000 mála afköst, byggja 3000 mála verksmiðju á Reyð arfirði, og vantar 'ió mjög á að hráefnis- og afinðageyms' ur séu fullnægjandi við fess ar verksmiðjur. (Áætlað er að vanti framkvæmdir opp á 17 milljónir enn til bess). Þá er þarna i kostnaður við að koma á fulluýtingu soðkjarna i öll- um verksmiðjunum, sem lífs nauðsynlegar voru eftlr sfldar leysísárin. S.R. tók við 13 inilljón kióna áhvflandi skuldum með gömlu Seyðisfjarðarverksmiðj inni og liefur því orðið að lflggja út nálægt 92 milljónir til þessara framkvæmda. Þrátt fyrir ítrekaðar mála leitanír til ríkisstjórnarinnar um að útvega lánsfé til bess ara framkvæmda, hafa ekki fengist r>ema tæpar 20 millj ónir alls að láni til þeirra. S. R. hafa því orðið a«5 fest.a í þeim af sínu fé á 3 árum um 72 milijónir króna og hefur það Ieitt til verulegrar lausa skuldasöfnunar. Afleiðingarnar af þessu eru þær, að ekki hefur einu smni verið liægt að Ijúka verksmiðj unum á Seyðisfirði og Reyðar firði og frekari framkvæmd ir til að auka bræðsluafköst með öilu útilokaðar. Ennfrem urur að þrátt fyrir góða rekstr arafkomu eru verksmiðjurnar stöðugt í fjárhraki og hafa ekki getað komið í framkvæmd nauðsvnlegum tæknilegum enil urbótum. hvað þá aukið afköst sín eða hráefnisgeymslur eins og þurft hefði til að þjóna stækkun síldarflotans Framangreindar framkvæmd ir tel ég nauðsynlegar til þess að hægt sé að nýta síllarafl- ann fyrir Austur- og Norður landi og horfast verður í augu við þá s'taðreynd að til þess- ara framkvæmda verður að úi vega iánsfé.“ £ Tf'MINN, laugardaginn 19. september 1964 ,*VV « \ " \ A.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.